Morgunblaðið - 03.12.1963, Síða 17

Morgunblaðið - 03.12.1963, Síða 17
r Þriðjudagur 3 des. 1963 MORGU N BLAÐIÐ 17 Kristján Albertsson: Thor Jensen - hinn síðasti mikli landnámsmaður hugsa til hans sé hann oft fyrir mér í stólnum sínum á Fríkirkju- vegi 11, þegar öll barnabörnin hópuðust um hann á sunnudög- um slógust um að komast upp á hnéið á afa, eða fá að kyssa hann, og hann kleip dálítið í litlu nebbana og eyrun, til þess að hóf yrði á öllu kjassinu — á slíkum stundum fannst mér einna mestur ljómi yfir ásjónu hans. Ef ég horfi lengra aftur í tímann er hann mér minnis- stæðastur nýkominn úr smni ár- legu siglingu; borð, stólar og allt heimilið flóir út í gjófum handa barnahópnum, brúðum og biúðu- vögnum, myndabókura og iita- kössum, skrautlegum skipum sem hægt var að draga upp eins og úr, og og láta bruna út á Tjörn, fylkingum af litskrúðug- um tindátum, teinréttu fótgöhgu- liði og hnarreistum riddurum á gæðingum. Hver gleðineisti sem tendraðist í barnsauga margfald- aðist í augum föðursins, og svo gat virzt sem hann væri sjálfur sá sem mest hafði gaman af öllum leikföngunum. Frh. á bls. 25 Thor Jensen Kaflar úr ævisögu Thor Jensen eftir Valtý Stefánsson ritstjóra AÐRIR munu til þess verða í dag að rekja æfiatriði og starfs- feril Thors Jensens, og margir lesa að nýju margt í endurminn- ingum hans. Sögu hans er vel borgið, og hún mun lengi í xninnum höfð. Eitt síðasta happ Ihans og hamingja var vinátta þeirra Valtýs Stefánssonar, sem fékk mikla ást á hinum aldna öðlingi og stóreflismanni í ís- lenzku framkvæmdalífi, sat hjá honum öllum stundum, árum saman, til þess að forvitnast um æfi hans og störf, og skrá minn- ingar hans. Sú bók varð ein mesta mannlýsing og æfistarfs- lýsing sem til er í bókmenntum okkar, og mun lengi hafa upp- eldisáhrif á framgjrarna æsku á íslandi, á við flest annað sem ritað hefur verið þarfast á síð- ari tímum. Snemma brá til þess sem verða vildi. Thor Jensen hafði fengið í vöggugjöf hetjulund og æfintýrablóð: hugrekki til að leggja út á nýja stigu, Viðsjála og erfiða, og traust á hamingju sína. Hann er fjórtán ára dreng- ur á skólabekk í Kaupmanna- höfn þegar kennari spyr hver af bekkjarsrveinum vilji fara til verzlunarstarfa á Borðeyri á íslandi. Thor einn réttir upp höndina, strax og hiklaust. Það á við hann að fara lang.t út í heim, í ókunnugt land — jafn- vel land sem hafði orð á sér fyr- ir að hafa upp á lítið að bjóða. Hann treystir sjálfum sér — og sinni heillastjörnu. — Kemur skömmu síðar til íslands, lítill drengur með tvær hendur tóm- ar, umkomulaus í hinum nýju heimkynnum, fátæku harðbala- landi, og fyrstu árin árin örnur- legir kuldatímar. Margur hefði í hans sporum horfið aftur til fjólskyldu og ættjarðar, eða látið berast með straumnum til Ameríku — enda hefði svo getað farið — En hann lærir furðufljótt íslenzku, og les íslendingasögur; við þann lestur byrjar hann að resta ræt- ur í hinu nýja landi. Hann getur vel hugsað sér að verða landi þess fólks, sem sagt er frá í sögunum, ®g bænda á Stróndum, sem kippir í kynið