Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 4
4 * 4 Bílamálun - Gljábrennsla Fljót afgreiðsla — Vönduð vinna. Merkur hf„ Hverfis- götu 103. — Sími 21240 og 11275. Báðskona óska&t í sveit. Tveir í heim- ili Rafmagn og góð húsa- kynni. Uppl. í síma 18381. Nýr Stereo radíófónn nýjasta módel, til sölu. — Tilboð sendist blaðinu, merkt: „Saba — 3255“. 10—12 fermetra miðstöðvarketill óskast til kaups. Uppl. í síma 36727. Hárgreiðslunemi óskast. Tilboð sendist afgr. Mbl., markt: „Hárgreiðsla — 3018“. Herbergi Ungur regluisamur maður óskar eftir herbergi í Reykjavílc. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 22. þ. m:, merkt: „Reglusemi - 1083“. Ungan og reglusaman mann vantar vinnu, helzjt innivirmu. Hefur bílstjóra- réttindi. Uppl. í síima 16862. Tvitugur piltur Ó9kar eftir að komast í hreinlega iðn. Tilboð merkt: „Reglusamur — 3058“ sendist Mbl. fyrir 27. þ. m. Húsmæður Hsenur til sölu, tilbúnar í pottinn, sent heim á föstu- degi, 40 kr. pr. kíló. Jacob Hansen Sími 13420. Hafnarfjörður Húsmæður! Hænur til sölu, tilb. í pottinn, 40 kr. kg. Afigr. e.h. á föstud. á Garða vegi 4, sími 51132. Pantið fyrir fimmtudagskvöld. Jauob Hansen Kópavogur Húsmæður! Hænur til sölu, afgreitt á föstud. á Borgar- holtsbr. 18. Pantið í síma 40234 fyrir fimmitU'dagis- kvöld. Jaceb Hansen. 4 herb. íbúð óskast sem fyrst í Kefla- vík eða Njarðvík. Uppl. í síma 2078 eftir kl. 6 á kvöldin. Stúlka óskast í eldhús á Hótel Akranes, Akranesi. 2 herbergja íbúð óskast til leigu, helzt í Austui'bænum. Sími 32711. Sænsk hjón óska eftir 3ja—4ra herb. fbúð sem fyrst. Uppl. í síma 21062. MORCU N BLAÐIÐ SÁL vor slapp burt eins og fugl úr snöru fuglarans, brast snaran,. burt sluppum vér (Sálm. 124,7). í dag er miðvikudagur 20. nóv. 324. dagur ársins 1963. Árdegisháflæði kl. 7:28. Síðdegisflæði kl. 19:46. Velvirðingar er beðið á því, að í blaðinu í gær urðu tölur þessar rangar vegna misleaturs. Næturvörður verður í Ingólfs- apóteki vikuna 17.—23. nóv. Vakt allan sólarhringinn. Kopavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 laugarðaga frá kl. 9.15-4.. helgidaga fra kl. 1-4 e.h. Sími 40101. Holtsapótek, Garðsapóteik og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. Orð lífsins svara i sima 10000. Símanúmer næturlæknis í Hafnarfirði er 51820. HELGAFELL 596311207 IV/V. 3. I.O.O.F. = 1451129811: =r E.T.1 - G.H. I.O.O.F. 9 == 14511208Í2 = 9. III. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hringinn — sími 2-12-30. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virká daga nema laugardaga. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Sími 24361. FRÉTTASÍMAR MBL.: — e f t • r 1 o k u n —- Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Frímerki VIÐ afgreiðslu Eimskip í New York hefur starfað í aldarfjórðung maður að nafni David Summerfield. Hann er þekktur meðal margra íslend inga fyrir sína óeigingjörnu hjálpfýsi. Hann hefur veitt mörgum aðstoð, sem þess hafa þarfnast þennan aldarfjórð- ung, sem hann er búinn að starfa fyrir Eimskip, sem þó hefur ekki verið skylt af- greiðslustörfum hans heldur verið innt af hendi sem auka störf. D. S. hefur leyst vanda margra ferðalanga, sem ann- ars hefðu lent í stökustu vand ræðum. Þrátt fyrir þessi aukastörf eða ef til vill vegna þeirra hefur áhugi hans á íslenzku þjóðinni farið vaxandi eftir því sem árin