Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 21. nov. 1963 MORGUNBIADIÐ 23 Kirkjulegur lýðháskóli mest aðkallandi Frá hinum almenna kirkjufundi HINN fjórtándi almenni kirkju- fundur var haldinn í Reykjavík og í Skálholti dagana 25.—27. október 1963. Aðalmál fundarins var: Kirkjulegur lýðskóli í Skál- holti. Helztu álitsgjörðir fundarins voru þær, sem hér fara á eftir: I. Um Skálholtsstað var samþykkt eftirfarandi: 1. Hinn 14. almenni kirkju- fundur fagnar því innilega að Skálholtsstaðu rhefur verið af- hentur með öllum gögnum og gæðum þjóðkirkju íslands til fullrar eignar og umráða. Fund- urinn leyfir sér að færa þakkir öllum þeim, sem stuðlað hafa að endurreisn Skálholtsstaðar, sér í lagi upphafsmanni þess máls, svo og Alþingi íslendinga og ríkis- stjórn fyrir aðgerðir sínar í mál- inu. 2. Hinn 14. almenni kirkju- fundur treystir biskupi íslands og Kirkjuráði til að setja skipu- lagsskrá fyrir Skálholtsstað sem sjálfstæða stofnun innan kirkj- unnar, svo þegar . frá upphafi verði mörkuð framtíðarstefna um framkvæmdir þar og leitast á þann hátt við að komast hjá á- rekstrum og mistökum. 3. Hinn 14. almenni kirkju- fundur telur það verkefni mest aðkallandi í Skálholti að þar verði stofnaður kirkjulegur lýa- háskóli, sem hafi það hlutverk að gefa islenzkum æskulýð kost á fræðslu á trúarlegum, siðferðis- legum og þjóðernislegum grund- velli, svo og nauðsynlegri þjálfun í leikmannastarfi til eflingar kirkju Krists á íslandi. 4. Hinn 14. almenni kirkju- fundur vottar innilegar þakkir þeim erlendum vinum íslands og kirkju Krists á íslandi, sem hafa cæmt Skálholtsstað góðum gjöf- um, og biður þeim blessunar Guðs. Einnig þakkar hann þau tækifæri, sem íslenzkum ung- mennum hafa verið gefin með því að þeim hefur verið gefinn kostur á námi í lýðháskólum frændþjóðanna. 5. Hinn 14. almenni kirkju- fundur heitir á alla þá fslend- inga, sem meta gildi kristins trúarlífs fyrir menningu þjóðar- innar, að efla Skálholtsstað með fyrirbænum og gjöfum, svo krist- in kirkja megi eignast þar and- lega orkulind og þjóðin menn- ingarlega gróðrarstöð. — Vlgsluför Framh. af bls. 3 gíðan tóiku eftirtaldir menn til méls: Þórður oddviti á Lauga- lanidi, Páll skólastjóri í Reykja- liesi, Jens Guðmundsson, Bæjum, Bal'dur Bjarnason í Vigur, Engil- bert á Mýri, Kjartan Helgason, ©ddviti í Unaðsdal, Ólafur Ólafs- eon bóaidi í Skálavík, og séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði. Var þessi sanikoma hin ánægju- legasta, og lýstu allir ræðuimonn jnikilli ónægju og hrifningu yfix nýja skipinu og komiu þess í hér- Rðið. Ríkti mikil ánægja meðal ellra yfir þessum áfanga í sam- gömguimáluim héra<5sinis. Kl. 15 í dag tók Ásfoerg Krist- jónsson, sem verið hefir skip- stjÓTÍ á Djúþbátnuim undanfar- in ár við skipstjórn þessa nýja skips, en Ásberg er reyndur og égætur kipstjóri. Á hinu íýja skipi verður því nær öll sama skipstoöfn og verið befir áður, og er tmikil ánægja yfir því. Að þessu hófi loknu, sem setið var fjölda fólks, var haldið til baka til