Morgunblaðið - 03.12.1963, Blaðsíða 1
32 síður
Aðeins 25 farþegar
að meðaltaii
— í ódýru ferðunum hjá SAS
New York: —
Starfsmenn flugfélaga á Ilde-
wildflugvelli í New York,
sem nú hefur verid stungið
upp á að verði nefndur í höf-
uðið á John F. Kennedy, hafa
að undanförnu fylgzt af mikl
um áhuga með j>ví, hversu
SAS nýtast hinar ódýru At-
lantshafsflugferðir, sem til
var stofnað til höfuðs Loft-
leiðum. Fréttamaður Mbl. hef
ur undanfama daga kannað
viðbrögð starfsmanna flugfé-
laga á Ildewild, og telja þeir,
að SAS muni ekki hafa haft
erindi sem erfiði varðandi
lágu fargjöldin. Segja flestir
að svo hljóti að fara að SAS
gefist upp á þossum ferðum,
þar sem ljóst sé orðið að Loft
leiðir haldi sínu að mestu, en
SAS reki ferðir sínar með
miklu tapi, og raunar í sam-
keppni við sig sjálft. Að með
altali koma 25 farþegar með
hverri í)C-7 flugvél félagsins,
sem flýgur á hinum lágu fr/r-
gjöldum.
Svo sem kunmigt er hafa
staðið fyrir dyrum miklar
breytingar á fargjöldum á
flugleiðinni yfir N-Atlants-
haf undanfama mánuði, og
hafa ýmis flugfélög, þar á
meðal bandarísk félög á borð
við Pan American, ákaft hvatt
til margvíslegra lækkana far
gjalda á þessari leið. Hafa
IATA, alþjóðasamtök flugfé
laga, reynzt erfiður ljár í
þúfu varðandi þetta, en eng-
inn sér nú raunar fyrir hver
örlög þessara samtaka verða,
einkum vegna þessð að Flug
félag íslands hefur ákveðið
að segja sig úr þeim vegna
hagsmuna sinna. Virðist sem
íslenzku flugfélögin kunni að
marka tímamót í sögu alþjóða
flugsins.
Það hefur því eigi vakið
litla athygli hér, hversu SAS
gengur í samkeppmi við Loft
leiðir, sem kunnar eru meðal
starfsmanna flugfélaga á Ilde
wild fyrir einstaklega góða
sætanýtingu. Fylgzt hefur ver
ið með athygli með farþega
tölu SAS-vélanna, og þetta
hefur leitt ýmislegt í ljós.
Á dagimn hefur komið, að
Loftleiðir halda að mestu
sínu striki varðandi farþega-
tölu, en DC-7 vélar SAS lenda
hér með frá þrjátíu farþeg-
um allt niður í fimm. Meðal-
talið er 25 farþegar. Flugvéi
ar þessar taka hvorki meira
né minna en 88 farþega í sætL
Aðeins í eitt sinn virðist SAS
hafa komið hingað til New
York með því sem næst fulla
vél, eða 84 farþega. Það var
er félagið bauð umboðsmönn-
Framh. á bls. 2.
Á sunnudagskvöld var gosið átta var þessi mynd tekin suð
við Vestmannaeyjar einstak- ur á Breiðabakka, sem er ná-
lega tilkomumikið. Kl. hálf lægt Stórliöfða. Þá stóð eld-
súla upp úr eyjunni og eld-
ingar leiftruðu í gosmekkin-
um. Ljósm. Sigurgeir Jónass.
Gúðmundur Stcfánsson
Ingvar Gunnarsson
Gunnlaugur Sigurðsson
Uelgi Kristófersson
Sigfús Agnarsson
Vb. Hólmar talinn
af með 5 mönnum
Okannað brak fundið eystra
TALIÐ er nú víst, að vb Hólm
•r frá Sandgerði, GK 546, sem
saknað hefur verið síðan á
föstudagsmorgun, hafi farizt
og með honum fimm menn.
Síðast spurðist til bátsins 10
ejómílur austur af Alviðru-
hömrum á Mýrdalssandi.
Eins og skýrt var frá í Mbl.
é sunnudag, var þá mikil leit
hafin að bátnum. Á laugardag
leituðu t.d. þrjár slysavarna-
deildir á söndunum eystra;
sveitirnar í Vík, í Álftaveri og
í Meðallandi. Fundu þær smá-
vægilegt brak, stíufjalir og
hlera, sem ekki er vitað úr
hvaða báti eru. Verður brakið
sent til Reykjavíkur til á-
kvörðunar.
Á laugardag leitaðl einnig varð
skipið Þór fyrir austan. Flugvél
Björns Pálssonar, Vor, leitaði á
vegum Slysavarnafélags íslands
frá Þorlákshöfn og austur úr.
Flugvél frá varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli og tvær flugvélar
frá Flugfélagi íslands tóku einn-
ig þátt í leitinni.
Lárus Þorsteinsson, sem flaug
með Vorinu, sagði í viðtali við
Mbl. í gær, að hann teldi mjög
litlar líkur á því, að brak úr bátn-
um mundi reka vestar en við
Dyrhólaey.
Á sunnudag og mánudag leit-
uðu slysavarnadeild'rnar eystra,
svo og varðskipið.
Morgunblaðið átti í gær tal
við þá þrjá menn eystra, sem
stjórnað hafa leitarleiðöngrun-
um.
Ragnar Þorsteinsson á Höfða-
brekku sagði, að björgunarsveit-
in í Vík hefði leitað bæði á laug-
ardag og sunnudag, en ekkert
fundið, sem virtist geta verið úr
bátnum. Ragnar bjóst ekki við,
að leitað yrði meira, nema hann
gengi í hafátt.
Júlíus Jónsson í Norðurhjá-
leigu í Álftaveri sagði, að í gær
hefði verið genginn hluti af fjör-
unni. Ekki hefði fundizt neitt,
nema hvað skammt frá Kúðaósi
hefðu fundizt stíufjalir og lestar-
hleri, sem ekki væri vitað, hvort
væru úr vb Hólmari. Sennilega
yrði ekki gengið á fjörur, fyrr en
rekaátt kæmi.
Sigurgeir Jóhannesson í Bakka
koti í Meðallandi sagði, að á laug-
ardagskvöld hefði fundizt stíu-
borð 1800—2000 faðma fyrir aust-
an Kúðafljót. Á sunnudag fannst
svo smáhleri. Þessir hlutir yrðu
sendir til Reykjavíkur til ákvörð-
unar. f gær var ekki gengið á
fjörur.
ÁHÖFNIN
Þessir menn voru á vb Hólmari:
Helgi Kristófersson, skipstjóri,
Sandgerði, 27 ára gamall, kvænt-
ur með þrjú börn.
Sigfús Agnarsson, stýrimaður,
frá Heiði í Gönguskörðum 1
Skagafirði, 21 árs, ókvæntur.
Guðmundur Stefánsson, vél-
stjóri, frá Gilhaga í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði, ókvæntur.
Ingvar Gunnarsson, Laufási 4,
Garðahreppi, 21 árs, ókvæntur.
Gunnlaugur Sigurðsson frá
Vestmannaeyjum, 46 ára, ekkju-
maður með fimm börn.