Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1963, Blaðsíða 23
' Miðvikudagur 20. nóv. 1963 MORGUNBLADIÐ 23 Vatnsmagn Djúpar minna í gærdag Brúarjökulsleiðangurinn ekki enn lagður af stað FRKTTARTTVRI Morgunblaðs- fns á Kirkjubæjarklaustri hafði samband við Björn Stefánsson, bónda að Kálfafelli, í gærdag og sagði Björn, að heldur hefði minnkað í Djúpá frá því degin- nm áður. Einnig væri jökullit- urinn á vatninu ekki eins mikill. /1 Djúpá kemur undari Skaftár- jökli, nálægt Háhögum, og hafa menn verið að velta því fyrir sér, hvort jökullinn sé á hreyf- ingu þar sem óvenjulegur vöxt- ur hefur verið í ánni og vatnið jökullitað. Þá skýrði fréttaritari blaðsins á Egilsstöðum frá því, að leið- angurinn, sem þaðan mun fara að Brúarjökli til að fylgjast með hlaupinu, sé ekki enn farinn, þar sem snjótaíll sá er nota átti er bilaður. Leiðangurinn mun leggja af stað eins fljótt og unnt er og munu merkistengur m.a. verða settar niður til að fylgjast með hlaupi jökulsins. Veiðarfærageymsla brennur í Eyjum Vestmannaeyjum, 19. nóv. — Arásin Framh. af bls. 24 byssu og skaut á Ketil“, sagði Halldór. Kúlan straukst við kinn hans, en ekki var neinn 1 áverki sjáanlegur fyrst í stað. Síðar kom í ljós rispa eftir kúluna. Skaut Scaggs af að- eins 3 feta færi. ! Halldór sagði að er hér var komið sögu hafi þeir Ket- ill yfirgefið vagninn og Scaggs haldið á eftir þeim. Hafi hann síðan elt þá um- hverfis vagninn og skotið fjórum eða fimm skotum að þeim án þess að hitta. SKAUT PILTANA AF STUTTU FÆRI. i1 „Við héldum að maðurinn væri með hvellhettur í byss- unni, og væri aðeins að hræða okkur“, sagði Halldór. „Við ákváðum að halda til baka og tala við hann“. Hall- dór sagði síðan að hann hefði tekið sér stein í hönd en Ket- 111 hefði haft hníf, sem hann hefði fengið í vagninum. Sagði hann að þannig búnir hafi þeir nálgast Scaggs, sem kallaði til þeirra og bað þá eð vera ekki með „neina flónsku". Segir Halldór að síð an hafi Scaggs skotið á sig af stuttu færi og hafi kúlan lent í brjósti sér hægra meg- in. „Ég hálf féll við höggið, en tókst þó að ganga á brott“ sagði hann. Halldór komst síð en í annan vagn og hringdi þaðan til lögreglunnar. Ketill tjáði fréttaritara Mbl. að hann hafi reynt að koma vitinu fyrir Scaggs, en þá hafi hann einnig skotið sig. Lenti kúlan í kvið hans, vinstra megin, en læknar segja að engin mikilvæg líf- færi hafi skaddast. Halldór sagði að lokum við fréttaritara Mbl.: „Við vorum mjðg heppnir. Hefði hlaupvídd byssunnar verið meiri, værum við sjálf- 6agt báðir dauðir”. __ Þess má geta að byssa Scaggs var af hlaupvídd 25. Attu að útskrifast Á FÖSTUDAG. Piltamir tveir áttu að út- skrifast frá Spartan School of Aeronautics næstkomandi föstudag, en af eðlilegum á- stæðum mun ekki verða af því. Skólinn hyggst gera sér stakar ráðstafanir til þess að þeir geti tekið próf sín jafn- skjótt og þeir em orðnir heil ir heilsu. Að prófum loknum munu þeir halda til fslands ELDUR kom upp laust eftir kl. 8 í kvöld í svokölluðu Sigurfara- húsi, sem er veiðarfærageymsla við Básaskersbryggju. Húsið er einnar hæðar með kjallara og risi, steinsteypt með timburlofti. Eldurinn virðist hafa komið upp í rishæðinni, en í austurenda hennar er seglavinnu- stofa Jóns Bjarnasonar. Eldurinn varð fljótt mjðg magn aður og logaði