til fornra feðra. Þegar hann fellir hug til íslenzkrar stúlku, eru örlög hans ráðin til fulls, og um alla æfi. Hann er tvítugur, hún sekstán ára, þegar þau lofast. Það átti eftir að ganga á ýrosu fyrir Thor Jensen. Hann sagði við Valtý Stefánsson á efri árum: „Ég hefði fyrr eða síðar farið vestur, ef Þorbjörg mír. hefði ekki haldið mér föstum"; hún hafði aldrei mátt annað heyra en „að ég legði fram aila krafta mína til farsseldar fyrir íslenzka hagsmuni. í hvert sinn sem ég hafði tækifæri til að horfa fram- *n í hana, færðist ég allur í aukana. Þá kom kraftur í karl- inn, og margt það, sem ég tæp- lega treysti mér til að komast fram úr, varð mér leikur einn, er ég fann, að hún stóð með mér.M Það verkefni sem við fciasti, þegar Thor Jensen . var kominn á bezta starfsaldur, var að rvðja braut út úr frumbýlingshætti í íslenzku atvinnulífi, taka nýja tækni í þjónustu sína, bæði til sjáveu* og sveita, kanna nýjar leiðir í framleiðslu og viðskift- um, Örðugleikarnir voru miklir; íslenzk náttúra erfiður mótleik- ari; fátækt og féleysi tafði og bagaði; skortur á rekstursfé, — skortur á tiltrú, og fámenni þjóðarinnar — allt lagðist á eitt til að hnekkja hverri viðleitni og draga mátt úr mönnum. Þeir sem stóðu í stórræðum á þessum tímum hefðu helzt þurct að vera að sem mestu leyti jafnlyndir járnkarlar — en Thor, Jensen var ekki þannig farið Hann seg- ir við Valtý Stefánsson um konu sína: „Allt það, sem ég aðhafð- ist í lífinu og nokkru máli skifti fyrir mig og störf mín, var mót að af hennar anda. Það var hún, sem gaf mér styrkinn til að leggja út í stórræðin. Án hennar aðstoð'ar þótti mér ég vera hjálp- arvana og einmana, nærri að segja bja.rgarlaus í lífinu.“ Þetta kunna að þykja undarleg orð af vörum manns, sem var jafn Jhugaður, viljasterkur og þrek- mikill, og þau eru auðvitað að nokkru leyti ýkjur, — þegar hann hældi konu sinni komu sterk- ustu orð ein til greina. En sann- leikurinn var sá, að endaþótt Thor Jensen væri gjarnt að 'áta gamminn geisa og treysta sinni heillastjörnu, þá var honum ekki öðrum mönnum betur gefið að taka mótlætí eða óförum af jafn- aðargeði og stillingu. Hann gat virzt næsta berskjaldaður þegar skakkaföll dundu yfir. Hann var örlyndur tilfinningamaður, við- kvæmur fyrir æru sinni og fyrir skyldu pbgnvart konu og heimili, og öllum sem eitthvað áttu undir gengi hans. Xiífið mun snemma hafa lagt þungan geig í brjóst hans, þegar stórhugur hans varð honum ungum að falli, og hann stóð uppi gjaldþrota með fullt hús af börnum. En ef vonbrigði og áhyggjur gátu lagzt þungt á hann, þá var Margrét Þorbjörg því hæglátari og sterkari sem harðar blés á móti, tók öllu af sömu ytri ró, sama öryggi, sama trausti á framtíðinni. Þann styrk, sem hann gat brostið á erfiðum stundum, átti hún, fyrir bæði ef með þurfti. Eg man Thor Jensen standa upp yfir borðum á sjötugs af- mæli sínu til að mæla til konu sinnar, þakka henni samfylgd- ina; eftir fáein orð varð honum svo tr'egt um mál, að hann kom engu orði upp; hann þurkaði augu sin, reyndi að harka af sér, en