Morgunblaðið - 03.12.1963, Side 12

Morgunblaðið - 03.12.1963, Side 12
12 MQRGUNBLAÐIÐ i Þriðjudagur 3. des. 1963 Stefna Sovétstiómar ÓL.ÍKL.EGT er, að handtaka pró- fossors Barghoorn standi í nokkru sambandi við stefnu Sovétstjórnarinnar gagnvart Bandaríkjunum eða njósnir út af fyrir sig. Yfirgnæfandi líkur eru fyrir því, að handtaka prófessors ins sem var þama í einkaerind- um, sé klunnalegt bragð í innan- ríkispólitík Sovétríkjanna. Henni er ekíki ætlað að hræða okkur heldur þjóðir Sovétríkjanna, einkuan mienntamennina. Þó er einnig hugsanlegt, að Sovét- stjómin vilji með þessu gefa er- lendum ferðamönnum til kynna, að varlegra sé fyrir þá að hugsa sig tvisvar um, áðuir en þeir hefja að eigin frumkvæði óbeina þátttöku í hinu kaldrifjaða stjórn málatafli milli austurs og vest- urs. Því það er kaldrifjað tafl, og verður það vafalaust enn um sinn, hvort sem reynt veorður að draga fleiri erlend fórnardýr fram í sviðsljósið eður eigi. Öruggt má telja, að prófessor Barghoorn hafi verið handtekinn, annaðhvort samkvæmt skipun frá háttsett'um flokksmönnum, sem með því # vildu reyna að spilla sambúðinni við Vesturveld- in, eða þó líklega öllu fremur, samkvæmt skipun frá æðsta valdsmanni Sovétríkjanna (sem er ennþá Nikita Krúsjeff, að því er bezt verður vitað) í þeim til- gangi að breyta snögglega um til hins verra í sambúðinni við Vestixrveldin. í síðara fallinu er þó alls ekki öruggt, að kólnandi straumur á menningarsviðinu milli áður- nefndra ríkja, þurfi endilega að hafa í för með sér kólnandi stjórnmálaleg skipti þeirra í millurn. Mögulegt væri að semja, og shalda í heiðri samikomulagið um bann við kjarnorkuvopnatilraun- uni, og gera Bandaríkjamönnum þó um leið ókleift að eiga bróð- urlegt samstarf við Rússa. Menn á Vesturlöndum gera sér naumast fulla grein fyrir þeirri hörðu baráttu, sem nú er háð innan Sovétríkjanna. Öllum er kunnugt, eða ætti að vera kunnugt, að stefna Krúsjeffs hef- ur leitt hann í erfiðleika á ýms- um sviðum, en færri gera sér ljósa þá almennu erfiðleika, sem skapazt af þeirri nauðsyn að gera hvorttveggja í senn, að auka frjálsræði Sovétskipulagsins, en halda jafnframt. þeirri frjáls- ræðisaukningu innan vissra marka. Sérstaklega er erfitt að meta, hve. sterk andstaða sovézku menntastéttarinnar er gegn þeirri stefnu stjómarinnar að segja þeim fyrir, hvað þeir eigi að hugsa — og sérstaklega að stöðva ýjar tilraunir í listum og andæfa því. að þeir kynni sér hugsanagang Vesturlandabúa. Allt kann þetta að virðast fjar- skylt hinu uppspunna njósna- roáli. En þó er þetta nátengt. í um það bil ár hefur afar heiftúðleg barátta staðið yfir milli Ný-Stalinista og hinna frjálslyndari manna. Krúsjeff hefur stutt þá á víxl, og uimfram allt reynt að halda hinum vold- ugu fylkingum innan skynsam- legra marka. Seint á síðastliðnu sumri þá virtist svo sem hin frjálslyndari öfl innan kommúnistaflokksins hefðu farið með sigur af hólmi á öllum vígstöðvum. Af mikilli þrákelkni og kjarki höfðu þeir staðizt heiftarlegar og tillitslaus- ar árásir afturhaldsaflanna. Þær hófust í desember í fyr-ra, er Krúsjeff var leiddur á sýningu nútímamálverka, með tilætluð- um árangri, og þær stóðu allt til vors, en þá stóð Krúsjeff sjálfur í fararbroddi þeirra, sem héldu uppi hörðum árásum gegn Ehren- burg, Yevtushenko, Nekrasov og öðrum rithöfundum. Nú var álitið, að hinir frjáls- lyndari hefðu verið hraktir út af sjónarsviðinu, en svo var eigi. Þeir hófu gagnsókn og hlutu svo eindreginn og öflugan stuðning bæði frá hinum eldri varfærnari listamönnum og hinum yngri, að flokkurinn varð að breyta um stefnu. Hér eru ekki tök á að rekja alla atburði þessa stormasama tímabils. Það átti sér engar hlið- stæður í sögu Sovétríkjanna. Þótt lauslegar fragnir bærúst annað slagið til Vesturlanda frá lokuð- um fundurh í Sovétríkjunum, þar sem heitar umræður fóru fram um þessi mál fyrri hluta