Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. nóv. 1963 ESTABLISHEO IS74 ■>rn 1 iiii Iron Worlts Liniibod Wlmiipe «j, G ii*x a «1 b Fyrirtækið, sem Jón Stál van n lengst hjá. ÉG er þeirrar skoðunar, að íslendingar eigi að reisa sitt eigið stáliðjuver, og nota sjálf ir allt það brotajárn, sem hér fellur ta. Það þarf ekki að byrja stórt. Aðalatriðið er, að stál- iðjuverið vaxi og dafni og geti orðið lyftistöng íslenzk- um þjóðarbúskap. Maðurinn, sem þannig tal- ar er Jón Ólafsson Stál. Hann talar af reynslu, og mun eng- inn íslendingur hafa viðlika þekkingu og kunnáttu í stál- iðju og stálframleiðslu og hann. Morgunblaðið hitti hér á dögunum Jón Stál, vestur- fslendinginn, sem gert hefur garðinn frægan. Reffilegur var hann á velli og öldur- mannlegur. Hann er núna 76 ára gamall, ber aldurinn vel og talar nærri lýtalausa ís- lenzku, þótt hann hafi dval- izt áratugum saman meðal framandi þjóða. Jón er bróðir séra Ólafs, sem fyrr var prest ur á Kvennabrekku í Dölum. Ævin hans hefur verið við- burðarík, en hún er einmitt gott dæmi um mann, sem haf izt hefur, svo að segja úr engu, til mikils frama vegna eigin verðleika og dugnaðar. „Þegar ég fyrst fór utan,“ segir Jón Stál, „lá leið mín til Skotlands. Það var árið lðlO.^Átti að læra þar sauð- fjárrækt mest að áeggjan séra Guðmundar Helgasonar í Reykholti. Ég var 2 ár með Skotum, en þá strax hneigð- ist hugur minn til þess, sem átti eftir að verða ævistarf mitt. Áhugi minn beindist all- ur að efnafræði og gekk ég á kvöldnámskeið í þeirri grein hjá ýmsum kunnum prófes- sorum. Hélt svo heim til ís- lands, en undi þar ekki lengi. Leið mín lá til Kanada og ég hafnaði loks í Winnipeg, eins og fleiri iandar, bæði fyrr og síðar. Strax og þangað var komið, sneri ég mér að efna- fræðináminu og sótti mörg námskeið. Næst bar mig til Klettafjalla. Þar var verið að byggja 7 mílna löng járn- brautargöng við Roger Pass, og átti að fóðra þau innan með steinsteypu, og við það verk var ég fulltrúi félagsins C. B. R., og kallaðist ég þar inspector félagsins. Árið 1915 hætti ég hjá C.B.R. og hélt áfram að sækja námsskeið í efnafræði í Winnipeg, en réðst árið eftir efnafræðingur til Selkirk, en á þeim stað var stofnsett fyrsta stáliðjuver í vestur Kanada. f Selkirk var ég í 5 ár. Þá var stálið ekki upp á marga fiska, en það átti fyrir sér að batna. Til Winnipeg kom ég aftur 1921 og réðist síðar til fyrirtækisins Yulcan Iron Works Limited, og bar þar titilinn málfræðingur (metall- urgist). Þetta var 1923 eða fyrir 40 árum. Það spurðist fljótt út, að stálið hjá VIWL væri gott, og þess vegna gerðu ríkisjárn- brautirnar í Kanada mikla pöntun hjá félaginu. Átti félagið að framieiða 14 eim- reiðir af minni gerð og stærri, 7 af hvorri. Framleiðslan tók mörg ár eða allt til ársins 1933. Eimreiðar þessar líkuðu svo vel, bæði hvað snerti gæði stálsins og tilbúning vélahlutanna, að nú hafa fyrstu vélarnar af báðum gerð um verið keyptar og settar upp í almeningsgörðum Winnipegborgar. Sú fyrri var smíðuð 1927, var keypt af hádegisklúbb einum í borginni og sett upp í skemmtigarði einum. Nokkru síðar keypti Winni- pegborg fyrstu vélina af stærri gerðinni og setti hana upp í öðrum skemmtigarði Jafnframt sýndi Winnipeg- borg mér þann heiður að gera mig að heiðursborgara sínum. Hjá báðum þessum eimrei'Sum er skilti, sem á stendur, hver hafi gert vélar þessar. Jón Stál er annars tregur til að segja frá eigin frama. — Sveinbjörn Jónsson forstjóri Ofnasmiðjunnar sagði Morg- unblaðinu, að Jón Ólafsson hefði gefið Iðnminjasafni ís- lands margar góðar gjafir, m.a. dagbók sína og 50 skugga myndir, sem Jón notaði við fyrirlestra sína, og jafnframt sýnishorn af stáli, sem hann hefur gert, auk ýmissa skjala. Það er ekki einungis, að Jón hafi búið til stál til frið- samlegra nota, heldur hefur hann búið til sérstaka stál- blöndu í skriðdreka í seinni heimsstyrjöldinni, og vann hann fyrir alþjóðafrægð. Ráðherra sá í Kanada, sem fór með mál varðandi skot- færi og vopn, Killgawer, sagði, að stál Jóns væri bezta stál í heimi og fullnægði þeim kröfum, sem gerðar eru til stáls í hernaði. Brynvarð- ar plötur með mikilli skot- mótstöðu þurfti í skriðdreka Bandamanna í stríðinu. Hamil ton, Ontario hefur um langt skeið verið miðstöð stálfram- leiðslu Kanada. 