Morgunblaðið - 03.12.1963, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.12.1963, Qupperneq 10
10 MOHGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. des. 1963 Halldór Sigurðsson: AD UTAM „EYJA er landshluti, sem eir algjörlega umkringdur af brezka flotanum", skrifaði enskur heimavistarskólanem- andi einu sinni í stílabók sína. Nú á dögum væri nákvæm- asta skilgreiningin sennilega eftirfarandi: Eyja er landshluti, som er algjörlega umkringdur af er- lendum fiskiskipuni. Margir munu telja, að hinn rómaði skilningur þjóða í millurn fari sifellt vaxandi. En á einu sviði a.m.k. virðist þó stöðugt sækja í lakara horf í þessu efni, og þótt kyn- legt sé, þá er það á því sviði, sem snertir allar þjóðir: haf- inu. Hafið. sem er móðir alls lífs á jörðinni, veldur nú deilum um heim allan. „Það sem ger- ist við strönd Suður-Amer'ku er blátt áfram hrolivekjandi" hrópaði bandarískur öldunga- deildarþingmaður á dö^unum. Svo hrollvekjandi var það, að öldungadeildin samíþykkti af einbeittni efnahagslegar að- gerðir gagnvart viðkomandi löndum. Langt norður í Atlantsha.fi, í Færeyjum hefur sjálfstæðis- hreyfingin fengið byr undir báða vængi við þá staðhæf- ingu, að Danmörk vilji ekki vernda „lífshagsmuni Færey- inga“, hafið. Eigi er það þó vatnið í sjón- um, sem ágreiningur er um, heldur hitt hver megi veiða hvar. í um það bil 250 ár voru menn ásáttir um, að hvert land ætti rétt til þeinrar land- helgi, sem það gæti varið frá ströndum sínum (Var þetta samkvæmt þegjandi sam- komulagi stórveldanna, sem venjulega er rakið til ársins 1703). Fallbyssur í þá daga drógu 3 mílur, og innan þeirra marka gat því hvert land haft alla sína hentisemi, þar á meðal haldið öðrum þjuðum frá eftirsóknarverðum fiski- miðum. En menn hafa aldrei náð samkomulagi um raun- veruleg alþjóðleg lög um þetta efni. En síðan á þessum tímum er mikið vatn runnið til sjávar, og nú er svo komið, að knýjandi þörf er á að sam- einast um víðtæka löggjöf til verndar fiskimiðunum. Fyrsta áfallið fyrir regluna um þriggj a mílna mörkin, var það, að rétt eftir heims- styrjöldina lýstu Sovétríkin því yfir, að þau mundu ekki leyfa erlendum fiskiskipum að veiða innan þeirra tólf mílna marka, sem þau höfðu sjálf ákveðið upp á sitt ein- dæmi. Síðan hefuir skriðan haldið skríður eða syndir krabbinn út frá ströndinni, þ.e.a.s. var krabbinn brasilískur eða þjóð ernislaus? Heldur en að lenda í styrjaldarátökum við eitt af sínum kæru „systurlöndum“ í rómönsku Ameríku, þá lét De Gaulle aldrei þessu vant, und- an síga og á hinu stormasama Norður-Atlantshafi var, eins og menn munu minnast, háður athyglisverðasti skæruhernað- ur í sögu fiskveiðanna, þegar íslendingar ákváðu að færa út fiskveiðimörk sín í tólf mílur. Voldugasta sjóveldi heims um 300 ára skeið fannst, að nú væri ncig komið og sendi her- skip á vettvang, til að halda fram með valdi hinum hefð- þeirri áhættu að vera staðinn að verki (þ.e.a.s. vera dæmd- ur til að greiða 40.000 danskar krónur, auk þess sem veiðar- færi eru gerð upptæk). Sama sjónarmið, að því sinni varðandi Bretlandseyj- ar, kom fram