Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 1
mtfrlfl. 24 siðut! 50 árgangur 249. tbl. — Fimmtudagur 21. nóvember 1963 Prentsmiðja Morgunblaðslns Mikll ÁslgUng varð fyrlr helgina á Buzzards flóa, skammt frá Bost- en í Bandaríklunum. Rákust þar saman bandaríska olíuflutninga- skipið Dynafuel, sem var 3.100 tonn, og norska flutningaskipið Fernview, 6.70C ú.nn. Eliiur kom upp í skipunum, og tókst naum- lega að bjarga Fernview Dynafuel sökk hinsvegar morguninn eftir áreksturinn, og var mynd þessi tekin þegar skipið er að hverfa í hafið. Var við handtöku Onnu Frank Vín, 20. nóv. — AP-NTB LÖGREGLUMADUR einn í Vín- arborg, Karl Silberbauer, hefur viðurkennt að vera einn þeirra nazistaforingja, sem handtóku Önnu Frank og f jölskyldu henn- ar í Amsterdam hinn 4. ágúst 1944. Hefur innanríkisráðuneytið austurriska fyrirskipað frekari rannsókn í málinu, og vikið lög- reglumanninum úr embætti. Anna Frank. var aðeins 12 ára, þegar hún var handtekin í Amster dam, en hún lézt síðar í fanga- búðum nazista. Dagbók hennar (sem komið hefur út á íslenzku) vakti mikla athygli víða um heim, og var gerð eftir henni bæði kvikmynd og leikrit. Silberbauer er Austurríkismað- ur, 52 ára að aldri. Hann var í lögregluliði Vínarborgar fyrir stríð, en gerðist undirliðþjálfi í SS-sveitum Hitlers árið 1943 og Btarfaði með þeim til stríðsloka. Var hann tekinn aftur í lögreglu- lið Vínar árið 1954. Hollenzka dagblaðið „Het Frije Volk" skýrir frá því í dag að það hafi verið dr. Simon Wiesenthal, framkvæmdastjóri rannsókna- etofnunar Gyðinga í Vín, sem ckýrði austurrísku yfirvöldunum frá fyrra ferli Silberbauers. En Wiesenthal hefur áður komið við Afsalar sér aðalstign AFS ALAR SÉR ABALSTIGN London, 10. nóv. (NTB): Hailsham lávarður, vísinda- I málaráðherra Bretlands, af- , salaði sér í dag aðalstign til að geta boðið sig fram við 1 aukakosningar til Neðri mál I stofunnar í Marylebone í | London. Framvegis mun hann i bera skirnarnafn sitt, Quent in Hogg. Er hann f jórði lávarð ' urinn, sem afsalar sér aðals/ Itign samkvæmt nýjum brezkj I um lögum. \ sögu þegar um er að ræða að hafa upp á gömlum nazistum. M.a. átti hann nokkurn þátt í að hafa upp á Adolf Eichmann. — Segir blaðið að Silberbauer hafi haft aðsetur í Haag á styrjaldar- árunum, en flúið Holland, er Þjóðverjar gáfust upp. Heimsókn forsetans til Bretlands: Nauðsynlegt að gefa út myndir sir Josephs Banks frá islandi Forsetahjonin sátu Islendinga- fagnað í London London, 20. nóv. Frá sr. Emil Björnssyni og AP. FORSETAHJÓNIN notuðu daginn í dag til að skoða söfn í London, þá hittu þau ýmsa Islendinga búsetta í London, en þeir komu saman í f jöl- mennu boði íslenzku sendi- herrahjónanna. í kvöld sáu svo forsetahjónin sýningu brezka þjóðleikhússins á leikn um Hamlet í Old Vic leikhús- inu. Dagurinn hófst með heimsókn forsetahjónanna í British Muse- um, og tók sir Frank Francis framkvæmdastjóri safnsins og aðalbókavörður á móti þeim. — Sýndi sir Frank forsetahjónunum allt hið markverðasta, sem safnið hefur upp á að bjóða, og annað það, sem forsetinn hafði persónu- legan áhuga á að skoða, svo sem merk íslenzk handrit. Myndir sir Josephs Banks Forsetahjónin gengu um mik- inn hluta safnsins, en þar eru til húsa alls um 6—7 milljón bæk- ur, en alls eru bókahillur um 135 kílómetrar að lengd. Einna mesta athygli forsetans vöktu teikning- ar og myndir frá ferðalögum sir Josephs Banks um fsland, og hafði hann orð á því að hann hefði ekki fyrr gert sér grein fyr- ir því hve merkilegar myndir þessar væru. Taldi forsetinn nauðsynlegt að gefa þær út. Forsetahjónin skoðuðu einnig vikingaskip, sem grafið var upp í Bretlandi árið 1933, og er það talið einn