Morgunblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 „Öll á leiðinni að vera eitt“ Fyrir h.u.b. 20 árum skrifaði Bandaríkjamaðurinn Wendel Wilkie, sem verið hafði í fram- boði á móti Roosevelt forseta, bók, er hann nefndi: „One World“, þ. e. „Einn heimur“. Þar ræddi hann um hin auknu tengsl milli allra þjóða heims og hver áhrif þau hlytu að hafa á við- horf manna og líf. Aldrei hefur þessi staðreynd „eins heims“ komið berar fram en þegar fregn in um morð Kennedys forseta barst um alla jarðkringluna á örskammri stundu með þeim við- brögðum almennings, sem al- kunn eru. Fáir hafa lýst þeim betur en Þórarinn Björnsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, gerði strax morguninn eftir morðíð. Hann sagði m.a.: „Kennedy Bandaríkjaforseti er látinn". — Þessi orð bárust REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 30. nóv. um allan heim á örskömmum tíma í gærkvöldi. Ég efast um að nokkur orð hafi nokkurn tíma í einni svipan snortið viðkvæman streng í brjóstum jafn margra. Aldrei höfum við ef til vill fund- ið það fremur, hvað við erum háð hvort öðru og hve miklu líf og dauði eins manns getur varð- að örlög okkar allra. Við erum öll á leiðinni að verða eitt. Sú hugsun varð mér eini vonar- bjarminn í skugganum í gær- kvöldi." Ólíkt hafast þeir að Eðlilegt var, að frjálsar þjóð- ir væru gripnar sorg og söknuði, því að Kennedy var óumdeildur leiðtogi þeirra. Því athyglisverð- ara er, að sömu tilfinningar vökn uðu einnig í löndunum bak við járntjald. New York Times segir frá því, að Krúsjeff hafi með margvíslegu móti og á óvenju- legan hátt lagt sig fram um að sýna, hversu Sovétveldið var djúpt snortið af dauða Kennedys. Síðar í sömu fregn segir: „Enginn vafi gat leikið á því, hversu djúpa tilfinningu andlátið hafði vakið meðal óbreyttra sovézkra borgara. Það var ekki einn Bandaríkjamaður í borg- inni (Moskvu), sem ekki fengi samúðarkveðju frá sovézkum vinum og jafnvel fjarlægum kunningjum. Á skrifstofu New York Times klipptu sovézkir starfsmenn mynd af forsetanum úr gömlu tímariti, settu svarta umgjörð ut- an um hana og festu hana á vegg- inn. Undir hana settu þeir stór- an vönd af hvítum blómum.“ Eitt var þó það land og raun- ar ekki lítið, sem skar sig úr. í sama New York Times blaði er sagt frá því, eftir öruggum heim- ildum í Peking, að skólabörn þar hafi klappað lof í lófa, þegar þeim var sagt frá andláti Kenn- edys, enda hafði áróðursvélin í Peking lýst honum sem „versta manni i heimi.“ Eftir ákveðnum manni var haft, að hann hefði sagt, þegar honum var skýrt frá morðinu: „Þetta eru góðar fréttir. Hann var mjög vondur maður.“ í samræmi við þetta voru birt- ar óhugnanlegar teiknimyndir »f forsetanum látnum í málgagni kommúnista þar eystra, og síðan hefur hver svívirðingargreinin birzt af annarri. Á „friðarþingi" í Varsjá neituðu Kína-kommar að risa úr sætum til heiðurs hin- «m látna forseta. Allur er varinn p;óður Fásinna væri aS ætla, að öll hætta af kommúnistum í Sovét- ríkjunum sé hjá liðin. En þessi samanburður á viðbrögðum þeirra og Kína-komma er samt lærdómsríkur. E.t.v. lærdómsrík- ari en langir greinarflokkar eða heilar fræðibækur. Vonin um frið byggist ekki sízt á því, að heilbrigt óspillt hugarfar fái að ráða. Kommúnistar þykjast trúa og trúa vafalaust sumir, að skipu- lag þeirra verði ofan