hjá frönskum skipstjóra, sem fg hitti í vor í Waterford á Suður-írlandi. Eigi mun þó um það að ræða, að fiskveiðimenn séu siðlaus- ari en aðrir menn, heldur hitt að þeir eru í nokkunri klípu. Hin velheppnaða tólf mílna útfærsla Íslendinga hefur orð ið öðrum þjóðum íordæmi. Bæði Noregur og Danmörk hafa fylgt á eítir, þótt í síðara Baráttan um hafið Stormur eða fárviðri? áfram. Mesta fiskveiðiþjóð heims, Japan, á í deilum við Sovétrikin við Kurileyjar, og Japan á einnig í deilum við Bandaríkin og Kanada um réttinn til hinna auðugu lax- fisikimiða við Aleuta-eyj ar. Við suðurströnd Kanada kross bölva kanadiskir og banda- rískir fiskveiðimenn hinni óstöðvandi atorku Rússa við að skafa hafsbotninn í leit að hinum Ijúffengu „kóngakröbb um“. Mexikó reynir af harðfylgi að bægja Bandaríkjamönnum frá rækjumiðunum við aust- urströnd landsins, en á jafn- hliða í styrjöld við Guatemala af samskonar tilefni við vest- urströndina. Þar er hinsvegar um að ræða rækjur, sem Mexikó telur sig „eiga“ Fyrir nokkrum árum sendi Merikó hinn veikbyggða loftflota sinn gegn hinum nærgöngulu Guatemalabúum og skaut bæði á fisveiðiskip þeirra og kastaði sprengjum á þau. Nú hefur alvarlegt ástand myndazt við vesturströnd S- Ameríku. Þar hafa banda- rískir veiðimenn, em veiða túnfisk, lent í deilum bæði við Ecuador og Perú, ferið hand- teknir og dæmdir í háar sekt- ir. Hlutunum snúið við, getur maður sagt: smáfiskarnir gleypa þá stóru. Fyrir hálfu ári lá við sjó- styrjöld milli Frakklands og Brasilíu, þegar herskip frá löndum þessum mættust með hlaðnar fallbyssur úti fyrir norð-austurstirönd Brasilíu. — Ágreiningsefnið var þetta: bundnu veiðum sínum við ís- landsstrendur. Hinir litlu fallbyssubátar ís- lendinga máttu sín litils — í heimsblöðunum var barátt- an skírð Davíð gegn Goldat — þar sem Islendingar gáfu sig hvergi, lét Stóra-Bretland eigi að siður undan að lokum. (Vair það, ef til vill, eklci hvað sízt fyrir sök, að þeir áttu í höggi við bandamann sinn i Atlantshafsbandalaginu.). Formælandi brezka utan- ríkisráðuneytisins svaraði af mikilli hreinskiini spurningu um það, hversvegna Bretland hefði ekki einnig andæft sam- bærilegri útfærslu fiskveiði- marka Sovétríkjanna og Kína. Svarið var svohljóðandi: „Þau hafa stærri fallbyssubáta" (en ísland). Brezkir útgerðarmenn virð- ast þó enn ekki vilja viður- kenna hin nýju fiskveiðimöirk. Á síðasta ári voru 14 brezkir togarar teknir vegna ólög- lagra veiða við strendur ís- lands, — en hinsvegar enginn frá öðrum þjóðum. Þegar ég var á Færeyjum í sumar, fékk ég tækifæri til að tala við tvo enska togara- skipstjóra, annan í Þórshöfn, en hinn íTrangisvogi. Báðir viðurkenndu hiklaust — ef til vill af því, að þeim var ókunn ugt um þjóðerni mitt — að þegar um fiskveiðilandhelgi íslendinga væri að ræða, þá væri þar frá þeirra sjónar- miði aðeins um matsatriði að ræða í hverju tilviki um það, hvort veiðimöguleikar innan fiskveiðimarkanna væru svo miklir, að þeir vægju á móti fallinu sé einungis um Græn- land og Færeyjar að ræða. Kanada færir út í 12 mílur í maí næstkomandi. Og innan tíðar