liðu. D.S. fær send íslenzk blöð, er hann les sér að nægu . gagni til þess að geta fylgzt með málefn- um þjóðarinnar, og nú þegar hann er hættur störfum, gefst honum meiri tími til annarra áhugamála sinna, en eitt af þeim er það að heimsaekja ísland. Hann hefur heimsótt ísland í fáein skipti en þá í sambandi við störf sín, en honum finnst, að þessar heim sóknir hafi langt frá því ver ið honum nægilegar, vegna þess, hve lítinn tíma hann hafði hverju sinni. Nú óskar hann einskis meir en að geta ferðast til íslands og dvalið lengur, en hann hefur átt kost á hingað til, vonast hann til þess, að það geti orðið næsta ár. Eitt af áhugamálum hans er söfnun íslenzkra frímerkja. Safn hans er orðið stórt og fullkomið. Hefur hann arfleitt Háskóla íslands að því, eftir sinn dag. D.S. bað fyrir kveðju til allra vina sinna og kunn- ingja á íslandi, en eins og áður er sagt, eru vinir hans og kunningjar orðnir æði margir og yrði mjög erfitt að ná til þeirra allra. Sendi ég því þessa kveðju á þennan hátt, til þess að hún nái til sem flestra. Heimilsfang D.S. er: 35 ORANGE STREET BROOKLYN 1, NY. Frá Nátlúrulækningalélagi Reykja- víkur. Fundur í kvöld miðvíkudag- inn 20. nóv. kl. 8.30 í Ingólfsstræti 22 í Guðspekifélagshúsinu. Erindi: Líkamsrækt. Grétar Fells rithöfund- ur flytur. Hljóðfæraleikur. Veitt te úr íslenzkum jurtum og kökur úr íslenzku heilhveiti af Skógasandi. — Félagar fjölrriannið. Utanfélags&Jlk velkomið. Prentarakonur! Munið bazarinn í Félagsheimili prentara 2. des. Effcir- taldar konur veita gjöfum á bazar- jánsdóttir, Skipasundi 44, sími 10080, Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Hagamel 24, simi 16467. Einnig verður gjöfum veitt móttaka í Félagsheimilinu sunnu daginn 1. desember kl. 4—7 síðdegis. Þakkir. Kvennadeild Slysavarna- félagsins í Reykjavík þakkar bæjar- búum fyrir góðar gjafir og alla aðstoð við hlutaveltuna. Hlutaveltunefndin. GAMALT o£ gott SÖGUGABB. . . Einu sinni var karl og kerling inn möttóku: Inga Thorsteinsson, Skipholti 16, sími 17936, Helga Helga- dóttir, Brekkustíg 3, sími 14048, Ásta Guðmundsdóttir, Karlagötu 6, sími 12130, Guðbjörg Jóhannsdcttir, Mel- haga 12, sími 24535, Guðríöur Krist- I í koti sínu. Þau áttu sér kálf, og nú er sagan hálf. Hann stökk út um víðan völl, og nú er sagan ölL Miðvikudagur 20. nóv. 1963 —•'S——»tli «!i.tr—'‘'"'v'* hvort vísindainennirnir um borð í Albert hjá gosinu hafi ekki orðið sjóveikir af gosdrykk? Söfnin MINJASAFN REYKJAVÍKURBORO- AR Skúatúni 2, opið daglega frá ki. 2—4 e,h. nema mánudaga. ÞJÓÐMINJ ASAFNIÐ er opið! á þriðjirdögum, raugardögum og sunnu- dögum kl. 13.30—16. LISTASAFN lSLANDS er opið á þriðjudögum, fimmtudogum. laugar- dögum og sunnudögum «U 13.30—16. Tæknibókasafn IMSÍ er opið a11m virka daga kl. 13—19 nema laugar- daga kl. 13—15. ÁSGKÍMSSAFN, Bergsíaðastræti 74. er opið sunnudaga, p-iðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—4. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið á sunnudögum og miðviku- dögum kl. 1:30—3:30. Ameriska Iiókasafnið 1 Bændahöll- höllinni við Hagatorg opið mAnudaga. miðvikudaga og föstudaga kl. 10—21, þriðjudaga og fimmtudaga ki. 10—18. Strætisvagnaleiðir: 24, 1. 