Morgunblaðið - 03.12.1963, Side 21
f Þriðjudasfur 3. des. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
21
Frú Oswald vill við-
urkenna sannleikann
— en krefst Jbess oð sjá sannanir
Dallas, Texas, 2. des. (NTB-AP)
WAGGONER Carr, ríltissaksókn-
ari í Texas, kom í dag til Dallas
til að ræSa þar við yfirvöld lög-
reglu og dómsvalds um rannsókn
ina á morðinu á Kennedy forseta
hinn 22. nóvember sl. Frá flug-
vellinum ók Carr rakleitt til Park
land-sjúkrahússins tii viðræðna
við John Connally ríkisstjóra,
sem særðist í morðárásinni á
Kennedy, en er nú á batavegi.
— Lánasjóður
Framh. af bls. 12
rælcslu fyrr en fiskigangan væri
gengin hjá í það sinn.
Ef í ljós kæmi, að tiltækilegt
þætti að koma á þeirri samstjóm
er hér um ræðir, þyrfti það ekki
að skerða sjálfstæði þeirra
stofnana, sem hér hafa verið
nefndar. Þær hefðu nokkúð að-
skilin hlutverk, svo sem fisk-
veiðasjóður, er lánar fyrst og
fremst til veiðiskipakaupa, svo
og stofnlánasjóðir, er lána að-
eins til fiskvinnslufyrirtækja.
1 Ekki mundi heldur breytast,
eð leitað yrði til annarra stofn-
ana um lán til uppbyggingar
ejávarútvegsins, nema athugan-
ir þessar leiddu í ljós, að tiltæki
legt þætti að stofna „Fiskiskipa-
og fasteignalánastofnun sjávarút
vegsins“, sem séð yrði fyrir nægu
fjármagni til að svara eðlilegri
lánaþörf sjávarútvegsins tii
bygginga og endurbóta".
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Washington að ríkis-
lögreglan, FBI, vonist til þess að
geta í næstu viku afhent Johnson
forseta skýrslu um morðið á
Kennedy. Þar mun lögreglan
lýsa því yfir að Lee Harvey Os-
wald hafi einn og án aðstoðar
myrt forsetann, og næturklúbba-
eigandinn Jack Ruby einn og án
aðstoðar myrt Oswald.
Móðir Oswalds, frú Marguerite
Oswald, hefur rætt við frétta-
menn frá blaðinu Fort Worth
Star-Telegram. 'Segir hún þar að
það eina sem hún óski eftir að
heyra sé sannleikurinn. Hún
kveðst ekki vera móðir, sem sé að
reyna að verja gjörðir sonar síns,
en vilji fá sannanir fyrir því að
hann hafi í rauninni verið sekur.
— Ef það eru staðfestar sann-
anir, mun ég viðurkenna þær,
sagði frú Oswald. En, bætti hún
við, ég vil fá að ganga úr skugga
úm að sannanirnar séu staðreynd
ir. Þá benti frú Oswald á að son-
ur hennar hafi flutzt til Sovét-
ríkjanna, en snúið aftur heim, og
varpaði fram þeirri spurningu
hvers vegna ríkislögreglan hafi
ekki haft eftirlit með honum eft-
ir heimkomuna. Einnig hélt hún
því fram að einn af fulltrúum
ríkislögreglunnar hafi sýnt
henni mynd af Ruby daginn eftir
morðið á Kennedy, en degi áður
en Ruby myrti son hennar.
Sagði frú Oswald að klukkan
hálf sjö síðdegis á laugardag hinn
23. nóvember hefðu tveir menn
barið að dyrum íbúðarinnar, þar
sem hún dvaldi ásamt tengdadótt
ur sinni. Annar þeirra var full-
trúi frá ríkislögreglunni, og ósk-
aði hann eftir að tala við tengda-
dótturina. Hún kvaðst hafa til-
kynnt mönnunum að tengdadótt-
irin væri þreytt, og þeir fengju
því ekki að ónáða hana. Létu
mennirnir sér þetta vel lynda, og
kváðust koma seinna. En þegar
þeir voru að fara, sneri rikislög-
reglumaðurinn sér að frú Oswald
og sýndi henni mynd, sem hann
hélt á í lófa sínum og spurði
hvort hún hefði nokkurn tima
séð manninn á myndinni. Hún
svaraði að hún hefði aldrei litið
manninn augum, og með það
fóru lögreglumennirnir.
— „Nokkru seinna gekk ég inn-
í stofuna þar sem ég bjó og tók
þar upp dagblað í viðurvist sonar
míns, Roberts, og fleiri vitna. Ég
sneri blaðinu við og sagði: Þetta
er mynd af manninum, sem ríkis-
lögreglufulltrúinn sýndi mér. Ég
vissi ekki einu sinni þá að þetta
var maðurinn sem myrti son
minn. Sagði mér einhver að
myndin væri af Jack Ruby“.
Lciksýning í
Hornarfirði
Höfn í Hornarfirði, 2. des.
Leikfélag Hafnarhrepps sýndi
í gær kl. 4 og 8 gamanleikinn
„Klerkar í klípú” í Sindrabæ.
Húsfyllir var í bæði skiptin, og
leikendum var mjög vel fagnað.
Leikstjóri er Bjarni Steingríms-
son. — Gunnar.
Háskólanum gefið
tannlæknarit
DR. FILIP Pálsson, tannlæknir
í Málmey, hefir nýlega gef-
ið tannlæknadeild Háskólans
Svensk tandlákara tidskrift frá
upphafi, en það hóf útkomu árið
1900. Metur Háskólinn mikils
þessa ágætu gjöf.
(Frá Háskóla tslands).
Seltjarnames
AÐALFUNDCR Sjálfstæðisfé-
lags Seltirninga verður haldinn
í Valhöll fimmtudaginn 5. des.
kl. 20,30.
Saumastofa
Bergljótar Ólafsd.
Til sölu nú fyrir jólin, með tæki-
færisverði nokkrir:
DAGKJÓLAR
TÆKIFÆRISKJÓLAR
KVÖLDKJÓLAR, síðir og stuttir
BRÚÐARKJÓLAR
STÖK PILS
Kjólarnir verða til sýnis á stofunni næstu
daga kl. 5—7 e.h. og laugardag kl. 1—5.
Saumastofan
Laugarnesveg 62
epoca
kúlupenninn sem er nýjung
á heimsmarkaðinum
Sex blekrásir kulunnar tryggja jafna
skrift til síðasta blekdropa.
EPOCA-penninn er byggður fyrir
höndina og hefir því hið rétta lag.
'k EPOCA-skiptilásinn er því sem
næst óbilandi.
★ Blekkúlan er hörð eins og demantur
og skrifar á harða og fituga fleti.
Verð frá 60 kr.
3 ára ábyrgð
blekhylki eru stór og vönduð
BLEKLITIR: blátt, rautt, grænt, svart.
5 mismunandi blekoddar.
E.A.BEEG
Verkfærin
sem endast
Umbob: Þórður Sveinsson & Co. hf.
-7\ bj
Stúlka óskast
ðfatstofan Vík, Keflavík