Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 8
8 ✓ MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 20. nóv. 1963 Sigurðar Kristinssonar minnzt á Alþingi Lífeyrissjóður barnakennara Á FUNDI Sameinaðs þings sl. mánudag minntist Birgir Finns- son, forseti Sameinaðs þings, Sig- urðar Kristinssonar, fyrrv. ráð- herra og forstjóra, sem andaðist 15. nóvember sl. í Reykjavík. Fer ræða Birgis Finnssonar hér á eftir: Síðastliðinn fimmtudag, 15. nóvember, andaðist í sjúkrahúsi hér í Reykjavík Sigurður Krist- insson, forstjóri Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, 83 ára að aldri. Hann gegndi ráðherra- störfum um skeið fyrir rúmum þremur áratugum og átti sem ráðherra sæti á Alþingi, og vil ég því leyfa mér að minnast hans nokkrum orðum. Sigurður Kristinsson var fædd- ur 2. júlí 1880 í Öxnafellskoti í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Kristinn bóndi þar Ketilsson bónda í Miklagarði í Eyjafirði Sigurðssonar og kona hans Hólm- fríður Pálsdóttir bónda á Hánefs- stöðum í Svarfaðardal Jónssonar. Hann ólst upp með foreldrum sínum á þremur bæjum í Eyja- firði fram til fermingaraldurs. Réðst hann þá að heiman í vinnu- mennsku og þótti góður fjárhirð- ir og vænlegt búmannsefni. Haust ið 1899 hóf hann nám í Möðru- vallaskóla og lauk gagnfræða- prófi þaðan vorið 1901. Næsta vetur stundaði hann barna- kennslu í sveit sinni, Haustið 1902 réðst hann verzlunarmaður til Fáskrúðsfjarðar. 1906 sneri hann aftur til Eyjafjarðar og var verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga til ársloka 1917, og veitti hann kaupfélaginu forstöðu öðru hverju á því tímabili. Fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirð- inga var hann á árunum 1918— 1923. Þá varð hann forstjóri Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga og hafði forstöðu þess á hendi fram til ársloka 1945, er hann lét af störfum að eigin ósk hálfsjö- tugur. Formaður stjórnar Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga var hann síðan 1948—1960. Hann var atvinnumálaráðherra frá 20. apríl til 20. ágúst 1931. Veturinn 1932—1933 átti hann sæti í svo- kallaðri bændanefnd, sem hafði það hlutverk að kanna hag land- búnaðarins og fjárhagsástæður bænda og gera tillögur um ráð- stafanir til að styrkja fjárhag þeirra. Sigurður Kristinsson var kom- inn af traustum ættstofnum á Norðurlandi. Voru þeir fjórir bræður, sem allir urðu þjóðkunn- ir menn, þrír fyrir störf í þágu samvinnuhreyfingarinnar, en einn fyrir þátt sinn í skóla- og fræðslumálum. Ekki er talið, að hugur Sigurðar hafi í öndverðu staðið til verzlunarstarfa, þótt ör- lög hans yrðu þau að vinna á því sviði mikið og giftudrjúgt ævi- starf. Verzlunarstörf hóf hann hjá frænda sínum austanlands. Um þær mundir var mikil vakn- ing í félagsmálum í landinu, sam- vinnuhreyfingin, að eflast og sam vinnufélög um verzlun að ryðja sér til rúms. Hallgrímur Kristins- son var þar í broddi fylkingar, og gerðist Sigurður skjótlega sam- starfsmaður bróður síns og síðar eftirmaður, fyrst hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, síðar Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga. Sam- vinnan varð honum hugsjón og hugðarefni, og hann starfaði að eflingu hennar með ósérplægni og skyldurækni, vann nótt með degi, þegar mikils þurfti með. Við margs konar örðugleika var að stríða á styrjaldar- og kreppu- árum, en honum tókst með hag- sýni og festu að stýra hjá áföll- umv Samvinnuhreyfingin breidd- ist út og efldist, og samvinnufé- lögin urðu fjölmenn og voldug samtök. Seta Sigurðar Kristins- sonar í ráðherrastóli var ekki ætluð til langframa, en val hans í það starf á ólgutímum