á, ef frið- samleg sambúð og samkeppni helzt. Við hinir höfum ekki minni trú á okkar eigin skipu- lagi, frjálsræði og mannréttind- um. Það er vegna þess, að þótt hægt fari sýnist þróunin í Sovét- Rússlandi sækja í frelsisátt, sem ástæðu gefur til hóflegrar bjart- sýni. Fregnirnar frá Kína sanna hins vegar, hvernig hatur og of- stæki umhverfir huga mannfólks- ins. Ekki er ýkja langt síðan sams konar hugarfar var allsráðandi í sjálfum Sovétríkjunum. Enn skortir allt öryggi fyrir, að það brjótist þar ekki til valda á ný. Jafnvel í meginlandi frelsisins, Bandaríkjunum, hefur hver ógn- aratburðurinn rekið annan. Dæm in sanna, að erfitt er að gæta þjóðhöfðingja svo að hann sé úr allri hættu fyrir morðárás, eink- um ef hann sjálfur vill ekki una ýkja strangri öryggisgæzlu. Hitt er óskiljanlegra, að ekki skuli hafa verið unnt að gæta sjálfs morðingjans fyrir morði. Því mið ur hlýtur það að vekja marghátt- aða tortryggni, einnig þjóða á milli, þegar hugir manna voru búnari til samvinnu og e.t.v. sátta en oftast ella. Þegar slík ósköp gerast í sjálfu höfuðvígi frelsis- ins, við hverju má þá búast þar sem ofbeldi liggur í landi? Var Halldór heila þveííinn? Ummæli sr. Gunnars Bene- diktssonar uim Halldór Kiljan Laxness og Sikáildatíma hans hafa að vonum vakið mikla at- hygli. Sr. Gunnar sagði í Þjóð- viljanum hinn 17. nóvember s,l. m.a.: „Það er sagnfræðileg stað- reynd, hvenær Halldór var í Sovétríkjunum, og um þær farir hefur hann rætt og ritað meira en um nokkuð annað, en þó veit maður ekkert um það, hvað hann hefur heyrt þar og séð. Það eitt er nokkurn veginn vúst, að maðurinn hefur orðið fyrir þeirri handtéringu, sem nefnd er heilaþvottur og er ein af nýjustu hernaðaruppfinning- um stórveldanna. En hver þvoði Halldór, og hvar var hann þveg- inn? Það er hin torleysta ráð- gáta, og það út af fyrir sig er merkilegit rannsóknarefni. Var hann þveginn í Rússlandi, svo að hann sá allt öfugt, og sá þvottur síðan þveginn af honum í auðvaldsheiminum, svo að hlut irnir fóru í sam.t lag aftur? Eða sá hann rétt í Rússlandi frá upp- hafi sinnar reisu þangað og heilaþvotturinn síðan fram- kvæmdur frammi fyrir Hátign- um hins vestræna heims, sem Nóbelsskáildið hefur þurft að heimsækja um allar jarðir? En skítt með allan heilaþvott, ef einhverja lógík væri að finna í allri vitleysunni." Var Krúsjeff einnio; þveginn? Þessi fullyrðing sr. Gunnars um, að Halldór Kiljan Laxness ihafi orðið fyrir heilaþvotti er því umhugsunarverðari þegar hún er borin saman við það, er stóð í Þjóðviljanum hinn 15. okt óber s.L: „Frásagnir Kiljans um Stalíns tímabilið eru í næsta góðu sam- ræmi við mat og lýsingar Krúst- joffls, forsætisráðherra, og ann- arra valdamanna í Sovétríkjun- um. í Skáldatima er hvergi farið út fyrir þann rarnma sem þeir hafa markað, engin tilraun gerð til að kafa dýpra eða skyggnast lengra, þótt Kiljan kunni að vísu að ydda orð sín og sjónar- mið á listrænni og afdráttar- lausari hátt en stjórnmálamönn- um og rihöfundum er lagið austantjalds. En stjórnmálin í Skáldatíma eru í býsna miklu samræmi við opinbera söguskoð- un í Moskvu um þessar mundir, á svipaðan hátt og fyrri bækur Kiljans frá Sovétríkjunum, „í auisturvegi", og „Gerska ævin- týrið“ þóttu einnig góð latína þegar söguskoðunin var önnur.