Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 24
FERÐAÞJtíNUSTA OG FARMIÐASALA AN AUKAGJALDS 249. tbl. — Fimmtudagur 21. nóvember 1963 BRAUD Eldgosið við Vestmannaeyjar: Orunur og dynkir, útvarpstruflanir og ljósglampar GOSIÐ heldur áfram óbreytt og leggur gufustrókinn í aust- ur, fyrir sunnan Geirfugla- sker. Þetta eru fréttir frá í gær frá varðskipinu Óðni, sem enn heldur vörð um gosið. Um borð eru sjómælingamenn frá landhelgisgæzlunni, sem eru að mæla dýpið kringum gos- staðinn og gígbarmana eftir því sem hægt er,. að því er Pétur Sigurðsson tjáði blað- inu. Mynd þessi, sem Kristján Magnússon tók í fyrradag, sýnir að þetta er allra mynd- arlegasta eyja og stækkar eitt- hvað. Hann fór með bátnum Haraldi úr Eyjum út að gos- staðnum, ásamt fleira fólki, þar á meðal hópi frá Jökla- rannsóknafélaginu. Létu þeir mjög af því hve mikilúðlegt hefði verið að sjá svo nærri og af sjó hvernig gjallsúlurn- ar þeyttust upp og rigndi nið- Vestmannaeyjum, 20. nóv.: Ekkert lát er enn á gosinu úr eldvarpinu í hafinu sunnan Geir fuglaskers. Gufugosið virðist þó mun minna, enda mun sjór að mestu hættur að ganga í þann gíginn, sem hann féll í um tíma, og kemur eldurinn upp úr nýju eynni eingöngu, en ekki upp úr hafi, að því er virðist. Mjög aflmikil gos koma ann að veifið, en ekki er um sam- fellt, linnulaust gos að ræða. Geysimiklar drunur fylgja mestu gosköstunum, t.d. kl. 15,20, 17,10 og 18.00. Kl. 16 heyrðust feiknadrunur hingað, og truflan ir urðu í útvarpstækjum. Rétt á undan sáust glampar, sem voru svo skærir, að birti andartak í myrkum herbergjum. Hafa oft sézt glampar nú um dimmumót- in. Eingöngu jarðefni þeytast upp í loftið í þessum hviðum, eða þá að mjög lítil gufa fylgir þeim. Mjög fínn vikursalli féll hér í dag, svo að snjóföl grámaði. ur á sama stað aftur. En ekk- ert hljóð heyrðist þó þessar | hamfarir færu fram. Ruddalegar aðfarir við slátrun á sporthestum Kífsá við Akureyri, 20. nóv.: Hér hleður niður snjó hvern dag og hefur gert sl. röskan hálf an mánuð. Lítið hefur þó rennt í skafla, og má heita, að snjór sé jafnfallinn. Þungfært er því um alla fáfarna vegi, en þjóðveg urinn er ruddur jafnóðum. Hag laust er orðið fyrir sauðfé, en hross berja enn niður. Þó eru þau óeirin á beitinni og leita heim að bæjum. Sporthestar Akureyringa eigra um snapandi hér á kotunum kringum bæinn. Hér í haust voru um 40 á túninu hjá mér, og atti ég von á, að þau yrðu sótt þá og þegar. Lét ég því Tveir togaraskipstjórar dæmdir í Færeyjum kyrrt liggja. En einn sunnudag um hádegið kom hvít drossía akandi og staðnæmdist hjá hest unum. Út stigu tveir menn vopn aðir og skutu einn hestinn, veggja vetra fola, á færi, skáru hann og óku svo brott. Hross- in, sem uppi stóðu, fældust og ruku burt. Hef ég ekki þurft að kvarta undan ágangi hrossa síð- an. Hrossskrokkurinn var svo hirtur seinna um daginn, en ekki vissi ég, hverjir voru hér á Tórshavn, 20. nóv.: — Dómur féll i dag í máli brekzku togaraskipstjóranna tveggja, sem teknir voru að ólöglegum veiðum innan fiskveiðilögsög- unnar sunnan