Morgunblaðið - 03.12.1963, Qupperneq 30
38
MORGUNBLAÐIÐ
fcriðiijdatrur 3. des. 1963
Fram hefur unnið titilinn og
á þo leik eftir
En Valsmenn ógnuðu sigri þeirra
FRAMARAR tryggðu sér Reykja
víkurtitilinn í handknattleik 1963
á sunnudagskvöldið. Eiga þeir þó
einn leik eftir en engu máli skipt-
ir hvernig hann endar — Fram
er Reykjavíkurmeistari. í>að var
sigur Fram yfir Val og sigur Ár-
manns yfir KR, sem færðu Fram
þessa hagstæðu stöðu, að síðasti
leikur þeirra hefur engin áhrif á
Staðan
STAÐAN í Reykjavíkurmótinu í
handknattleik (mfi. karla) er nú
þessi:
FRAM 5 4-1-0 74:48 9
ÁRMANN 5 3-0-2 54:56 6
KR 5 2-2-1 49:51 6
VALUR 5 2-0-3 54 Æ6 4
ÍR 5 2-0-3 45:48 4
FRÓTTUR 5 2-0-3 47:69 4
VÍKINGUR 6 1-1-4 62:63 3
Síðustu leikir mótsins eru á
föstudaginn kemur og eru þessir:
Ármann — Valur
Þróttur — KR
Fram — ÍR
úrslitin — nema þá til að gera
þau enn glæsilegri, fari þeir þá
með sigurorð yfir ÍR, sem og er
spáð.
ár Valsmenn erfiðir
En Framarar höfðu sannar-
lega ekki auðveldan sigur yfir
hinu unga Valsliði. Fram hafði
að vísu alltaf forystu, stundum
3-4 mörk, en tæpum 2 mín. fyrir
leikslok tókst Valspiltunum að
minnka bilið í 1 mark og yljuðu
þar með íslands- og Reykjavíkur-
meisturunum óvænt undir ugg-
um. En ókefð ungu Valsmann-
anna í sigur var of mikill og leik-
reyndir Framarar tryggðu sigur
sinn á síðustu stundu.
Valsmenn komu á óvart í upp-
hafi og náðu 3-1 forskoti, en Fram
arar jöfnuðu 3-3 og réðu síðan
lögum og lofum til leikhlés er
staðan var 9-4.
Góður bardagi
Stórsigur Fram virtist blasa
við. En ungu Valspiltarnir uxu og
sóttu á brattann. Fyrri helming
f J
Karl Benediktsson skorar
hálfleiksins fékk Fram ekki skor-
að nema tvívegis en Valsmenn
Hvert
stefnir?
Handknattleikur hér í
Reykjavík er á rangri braut.
Þetta er sí og æ að koma í
ljós og jafnframt að það eru
dómararnir sem eigá stærsta
sök„á því hvert stefnir. Það
er fyllsta ástæða til að dóm-
arar og forystumenn staldri
við og íhugi hvert stefnir.
S.L sunnudagskvöld báru
tveir leikir þessa augljósan
vott. Það var leikur Ármanns
og KR annars vegar og Vík-
ings og ÍR hins vegar. Að
sjálfsögðu er ekkert lið með
hreinan skjöld en áberandi
var ‘hversu varnarmenn KR
og Víkings beittu harkalegum
leik, að halda, hindra eða
annað tiltækilegt þegar mikil
hætta steðjaði að. Og þetta
fór vaxandi er á leikina leið
vegna þess að dómarinn hafði
ekkert við þetta að athuga
— leikmennirnir gengu á lag-
ið. Verði svo haldið á*fram
verða slík slagsmál fyrr en
varir kallaður handknattleik-
ur.
Þetta þurfa dómarar að at-
huga vel — og reyndar for-
ystumenn handknattleiksins
einnig.
Að Þetta er dómaranna sök
kom allglöggt í ljós í leik
Fram og Vals. Þá var ákveðn-
ari og reyndari í faginu. Þá
var slíkt ekki leyfL
Það verður að drepa í fæð-
ingu allar tilhneigingar til að
sveigja handknattleikinn inn
á brautir slagsmála og hrind-
inga.
uku á forskotið og staðan varð
11-9 fyrir Fram. Enn léku þeir á
meistaraliðið og litlu síðar var
staðan 12-11 og spenningurinn
náði hámarki. En ákafi Vals-
manna varð of mikill — og Fram-
arar tryggðu sigur sinn svo loka-
talan varð 15-12.
Valsliðið er skipað ungum
mönnum og á liðið án efa mikla
framtíð fyrir sér. Sig. Dagsson og
Jón Karlsson áttu beztan leik,
svo og Egill í markinu, sem oft
varði stórglæsilega.
Framliðið er langt fjarri sínu
bezta og virðist helzt þurfa að
hafa nokkurra marka forskot til
að geta notið sín að einhverju
leyti. Sumir leikmanna, t.d. Ing-
ólfur stórskytta reynir eitthvert
primadonnuspil sem aldrei gefst
vel. Beztir voru Karl Benedikts-
son, Guðjón og Tómas — en allir
hafa þó leikið betur áður.