árs 1963, þá er raunar ógjörningur að greina ástæðumar fyrir því, að Krúsjeff taldi nauðsynlegt að láta undan síga. En við getum gert okkur í hugarlund baráttu fólksins fyrir vaxandi frjálsræði. Lífskjör þess voru slík að það hafði ekki miklu að tapa. Það taldi, að með því að andmœla afturhaldsöflunum af nægum þrótti, þá kynni það að ríða baggamuninn í baráttu hinna stríðandi afla — og í vorsta falli Eftir Edward Crankshaw biði þeirra þá hlutverk píslar- vottsins. (Píslarvottum. Stalins- tímans gafst yfirleitt ekki kostur á að láta til sín heyra). Sem dæmi um þann upptreisn- aranda, sem þá var ríkjandi má nefna ræðu, sem hinn frægi kvik myndastjóri, Romim, hélt snemma á árinu þar sem hann fór napur- yrðum, ekki aðeins um spámenn hins menningarlega afturhalds, sérstaklega rithöfundinn Kochet- ov, heldur einnig afstöðu hátt- settra manna í kommúnista- flokknum. „Stalinisminn er ekki dauður" sagði hann. Sömu mennirnir, sem réðu stefnunni í lista- og menn- ingarmálum á 5. tug aldarinnar eru aftur í fullum gangi, og beita sömu óhreinu og óheiðar- legu baráttuaðferðunum. „Hefur nokkuð verið stjakað við þessum mönnum“ „Nei enginn hefur einu sinni vogað sér að ávíta þá“. Því næst beindi Romm geiri sín- um að mánaðarritinu „Október" en í því fagnaði þáverandi rit- stjóri þess, áðurnefndur Koche- tov, yfirvofandi sigri Ný-Stalin- ismans. Romm sagði: „í fjórum tölublöðum þess árið 1962 birtust greinar, þar sem reynt var að rugla dómgreind fólks um allar framfarir í sovézkri kvikmynda- gerð og gera marga af fremstu leiklistarmönnum Sovétríkjanna, Harður árekstur varð við Hólmsárbrú sl. suunudag. Mikil hálka var á veginum og báðir bilarnir sem í árekstrinum lentu, voru keðjulausir. Myndina tók Sv Þ. af öðrum bílnum, sem skemmd.st mikið. Yið bílinn eru Jónas Bjarnason, lögregluþjónn, og Borgþor Þorhallsson, ranusoknarlog- reglumaður. Harður árekstur við Hólmsárbrú ARÐUR ÁREKSTUR varð rétt estan við Hólmsárbrú á Suður- Lndsvegi um kl. 4 sl. sunnudag. ar lenti saman Dodge-fólksbíll ; Mercedes Benz vörubíll. Áreksturinn varð með þeim ;tti, að fólksbíllinn var á leið austur, en skammt á undan honum var annar fólksbíll. Sá nam skyndilega staðar og varð ökumaður Dodge-bílsins að beygja til hægri til að forða því að lenda aftan á henni. í sömu svifum kom vörubíll- inn á móti og varð árekstri ekki forðað. Mikil hálka var á vegin- um er áreksturinn varð og voru báðir bílarnir keðjulausir. í fólksbílnum voru þrir piltar úr Reykjavík. Einn þeirra, sem sat í aftursæti, hlaut höfuðhögg og var fluttur á Slysavarðstof- una. Meiðsli hans munu ekki al- varlegs eðlis. í vörubílnum voru tvö börn, auk ökumanns. Ekki urðu meiðsli í þeim bíl. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir, einkum þó fólksbill- inn. baeði af eldri og yngri skólanum tortryggilega frá pólitískuim sjón arhóli. Þessar greinar áttu rót sína að rekja til sömu manna og áður stjórnuðu baráttunni gegn hinum „heimilislausu heimsborg- urum“ sem svo voru nefndir. Það virðist svo sem við getum ekki leyft okkur að gleyma liðnum tíma.......“ Hvað viðkom liinni frægu ræðu Krúsjeffs um Stalin, þá sagði Romm, að hún hefði ekki verið fullnægjandi. „Allháttsettur opin ber embættismaður sagði við mig, þegar Krúsjeff flutti ræð- una: — Hlustaðu! Flokkurinn hefur sýnt mikla dirfsku. Kynntu þér ræðu félaga Krúsjeffs og það nægir þér. Hví skyldirðu vera að reka nefið í slíka hluti? En það er nú ljóst, að þetta var ekki nóg. Við verðum að hugsa, tala og skrifa sjálfstætt. Það er mjög mikilvægt að fletta ofan af Stalín en ekki er síður mikilvægt að gefa glöggt auga þeim arfi, sem hann hefur látið eftir sig.