Morgunblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 16
16
MORGU N BLAÐIO
Sunnudagur 1. des. 1963
S
CTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs.lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
! lausasölu kr. 4.00 emtakió.
BEYNA AÐ SPILLA
FYRIR
T gær birtir Tíminn 5 dálka
fyrirsögn, sem hljóðar svo:
„Ríkisstjórnin lemur höfðinu
við steininn. Samningarnir í
strandi“. Er hér um að ræða
eina af þeim ritsmíðum, -sem
einkenna Tímann, þar sem
blandað er saman fréttum og
pólitískum áróðri og fréttirn-
ar þar að auki rangfærðar.
Þessi ósæmandi blaða-
mennska er mál út af fyrir
sig, en hér var hugmyndin að
vekja athygli á því, að grein
þessi er augljóslega skrifuð í
þeim tilgangi að reyna að
spilla fyrir þeim samningum,
sem nú er unnið að og koma í
veg fyrir að sættir náist.
Reynt er að gera sem
minnst úr tilraunum ríkis-
stjórnarinnar til að bæta hag
þeirra, sem verst eru settir og
alið á tortryggni milli samn-
ingsaðila.
Þessi iðja blaðsins sýnir svo
ekki verður um deilt, að fyrir
Framsóknarmönnum vakir að
reyna að koma á upplausn og
vandræðaástandi í stað þess
að taka ábyrga afstöðu í þessu
mikilvæga máli.
Almenningur gerir sér
grein fyrir því, að hér er um
lífshagsmunamál þjóðarheild-
arinnar að ræða. Fólkið vill fá
vinnufrið og áframhaldandi
uppbyggingu í þjóðfélaginu,
en ekki upplausn. Þess vegna
fordæmir það þá menn, sem
reyna að spilla fyrir þeim
sáttatilraunum, sem nú er
unnið að.
Sem betur fer er á þessu
stigi engin ástæða til að ætla
að spár Tímans rætist. Þvert
á móti standa vonir til þess að
samkomulag náist og heildar-
samningar, sem tryggt geti í
senn heilbrigt efnahagslíf og
raunhæfar kjarabætur til
handa þeim, sem mesta þörf
hafa fyrir bætt kjör, verði
gerðir.
En framlag Framsóknar-
flokksins til lausnar þessa
mikilvæga máls er í samræmi
við aðrar aðgerðir og stefnu
flokksins síðustu árin.
PRESTS-
KOSNINGAR
T dag fara fram prestskosn-
•*■ ingar í Reykjavík og kjósa
á 6 presta í hinum ýmsu sókn-
um höfuðborgarinnar.
Mikið hefur verið um það
rætt, hvort prestskosningar
ættu rétt á sér. Oft hefur vilj-
að við brenna, að harðvítugur
áróður hafi verið rekinn í
prestskosningum, svo mörg-
um hefur ofboðið og hallazt
að því, að heppilegast væri að
taka upp nýjan hátt við skip-
un í prestsembætti.
Nokkuð hefur að vonum
borið á áróðri síðustu vikurn-
ar vegna prestskosninganna,
en þó hefur baráttan verið
með meiri menningarbrag en
oft áður. Það er líka ofur auð-
velt að halda fram þeim
manni, sem hver og einn ósk-
ar að nái kosningu, án þess að
vega að öðrum eða lasta hann.
Úr því að prestkosningar
eru viðhafðar er eðlilegt, að
þeir, sem kosningarétt eiga,
fjölmenni á kjörstað og taki
þátt í ákvörðun um það hver
verða muni þeirra prestur. En
það er ósk Morgunblaðsins að
hver og einn gæti sóma síns
og kirkju sinnar í sambandi
við þá baráttu, sem óhjá-
kvæmileg er í dag.
7. DESEMBER
Ctúdentar halda 1. desember
^ hátíðlegan að venju. Síð-
an íslendingar eignuðust ann-
an þjóðhátíðardag hefur
menntaæskan sett svip sinn á
1. desember. Þetta er vel til
faliið, því að þjóðin vill gjarn-
an heyra til þeirra æsku-
manna, sem áhrifamiklir
verða í framtíðinni, og einnig
er gott að hinir ungu menn
staldri við og hugleiði hags-
munamál þjóðar sinnar.
Stundum hafa orðið allhörð
átök um ræðumenn 1. desem-
ber og efni það, sem rætt
skyldi. Er út af fyrir sig ekk-
ert við því að segja að skoð-
anir séu skiptar og stundum
allhart deilt.