í stjórn- málum sýnir glöggt það traust, sem hann hafði áunnið sér. Hann sat í bráðabirgðastjórn Tryggva Þórhallssonar um fjögurra mán- aða skeið og átti sem ráðherra sæti á sumarþingi 1931. Sigurður Kristinsson var frið- samur maður og óáleitinn, dag- farsprúður og yfirlætislaus. Hann var vel látinn og virtur af sam- starfsmönnum sínum og vakti traust þeirra, sem við hann áttu að skipta. Honum auðnaðist á langri ævi að vinna mikið gagn þeirri félagsmálastefnu, sem honum var hugfólgin. Við fráfall hans er á bak að sjá hógværum og heilsteyptum manni. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að votta minningu þessa merka manns virðingu sína með því að rísa úr sætum. Deilt um TÖLUVERÐAR umræður urðu í Neðri deild í gær um vegamál al- mennt og frumvarp Halldórs Ás- grimssonar o. fl. um að nokkrir vegir á Austurlandi verði teknir upp í tölu þjóðvega. Til máls tóku við umræðuna Ingólfur Jóns son, samgöngumálaráðherra, Benedikt Gröndal (A), Halldór Ásgrímsson (F), Sigurvin Ein- arsson (F) og Halldór E. Sigurðs- son (F) og töluðu flestir ræðu- menn oftar en einu sinni. Á fundi í Efri deild s.l. mánu- dag fylgdi Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, stjórnarfrum- varpi um Lífeyrissjóð barna- kennara úr hlaði. Var samþykkt að lokinni ræðu fjármálaráð- herra, að visa frumvarpinu til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Gunnar Thoroddsen, fjármála ráðherra skýrði svo frá, að á s.l. sumri hefði stjórn Sambands ísl. barnakennara farið þess á leit, að fjármálaráðuneytið hlutaðist til um að lög um Lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra, yrðu endurskoð uð í samráði við stjórn sam- bandsins og sam ræmd hinum nýju lögum frá síðasta Alþingi um Lífeyris- sjóð startfs- manna ríkis- ins. Fjármála- vegamál Töldu stjórnarandstæðingar að ríkisstjórnin hefði á sl. þingi lát- ið í veðri vaka að hún mundi á því þingi flytja frumvarp um heildarendurskoðun vegalaganna og því hefði frumvarp það sem Halldór Ásgrímsson o. fl. fluttu þá um nýja þjóðvegi á Austur- landi ekki náð fram að ganga. Hins vegar hefði ekkert vega- lagafrumvarp komið fram og töldu stjórnarandstæðingar að rikisstjórnin hefði sofið Þyrni- rósarsvefni í þessu máli. Fundu þeir einnig að fjárframlögum til vegamála í tíð núverandi stjórn- ar og sögðu þau yera of lítil. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra varð fyrir svörum. Kvað hann það algjörlega rangt að ríkisstjórnin hefði látið í veðri vaka á síð- asta þingi að hún mundi þá leggja fram frv. um heildarend- urskoðun vega- laganna. — Hitt væri svo vitað mál, að endur- skoðun vegalaganna stæði yfir og að frumvarp um ný vegalög yrði ekki lagt fram fyrr en nefndin hefði sagt lokaorðið. Kvaðst sam- göngumálaráðherra vonast til að þess yrði ekki langt að bíða. Varðandi þá fullyrðingu stjórn arandstæðinga um að núverandi stjórn hefði varið minna fé til vegamála heldur en vinstri stjórnin, benti samgöngumálaráð- herra á þá staðreynd að miðað við árin 1958 og 1963 þá hefði fé til viðhalds vega hækkað úr 33 millj. kr. árið 1958 upp í 63 millj. kr. á yfirstandandi ári. Hækkun- in væri milli 90—100%. Fjármagn til nýrra vega hefði hækkað um 72% en vegagerðarkostnaðurinn hefði hins vegar hækkað á sama tímabili samkvæmt útreikningum vegamálastjóra um 45% frá 1958. Það væri staðreynd sagði ráð- herrann að framkvæmdir í vega- málum hefðu verið meiri í tíð nú- verandi stjórnar en nokkru sinni fyrr. Það væri og staðreynd að aldrei hefði verið veitt eins miklu fé til vegamála og á þessu sama tímabili. En þrátt fyrir þessar staðreyndir sagði samgöngumála- ráðherra að enn væri veitt of lítið fé til