1941 voru haldnar þar skotæfingar til að reyna hæfni og mótstöðu stáls frá ýmsum stáliðjuver- um í Kanada. Stálplötur frá Vulkan Iron Works Limited, sem Jón Ólafsson hafði búið til, tóku öllu öðru fram. Þær fengu 1901 stig „foot-pound- seconds-“, sem reiknað er þannig, að mæld er fjarlægð- in frá plötunni, sem kúlunni er skotið að og þyngd og hraða kúiunnar. 1725 stig var lágmarkið og mörg stáliðju- ver áttu í erfiðleikum að komast að þeim. í bréfi, skrif aði hershöfðingi einn, Ireton að nafni, sem starfaði í stál- eftirlitsnefnd Bandamanna, að stál það, sem Jón Ólafsson framleiddi, tæki öllu öðru fram, sem þá hefði þekkst. Leyndardómur stálfram- leiðslúnnar er hitinn. í Winnipeg er aðeins notað brotajárn það, sem til fellur hverju sinni. Fyrst þarf að bræða járnið með hitastigi, sem nær allt að 3200 stigum á Fahrenheit, . og öll aðskota- efni eru fjarlægð með súrefni. Framleiðsla nýs stáls er fólg- in í því að bæta við vissum efnum, og er það mismun- andi, hvaða stál á að fram- leiða. Hér gildir ekki einung- is lærdómur, heldur miklu fremur hugvit þess, sem stál- framleiðslunni stjórnar. í bezta stáli eru oft margar loftbólur, því færri, sem þær eru, því betra er stálið. Það er því undir manni þeim kom ið, sem sér um stálblönduna, að árangurinn verði gott stál. Jón Stál Ólafsson framleiddi svo gott stál, að það veitti honum viðurkenningu á al- þjóðavettvangi. Helzta áhuga mál þessa aldraða en síunga stálframleiðnda er það, að sett sé á stofn stáliðjuver á ís- lndi. Iðnaðarmálastofnun ís- lands hófst handa um rann- og réði til þess bandariskan sókn á þessu máli á sinni tíð sérfræðing. Niðurstaða þeirr- Jón Stál ar rannsóknar varð neikvæð. Jón er ekki ánægður með þá niðurstöðu. Hann leggur áherzlu á, að byrjað sé í smá- um stíl, en síðan aukið eftir því, stáliðjuverinu vex fiskur um hrygg. Hann bendir á, að V.I.W.L., sem hann starfaði lengst hjá, hafi byrjað með því að smíða skeifur! Nú sé þar stærsta stáliðjúver Kanada, sem glöggt má sjá af mynd af þessu fyrirtæki, og þessu rabbi fylgir. Það er sómi íslands að eiga menn eins og Jón Stál í röð- um sínum. Hann er kominn til landsins aftur og ætlar að dveljast hér í vetur. Jón á skilið virðingu þjóðarinnar. íslenzka þjóðin er fámenn, en hún hefur ævinlega byggt á gæðum fremur en magni. — Stál! Vertu velkominn heim, Jón. Fr. S. Eimreiðin, sem Winnipegborg setti upp sem mynjaarrip. ui ém Framh. af bls. 13 lausninni. Félög er hægt að mynda um slíkt fyrirtæki. Litum nær höfuðborginni fjöl- mennu. Væri ekki girnilegt fyr- ir auðugan Reykvíking að kaupa Selvogshrepp vegna hinnar miklu sport-aðstöðu sem þar er við Hlíð arvatn og um fleira? Hvar eru lög sem banna? Að sönnu á rík- ið lendur í Selvogi, en ekki væri meira athugavert þótt ríkið seldi þær heldur en að selja þær á leigu jafn óvirðulega og nú er gert að því er gildir um þær sumar. — Og hvað um suma hrepp- ana á Vestfjörðum? Hugsunin hreppur til sölu er því miður engin glórulaus fantasía. — O — Að lokum, enginn skyldi halda að nein orð mín í þessari grein séu sprottin af óvild í garð auð- manna, ef við megum nefna ein- hverja íslenzka menn því nafni. Mér er meira að skapi að segja að ísl. þjóðin eigi því miður of fáa og smáa auðmenn. Ættum við slíka svo að um munaði mætti vænta þess að einhver þeirra gerðist atkvæðasamur til þjóðar- heilla. Ég trúi ekki á gildi þess að jafna allt — niður á við. Enginn sem þetta les skyldi heldur halda að ég sé að gera að gamni mínu, því fer víðs fjarri, hér er sannarlega um al- varlega hluti að ræða, og ég þarf ekki annað en að hugsa til minn- ar uppeldissveitar Hólahrepps til þess að ég finni eldinn á mér brenna, svo ótt hafa býlin í þeim fámenna hreppi lagzt í eyði svo að segja í næsta nágrenni Bænda- skólans á hinum fræga Hólastað. Ég óska fjórmenningunum til hamingju með þingsályktunartil- lögu sína, vonandi má eitthvað gott af henni spretta, en aftur og enn, svæfið ekki málið í margra ára nefnd. Hér þarf snör og á- kveðin handtök svo að þjóðfélag- ið glopri ekki meiri verðmætum út úr höndunum á sér en orðið er, og til þess að setja undir mik- inn leka sem senn er orðinn hrip- leki ef ekki fæst aðgert. Slemdal, á Marteinsmessu, 11. nóvember 1963. Á. G. E. Huseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstig 2A Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.