Þó er það ánægjulegt að
að þessu sinni skyldi nást sam
komulag um aðalræðumann
dagsins, dr. Brodda Jóhannes-
son, sem ræðir um stöðu ein-
staklingsins í nútíma þjóðfé-
lagi.
1. desember ber að þessu
sinni upp á sunnudag, svo að
gera má ráð fyrir að almenn-
ingur fylgist vel með dagskrá
stúdenta og þeim boðskap,
sem menntaæskan og skóla-
menn hafa að flytja.
ÍMýr forseti
FORSETASKIPTIN í Bandaríkj-
unum hefur borið hæst í öllum
skrifum erlendra blaða þessa
viku. Segja má, að ekki hafi verið
fjallað um nein meiri háttar mál
þann tíma, svo að ekki hafi verið
reynt að líta þau í Ijósi þess at-
burðar.
Eftir því, sem dagarnir liðu,
eftir ódæðisverkið í Dallas, hafa
stjórnmálafréttaritarar reynt að
vega og meta verkefni, skoðanir
og stefnu Johnsons, forseta. í>ótt
dómar um þau mál séu eðlilega
nokkuð misjafnir, þá virðist flest-
um bera saman um, hver vanda-
mál séu mest aðkallandi innan
Bandaríkjanna, og utan þeirra.
Utanríkismál
Hvart sem það er tilviljun eða
ekki, þá virðist megináherzla
vera lögð á það, að valdataka
Johnsons eigi sér stað, er Banda-
ríkin eiga í miklum innbyrðis
átökum um mannréttindi. Mörg
stærstu blöð Bandaríkjanna
segja, að dómur sögunnar yfir
Johnson, og stjórn hans, a.m.k.
hvað innanríkismálum viðkemur,
fari eftir því, hvernig það mál
verður til lykta leitt.
Þar til hæstiréttur Bandaríkj-
anna tók að fjalla um rétt barna
til skólagöngu, 1954, var þeldökk-
um börnum meinað að sækja skóla
hvítra, í nær 20 ríkjum, þ.á.m.
höfuðborginni og nágrenni henn-
ar. Þá var ástandið í Suðurríkj-
unum þannig, að þeldökkur mað-
ur gat ekki tekið sér stöðu við
hlið hvíts manns, hvort sem það
var í veitingahúsi, strætisvagna-
stöð eða járnbrautarstöð. Rétt-
indi hans voru ekki mikil.
Nú, tæpum 10 árum síðar,
sækja þeldökk börn skóla- hvítra
í öllum ríkjum Bandaríkjanna,
nema Mississippi. Atkvæði dökku
borgaranna eru farin að segja til
sín í stjórnmálabaráttunni. — í
Washington, höfuðborginni, njóta
þeir sömu réttinda og aðrir. Víða
í Suðurríkjunum sitja þeldökkir
nú til borðs með hvitum í veit-
ingahúsum, og mikið hefur áunn-
izt í áttine til jafnréttis í ferða-
málum.
Á hitt verður hins vegar að
benda, að blökkumenn njóta ekki
sömu þjóðfélagsréttinda og aðrir,
og afkoma þeirra er ekki eins
góð. Hér gildir einu, hvort litið
er á Suðurríkin eða Norðurríkin.
Það er tvennt, sem mestu hef-
ur ráðið um gang þessa máls, að
undanförnu: annars vegar laga-
setning, hins vegar andmæli. Það
var lagasetningin 1954, sem gaf
von þeim, sem börðust fyrir jafn-
rétti, og það er rétturinn til skóla
göngu, sem aukið hefur trú þeirra
á möguleikann til að afla sér
betra lífsviðurværis.
Andmæli blökkumannanna
sjálfra, þegar þeim hefur þótt úr
hófi keyra, hafa haft mikið að
segja. Blökkumennirnir hafa ekki
verið einir að verki. Hvítir menn,
sem vilja koma á jafnrétti, hafa
staðið við hlið þeldökkra í kröfu-
göngum, mótmælagöngum og
undirritað með þeim mótrnæla-
skjöl. Atvikum af þessu tagi hef-
ur farið fjölgandi.
