Morgunblaðið - 03.12.1963, Síða 2
2
M0RGUNBL4OIÐ
Þriðjudagur 3. des. 1963
Þessa mynd tók Bjöm Pálsson af eyjunni nýju meðan hléið langa varð á gosinu á sunnudag'
morgun. Þá kom ekki svo inikið sem gufa upp úr gígnum, en ólgaði ofan i honum.
IMávarnir námu
land á nýju eyjunni
Gosið ægifagurt í tunglskini og eldglóð
á sunnudagskvöld
Prestakjörið 7. des.
Fremur dræm kjörsókn
GOSVÐ við Vestman.naeyjar
lá gjörsamlega niðri kl. 9.22
til 13.05 á sunnudagsmorgun,
þannig að ekki kom svo mikið
sem gufa upp úr gignum.
Fyrstu landnemarnir, mávarn
ir, notuðu tækifærið og helg-
uðu sér þetta nýja land með
því að setjast á eyjuna. En
ekki var lengi friður. Skyndi-
lega kom geysilegt gos, sem
á nokíkrum mánútum var búið
að ná sér upp í fyrri kraift
og hélzt þannig fram í myrk-
ur. Segist fréttaritari blaðsins
í Vestmannaeyjum, sem fylgzt
hefur með gosinu frá upphafi,
aldrei hafa séð það svo stór-
kostlegt, þar sem eyjan sást
á sunnudagskvöld með berum
augum frá Vestmannaeyjum
böðuð eldingum, tunglskini og
birtu frá glóðinni af eldsúlu,
sem stóð langt upp í mökk-
inn.
Eyjan minnkar
Jarðfræðingarnir Sigurður
Þórarinsson, Þorleifur Einars-
son og Guðmundur Kjartans-
son fylgdust með gosinu frá
varðskipinu Ægi allan daginn
og fram í rökkur. Biðu þeir
með skeiðklukku meðan gos-
ið lá niðri. Þá sást eyjan vel.
Segir Sigurður Þórarinsson að
eyjan sé alveg hófmynduð,
hóftungan í norður. Er hún
farin að styttast, mældist
800 m. löng, 650 m. þar sem
hún er breiðust og rétt um
100 m. á hæð á sunnudags-
ALEXEI Adzhubel, ritstjóri Is-
vestia og tengdasonur Krúsjeffs
forsætisráðherra, ræddi við
fréttamenn í Bangkok í dag.
Sagði hann m. a. að í stjórnartíð
Kennedys forseta hafi sambúð
Bandarikjanna og Sovétríkianna
stöðugt farið batnandi, „og við
vonum að sú þróun haldist eftir
embættistöku Lyndons B. John-
sons.“
Aðspurður hvort hann efaðist
um að svo yrði, svaraði Adznu-
bei aðeins: „Ég er ekki í beinu
simasambandi við Kreml“.
morgun. Mæðir mikið á honni
brim, enda kominn stallur allt
í kringum hana. Af þeim sök-
um eirrum hefði verið ógerlegt
að komast að eyjunni, þrátt
fyrir gott veður og hægan sjó
uimihverfis. Eins kom hrinan
svo skyndilega, þegar gosið
kom eftir þetta lengsta hlé
sem orðið hefur á því frá
upphafi, að ekkert vit hefði
verið að vera þar nærri. Það
reif sig upp í stólpa af gjalli
og bombum, en var ekki orðið
stórgos fyrr en í rökkurbyrj-
un, að því er Sigurður sagði.
— Hvernig gígurinn er?
Spyrjið þið hann Björn Páls-
son. Hann stakk sér niður og
kíkti niður í hann, sagði Sig-
urður að lokum. Og Björn
segir að meðan hléið var, hafi
ekki komið gutfuvottur úr
gígnum, en ólga niðri í hon-
um. Hann tók að sjálfsögðu
myndir fyrir Mbl. meðan
hann var þar yfir.
Stórkostlegt sjónarspil
á sunnudagskvöld
— Á sunnudagskvöldið var
gosið svo stórkostlegt, að í
samanburði við það finnst
mér það hatfa hingað til verið
eiins og gúanóreykur, sagði
Sigurgeir Jónasson, fréttarit-
ari blaðsins í Eyjutn í viðtali
við blaðið. Það var líkast þvi
að himnarnir væru að opnast.
— Tunglskin var fram til
kl. 8 um kvöldið og sást gosið
vel úr bænum, baðað tungls-
Adzhubei sagði að undanifarið
hafi komið til nokkurs áigrein-
ings milli Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna vegna umferðar á
leiðinni frá Vestur-Þýzkalandi til
Berlínar. Sagði hann að sökin
lægi hjá bandarískum herfor-
ingjum, sém kæmu klaufalega
fram í þessu máli. Verið gatur
að áframiháldandi árekstrar verði
á Berlínarleiðinni, sagði Adzhu-
bei, vegna þess að við látum
hvergi ganga á rétt okkar. „Við
erum engir smástrákar lengur,
heldur fullvaxnir menn. Gerið
okkur ekki það, sem þið viljið
ekki að aðrir geri ykkur.“
skininu öðrum megin og
dökkt hinum megin. Strók-
inn lagði hvítan upp í fulla
hæð og eldstólpi stóð upp í
gagnum hann, svo sjá mátti
eyjuna baðaða eldglóðinni
með berum augum. Einniig
voru geysimiklar eldingar í
stróknum og ferlegar drunur.