ísafjarðar. F6r nú með jneð hinium Djúpbátnuim inn ef tir þtví til baka fóLk það, er koon bvo að allir fengu tækifæri tij að fara með skipinu þennan dag. — Heill og hamingja fylgi Jþessu nýja skipi — P. P, II. Um aðflutningsgjöld af orgelum til kirkna var svo- hljóðandi ályktun samþykkt: Almennur kirkjufundur 1963 skorar á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því, að aftur verði lögfest í tollskrárlögum heimild til handa f jármálaráðuneytinu að fella niður aðflutningsgjöld af orgelum til kirkna. III. Um útvarpsmessur var samþykkt eftirfarandi ályktun: Hinn almenni kirkjufundur, haldinn í Reykjavík dagana 25.— 26. október 1963, ályktar að æskilegt sé að útvarpa öðru hverju guðsþjónustum utan af landi frá ýmsum landshlutum, svo að útvarpshlustendur fái víð- tækari kynni af kristnihaldi þjóð arinnar en verið hefur. IV. Um þjóðfélagslega þjónustu (díakóníu) kirkjunnar var þessi álitsgerð samþykkt: Kirkjufundurinn felur kom- andi stjórn næsta fundar að kveðja til fimm manna nefnd til að flytja á næsta kirkjufundi á- kveðnar tillögur um hvernig bezt sé að skipuleggja líknarstörf safnaðanna innan kirkju vorrar, einkum þó með tilliti til gamla fólksins og sjúklinganna. Ennfremur var samþykkt að vísa til biskups og Kirkjuráðs til- lögu frú Jósefínu Helgadóttur um fjóra ferðapresta til starfa, einn í hverjum landsfjórðungi, þar eð það er mikið mál og þarfn ast mikils undirbúnings. Til sömu aðila var einnig vísað tillögu Jóns H. Þorbergssonar um könnun á kristnihaldi þjóðarinn- ar, sem er víðtækt sóciólogiskt viðfangsefni. Jóhann Hannesson (sign.), ritari undirbúningsnefndar. Frá æfin?u á „Jólaþyrnum". Á myndinni eru: Jóhanna Norðfjörð (dóttiriri), Gestur Pálsson (presturinn) og Sigurður Kristinsson (tengdasonurinn). Leikfélag Hafnarfjarð- ar sýnir „Jólaþyrna" — Gestur Pálsson leikur aðalhlutverkið NÆSTKOMANDI föstudag frum- sýnir Leikfélag Hafnarfjarðar leikritið „Jólaþyrna" eftir Wyn- yard Browne. Þorsteiinn Ö. Step- hensen þýddi leikritið og var það fluftt í Ríkisútvarpinu a jól- iHiurn fyrir sjö árum. Höfundur leikritsins er enskur prestssonur og hefur ritað nokk- ur leikrit. Fyrsta verk hans, „Þungbúið sumar", var flutt í út varpinu srið 1947 og hefur verið leikið á sviði úti á landi. „Jóla- þyrnar" var frumsýnt í London árið 1950 og var leikriítið sýnt stanzlaust þar á þriðja ár. Er það talið langbezta verk höfund- ar. Leikurinn gerist á ensku prestsetri á aðfanga- og jóladag og fjallar um saninleikann og lífslygina. Gestur Pálsson, leilkari, fer með aðalhlutverkið í leikritinu, og kamur nú fram á leiksviðið Fréttir úr Breiðdal: Meira um rjúpur í ár BREIDDAL, 30. okt. — Rjúp- ur eru nú áberandi fleiri á Breiðdal en þær hafa~verið und- anfarin ár. Slátrun sauðfjár var lokið á Breiðdalsvík í s.l. viku. Slátrað var um 6500 fjár eða rúmlega 1000 minna en s.l. haust. Meðal- fallþungi dilka mun hafa verið 13 kg. Spretta var I vor fremur sein, en varð allgóð. Hins vegar var háarvöxtur sama og enginn. Sennilega er heyfengur í minna lagi. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Mbl. var byggð síldar- verksmiðja á Breiðdalsvík, sem tók til starfa í miðjum ágúst- mánuði. Afköst voru 500—600 mál á sólarhring. Alls var tek- ið á móti rúmlega 20 þus. mál- Flökkuálft í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 20. nóv.: f dag sást á höfninni hér álftar- ungi. I kvöld var hann kom- inn upp á götur og náðist þar. Álftin var grálúsug og grindhor uð, svo að hún mun eitthvað veik, en hún var hins vegar all- spræk. Merki bar hún, og á það var letrað: 0126, Box 532, Rvík. Telja menn hér, að hún muni ættuð frá Reykjavíkurtjörn. — Sigurgeir. Dr. Finnur Guðmundsson tjáði Mbl., að hér væri um að ræða álftarunga, sem merktur var á Arnarvatnsheiði í sumar, en þá voru merktar þar um 50 álftir. um af bræðslusfld í sumar. Og tók bræðslan lengri tíma en þurfti að vera vegna ýmisskon- ar bilana, sem fram komu. En slíkt er talið eðlilegt í nýbyggðri verksmiðju. Ennfremur er síld- arsöltun á Breiðdalsvík og var saltað í ca. 4000 tunnur. Síðan vegasambandið opnað- ist milli Breiðdals og Stöðvar- fjarðar hefur ferðamannastraum urinn aukizt mjög, þrátt fyrir það að vegir á þessu landshorni eru mjög ófullkomnir. Margir ferðamenn sem koma nú Breið- dalsheiði geta nú farið norður með fjörðum í bakaleið. — P.G. aftur eftir nokkurra ára hlé. Hann leikur prestinn, en börn hans þrjú leika Jóhanna Norð- fjörð, Auður Guömundsdóttir og Ragnar Magnússon. Aðrir leik- endur eru: Emilía Jóoiasdóttir, Auróra Halldórsdóttir, Sigurður Kristinsson og Valgeir Óli Gisla- son. Leikstjóri er Klemenz Jóns- son og Magnús Pálsson gerði leik tjöld. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur nú starfað í 28 ár og síðusbu ár- in hefur það venjulega sýnt 2—3 leikrit hvern vetur. Formaður fé- lagsins er Sigurður Kristinsson og ritari þess Ragnar Magmússotn. Hvers vegna ítölsk hljómsveit? Abending eftir Jón Leifs Vegafærðin ÝMSIR fjallvegir versnuðu svo í gær, að þeir eru taldir illfærir litlum bílum. Farið var að skafa á Hvalfjarðarvegi og Þrengsla- vegi, en hann er nú farinn aust ur yfir fjall. Annars eru vegir austan fjalls vel færir, enda festi þar lítinn snjó og svo að segja engan austan Þjórsár. Sama er að segja um Borgarfjörð. KRÚSJEFF TIL NORÐURLANDA Kiev, 20. nóv. (NTB): Krúsjeff forsætisráðherra ræddi í dag við Hækkerup utanríkisráðherra Danmerk- ur. Að viðræðum loknum skýrði Krusjeff frá því að hann hefði þegið heimboð til Danmerkur í júni næsta ár, og aS ef til vill gæti har/j þá einnig heimsótt Svíþjsð og Noreg. HERRA ritstjóri! Leyfið mér að benda lesendum yðar á mikinn merkisviðburð í tónlistarlífi voru: Hingað er komin ítölsk strengjahljómsveit, sem kennir sig við bæinn Ven- ezia. Hvað er strengjahljómsveit? Strengjahljómsveitin er upp- haf og undirstaða hins listræna hljómsveitarleiks. Flest helztu tónverk seytjándu og átjándu aldar eru skrifuð fyrir strengja- hljómsveit eingöngu, — stundum að viðbættum örfáum öðrum hljóðfærum. Án fullkominnar strokhljóðfærasveitar getur