undir Suðurey fyr ir nokkrum dögum. Skipstjórarn ir, James Duncan og John Snell ing á togurunum Aberdeen Merc hanl og Glengain, voru dæmdir Árshátíð í Hafnarfirði ÁRSHÁTÍÐ SjáUstæðisfélaig- anna í Hafnarfirði verður hald- in nk. laugardag 23. nóv., í saim- komiuhúsinu að Garðaholti og hefst kl. 9 e.h. Ræðu flytur Bjarni Benedi'kts eon, forsætisráðh. Þá skemmtir Ómar Ragnairsson, auk þess verður dans. Aðgöngumiðar í Sjálfstæðis- húsinu í Hafharfirði á fimmtu- dag og föstudag milli kl. 5—7 e.h. Bifreiðar verða frá Sjálfstæð- ishúsinu kl. 8.30 e.h. að sam- komuhúsinu, og að lokimni riasranfainiiini til Hafnarfjarðar. í 25 þús. færeyskra (=danskra) króna sekt hvor ,og auk þess var afli gerður upptækur ásamt veið arfærum. í dómnum segir, að siglingatæki þau, sem notuð eru á toguranum Decca Navigator, séu ekki örugg við Færeyjar. Staðfest var, að mælingar varð skipsins, sem tók togarana, væru réttar. Togarar hafa sjaldan verið teknir við Færeyjar. Frá stríðs lokum hafa þrír verið teknir og dæmdir í Færeyjum, en skipstjór arnir hafa allir áfrýjað til Kaup mannahafnar og verið sýknaðir þar. — Búizt er við, að þessi tveir áfrýi einnig. — Arge. Enginn árekstur eftir hádegi í gær ÞEGAR Mbl. hringdi til lög- reglunnar í Reykjavík á tíunda tímanum i gærkvöldi, hafði hún þau óvæntu tíðindi að segjs, að enginn árekstur eða umferðar- slys af öðru tagi hefði orðið frá því á hádegi. Þótti lögreglunni þetta að vonum mikil tíðindi. Maður brennist á Akureyri AKUREYRI, 20. nóv. SVO illa vildi til laust fyrir kl. 18 í kvöld, að ungur rafvirkja- nemi brenndist nokkuð í ímdliti og hóndum, er hann var að lífga eld í miðstöðvarkatli. — Óhappið varð í raftækjaverzlun Electro Co. við Ráðhússtorg, þar sem lærlingurinn vinnur. Fleygði hann vélatvisti, vættum í benzíni inn í eldholið, til að lífga glóðina með þeim afleiðingum, að spreng ing varð í miðstöðvarkatlinum, og eldtungurnar léku um piltinn. Slökkviliðið kom ^sgar í stað, kæfði eldinn, en pilturinn var fluttur í sjúkraV*, þar sem gert var að sárum hans. — Sv. P. ferð, og hirði ekki um að vita það, en heldur finnst mér þetta óviðurkvæmilegt athæfi á helg- um degi. Því geri ég þetta að umræðuefni, að þetta er víst ekk ert einsdæmi hér um slóðir. Kona í Glerárþorpi sagði mér, að í fyrrahaust hefðu verið rek in hross, í rétt skammt frá hús- inu, þar sem hún býr, og eitt fol aldið dregið út úr réttinni og skotið fyrir augunum á hinum hrossunum, auk fyrir augum barnanna, sem voru að leik skammt frá. Trylltust hrossin, en börnin hlupu grátandi heim til sín. Fýndist mér, að menn ættu að hafa meiri aðgát í nær- veru sálar. — Víkingur. Sáttafun dur í gærkvöldi SÁTTASEMJARI boðaði í gær- kvöldi fund með fulltrúum verkamanna- og verkakvenna- félaga og fulltrúum þeirra at- vinnurekenda, sem beina samn- ingsazild hafa að þeim félögum. Samstarfsnefnd byggingariðnað- armanna, járnsmiða, skipasmiða, bókagerðarmanna, verzlunar- manna og iðnverkamenna hefur verið kosin. Gamla rafstöðin á Akur* eyri gefin iðnskólanum AKUREYRI, 20. nóv. — Á fundi í gær samþykkti