munu Finnland og Sví- þjóð, sem enn sem komið er hafa fjögurra mílna fiskveiði- takmörk fylgja í kjölfarið. Annars er naumlega hægt að tala um ásælni hjá þjóðum þeim, sem færa út fiskveiði- landhelgi sína. Eftir stríðið hafa fiskveiðar stórum færzt í aukana um heim allan, en þær fara ennþá mestmegnis fram nálægt ströndum. Þetta hefur leitt til þess, að nú er yfirvofandi hætta á því að auðuigusbu fiskimiðin verði hreint og beint tæmd, Eins Og er, þá borðar hver jarðarbúi aðeins 15 kíló af fiski árlega, svo það er vissulega þörf á miklu meira fiskmagni, sér- staklega í hinum fátæku, van- þróuðu löndum. Eftir styrjöldina eru Perú, Kína og Sovétríkin orðnar fiskveiðiþjóðir. Rússneskir, pólskir og Austur-Þýzkir tog- arar, stórir og vel úbbúnir, sjást nú á siglingaleiðum í Norður- og Vestur-Evrópu, 1 svo stórum hópum, að menn telja, að í sumar hafi verið um að ræða þúsund skip und- an Bretlandsströndum einum. Ástandið er greinilega orðið óbærilegt. Það hefur jafnvel Stóra-Bretland orðið að viður kenna, þótt það kunni að hafa komið á óvart. Þetta land, sem hefur til skamms tíma varið af þrákelkni sem mest frjálsræði á höfunum og fiski miðunum, hefur nefnileiga boð að til ráðstefnu Evrópuríkja 3. desember næstkomandi í London. Boðið hefur verið hinum sex ríkjum Bfnahags- bandalags Evrópu, hinum sjö ríkjum fríverzlunarsvæðisins, og auk þeirra írlandi, íslandi og Spáni. Útlit er og fyrir, að Sovétríkin muni einnig eiga þar fulltrúa. Það, sem menn gera ráð fyrir að í vændum sé, er hvorki meira né minna en það, að Bretar muni færa út fiskveiðilögsögu sína. Fyrsta Skrefið er að segja upp, frá rtiiðju næsta ári, tveimur al- þjóðlegum samningum um fiskveiðar, sem gerðir voru á 19. öld. Frakkland hefur lýst því yfir frá sinni hálfu, að það muni af öllu afli berjast gegn fyrirætlunum Englend- iniga, í krafti áætlunar frá Efnahagisbandalaginu. Með stefnuibreytingu Breta má örugglega gera ráð fyrir, að brotið sé blað í baráttu- sögu fiskveiðitakmarkanna. — Yfir 40 þjóðir höfðu þegar óskað eftir raunihæfri nýskip- an þeirra mála. En vegna mótstöðu jafn áhrifamikilla stórvelda og Bandaríkjanna (sem enn halda sig við 3 míl- umar) og Bretlands, þá skiluðu fiskveiðiráðstefnurnar 1958 og 1960 litlum árangri. Astandið er nú þannig, að ruglingur og deilur ólga hvar vetna. Sérhver þjóð getur fært út mörkin eftir vild sinni. Og viljann vantar ekki. Styrkur hans virðist jafnvel standa í öfugu hlutfalli við stærð landsins. Þannig hafa t.d. 5 lönd rómönsku Amerífcu gefið yfirlýsingu um 200 mílna fiskveiðilandhelgi, og jafn smá ríki eins og E1 Salvador og Costa Rica hafa ekki viljað vera eftirbátar annarra, heldur lýst yfir 200 mílna „territorial“-mörkum. Það táknar að á því svæði helga þau sér fiskinn, vatnið, og hafsbotninn, að loftinu við- bættu. En það eru ekki allir jafn heppnir og íslendingar. Hin nýmyndaða gosey suður af Vestmannaeyjum mun eftir gildandi reglum færa fisk- veiðimörkin nokkrar mílur út — otg það á auðugustu þorsk- og síldveiðimiðum íslendinga. En bezta röksemdin fyrir nýskipan þessara mála um heim alla-n birtast