Ég hefi beðið eftir þess-
ari sundu alltatf síðan gosið
byrjaði og þegar hún kom,
fannst mér allt annað hverfa
í skuggann. Ég vona að eitt-
hvað af þessu komi út á mynd
unum mínurn. Það er ekkeirt
grín þegar náttúran fer af
stað, sagði Sigurgeir að lok-
um.
í gær var austan gola í
Eyjum. Um morguninn var
gosið ekki mjög krötftugt, en
jókst eftir miðjan dag. Ekkert
öskutfall var í Vestmannaeyj-
uim.
Bílar í landi gráir af öskuryki
Fréttaritari blaðsins á Eyr-
arbakka símaði að í gær hefðu
í fyrsta skipti fundist greini-
legur brennisteinsþefur atf gos
inu þar. Á sunnudag sáusf þar
miklar eldglæringar.
Fyrir helgina rak dökkan
og léttan vikur á fjörur á
Eyrarbailtka og aðfaranótt
sunnudags var þar þó nokk-
urt öskufall, svo mikið að um
morguninn var þykkt lag á
bílum. í Gaulverjabæ var
þann morgun grátt yfir sköfl-
um af öskutfalli.
Fréttaritarinn í Hveragerði
símaði að þar hetfðu bílar einn
ig verið gráir af öskuryki á
sunnudagsmorgun.
Adzhubei hefur dvalið í Bang-
kok frá því 24. nóvemiber sl., og
setið þar ráðstetfnu nokkurra rit-
stjóra, seni haldin er á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Ráðstetfn-
unni lauk á laugardag, en Adz-
hubei verður í Thailandi til mið-
vikudags í boði Thanat Khoman
utanríkisráðherra.
Fréttamenn spurðu ritstjóramn
hversvegna hann hafi fallizt á að
koma til þessa lands, sem svo
eindregið fylgir Vesturveldunum
ao máluni, o.g til höfuðborgarinn-
ar Bangkok, þar sem aðalstöðvar
Suðaustur Asíubandalagsins —
(SEATO), eru. Svaraði Adahuibei
því til að Rússar teldu baráttuna
fyrir friði mikilsverðustu baráttu
nútímans. Tók ha'nn þó fram að
Rússar væru andvígir friðsam-
legri sambúð á hugsjónasviðinu,
því friðsamleg sambúð gæti ekki
átt sér stað milli kommúnismans
og auðvaldsstetfnunnar, „en við
viljum fr'ðsamtega sambúð ríkj-
anna.“
Á SUNNUDAG var kosið milli
13 umsækjenda í sex prestaköll-
ium í R-eykjavík. Kosning hófst
kl. tíu árdegiis og lauk kl. tíu
síðdegis. Kosið var á 8 stöðum.
Stuðningsmenn umsækjenda
höfðu kosmingaskrifstofur opn-
ar, þar sem starfslið þeirra vann
allan kjördaginn. —— Atkvæði
verða talin á fimmtudag, og
hefst talning kl. niu um morgun-
iinn.
Samkvæmt upplýsingum bisk
upsskrifstofunnar var kjörsókn
sem hér segir í hverju presta-
kalli fyrir sig (fyrsta talan merk
ir fjölda á kjörskrá, önnur
fjölda greiddra atkvæða og sú
þriðja prósenttöluna):
Prestkall Á skrá Atkv. %
Ás ... 2067 1226 59,31
Bústaða . ... 2537 1181 46,55
Grensás . ... 1336 917 68,64
Háteigs . ... 5791 3101 53,55
Langholts .. 3628 1476 40,68
Nes ... 5076 2984 58,79
Til þess að kosning sé lög-
mæt, þarf minnst helmingur at-
kvæðisbærra manna að greiða at
kvæði. Svo var ekki í Bústaða-
prestakalli og Langholtspresta-
kalli. Til þess að umsækjandl nái
ísafirði, 2. des.: —
Um kl. 6,15 í morgun, er varð-
skipið Óðinn var að gæzlu út af
Vestfjörðum, sást í ratsjá skips
ins skip, sem virtist grunsam-
lega nærri landi. Voru því tekn-
ar nokkrar staðarákvarðanir af
því, og kl. 7,05 var komið að
skipinu. Reyndist það vera
brezki togarinn Carlisle GY 681.
Var hann að hifa inn vörpuna um
4,5 sjómílur innan fiskveiðitak-
markanna út af Rit.
Skipstjóri togarans, Derek
Russel Grant, fæddur 1935, var
sóttur um borð í togarann, og
viðurkenndi hanm þegar staðar-
ákvörðun varðskipsins. Sagðist
hann hafa verið sofandi, en stýri
maður sinn á verði. Var þegar
haldið með togarann imn til ísa
fjarðar og komið þangað um ki.
tiu í morgun.