út úr þakinu. — Slökkviliðinu tókst að ráða nið- urlögum eldsins á lMs tíma. Skemmdir urðu miklar, bæði á húsi, veiðarfærum og efnisbirgð- um, sem voru í seglavinnustof- unni. Eldsupptök eru ókunn, en talið að hafi stafað frá olíukyndi- tækjum í rishæð. Húsið og veiðarfæri voru vá- tryggð, en veiðarfæri heldur lágt. — Björn. Garðar Pálsson, skipherra, tók þessa mynd úr flugvél í gær- morgun af Séstey. Má greini- lega sjá lögun eyjunnar, sem einna helzt mætti líkja við skeifu. I gær var gosið sízt Haustsíldaraflinn um180þús.tunnur MJÖG miklar ógæftir voru sl. viku og var vikuaflinn aðeins 19946 uppm. tunnur og var þá heildaraflinn á land kominn til laugardagsins 16. nóv. sl. 179560 uppm. tn. Aflahæstur var Hrafn Sveinbjarnarson með 7921 tunnu. Helztu veiðistövar eru þessar: Grindavík Sandgerði 9665 uppm. tn. 13265 — — T résmíðaverkstæði brennur á Eskifirði Eskifirði, 19. nóv. ELDUR kom upp í trésmíðaverk- stæðinu Askur, eign Geirs Hólm, sl. mánudagskvöld um kl. 10. — Verkstæðið er tll húsa í gamla rafstöðvarhúsinu, sem er eign Rafmagnsveitna ríkisins. f hús- inu er einnig skrifstofa rafmagns veitnanna á Eskifirði. ■ Slökkviliðinu tókst að ráða nið urlögum eldsins á rúmum klukku tíma. Töluverðar skemmdir urðu af völdum eldsins, en þó mestar af vatni og reyk. Eldurinn mun hafa átt upptök sín í eða við skilrúmsvegg verk- stæðisins og skrifstofunnar og læst sig upp í loft svo að slökkvi- liðið varð að rjúfa gat á þakið til að komast að eldinum. Eldsupptök eru enn ókunn. Hús og vélar var vátryggt. — G. W. — Tryggvi kaupir Framh. af bls. 24 u>m 8 Wst. Léttihlaðnar þurfa þær 450 m flugbraut, en fullihJaðnar (4 tonn) 600-800 m. Vélarnar eru búnar fullfkommn um blindflugstækjum og mæda- borðum fyrir tvo flugmenn og lísvaimartæiki eru á vængjum, skrúfum og gluggum. Hver flug- vél tekur 10 farþega, en þær eru ætlaðar bæði til sjúkra-, farþega- og vöruflutninga. Vélarnar eru smíðaðar árið 1954 og kostnaður hverrar um sig mun vera um 1 milljón króna, þegar lokið er nauðsynlegum viðgerð- um og endurbótum, t.d. nýrri innréttingu. Nýjar vélar af þessari tegund kosta um 6 milljónir kr. hver. Við kaupin naut Tryggvi fyrir- greiðslu íslenzikra stjórnvalda og sendiráðsins í Washington, svo og Ool. L. Pefdue sem greiddi götur hans vestra svo um mun- aði. Ætlunin var að fljúga einni vélinni heirn nú í haust, en það reyndist ekki unnt. Bíður því heimflugig vorsins. Tryggvi átti 3 litlar kennslu- vélar fyrir og tvílhreyfla sjúkra- vél að hálfu á móti Slysavarna- deild bvenna á Akureyri og Rauðakrossdeildar Akureyrar. Eitt lítið flugskýli er á Akur- eyri og rúmar með harðindum þær vólar, sem fyrir eru. Er því afar brýnt, að reist verði stórt flugskýli hér hið allra fyrsta, ella horfir til hreinna vandræða. — Sv. P. París, 18. nóv. AP. • Franska stjórnin hefur viðurkennt byltingarstjórn- ina í S-Vietnam, að því er tilkynnt var í París í dag. • Utanríkisráðherrar Filips- eyja og Indónesíu hafa lá'tið i Ijósi vilja stjórna sinna til þess að leysa deiluna við Malaysia, en ætlast ljóslega til að stjórn sambandsríkisins eigi frumkvæðið að frekari sáttaviðræðunx. Keflavík Hafnarfj. Reykjavík Akranes Ólafsvík 35128 15122 58385 26278 13043 Vitað er um 101 skip, sem fengið hafa afla og af þeim hafa 62 skip aflað 1000 tn. eða meira. minna en verið hefur, jafnvel öflugra. Eftirtalin skip eru með yfir 3000 tunnur: Arnfirðingur, Reykjavík ...... 