í „London Tiimes“ og var svoihljóðandi: „Treystir nokkur sér til þess á tímum millilandaeldflaug- anna að réttlæta þær marka- línur, (3 mílur) sem dregnar voru á velmektardögum fall- byssukúlnanna“. Forsetahjónin vænt- anleg til Islands í dag Frá Emil Björnssyni í Edinborg. UNDANFARNA daga hafa forseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson og kona hans, frú Dóra Þórhallsdóttir, dvalizt í Edinborg, en í dag eru þau væntanleg hingað til lands. Forsetahjónin komu til Edin- borgar á föstudagskvöld. Hélt for setinn beint af járnbrautarstöð- inni á árshátíð Frímúrara í borg- inni. í Edinborg heimsóttu forseta- hjónin m.a. Edinborgarkastala og Þjóðminjasafn Skotlands. Þar skoðuðu þau íslenzkt veggteppi en eldri hluti þess var saumaður lí nunnum fyrir siðaskipti. Teppið hefur verið í eigu safnsins frá 1858, en áður var það m.a. notað í tjaldbúð á Þingvöllum. Forseta- hjónin sátu miðdegisverðarboð borgarstjórnar Edinborgar. Avarp aði Miller, aðstoðarborgarstjóri, forsetahjónin í fjarveru aðalborg arstjórans, sem er í Bandaríkjun- um. í ávarpi sínu kvað Miller heimsókn forsetans til Edinborg- ar endurnýjun góðra menningar- tengsla og vináttubanda íslands og Skotlands. Forsetinn þakkaði og rifjaði upp kynni íslendinga af skozkum skáldum og menn- ingu. Minntist hann sérstaklega skozka lávarðarins Tweedsmuir, landsstjóra Kanada, og velvilja hans í garð íslendinga, sem flutt- ust vestur um haf. Fyrsta desember sátu íorseta- hjónin fullveldisfagnað á heimili Sigursteins Magnússonar, ræðis- manns, en þangað komu einnig flestir þeirra 60 íslendinga, sem nú dveljast í Skotlandi. Á mánu- daginn heimsóttu forsetahjónin m.a. bókaútgáfufyrirtækið Thom- as Nelæson and Sons, sem hefur með höndum heildarútgáfu ís- lenzkra fornrita. Þegar eru kom- in út þrjú bindi, Gunnlaugssaga, Heiðreksssaga og Jómsvíkinga- saga en í undirbúningi er útgáfa Völsungasögu. f þessum bókum er hinn íslenzki texti Fornritaút- gáfunnar öðrum megin á opnu, en enskur texti hinum megin. Útgáfan hófst 1956 fyrir áeggj- an íslenzkra fræðimanna og Sig- ursteins ræðismanns í Edinborg. Framkvæmdastjóri útgáfunnar færði forsetanum að gjöf bindin þrjú, sem út eru komin af forn- ritunum og sýnishorn íslenzkra rímna í þremur bindum, útgefin af Craigies-forlaginu. Forsetinn heimsótti einnig landsbókasafns Skotlands og skoð aði þar m.a. gott safn gamalla ís- lenzkra prentaðra bóka og nokk- ur íslenzk handrit sem safnið á, þar á meðal eru handrit Drykkj- arbókar Eggert Ólafssonar. Enn- fremur skoðaði forsetinn handrit Snorra Eddu, Orkneyjasögu og Galdrabókar frá 18. öld. Á þriðjudagskvöldið sátu for- setahjónin veizlu í boði rektors Edinborgarháskóla, Nóbelsverð- launahafans Appletons. f NA /5 hnúfar | / SV50ftnúfar H SnjóÁorra * Úii V Skúrir K Þrumur W/MÍ KuUotkíi HiUikil H Hmt HÆÐIN yfir Lslandi og ist NA. Hlýtt loft var komið Grænlandshafi var á hreyf- yfir Island í 4ra km hæð, og ingu SA í gær, en lægðin einnig var orðið mildara niðri mikla við Grænland breidd- við jörð, frostlaust í Rvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.