Margrét Þorbjörg tók hönd hans brosandi, sagði að ræðan gæti ekki orðið betri, hann skyldi engu við hana bæta. ÓsérhMfni, ábyrgð og skylda voru æðstu boðorð í lífi hans og hann gekk að hverri fram- kvæmd með brennandi ahuga. En hinn alvörumikli átakamaður og erfiðismaður hafði varðveitt meira en flestir aðrir af við- kvæmri barnslund, einiægni barnsins I sorg og gleði, og ást þess á lífinu. Þegar hann kom til Akureyr ar 1912 fékk hann óvænta heim- sókn á hóteli sínu — Matthías Jochumsson birtist í gáttinni; sagðist mega til að heilsa upp á Thor Jensen! Þeir komu hvor úr sinni veröld, en urðu fljótt vinir, og hefur vafalaust ekki hvað sízt flýtt fyrir hve báðir áttu mikið af bjartri og elsku- legri barnslund. Þegar Matthías kom til Reykjavíkur einhvern- tíma á næstu áru,m hélt Thor Jensen honum veizlu. Matthías gerði orð á því daginn eftir hve kvöldið „hjá honum Thor mín- um“ hefði verið gott, og bætti við: „Við drukkum kampavín rétt eins og hundar lepja vatn úr polli!“ Thor Jenseit skildi og elskaði börn, og þau hann. Þegar ég III. Um miðjan dag hinn 5. júní, þjóðhátíðardag Dana, kom „Júnó“ inn á Borðeyrarhöfn, eft- ir 37 daga ferð. Er skipið var lagzt við festar, fór ég að líta í kringum mig, því að nú var ég loksins kominn á ákvörðunar- staðinn, þar sem ég átti að dvelja næstu fimm ár. Loftið var skýjað, svo að ekki sá til sólar. Fjallabjart var þó og kyrrt veður. Þóttti mér staður- inn strax aðlaðandi og hugði ég gott eitt til veru minnar þar, þrátt fyrir ísinn og kuldann, er af honum lagði. Aðkoman til landsins var vissu lega kuldaleg þetta ísavor. En ég fann ekki til þess. Æskufjör mitt og allt hið nýstárlega, sem fyrir augun bar, bægði áhrifum kuld- ans á brott. Byggðin á Borðeyri var ekki önnur en verzlunarhús og íbúð- arhús Clausens-verzlunar og gamall torfbær, sem fylgdi þeirri eign. Grunnur hafði verið hlað- inn um vorið undir húsið, sem Valdemar Bryde ætlaði að láta reisa. Nú hófst mikið annríki hjá okkur komumönnum á „Júnó.“ Þurfti að gera margt í senn. í skipinu var allmikið af tilhöggn- um viði í verzlunarhúsið, en jafn- framt venjulegar vörur fyrir vor- kauptíðina. Þurftum við sem fyrst að koma okkur þannig fyrir í skipinu, að unnt væri að hefja þar verzlun. Fyrst var rýmt til með því að koma húsaviðnum í land. í mið- lest skipsins var síðan útbúin af- greiðslubúð, eins og venja var í „spekulantsskipum". Þar voru settar upp hillur fyrir kramvör- ur og ýmsa smávöru og gert búð- arborð fyrir afgreiðslúna. í aft- ari lestinni var kornvaran, og var hún afhent þaðan. En rýmt var til í framlestinni, svo að þar mætti koma fyrir ullinni er bændur lögðu inn. Æði þröngt var í skipiriu, eftir að gengið hafði verið þannig frá, að hægt væri að hefja þar verzl- un. Við þurftum eftir sem áður *að hafa þar bækistöð, því að ekk- ert húsnæði var handa okkur í landi. En þeir sem hér áttu í hlut voru því vanir að gera ekki mikl- ar kröfur til lífsþæginda, þegar því var að skipta. Enda var okk- ur ekki vandara um en öðrum, sem þá ráku verzlun í hinum litlu