Morgunblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 1
32 síður Oswald gagnrýndi Sovétríkin í bók, sem hann byrjaði að skrifa í fyrra; hraðritari í Texas leysir frá skjóðunni Forth Worth, Texas, 30. nóv. — AP — HRAÐRITARI nokkur í Tex- as, stúlka að nafni Pauline V. Bates, hefur skýrt frá því, að á sl. ári, 1962, hafi Lee Harvey Oswald ráðið hana til að hrað rita fyrir sig handrit að bók, sem hann var þá að semja. Var hér um að ræða and- kommúníska bók, segir stúlk- an. Hún vann þó ekki lengi fyrir Oswald, því að á þriðja degi bað hann hana að hætta störfum. Kvaðst hann aðeins eiga 10 dali. Bent er á í fréttum í dag, að frá því Oswald réði ungfrú Pauline til starfa fyrir sig, og þar til forsetamorðið átti sér stað, liðu aðeins 17 mánuðir. Oswald hefur, eins og kunn- ugt er, verið sakaður um kommúnisma. Vitað er, að Oswald dvaldist nærri 3 ár í Sovétríkjunum. Þangað fór hann 1959, og lýsti því þá yfir, að hann ætlaði að afsala sér bandarískum ríkis- borgcLrrétti. Síðar fékk hann þó leyfi bandaríska utanrríkisráðu- neytisins, og peningalán, svo að hann gat snúið vestur um haf. Unigfrú Pauline segir, að Os- wald hafi haft undir höndum mikið af minnisblöðum um á- standið í Sovétríkjunuim. Hún minnist þess, m. a., að hafa skirif- að eftirfarandi, eftir honum: „Sjónvarpið í Sovétríkjunum fylgir algerlega línu kommún- istaflokksins, en samt verður að hafa opið fyrir það, svo að grunsemdir séu ekki vaktar. Sumir hafa falin útvörp, og eru ánægðir með bandaríska útvarp- ið (Voice of America).“ Ungfrú Bates álítur, að hún hafi ritað um þriðjung bókar, þá 3 daga, sem hún vann fyrir Os- wald, þ.e. 18., 19. og 20. júlí sl. ár. Hún segir Oswald hafa verið mjög taugaóstyrkan allan tím- ann, og segir, að hann hafi ekki léyft henni að hafa með höndum minnisblöðin; hann hafi alltaf tekið þau með sér heim að kvöldi. Þá mátti hún heldur ekki taka afrit af neinu, sem hún skrifaði. í þeim hluta bókarinnar, sem ungfrú Pauline skrifaði, segir Oswald frá því, er hann vann í verksmiðju í Minsk í Sovétríkj- unum. Sagir hann vinnudaginn hafa verið langan, 12—14 stundir. Framh. á bls. 2. Tom Howard, lögfræðingurinn, sem ætlar að verja Jack Ruby, næturklúbbaeiganda, og morðingja Oswalds, sem talinn er hafa myrt Kennedy, forseta. — Howard skýrði fréttamönnum fra því, að hann teldi, að Ruby ætti skilið að fé sérstaka viðurkenn ingu, helztu orðu, fyrir „afrek“ sitt. Telur hann aðallega tii greina koma að veita Ruby „The Congressional Medal of Honour“. John Connally, ríkisstjóri í Texas, sem særðist, er Kenneay, lorseti, var myrtur, er nú vel á bata- vegi. Myndin var tekin í Parkland-sjúkrahúsinu í Dallas um miðja vikuna. Hjá Connally er kona hans. Connally ræddi á föstudag við blaðamenn. Mesta flugslys í sögu Kanada í gærmorgun 118 fórust, er DC-8 farþegaþota féli til jarðar skammt frá IVIontreal — orsakir slyssins ókunnar 0uebec, 30. nóvember — AP MESTA flugslys í sögu Kan- ada varð í morgun, er DC-8 farþegaþota, frá „Trans Can- ada Airlines", hrapaði til jarð ar skammt frá Montreal. Með flugvélinni voru 118 manns, og létu allir lífið. Flugvélin hafði skömmu áð-1 ur hafið sig til flugs frá flug- vellinum við Montreal. Segja sjónarvottar, að hún hafi fall- ið logandi til jarðar. Spreng- ing varð í vélinni, en ekki ber vitnum saman um, hvort hún hafi orðið áður en vélin skall á jörðina, eða síðar. Aðeins einu sinni áður hafa farizt fleiri með einni farþega flugvél. Þotan, sem byggð var í Banda- ríkjunum, er nýleg, og hefur að- eins verið í notkun í 10 mánuði. Hún átti fyrir höndum 450 km flug til Toronto, er slysið varð. Flugvélin féll til jarðar við lítið iðnaðarþorp, Therese de Blainville, um 20 km. fyrir norð Framh. á bls. 2 WITMI-UH I m iw^wu ■ nwia. u miiii ■—m/mmwmmmmmmtmi—B „Fjöðrin er allt of veik“ Fyrsta frásögnin af mistökum (og hetju- dáð) við eldflaugaskot í USSR Moskvu, 30. nóv. — AP í F Y R S T A skipti hefur verið frá því skýrt í Sovét- ríkjunum, að óhapp hafi átt sér stað við eldflauga- skot. Frásögnin er þó birt til að varpa ljósi á hetju- skap eins þeirra manna, sem við aldflaugastöðvar vinna. Frásögnina er að finna í „Krasnaya Zvezda“ (Rauða stjarnan, málgagn hersins), og er á þessa leið: „Það var heit- an og bjartan sumardag, að allt var reiðubúið undir eld- flaugaskot". (Ekkert er getið um hvar, eða hvenær). „Ýtt var á síðasta hnappinn, sem losa átti um loku nokkra á hlið eldflaugarinnar. Lokan átti að hrökkva burt, og átti fjöður að vinna það verk. Fjöðrin var hins vegar ekki nógu sterk til að losa um lok- una, og hún sat sem fastast. Á meðan starfaði annar útbúnað ur eldflaugarinnar, og notaði dýrmætt afl. Gengi svo of lengi, var ljóst, að tilraunin myndi ekki heppnast, og eld- fiaugin myndi fara af réttri stefnu. Þá var það Serebreynnikov, liðþjálfi, sem greip í taumana. Hann hafði yfirumsjón í aðal- stöðinni. Hann skipaði öllum að halda sig innan húss, hljóp hins vegar sjálfur að eldflaug- inni, og reif lausa lokuna. Hann hafði aðeins 6 sekúndur til umráða til að komast 'í skjól. Það tókst, og eldflaugin fór sína leið. Sjúkrabifreiðir þuztu að, en Serebreynnikov stóð upp, ómeiddur, og sagði: „Fjöðrin er of veik“. Síðan hefur tvennt verið gert. Fjöðrin styrkt, og komið fyrir aukahnappi, sem stöðvar hreyfla flaugarinnar, ef eitt- hvað þessu líkt kemur fyrir“, segir „Krasnaya Zvezda“, að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.