eng- in fullkomin sinfónísk hljóm- sveit orðið til. Tónleikar hinnar ítölsku hljómsveitar eiga því að geta sýnt oss, hvernig á að byrja uppbyggingu sinfónískrar hljóm- sveitar, — bent oss á eigin van- rækslu í þeim efnum á undan- förnum árum og áratugum. Hið nauðsynlega upphaf er að vel færir strokhljóðfæraleikarar komi saman til daglegra yfinga. Úr miklum fjölda tónverka er að velja, bæði gamalla og nýrra — því að tónskáldin allt til vorra daga hættu ekki að skrifa sum verk sín fyrir strengjahljómsveit eingöngu. Til eru í heiminum nokkrar strokhljóðfærasveitir, sem eru dæmi hins bezta samleiks hljóð- færa, sem hugsast getur. Fyrir nokkrum árum heyrði undirrit- aður á Edinborgarhátíðinni 13 manna ítalska strengjasveit, sem nefnist „Virtuosi di Roma", undir stjórn Renato Fasano. Þ'etta var fullkomnasti samleikur, sem ég hafði nokkurn tíma heyrt, enda gerði hann „stormandi lukku". Reynt var að fá þessa hljómsveit til íslands, en það tókst ekki, þar sem hún hafði þegar verið ráðin til hljómleikahalds í nokkur ár fyrirfram. Auðsjáanlega er hinni ítölsku hljómsveit, sem nú er hingað komin, ætlað að feta í fótspor Rómarhljómsveitarinnar og hefur nú verið samæfð í fjög- ur ár. Aðrar frægar strokhljóð- færasveitir eru t.d. „Stuttgarter Kammerorchester" og strok- hljómsveit hins fræga fiðlulefk- ara Tibor Varga, en hennar frá- bæra leik heyrði ég í París í fyrra. Vér íslendingar gætum eignast jafnfullkomna strokhljóð- færasveit. — Förum og hlustum á tónleikana í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn og látum oss for- dæmið að kenningu verða! Reykjavík, 19. nóvember 1963 Jón Leifs. Slys í Ólnfsvík KI. rúmlega tiu i gærmorgun slasaðist maður vestur í Ólafs- vík á Snæfellsnesi, svo að flytja varð hann í sjúkrahús í Reykja- vík. Vitaskipið Árvakur lá við bryggju. og var verið að lyfta þungavinnuvélum, sem notaðar höfðu verið við hafnargerð, um borð í skipið. Þegar bóma af stór- um krana var hífð upp í skipið, kom slingur á heisinn. Maður að nafni Ari Jóhannesson stóð upp við öxulihúsið, og varð ann- ar fótur hans á milli hússins og bómiunnar. fékk hann vont, opið beinibrot, og fóru báðar pípurnar í sundur. Héraðslæknir var þegar kvadd ur til. Fór hann með manninum á vitaskipinu þegar í stað til Stykkishólms, en þangað sótti flugvél frá Birni Pálssyni hann um miðjan dag. Var hann fluttur í sjúkrahAÍs í Reykjavík. Öfluðu 240 tonn VERTÍÐARBATARNIR héðan öfluðu 240 tonin í októbermán- uði. Skiftist aflinn þannig á bát- ana: Andri 137 tonn í 22 sjó- férðuim, og Pétur Thorsteinsson 103V2 tonn í 16 sjóferðum. Aflinn hefur verið sæmilegux að undanförnu, 6—8 tonn í róðri. Tíð hefur verið slæm, hvasst að norðan eða norð-austan. Fáir róðrar hafa samt fallið úr. Afli rækjubáta hefur verið tregur, enda gæftir stirðar hjá þeim. — Hannes. Faðir okkar VIGFÚS GUÐMUNDSSON frá Stóru Hvalsá, Hrútafirði, verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugar- daginn 23. nóv. kl. 2,30. líörn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.