“ Ekki er hægt að koma þessu tvennu saman, að skoðanaskipti slík sem Kiljans hljóti að stafa af „heilaþvotti“ og þó hafi hann ætíð verið í samræmi við breyti- lega „söguskoðun" þar eystra, nema með því, að þeir, er „sögu- skoðuninni“ réðu hafi sjálfir verið „heilaþvegnir"! Sjálfsagt mundi sú skýring á skoðuna- skiptum Krúsjeffs og félaga hans ekki vera fjarri Kínakommum, sem fýsir að heilaþvo Krúsjeff á ný. Hvað sem heilaþvotti líður, minnir allt þetta orðaskak kommúnista illilega á kattar- þvott. Þeir vita ekki sitt rjúk- andi ráð, hver höndin er uppi á móti annarri, og skýrmgarnar enda í mótsögnum. Nær væri þessum mönnum að játa það, sem þeim skárri þeirra hlýtur fyrir löngu að vera oiðið ljóst, að þeir hafa illilega látið blekkj- ast og ber því að biðja afsök- unar á tilraunum sínum til að blekkja aðra. Hratt flýgur stund Nú eru liðnar þrjár vikur frá því, að samkomulag náðist um að tekið yrði mánaðar hlé til að kanna, hvort kaupdeilurnar yrðu leystar með .samningum. Þótt mönnum virðist lítið hafa miðað áfram má segja að eðlilegur gang ur hafi verið eins og málin lágu fyrir. Launþegafélög 'hafa sett fram kröfur sínar eða ítrekað þær, en atvinnurekendur telja sig alils ó- miegnuga til nokkunrar kaup- hækkunar. Með þessu er ekki sagt, að þriggja vikna tíminn hafi farið til ónýtis. Þvert á móti hafa bæði atvinnurekendur og laun- þegar haft víðtækara innbyrðis samráð en áðu: hefur tíðkast. Samstarfsnefnd verkalyðsfélag- anna er nú fulltrúi mun fleiri félaga en í fyrstu og tók það með eðlilegum hætti alllangan tíma að koma þeirri skipan á. Það var ekki fyrr en um síð- ustu helgi sem hún taldi tima- bært eða sig umkomna til að nefna viðræðunefnd við ríkis- stjórnina. Áður höfðu þó átt sér stað meira eða minna formlegar viðræður ýmtssi verkaiýðsfor- ingja við ríkisstjórn. Af sinni hálfu hefur ríkisstiórnin notað tímann til að kanna viðhorfin og hver úrræði helzt mundu horfa til lausnar. Ástæðulaust er að ásaka nokkurn fyrir óþarfa drátt. Hitt er ótvírætt að sízt veitti af þeim fresti. sem ríkis- stjórnin óskaði eftir. Enn \erð- ur ekkert um það sagt, hvort hann nægir né heldur hvort við- hlítandi samkornulagi verður á komið. En oftast er það svo í vinnudeilum, að verulegur skrið- ur kemst ekki á málin fyrr en síðustu dagana og aðilar slaka ekki til fyrr en í síðustu lög. Vilja menn rétta hlut liinna verst settu? Af margháttuðum skýrslum og athugunum, er nú liggja fyr- ir, sést það, sem mönnum raun- ar kom saman um frá upphafi, að þörf er á að bæta hag þeirra, sem verst eru settir. Fullyrt er, að hraðfrystihúsin, þar sem al- mennast er unnið fyrir hina lægstu taxta, skorti getu til þess af eigin rammleik að hækka kaup. Óhjákvæmilegar hækkan- ir verði því að bæta þeim með einum eða öðrum hætti. Úr þessu verður að skera og finna leiðir til þess, að bæta hag hinna lægst launuðu. í útvarpsumræðunum á dögunum létu allir svo sem það væri þeirra mesta áhuga- mál. Nú reynir á, hvort þar fylg- ir hugur máli. Á að stefna í ófæru? Því almennari sem kauphækk- anir verða, því líklegra er, að beinar neyðarráðstafanir verði óhjákvæmilegar. Þá er hættan sú, sem hingað til hefur oftast orðið að veruleika, að enginn verði betur settur en áður og hinir lakast settu enn verr en fyrr. Út úr þessum vítahring verður að brjótast. Það er unnt, ef vilji ráðamanna í verkalýðs- hreyfingu, meðal