Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Miðvikudagur 20. nóv. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Kom'áð Jónsson. Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson. ÍTtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. ALLTKALLA ÞEIR Tilmæli Rússa að slíðra sverðin aðeins yfirvarp RUSSANIÐ — segja kínverskir kommúnisfar ¥ áratugi hafa kommúnistar hér á landi og málgögn þeirra haldið því blákalt fram, að öll gagnrýni á Sovét- ríkin og hið kommúníska skipulag væri „Rússaníð“. Þegar Morgunblaðið og önn- ur vestræn blöð skýrðu frá hungursneyð í Sovétríkjun- um og fjöldamorðum Stalíns, réttarhðldunum yfir ýmsum leiðtogum kommúnistaflokks- ins og aftökum þeirra, þá kölluðu málgögn kommúnista hér á landi allar þessar frá- sagnir „Morgunblaðslýgi“ og „Rússaníð“. En fyrir nokkrum árum gerðust þau undur og stór- merk'í, að sjálfur þáverandi og núverandi forsætisráð- herra Sovétríkjanna, Nikita Krúsjeff, staðfesti í ræðu á flokksþingi kommúnista í Moskvu, að allt það sem Morg unblaðið sagði um ástandið í Rússlandi á Stalínstjórnar- tímabilinu hafi verið heilag- ur sannleikur. Krúsjeff lýsti því yfir, að Jósef Stalín hefði verið ótíndur glæpamaður, sem hefði nærri því verið bú- inn að steypa Sovétríkjunum og rússnesku þjóðinni í eilífa glötun. Þetta þótti Moskvumönn- um hér á landi heldur slæm- ar fréttir en létu þó kyrrt liggja. Hinir harðsoðnustu héldu áfram að tala um „Morgunblaðslýgi“ og „Rússa níð“, en nagandi efa setti að öðrum. Nú hefur það til viðbótar gerzt, að Halldór Laxness Nóbelsskáld hefur gefið út bók, þar sem hann lýsir átak- anlega eymdinni og volæðinu í Rússlandi, ofbeldinu og ein- ræðinu undir stjórn Stalíns. Þessar lýsingar Nóbelsskálds- ins hafa vakið því meiri at- hygli, þar sem Halldór Lax- ness hafði áður lýst Sovét- ríkjunum sem hinu mikla sæluríki. SIC TRANSIT-! essi bók Halldórs Laxness hefur orðið mikið áfall fyrir kommúnista hér á landi. Þeir hafa þó fram til þessa látið kyrrt liggja, en látið sér nægja að fara ófögrum orð- um um hana og höfund henn- ar í samtölum manna í milli. En nú hefur „Þjóðviljinn“ fengið harðsoðnasta Moskvu- kommúnistann hér á landi, v Gunnar Benediktsson rithöf- und, til þess að skrifa ritdóm um þessa síðustu bók Lax- ness. Voru birtir kaflar úr þessum ritdómi hér í blaðinu í gær. Ræðst Gunnar Bene- diktsson þar heiftarlega *á Halldór Laxness og skamm- ar hann fyrir „Rússaníð“, „til- gerð og tildur“, og finnur þá skýringu eina á gagnrýni hans og hreinskilnislegum lýsingum á ástandinu í Sovét- ríkjunum, að Nóbelsskáldið hafi verið „heilaþvegið“! í niðurlagi ritdóms síns deilir Gunnar Benediktsson einnig harðlega á Halldór Laxness fyrir að hafa með þessari nýjustu bók sinni „ruglað um fyrir alþýðu manna“! í áratugi hafa íslenzkir kommúnistar dýrkað Halldór Kiljan Laxness. Nú þegar hann kemur fram af hrein- skilni og segir sannleikann um Sovétríkin þá er hann allt í einu fallinn engill, sem skrifar rétt og slétt „Rússa- níð“. Sic transit gloria mundi. RÍKISSTJÖRNIN OG HINIR LÆGST LAUNUÐU T ágætri ræðu, sem Magnús A Jónsson alþingismaður flutti í útvarpsumræðunum um daginn um vantrauststil- lögu kommúnista, gerði hann m.a. að umtalsefni þá stað- reynd, að engir tapa meira á kapphlaupinu. milli kaup- gjalds og verðlags en hinir lægst launuðu í þjóðfélaginu. Magnús benti á, að Viðreisn- arstjórnin hefði allt frá upp- hafi lagt kapp á að tryggja einmitt launalægsta