Togari þessi var tekinm við
Snæfellsnes í vor, en þá var ekki
sami skipstjóri með hamn.
Þetta er ellefti togarinn, sem
Landhelgisgæzlan tekur í ár.
Kviknar í síldar
verksmiðjunni í
Krossanesi
Akureyri, 2. des.: —
Slökkvilið Akureyrar var kvatt
að síldarverksmiðjunmi í Krossa-
nesi í kvöld kl. 17.10. Þar hafði
þurrkari ofhitnað svo mjög, að
eldur kviknaði í reykháfi, sem
liggur frá honum. Svo mikill var
hitinn, að rúður í nálægum
gluggum sprungu, Nokkur eldur
komst í trébita í þaki hússins,
sem annars er járngrindarhús.
Starfsmenn verksmiðjunnar hófu
þegar slökkvistarf, er þeir urðu
eldsins varir, em slökkviliðinu
tókst að slökkva hamn til fulls
á tæpri klukkustumd.
Allt slökkvilið bæjarins var
kvatt til starfa, þar sem mjög
mikil verðmæti eru þama á
staðnum og mörg húsanna úr
timbri. Skemmdir urðu miklu
minmi en á horfðist, t.d. skemmd
ist miölið lítið sem ekkert.
— Sv. P.
logmætri kosningu, þarf hann að
fá minnst helmimg greiddm at-
kvæða.
Inonu seglr
af sér
Ankara, Tfrklandi,
2. des. (AP-NTB).
ISMET INONU, forsætisráðhenra
Tyrklands, gekk í dag á fund
Ceimal Gursels forseta, og baðst
lausnar fyrir sig og ráðumeyti
sitt.
Að loknum fundi með forset-
anum, sem stóð yfir í rúma hálfa
klukkustund, kvaddi Inonu með-
ráðherra sína til viðræðna.
Stjórn Inonus hefur farið með
völd í hálft annað ár, og vair
samsteypustjórn þriggja flokka.
Við þingkosningar hinn 17. nóv-
emiber sl. töpuðu allir stjórnar-
flokkarnir nokkru fylgi. Meðan
Inonu var í Bandaríkjumum í síð
ustu viku vegna jarðarfarar
Kennedys forseta, lýstu tals-
menn beggja samstarfsflokka
hans að þeir hyggðust binda enda
á stjórnarsamstarfið vegna sig-
urs stjórnarandstöðunnar í kosn-
ingunum.
Togari þessi hafði verið imni á
ísafirði í gærkveldi með bilaða
ratsjá og fengið viðgerð á henmi.
Hélt hann út frá ísafirði um mið
nættið. Rétt áður em hamm fór
út, kom í ljós, að einn skipverja
var orðinn mjög veikur, kominn
með 40 st. hita. Var hanm því
settur í sjúkrahúsið, og við nán
ari athugun kom í ljós, að hann
var með inflúenzu. Er togarinn
kom svo í morgun, voru fjórir
aðrir skipverjar lagztir, og því
skipið í n.k. sóttkví, þar sem
enginm skipverja fær að fara í
land.
Réttarhöld hefjast kl. 15,30, og
eru lögfræðingar togarans og
landhelgisgæzlunnar komnir.
— Aðeins 25
Framhald af bls. 1.
um ferðaskrifstofa til Banda
ríkjanna í tilefni þess, að það
hóf ódýrar flugferðir þangað.
Varla mun slíkur flutningur
teljast arðvænlegur.
Flugfélagamemn hér telja
því að aðeins eitt geti orðið
varðandi hinar ódýru ferðir
SAS; þær verði lagðar niður.
Hafa raunar þegar borizt
fregnir um að ferðumum verði
fækkað um eina á viku. Þá
álíta flugfélagamenn að þeir
fáu farþegar, sem SAS flyt-
ur á „billigruten over At-
lanten“, séu flestir teknir af
þotum félagsins, þar sem far
þegarnir myndu ella greiða
miklu hærra fargjald. Þykir
það æði einkennilegt, að flug
félag skuli taka fé úr öðrum
vasa sínum til þess að flytja
yfir í hinn — og tapa stórlega
á því.
Og þótt Loftleiðamemm vilji
fátt segja um málin á þessu
stigi, er það ljóst að ekki gæt
ir svartsýni þar.
Hinsvegar er ekki vitað hve
lemgi SAS kann að halda uppi
hinum ódýru samkeppnisferð
um sínum, þrátt fyrir að aug
ljóst tap sé á þeim. f heimi
flugfélaganna getur það verið
æði mikils virði að „tapa ekki
andLitinu", eins og sagt er.
— h. h.
Aíexei Adzhubei:
Við lálum hvergi
ganga á rétt okkar
Bankok, Thailandi,
2. des. (AP).
Varðskip tekur togara
Togaramenn í sóttkví á ísafirði vegna
inflúenzu