vinnuveitenda og í ríkisstjórn'og á Aiþingi er fyrir hendi. Ef annarleg sjónar- mið verða ofan á, verður vax- andi vandi ekki um flúinn. Ef til vill hyggja sumir gott til glóð- arinnar og ætla, að auknir erfið- leikar muni ríða ríkisstjórninni að fullu. Þeir sem svo kunna að hugsa, setja hagsmuni sína af pólitiskri togstreitu ofar hags- munum þeirra, er þeir þykjast vera að berjast fyrir. Að sjálf- sögðu verður ríkisstjórnin að taka afleiðingunum af ástandi þjóðfélagsins hverju sinni og því ástandi sem skapazt kann, og gera nauðsynlegar raðstafanir til leiðréttinga. Hitt er víst, að henni kemur ekki til hugar að fylg'ja fordæmi Framsóknar í desemberbyrjun 1958 og flýja af hólmi, þegar mest á reynir. Að óreyndu skal því og ekki trúað — enda mun í viðræðum hingað til ekkert hafa komið fram, sem til þess bendi — að þeir, sem raunverulega bera ábyrgð innan verkalýðshreyfingarinnar, vilji vísvitandi stefna i ófæru. Menn verða að átta sig á, að hér er við að etja vanda, sem vafizt hefur fyrir mönnum undanfarna áratugi. Hann hecur ekki tekizt að leysa af því hann er ekki auðleystur og verður ekki leyst- ur nema með góðvild og þolgæði á alla vegu. Stytting vinnu- tíma Þess var áður getið, að skýrsl- ur staðfesti að bæta þyrfti kjör þeirra, sem verst eru settir. Jafnframt er þess að gæta, að sömu skýrslur sýna einnig að at- vinnutekjur flestra eru svo mikl- ar, að með nokkrum leiðrétting- um má telja viðhlítandi. Höfuð meinsemdin er, að vinnutími er of langur. Sumar atvinnugrein- ar, svo sem fiskverkun ýmiss konar, krefjast skorpuvinnu. En yfirleitt eru angin rök til þess, að verkamenn á íslandi ættu að þurfa að vinna lengur en með öðrum þjóðum tíðkast, því síður sem allsherjar reynsla og vísinda legar rannsóknir sanna, að óhóf- legur vinnutími veitir ekki, þegar til lengdar lætur, meiri af- köst en skaplegur. Það er ekki af tilviljun heldur byggt á marg staðfestri reynslu og athungun- um, að 8 tíma vinnudagur er nú víðast talinn hámark þegar til langframa lætur. Erfitt er að koma við skyndibreytingu í þessu, en augljóst er að hverju ber að stefna. Ef svo vel skyldi takast, að nú næðist vinnufriður til einhverrar frambúðar, þá ber vissulega að nota tímann til raun hæfrar tryggingar hóflegum vinnudegi á íslandi með svipuð- um hætti og í öðrum nálægum löndum er fyrir löngu upp tek- inn. Ekki er allt reikningsdæmi Annað mál er, að við íslend- ingar höfum um margt sér- stöðu. Þjóðfélag okkar er ekki unnt að bera saman við full- þroskuð stór þjóðfélög, þar sem iðnþróun er langt á veg komin. Þetta verður ekki sízt að hafa í huga, þegar rætt er um hag- vöxt hér á landi og samanburður gerður á milli ára eða við önnur lönd. Vegna þess að við viljum halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi í okkar stóra og erfiða landi, þá hljótum við að bera ýmiss kon- ar kostnað, sem aðrir geta spar- að sér. Við verðum að minnast þess, að margt í mannlegu lífi er ómögulegt að reikna í tölum. Ýms ómetanleg verðmæti er ekki unnt að meta til fjár, enda er sannast bezt að segja, að skýrslur um afkomu fyrirtækja og einstaklinga segja sjaldnast alla söguna. Mjög veltur á því, að með tölur sé farið af sam- vizkusemi og réttsýni. Þær er ekki síður hægt að nota til blekkingar en til sannleiks leit- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.