fólkinu raunhæfar kjarabætur. Um þetta komst hann m.a. að orði á þessa leið: „Sannleikurinn er sá, að engin stjórn hefur fremur þessari lagt áherzlu á að tryggja hinum launalægri raunhæfar kjarabætur. Auk hinna stórkostlegu hækkana almannatrygginga hefur rík- isstjórnin ítrekað beitt sér fyrir því, að hinir lægst laun- uðu fengju kauphækkun, en því miður hefur árangur orð- ið lítill, því að þeim aðvör- unum hefur ekki verið hlýtt, að þessar kaupbætur yrðu einskis virði, ef allir fylgdu á eftir með kauphækkanir. Um þetta hefur hin kommún- íska forysta ASÍ ekki verið til viðtals. Þá var ennfremur freistað að fá samstarf við Peking og Moskvu, 15. nóv. AP—NTB + KÍNVERSYíA fréttastof- an „Nýja Kína“ segir í dag, að síðustu tilmæli Sovétstjórn arinnar um, að stjórnirnar í Peking og Moskvu geri hlé á hinum opinberu hugsjóna- deilum sínum, séu einungis til þess ætluð að breiða yfir hinn hömlulausa andróður Rússa gegn Kínverska al- þýðulýðveldinu. Fréttastofan bendir á, þessu til sönnunar, að sovézku blöðin hafi haldið áfram að birta grein ar, illgjarnar í garð Kínverja, eftir að sovézkir stjórnarleið- togar fóru fram á, að hlé yrði gert á deilunum. Frá því 27. okt. s.l. hafi nokkur blaðanna birt tilmæli Krúsjeffs um, að deil- London 15. nóv. NTB-AP RIOHARD Butler, hinn nýi utan ' ríkisráðherra Breta, hélt fyrstu ræðu sína um utanrikismál í brezka þinginu í dag. Hann sagði að menn skyldu ekki taka það sem veikleikamerki, þót>t Vestur veldin freistuðu þess að ná sam- komulagi við Sovétríkin með samninigaumleitunum. Óvarlegt væri líka að aetla, að megin- stefnumið Sovétstjórnarinnar hefðu breytst, 'þótt þau sýndu nú verkalýðssamtökin um sama efni með því að samþykkja tillögu Alþýðubandalags- manna um að rannsaka mögu leika á að tryggja lífvænlegt kaup fyrir 8 stunda vinnu með aukinni framleiðni og betri nýtingu vinnuaflsins. Síðast í vor beitti ríkisstjórn- in sér fyrir samstarfsnefnd til að rannsaka af raunsæi mögu leika atvinnuveganna til að greiða hærra kaup. Engu að síður er því blákalt haldið fram, að ríkisstjórnin vilji launþegum og raunar þjóð- inni allri allt hið versta.“ Þetta voru ummæli Magn- úsar Jónssonar. Fyllsta á- stæða er til þess að láta þá von í ljós, að samkomulag takist nú um að tryggja hin- um lægst launuðu raunhæf- ar kjarabætur. En því aðeins getur það tekizt að þing og þjóð leggist á eitt um að stöðva áframhaldandi víxl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags og koma þannig í veg fyr ir nýtt verðbólguflóð. unum verði hætt, en jafnframt hafi þau haldið áfram árásum sínum á Alþýðulýðveldið. Þá segir „Nýja Kina“, að frá því 14. júlí s.l., er sovézki komm- únistaflokkurinn sendi hinum kínverska opið bréf um hug- sjónaágreininginn, hafi sóvézk blöð birt meira en tvö þúsund greinar og orðsendingar, er beint sé gegn Kínverjum og landi þeirra — hafi þessum árás- um ekki einu sinni linnt á byit- ingarafmæli Sovétmanna. „Smáborgaraleg afstaða" í tímariti Sovétmanna um hugsjónamálefni kommúnismans — „Kommúnistinn“ birtist í dag grein eftir einn af leiðtogum kommúnistaflokksins í Uruguay. Ræðzt hann þar mjög á skoð- anir Kínverja á Kúbudeilunni. Hins vegar er þar engar persónu meiri hófsemi en áður í skiptum ' við Vesturveldin. Því mundu Vesturveldin ekki fórna neinum mikilvægum hagsmunum á alt- ■ari sLíks samkomulags, enda hefðu þau yfir ag ráða öflugum herstyrk, til að verja þann rétt, er þau teldu sig eiga. • Hann