“ Það voru Romm og hans líkar, sem með allsherjargagnárásum gegn yfirvöldunum gerðu Krús- jeff ljóst snemma sumars, að hann átti ekki um annað að velja en annaðhvort hverfa aftur til þeirtrar stefnu að tortíma and- stæðingum sínum (af augljósum ástæðum hvarf hann ekki að því ráði) eða ná samkomulagi við þá. Hann kaus samkomulag. En vandamálið var ekki leyst, aðeins skotið á frest. Hreyfing sovézkrar menntastéttar í átt til vesti-ænna hugmynda og áhuga- mála heldur áfram. Hvernig á að stöðva hana? Stjómin I Moskvu hikar við að grípa til beinna ofbeldisaðgerða en tekur heldur þann kost, að reyna að hafa hernil á henni með sýningar- aðgerðum,* gegn fórnardýrum, sem eru málinu alveg óviðkom- andi. Prófessor Barghoorn er naestum örugglega fórnai'dýr slíks herbragðs. Sextugur: Gísli Guðmundsson alþingismaður GÍSLI Guðmundsson, alþingis maður, varð .sextugur í gær. Gísli fæddist á Hóli á Langa- nesi, sonur hjónanna Guðm. Gunnarssonar og Kristínar Gísla dóttur. Systkin Gísla éru Odd- ný, kennari, og Gunnar, járn- smiður’. Gísli útskrifaðist úr Gagn- fræðaskólanum á Akureyri 1919 og stundaði verzlunarstörf og barnakennslu næstu ár. 1923 fór hann í Menntaskólann í Reykja vík og lauk stúdentsprófi þar 1926. Næsta vetur las hann ís- lenzk fræði við Háskóla íslands, en árið 1930 varð hann ritstjóri Tímans. Gegndi hann því starfi fram til ársins 1940, en jafnframt var hann ritstjóri Nýja dag- blaðsins 1934-36. Þingmaður var Gísli kosinn fyrir Framsóknarflokkinn í N- Þingeyjsirsýslu árið 1934. Sat hann á þingi til ársins 1915. er hann sagði af sér þingmennsku sökum sjúkleika. 1949 var Gísli aftur kosinn á þing og hefur set- ið þar síðan. Hefur hann verið þar hinn athafnasamasti. Kona Gísla er Margrét Arna- dóttir frá Gunnarsstöðum í Þist- ilfirði. Eiga þau eina dottur barna, Kristínu, oand. med. Gísli er greindur maður og fjölfróður, enda er það margra manna mál, að Framsóknarmónn um þyki engu máli vel ráðið, nema hans ráð komi til. — Vinir hans senda honum beztu kveðj- ur á þessum tímamótum í lifl hans. Lánasjóðir s|á"i/a[rét¥€BrS3EIi3 Þingsálykiunartillaga um athugun á aukningu og skipan þeirra SVERRIR JÚLÍUSSON hefur lagt fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar á Alþingi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta rannsaka möguleika á auknum stofnlán- um til sjávarútvegsins, til þess að tryggja eðlilega uppbyggingu og fjárfestingu í þessari mikil- vægu framleiðslugrein lands- manna. Sé jafnframt látin fram fara athugun á sem hagkvæm- astri skipan með samræmdri eða sameinaðri starfsemi stofnana þeirra, er veita stofnlán til sjáv- arútvegsins. Ríkisstjórnin skipi 5 manna nefnd til að vinna að þessu verk efni. Verð iniðurstöður nefndar innar lagðar fyrir næsta reglu- legt Alþingi. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkis- sjóði“. Aukning á eðlilegum stofnlánum til sjávarútvegsins í niðurlagi greinargerðar til lögunnar segir m.a., að fyrir flutningsmanni tillögunnar vaki fyrst og fremst að „aukin verði eðlileg stofnlán til sjávarútvegs- ins og þanni.g stuðlað að heil- brigðri þróun þessa undirstöðu atvinnuvegar landsmanna og jafn framt girt fyrir, að óumsamdar lausaskuldir verði rekstri sjáv- arútvegsins fjötur um fót, eins og komið var, þegar lögin um heimild Stofnlánadeildar sjávar útvegsins við Landsbanka ís- lands til að opna nýja lánaflókka voru sett, eða lög nr. 48 29. marz 1961. Samtímis þessu færi fram at hugun á sem hagkvæmastri skip an þessara lánsfjármála með samræmdri eða sameinaðri starf semi stofnana þeirra, er veita sj ávarútveginum stofnlán. Með þeim hætti mundi fást betri yf- irsýn yfir, hvað landsmenn hyggjast fyrir á hverjum tíma um framkvæmdir í þessum efn- um. Þá mundu og fást möguleik ar á að hafa betri stjórn á þess- um málum en stundum hefur viljað við brenna. Þá skal og að sjálfsögðu meta það á hverjum tíma, hvaða framkvæmdir skuli ganga fyrir, því að betra er að fullgera t.d. tvær fiskvinnslu- stöðvar fyrir komandi vertíð en að hafa fjórar hálfgerðar, sem væru ekki tilbúnar til starf- Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.