16, 17. Bsrgarbókasafnið: Aðalsafnið Þing- holtsstræti 29 A, sími 1-23-08. Útláns- deild: 2-10 alla virka daga, laugar- daga 2-7, sunnudaga 5-7. Lesstofa 10- 10 alla virka daga, laugardaga 10-7. sunnudaga 2-7. Utibúið Hólmgarði 34. opið 5-7 alla virka daga nema laug- ardaga, Utibúið Hofsvallagötu 16. Op- ið 5-7 aila virka daga nema laugar- daga. Utibúið við Sólheima 27. Opið fyrir fullorðna mánud., miðvikud. og föstudaga 4-9, þriðjudaga og fimmtu- daga 4-7. Fyrir börn er opið kl. 4-T alla virka daga, nema laugardaga. Bókasafn Seltjarnarness: Opið er Mánudaga kl. 5,15—7 og 8—10. Mið- vikudaga kl. 5,15—7. Föstudaea kL, Skautafólk KJARTAN Ólafsson, brunavorð ur hefur oft áður bryddað upp á þörfum hlutum hér í blaðinu. Hann hringdi hingað í gær og sagði frá vandræðum krakkanna á tjörninni í sambandi við geymslu á skónum sínum. Sagði engan stað vera til þess, og það hefði nýverið komið fyrir, að smáhnokki missti skóna sína, kom inn á Slökkvistöðina og varð að fá leigubíl heim. Þá sagði Kjarian, að hreinustu vandræði sköpuðust við umgang inn á Slökkvistöðinni vegna þess að snyrtiherbergi vöntuðu al- gerlega við Tjörnina. Spurði hann, hvort ekki væri hægt á vegum æskulýðsráðs að hafa vaktmann einhvern hluta dags eða kvölds við Tjarnarbæ, því að þar væru bæði snyrtiherbergi og geymslur. Hugmynd þessari er hérmeð komið á framfæri við rétta aðilja. B o T n A r Gaman er í Gaggó Vest gleðin út af flæðir Að sitja þar í B er bezt því bónði þar upp fræðir. — kona — Ef þú kant þitt Y og X ei þig prófið hræðir. JhJ. Einar Bragi kennir bezt bekkjariýðinn fræðir. Lárus H. Blöndal. Ungur námi una bezt eliin á því græðir. Pétur Sturluson. I»ar á að hafa herra prest því hann við fólkið ræðir. ?. letingjanna líka mest lokaprófiö hræðir. X—10. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Pálína Tömasdóltir hjúkrunarnemi og Sigurjón Bergsson, símvirkjanemi. + Genaið + 21. október 1963. Kaup Sala 1 enskt pund 120.16 120.4« 1 Banáaríkjadoliar _ 42.95 43.0« 1 Kanadadollar ... .. 39,80 39.91 100 Danskar krónur .. « 621,73 623,63 100 Norskar kr 600,09 601,63 Sænsk kr 827,70 829,85 100 Finnsk mörk _ 1.335,72 1.339,14 100 Franskir £r. ~ 876.40 878.64 100 Svissn. frankar .... 993.53 996.08 100 V-þýzk mörk 1,079,83 1.082,59 100 Austurr. sch. ... 166,18 166,60 100 Gyllini , 1.191,81 1.194,87 100 Belg. franki M..._ 86,17 86,39 Orð spekinnar Höfuðgallinn er að hafa galla, án þess að reyna að bæta úr þeim. Konfucius. Læknar fjarverandi Páll Sigurðsson eldri fjarver- andi frá 18. 11.—5. 12. Stað- gengill: Hulda Sveinsson. Þórður Þórðarson verður fjar- verandi frá 15. til 21. nóv. Staðg.: Bergsveinn Ólafsson. Eyþór Gunarsson, læknir, fjarver- andi i óákveðinn tima. Staðgengill Viktor Gestsson. Einar Helgason verður fjarverandi frá 28. okt. til 23. nóv. StaðgengiU; Jón G. Haligrímsson, Laugavegi 36. Ofeigur J. Ofeigsson verður fjar- andi til 1. desember. Staðgengill Jón G. HaTTgrímsson, Laugavegi 36. Við- talstími hans er 13:30 tii 14:30 nema miðvikudaga 17—18. Viðtalstíml i síma frá 12:30 — 13 í síma 24948. sá NJEST bezti Guðrún Gísladóttir, systir Gests á Hæli, var orðheppin og fynd- in í svörum. Kolbeinn bóndi í Stóru-Mástungu hafði gaman af að glettast við hana. Einu sinni kom Kolbeinn að Hæli og hitti Guðrúnu. Hún spurði, hvaðan hann kæmi, „Ég kem úr sauðarleggnum“, svaraði Kolbeinn. „Já, eins og skrattinn“, sagði Guðrún. „En varla -hefur verið þröngt um ykkur, því að þiöngt mega sáttir sitja!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.