vöruflutningaskipum. Einn starfs mann fengum við til viðbótar í skipið. Það var Theodór Ólafsson frá Melstað. Hann var fjörugur og skemmtilegur ungur maður og drengur hinn bezti. Verkaskipting við verzlunina í „Júnó“ var þannig: Theodór Ólafsson var bókari. Nielsen stýrimaður annaðist afhendingu á þungavöru, kornmat og þess háttar, og tók á móti ullinni. Ég var búðarmaður, í miðlestinni. Sveinn Guðmundsson hafði að sjálfsögðu umsjón með öllu og samdi við viðskiptamennina, og þeir Bryde báðir, eftir að hann kom. Hann kom til Borðeyrar nokkru á eftir okkur. Hafði hann farið með póstskipi til Reykja- víkur og landveg þaðan til Borð- eyrar. Undir eins og við vorum komn- ir inn á Borðeyrarhöfn, fóru við- skiptamenn að gera vart við sig. Héraðsmönnum hafði fallið vel að skipta við Bryde undanfarin sumur, enda töldu þeir sér hag- kvæmt, að kaupmennirnir á staðn um væru fleiri en einn. ,.Júnó“ lá um hundrað faðma frá landi. Annaðist ferjumaður flutning viðskiptamanna út í skipið með ull þeirra og annan farangur og úttektina til lands aftur. Ferjumaðurinn var aldrað- ur maður, að nafni Jónadab. Hafði hann haft þetta verk á hendi fyrir Bryde undanfarin sumur. Settur var bryggjustúfur í flæð armálið, til þess að fólkið gæti komizt þurrum fótum út í ferj- una. Voru búkkarnir úr bryggj- unni og flekarnir, er lagðir voru á þá, geymdir á landi yfir veturirin. Jónadab ferjaði fólkið í skips- bátnum. Hann stóð sjálfur í skut og réri með einni ár. Það þótti hentugt, þar sem stutt var að fara. Fólk og farangur rúmaðist líka betur í bátnum á þennan hátt. Ferjumaður varð, eftir því sem hann gat, að sjá um að flytja fólk ið út í skipið í sömu röð og það kom á Eyrina, og að samferðafólk fengi að halda hópinn. Þegar aðsókn var sem mest, varð að takmarka aðgang að skip- inu og sjá um, að þeir sem lengst höfðu dvalið þar væru teknir í land, áður en fleiri voru fluttir út. En fólk var venjulega fljótt að ljúka erindum sínum. Var fram- reitt kaffi í káetunni handa öll- um, sem það vildu þiggja, með kringlum og öðru erlendu kaffi- brauði. Lengdi það vitaskuld við- stöðu fólksins. Aðallega var það langferðafólk, sem notaði sér þessar góðgerðir. Allan daginn var ég önnum kafinn við afgreiðslustörfin í mið lestinni. En það háði mér illilega, að ég kunni ekki stakt orð í ís- lenzku. Hafði ég ekki gert mér neina grein. fyrir þeim erfiðleikum s em af vandkunn- áttu minni kynnu að stafa, fyrr en að því kom. Theo- dór Ólafsson varð í fyrstu að skrifa handa mér afhendingar- seðla, svo að ég sæi hvaða vör- ur hver ætti að fá. íslenzka heit- ið á vörunum skrifaði hann jafn- framt á seðlana. Þessir afhend- ingarseðlar urðu því einskonar orðabók fyrir mig. En eins og gef- ur að skilja urðu þetta sífelldar endurtekningar, svo að ég lærði fljótt íslenzku heitin á öllum þeim vörutegundum, sem til voru í búðinni. Og þá þurfti ég ekki lengur á seðlunum að halda. Leyndardómar íslenzkunnar upp- lukust smátt og smátt fyrir mér, enda sá ég, að þarna gæti ég ekki Framh. á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.