3468 Árni Magnússon, Sandgerði .... 409ft Ásbjörn, Reykjavík ........... 4691 Eldey, Keflavík ______________ 3168 Engey, Reykjavík______..________ 5248 Faxi, Hafnarfirði ............._ 3434 Gr6tta, Reykjavík _______________ 3271 Hafrún, Bolungavík ..............3304 Halldór Jónsson, Ólafsvík 3691 Hannes Hafstein, Dalvík 3441 Haraldur, Akranesi 3374 Hilmir H, Keflavík .........„.... 3617 Hrafn Sveinbj arnarson III, Grindavík ......................79® Höfrungur II, Akranesi ......... 6Ö2< Kópur, Keflavík ........„ „.... 3674 Lómur, Keflavík .................331} Sigurður, Akranesi ............. 3098 Sigurpáll, Garði ___„___________ 576« Skírnir, Akranesi .............. 3746 Sólfari, Akranesi .......t 412a Stapafell, Ólafsvík „.....„....„ 3658 ■e Bleika hryssan kom í leitirnar í gær — Var tekin í misgripum EINS og skýrt var frá hér I taka. Reyndist það einnig blaðinu í gær var bleik hryssa vera bleik hryssa á öðrum tekin í girðingu við Varmadal vetri, en þessi var hins vegar í Mosfellssveit í fyrradag og á fjórða vetri. Átti sá er tók flutt á brott. Hafði sézt til þá bleiku sjálfur veturgömlu hrossaflutningamanna þá um hryssuna, en mun ekki hafa daginn. Að ósk lögreglunnar í þekkt hana. Hafnarfirði var blaðið beðið Guðmundur taldi fulla á- að láta þessa getið í gær og stæðu til að benda þeim, er leiddi það til þess að sá, er þurfa að sækja hross, sem þeir hryssuna tók, sneri sér til lög- ekki gjörla þekkja, á að leita reglunnar og skýrði frá atvik- upplýsinga á bæjum þeim þar um. Eigandi hryssunnar, sem sem tilgreindar hestagirðing- saknað var, Guðmundur Magn ar eTU, um hvaða hross þar ússon í Leirvogstungu, kom og eiga að vera. Heimamenn á skoðaði gripinn og reyndist bæjunum séu ávallt reiðubún- hryssan hans eign. ir að veita umbeðnar upplýs- Blaðið sneri sér í gær til ingar eða leiðbeina mönnum Guðmundar og spurði hann um hvar þær er að fá. um nánari tildrög þessa. Hann Þsð hefur komið fyrir að kvaðst hafa á mánudaginn menn hafa tekið hross í mis- skroppið upp í fyrrgreinda gripum og leitt þau til slátr- hrossagirðingu og ætlað að unar. gefa hrossum sínum brauð- bita, en hann átti þarna hest Guðmundur sagði að ekki auk bleiku hryssunnar, einnig væri lengra síðan en í fyrra voru þarna nokkur hross, sem Þa hefði tryppi verið tekið Jón bóndi í Varmadal átti. úr girðingu í Leirvogstungu Saknaði Guðmundur þá þeirr- °g fannst það uppi við Rauða- ar bleiku. Sá hann för eftir vatn. Var fólk þar með það í bifreið og sýnilegt var á um- taumi og kvaðst hafa verið að merkjum að þarna hafði verið kaupa það. í ljós kom að unnið að hrossaflutninguril. þarna hafði sá er seldi tekið í ljós kom svo er þeir hitt- tryppið í misgripum. ust að máli, sá er hryssuna Guðmundur Magnússon flutti og Guðmundur, að mað- kvaðst ekki vera að ásaka urinn hafði verið sendur að menn fyrir að gera þetta vís- tilvísun forráðamanna hesta- vitandi, hitt væri fullkomið mannafélagsins Fáks hér í fyrirhyggjuleysi að taka mark borg, en hann mun hafa mis- aða gripi án þess að ganga úr skilið hvar girðing sú væri er skugga um að þeir væru vel hross það vár, er hann átti að að þeim komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.