Viðleitni þessi til að koma á
jafnrétti náði hámarki í frum-
varpi því, sem nú liggur fyrir
þinginu. Robert Kennedy, dóms-
málaráðherra, hefur um langt
skeið skýrt hverjum, sem hlýða
vill, frá nauðsyn þess, að frum-
varpið nái fram að ganga, án
nokkurra meiriháttar breytinga.
Þessi stefna hans og þeirra, sem
að því standa, byggist á þeirri
trú, að fái blökkumenn ekki á-
þreifanlega sönnun þess, að ætl-
unin sé, að réttlæti nái til þeirra
einnig, þá muni af því leiða hörm
ungar, á einn hátt eða annan.
Löggjöfin kann að verða fyrsti
meiriháttar prófsteinninn á
stjórn Johnsons, þótt vart verði
hann sá síðasti. Ræða forsetans í
þinginu, nú um miðja vikuna,
bendir til þess, að hann ætli sér
að halda til streitu þessu kapps-
máli fyrirrennara síns.
Johnson er Suðurríkjamaður,
stjórnmálamaður, sem aldrei hef-
ur verið þekktur fyrir brennandi
hugsjónir. Því þykir víst, að
blökkumenn líti hann með varúð,
jafnvel grunsemdum. Margir
munu eiga erfitt með að hugsa
sér Johnson í fremstu röð þeirra,
sem berjast fyrir fullum réttind-
um blökkumanna.
Hins vegar er ýmislegt, sem
bendir til, að hann muni takast á
hendur forystu í því máli. Mann-
réttindafrumvarpið frá 1957 náði
samþykki fyrir forgöngu hans,
fyrst og fremst. Hann kom þó á
móts við andstæðinga þess þá, og
blökkumenn fengu ekki öll þau
réttindi, sem frumvarpið gerði
ráð fyrir í upphafi. Margir for-
ystumenn þeldökkra hafa litið
hann hornauga síðan. Það er þó
fyrst og fremst talið hans verk,
að frumvarpið náði yfirleitt frana
að ganga.
Johnson vék oft að blökku-
mannavandamálinu, meðan hann
var varaforseti. 30. maí sl. sagði
hann þessi orð í ræðu, sem hann
hélt í Gettysburg: „Fyrir hundrað
árum fengu þrælar frelsi. Hundr-
að árum síðar er blökkumaður-
inn enn heftur af lit sínum. I dag
biður hann um réttlæti. Við svör-
um honum ekki, við svörum þeim
ekki, með því að biðja blökku-
manninn að sýna „Þolinmæði".
Innaiiríkismál
Á sviði utanríkismála á John-
son við svipuð vandamál að etja
og fyrirrennari hans, enn sem
komið er, a.m.k. Vestrænir frétta-
menn í Moskvu og öðrum borgum
í A-Evrópu, bentu þó á, fyrr í vik
unni, að forsetamorðið kunni að
verða til þess, að ráðamenn
kommúnistaríkjanna endurskoði
afstöðu sína, eða verði a. m. k.
við því búnir, þar til þeir sann-
reyna, að Johnson ætli sér
ekki að breyta um stefnu í al-
þjóðamálum. Sumir telja Johnson
síður undir það búinn að marka
stefnuna í utanríkismálum en
innaníkismálum, og vissulega á
forsetinn í mörg horn að líta:
• Kúba, nágrannaríkið, er
hættulegt Ameríkuríkjunum,
enda er landið miðstöð viðleitni,
er miðar að útbreiðslu kommún-
ismans í þessum hluta heims.
• S-Ameríka. Þar er rekinn
mikill áróður fyrir kommúnisma,
og efnahagsóreiða alls konar er
þar gróðrarstía hans.
• Frakkland. ■— Stefna de
Gaulle, Frakklandsforseta, I
kjarnorkumálum, miðar að þvi
að koma á fót þriðja kjarnorku-
hernum. Þessi viðleitni hefur
ekki aukið einingu Atlantshafs-
ríkjanna, og hefur greinilega orð-
ið Þrándur í Götu hugmyndar-
innar um bandalag ríkjanna
beggja vegna Atlantshafsins.
• V-Þýzkaland. Þar er Berlfn
brennipunkturinn og þar í landi
er þáttur Bandaríkjanna í vest-
rænum vörnum talinn ómissandi.
• Afríka. Þar halda kommún
istar uppi áróðri og annarri starf-
semi, sem miðar að útbreiðslu
kommúnismans. Fáfræði, skortur
og stjórnmálaóréiða greiða þeimi
götuna.
Framhald á bls. 23.