sagði, að svo liiti út sem Sovétstjórnin hefði gert sér grein fyrir þeirri staðreynd, að áhættusöm pólitík, eins og t.d. í sam/bandi vig Kúbu í fyrra, gerði aðeins að þjappa Vestur- veldunum fastar saman. Kynni það í og með að hafa verið or- sök þess, ag Rússar fengust til að semja um bann við kjarn- orkutilraunum í sumar. En þótt Sovétstjórnin bafi verið þægilegri viðskiptis í seinni tíð, þá sýna þó atburðir- nir við Berlin á döigunum, að enn er valt að treysta friðfýsi hennar, sagði Butler. Komi til fleiri slókra atburða þar, þá verð ur það varla tekið á annan veg en þann, að Sovétstjórnin óski þess að auka enn á spennuna í Berlín. Butler vísaði á bug gagnrýni Gordions Walker, talsmanns Verkamannaflokksins, þess efn- is, að stjórnin legði allt of mikila áherslu á kjarnorkuvopna herbún að, en hefði ónógan útbúnað venjulegra vopna. Taldi hann Breta einnig vel búna slíkum varnarvopnum. Butler sagði, að nú sem stæði væri ekiki tíimabært að ræða um aðild Breta að markaðsbanda- Lagi Evrópu. Hinsvegar teldi hann, að hinum lýðfrjálsu ríkj- um Evrópu væri bezt borgið með sem nánustum stjórnmála- legum tengslum, og rnundi brezka stjórnin vinna að því, að bæði Bretland og Norður- Amerika yrðu sem nánastir að- iiljar að slíku bandalagi. legar árásir á kínverska flokks- leiðtoga, svo sem verið hefur í tímaritinu að undanförnu. Flokksleiðtoginn frá Uruguay, Anrique Rodriques, segir í grein sinni, að afstaða kínversku þjóð- arleiðtoganna í Kúbu-deilunni hafi ekki einungis verið aftur- haldssöm og smáborgaraleg þjóð- erniskennd, heldur hafi sú af- staða einnig miðað að því að kljúfa hina alþjóðlegu kommún- istahreyfingu. Segir Rodriques, að nú, er ár sé liðið frá átök- unum um Kúbu, muni engin viti borin manneskja í Suður- Ameríku vera þeirrar skoðun- ar, að viðleitni Sovétstjórnarinn ar til að hindra kjarnorkustríð, sé í mótsögn við baráttu „hinna kúguðu þjóða gegn kúgurum sínum“. „Kínversku kommúnistaleið- togarnir fara mjög villir vega, ef þeir halda, að þjóðir S- Ameríku hafi ekkert lært af hinum ógnþrungnu stundum Kúbu-átakanna í október s.l.“, segir Rodriques. Viðskiptn- sanuúngni við Búlgarín Greiðsla í frjáls- um gjaldeyri HINN 29. október 1963 var í Genf undirritaður verzl unarsamningur milli íslands og Alþýðulýðveldisins Búlg- aríu. Er þetta fyrsti verzl- unarsamningurinn, sem ís- land gerir við Búlgariu. Samningur þessi byggist á grundvelli hinna almennu reglna um brezk-kjara á- kvæði að því er snertir verzl- un og siglingar. Allar greiðsl- ur vegna viðskipta landanna fara fram í frjálsum gjald- eyrir (U.S. dollurum eða ann arri frjálsri mynt). Engir vörulistar fylgja samningn- um og engin skuldbinding er um, að jöfnuður skuli vera í viðskiptum landanna. Af hálfu íslands undirrit- aði dr. Oddur Guðjónsson, viðskiptaráðunautur ríkis- stjórnarinnar, samninginn, en af hálfu Búlgaríu hr. P. Stefanov, forstjóri í utan- ríkisverzlunarráðuneytinu í Sofía. Samningur þessi gildir til eins árs og framlengist sjálf- krafa sé honum ekki sagt upp með þriggja mánaða fyrir- vara. Frá UtanríkisráðuneytinH. Jarðskjálfti Belgrad, 15. nóv. AP-NTB. STERKIR jarðskjálftakippir mældust í borginni Ljubljana í Júgóslavíu í dag. Voru upptök þeirra rakin til staðar 20 km utan borgarinnar. Ekki er vit- að um skemmdir eða meiðzl á mönnum af völdum jarðskjáift- ans. Stefnumið Sovét- stjórnarinnar óbreytt — segir Butler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.