bæjar- stjórn Akureyrar tillögu, sem Knútur Otterstedt, rafveitustjóri hafði borið upp í rafveitustjórn og náð samþykki þar, þess efn- is, að bærinn gefi Iðnskóla Ak- ureyrar og væntanlegum tækni- skóla á Akureyri hina gömlu raf- stöð við Glerá, fyrstu rafstöð Akureyringa. Er hér um ein- stæða gjöf að ræða, sem mun verða tæknimenntastofnunum hér í bæ hin mesta lyftistöng. Verður stöðin notuð til verk- legrar kennslu raivirkja, rai- vélavirkja og raffræðinga og tíl þjálfunar verðandi vélgæzlu- manna í rafstöðvum. Þar að auki er með þessu tryggt, að hin aldna rafmagnsstöð verður vel varð- veitt, en hún hefur, eins og gef- ur að skilja, mikið minjagildi. Glerárstöðin var tekin í notk- un árið 1922 og getur framleitt um 300 kílówött. Hún hefur ekki verið notuð, svo neinu nemi s.l. tíu ár. Stöðin verður afhent hinum nýju eigendum næsta sumar, þegar nauðsynlegar lagfæringar hafa farið fram, — Sv. P. Hingað hafa komið margir náttúruskoðendur og ljósmyndar ar, innlendir og erlendir, vegna eldgossins. Kjartan Ó. Bjarna- son var hér í dag og gær með kvikmynd sína, „Eyjar við ís- land". Nú getur hann bætt viði 15. eynni við Vestmannaeyjar. — Sigurgeir. (,' Tveir dreng- ir í lífs- hættu AKUREYRI, 20. n&v. TVEIR drengir, 3ja og 5 ára, voru mjög hætt komnir í morg« un, er þeir voru að leika sér i sleðum og höfðu nær orðið und- ir dráttarvél. Óhappið vildi til á mótum Hrafnagilsstrætis og Byggðaveg- ar. Drengirnir renndu sér iV'ur Hrafnagilsstræti, er dráttarvél var ekið aftur á bak Lnn í götuna til þess að snúa við. Snarstanz- aði ökumaður, er hann heyrði hljóðin í drengjunum, Lá þá yngri drengurinn fast við aftur- hjólið, og munaði ekki hárs- breidd, að það færi yíir hann. Sá eldri hafði fleygt sér af sleða sínum, er hann sá, hvað verða vildi, n sleðinn rann áfraim. lenti undir dráttarvélinni og brotnaði mélinu smærra. Má stórmildi heita, að hér varð ekki alvarlegt slys, enda skall hurð nærri hælum. — Sv. P. Stormur var á miðum Akranesi, 20. nóv.: — Austanstorm gerði á miðunum í nótt og snerist í suðaustan, er leið á nóttina. Allir bátar komu heim, nema Höfrungur II., sem lagðist undir Jökli. Aliir sildar- bátar voru farnir á veiðar kL 13—14 í dag. Ms. Langjökull lestar frosna síld hér í dag. Ms. Tungufoss kom kl. 18 í kvöld með sements- poka í tugþúsundatali og fleiri vörur til sementsverksmiðjunn ar. Að lokinni affermingu lestar hann 200 tonn af sementi og flyt ur á Norðurlandshafnir. — Oddur Svertingjar hingað? !SÚ hugmynd hefur komið Ifram á Jamaica í Vestur- Indíum, að svertingjar, sem búa þar við mikil land þrengsli, flytjist í stórum stíl til Norðurlanda, og er 'ísland einkum nefnt í því 'sambandi. Kostir íslands í i augum svertingjanna eru Iþeir, að landið sé að mestu 'óbyggt, ráði yfir miklum, lónýttum orkulindum, og líbúarnir séu ekki haldnir pkynþáttafordómum. Virð- list afstaða Norðurlanda á jalþjóðavettvangi til kyn- (þáttavandamálsins eiga jþátt í því, að þessi hug- |mynd er fram komin. — (Sjá Velvakanda í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.