merkasti fornleifafund- urinn þar í landi um langt skeið. Ýmislegt fleira var þarna að sjá, en að Iokinni heimsókn var hald- ið til listasafnsins Tate Gallery, sem er nútíma listasafn málverka og höggmynda. í Tate Gallery tók sir John Rothenstein, forstjóri safnsins, á móti forsetahjónunum, og sýndi þeim safnið. Færði hann forseta að gjöf bók um safnið eftir sjálf- an sig. Framh. á bls. 2. i Brezkir togaraelgendur fagna forsetakomunni London, 20. nóv. — AP B R E Z KIR togaraeigendur, sem oft hafa átt í deilum við islenzk yfirvöld vegna fisk- veiðilögsögunnar, tóku það skýrt fram í dag að þeir fögn- uðu heimsókn forseta íslands til Bretlands. Kemur þetta fram í bréfi frá A. W. Sudda- by, forseta samtaka togaraeigr enda, sem birtist í blaðinu The Timcs. Þar segir m.a.: Fyrir hönd mikilvægrar deildar brezka fiskiðnaðarins, vil ég hérmeð opinberlega taka undir árnaðaróskir í sam- bandi við komu forseta og ut- anríkisráðherra lýðveldisins íslands. Þótt mikið hafi verið gert úr fáleikum milli brezka fiskiðnaðarins og íslenzku stjórnarinnar á undanförnum árum, er staðreyndin sú, að jafnvel þegar verst lét í deil- unum um fiskveiðilögsöguna, rikti og ríkir enn hlýhugur okkar á milli. Þetta staðfestir hvað eftir annað fúsleiki ís- Ienzku landhelgisgæzlunnar að aðstoða nauðstadda togara okkar og veita þeim ýmsa minna áberandi en nauðsyn- lega fyrirgreiðslu. Stúdentar hertaka sendi- ráð Iraks í London En allt virðist með kyrrum kjörum heima fyrir Bagdad og London, 20. nóv. — AP-NTB — AL.LT virðist með kyrrum kjör- um í írak, þótt öðru hverju ber- ist fregnir um árekstra í höfuð- borginni. Fregnir þaðan eru ó- Ijósar, en benda til þess að stjórn el Bakr, fyrrverandi forsætisráð- herra Baath-flokksins, hafi beðið algeran ósigur í byltingu Arefs, fyrrverandi forseta. Herinn stend ur einhuga með Aref, að því er virðist, en flestir hermenn þjóð- varnarliðsins, sem studdi Baath- ista, hafa látið vopn sín af hendi. t London haf a hinsvegar Baath istar yfirhöndina. Nokkrir stúd- entar frá frak réðust í dag inn í sendiráð landsins í London og hröktu starfsmenn þess á brott. Lögðu stúdentarnir sendiráðshus- ið, sem er f jórar hæðir, undir sig og neita að fara þaðan. Einn stúdentanna í sendiráðs- húsinu sagði að aðgerðir þessar væru til að mótmæla einræðis- stjórn Arefs í frak. Stúdentarnir væru stuðningsmenn Baathista, og færu ekki úr sendiráðinu fyrr en þeim sýndist. „Við hófum all- ar hæðir hússins á okkar valdi", sagði stúdentinn. „Starfsmenn sendiráðsins gátu ekkert viðnám veitt. Þeir hringdu í lögregluna, sem reyndi að reka okkur út, en sá að hún var réttindalaus í sendi ráðinu og fór". Nokkrir brezkir lögregluþjón- ar eru fyrir framan sendiráðs- húsið, en hafa engin afskipti af stúdentunum, sem í rauninni eru á landsvæði, sem tilheyrir írak. Hafez í frak Það var Saleh el Saadi, fyrr- verandi aðstoðarforsætisráðherra, Nokkrir af leiðtogunum, semj komu við sögu í stjórnarbylt- ingunni i írak í fyrri viku. Talið frá vinstri: Michel AÍ-\ lak, einn af fremstu leiðtogumi og stof nendum Baathistaf lokks I ins; Amin Hafez hershðfðingiJ forsætisráðherra Baathista-] stjórnarinnar í Sýrlandi; Ab-1 dul Salem Aref hershöfðingil og núverandi ráðamaður íl frak; Ahmed Hassan el BakrJ fyrrverandi forsætisráðherra) jBaathista í frak. sem stofnaði þjóðvarnarliðið I írak. Hafði það á að skipa um 8 þúsund hermönnum, sem nú hafa flestir látið vopn sín af hendi samkvæmt skipun stjórnar Arefs. Sjálfur flýði Saadi land þegar uppreisnin var gerð í fyrri viku. Lítið hefur borið á öðrum leið- togum Baathista í írak, en hins- vegar kom til landsins sendinef nd Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.