þessara mála og gera þyrfti nýjar ráðstafanir til að leysa vandann á viðunandi hátt. ráðuneytið hefði að sjálfsögðu orðið við þessum tilmælum og falið Guðmundi Guðmundssyni, tryggingafræðingi að semja nýtt frv. um Lifeyrissjóð barnakenn- ara. Það frv. hefði síðan verið sent til umsagnar stjómar Sam- bands ísl. barnakennara og stjórnar Lífeyrissjóðs barnakenn ara og lýstu báðir aðilar sig samþykka frumvarpinu. Fjár- málaráðherra sagði að aðallega hefðu legið tvær ástæður til þess, að lög um Lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra hefðu verið tekin til endurskoð- unar. Með lögum frá síðasta Al- þingi hefði sú breyting verið gerð á almannatryggingum að frá og með 1. janúar 1964 greiða sjóðfélagar lögboðina lífeyris- sjóða, fullt persónugjald til al- mannatrygginganna en njóta fullra lífeyrisréttinda frá sama tíma. Á síðasta Alþingi hefðu einnig verið gerðar breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins. Eldri lögin hefðu verið samhljóða eftir því sem við gat átt, lögum um Lífeyris- sjóð barnakennara og ekkna þeirra frá stofnun beggja sjóð- anna og með frv. því sem hér væri lagt fram, væri þessari reglu fylgt. Ráðherrann kvað um þrjár að- albreytingarnar vera að ræða I þessu frv. 1 fyrsta lagi að barna- kennarar fái nú samkv. frum- varpinu fullan lífeyri hjá al- mannatryggingunum, sem þeir hafa ekki áður hlotið. í öðru lagi að niður væri felld reglan um að eftirlaun miðist við með- altal launa síðustu 10 starfsárin. f stað þess væri ákveðið að eft- irlaun skulu miðast við þau laun sem fylgdu því starfi, sem sjóð- félagi var í þegar hann lét aí því. Þessa breytingu kvað fjár- málaráðherra vera til mikilla hagsbóta fyrir sjóðfélaga a.m.k. ef gert væri ráð fyrir því að kaupgjald fari hækkandi ár frá ári. f þriðja lagi væri gert ráð fyrir því í frumvarpinu að verði almenn hækkun á launum barna kennara, þá skulu elli-, örorku og makalífeyrir einnig hækka I sama hlutfalli og að ríkissjóður endurgreiði lifeyrissjóðunum bá hækkun sem þannig verður á líf- eyrisgreiðslu. Fjármálaráðherra rakti síðan nánar ýmis ákvæði frumvarps- ins. Viðvíkjandi iðgjaldagreiðslu, sagði ráðherrann að nú væri I lögum, að sjóðsfélagar greiða 4% af launum sínum í lifeyris- sjóð og um það bil % af persónu- gjaldi til almannatrygginganna. Skv. frv. yrði sú breyting, að barnakennara greiddu misjafna hundraðstölu af launum sínum og væri það mismunandi eftir launaflokkum. í lok ræðu sinnar minntist fjármálaráðherra á heildarkostn aðinn sem af þessu frv. leiddi og sagði að sjóðfélagi mundi bera eins og verið hefði 40% af líf- eyrisgreiðslum en ríkissjóður 60 % af auk sérstaka upp- issjóður 60% auk sérstaka upp- bóta sem veittar væru vegna launhækkana. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefnd- ar. 12 nóv. (AP). STÓRÞJÓFNAÐUR var fram inn í bankanum Banque Cana dienne Nationale í Montreal um helgina. Brutust þjófarn- ir gegnum fjögurra feta járn- bentan steinvegg inn í geymsluhólf bankans og létu þar greipar sópa. Ekki er vit- að hve miklu stolið var, og verður ekki fyrr en búið er að bera saman bækur bank- ans. En vitað er að um gífur- lega upphæð er að ræða. Orðabók Sigfúsar Blöndal Örfá eintök af Orðabók Sigfúsar Blöndal verða til sölu í dag. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar AUSTURSTRÆTI 18 — SÍMI 13135. K O M I N U T ÆVISAGA SIRA JONS A BÆGISA Saga um stórbrotna og stormasama ævi snillingsins, sem m.a. þýddi Paradísarmissi, missti tvisvar hempuna — og handiék fyrstur islenzkra skálda eigin ljóðabók. SMRWRSmmoK VICSLUEISKUP ALMENNA BOKAFELAGIÐ K O M I N IJ T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.