Ármann lék sér crð KR
og Víkingur vann ÍR 14-11
Á þingi FRÍ um sl. helgí var Jóni Þ. Ólafssyni ÍR afhentur „For
setabikarinn" sem veittur er ár hvert fyrir bezta frjálsíþrótta-
afrek sem unnið er á 17. júní-mótum um land allt. Hér er
Baldur Möller form. ÍBR að afhenda Jóni bikarinn.
* Ljósrn. Sv. Þorm.
ÁRMENNINGAR unnu KR-inga
heldur auðveldlega á Reykjavík-
urmótinu í handknattleik í fyrra-
kvöld og höfðu algera yfirburði.
Víkingar unnu og sinn fyrsta sig-
ur á vetrinum er þeir mættu ÍR-
ingum — en Víkingar eru eigi að
síður dæmdir til að reka lestina
á þessu Reykjavíkurmóti. Leik-
irnir báðir voru skemmdir af lé-
legum dómi og sáust oft furðuleg
leikbrot fá að líðast æ ofan í æ.
Auðveldur sigur Ármanns
Ármenningar höfðu öll völd
í leiknum við KR, uku forystu
síná jafnt og þétt í fyrri hálfleik.
KR-ingar skoruðu aðeins 3 mörk
í hálfleiknum, 2 úr vítaköstum
(annað mjög vafasamur dómur)
og hið þriðja er laus knöttur rann
milli handa markvarðar Ár-
manns. 7-3 var staðan í hléi.
Fjórða mark KR kom er 9 mín.
Jimmy Greaves í 80
daga fangelsi á Ítalíu?
HINN opinberi ákærandi
borgarréttarins í Milano
Salvator JovLno, krafðist þess
fyrir réttinum. í Milano í gær
að brezki knattspymukappinn
Jimmy Greaves yrði dæmd-
ur í 80 daga fangelsisrefsingu.
Knattspymuliðið Milan
stefndi Jimmy Greaves fyr-
ir meiðandi ummææli um fé-
lagið. Jimmy lélc fyrir Milan
þar til fyrir u.þ.b. 2 árum að
Milan seldi hann aftur til Eng
lands. Jimmy Greaves var á
sínum tíma sá leikmaður er
Milan hefur greitt hæst verð
fyrir, og dekraði félagið við
hann á alla lund — han-n bjó
í lúxusíbúð, hafði bifreið o.fl.
o. fl.
Síðar slettist upp á vinskap
inn, Jimmy var stór upp á sig,
neitaði að æfa nema þegar
honum hentaði. Félagið vildi
því selja hann og fékk fyrir
hann álíka verð og það hafði
áður keypt hann fyrir.
Og svo hófust málaferlin
fyrir meiðandi ummæli, sem
félagið telur Greaves hafa
haft um Milan.
Borgarrétturinn í Milan er
skipaður þremur dómurum.
þeir frestuðu málinu þar til
27. janúar og fyrirskipuðu
frekari réttarhöld áður en
dómur yrði upp kveðihn.
Greaves var ekki viðstadd-
ur réttarhöldin. Yerjandi
hans sem tilnefndur var af
ítalska réttinum krafðist
sýknudóms „þar sem hann
væri útlendingur og hefði
skrifað greinar þær er málið
reis út af í Bretlandi“.
voru af síðari hálfleik, en þá
náðu KR-ingar sínum bezta kafla
og fengu lagfært stöðuna ( 9-6
Ármanni í vil. Lokastaðan var
10-6.
Ármenningar spiluðu mjög á-
kveðið og átti liðið góðan leik.
Liðið er mjög vaxandi vegna sí-
aukins sameiginlegs styrks. Hörð-
ur, Árni og Lúðvík eru beztu
menn liðsins.
KR-ingar fengu lítið notað
stjörnur sínar. Karl Jóh. og Reyni
og þá var eins og allt væri í
rústum. Liðið var þarna samtaka-
laust og oftar var gripið til ljótra
bragða og hrindinga en að reyna
að byggja upp fallegan leik.
ÍR-ingar mættu furðu'kæru-
lausir til leiks við Víking og svo
fór að Víkingar höfðu 8-4 í leik-
hléi og höfðu Víkingar þá skorað
tvö majrka sinna úr aukaköstum
án þess að varnarmenn eða mark-
maður gerðu alvarlega tilraun til
að verja.
í síðari hálfleik tóku ÍR-ingar
sig á og gerðu ákveðnar tilraunir
til leiks, en Víkingsvörnin beitti
hörku, hélt fast og hrinti vel og
það nægði tíl að brjóta sókn ÍR.
Þegar ofan á bættist að mark-
vörður ÍR átti afar slæman dag
var sigur Víkinga tiltölulega auð-
sóttur. Lokastaðan varð 14-11.
Víkingsliðið vann þennan sig-
ur ekki á léttleika — heldur frek-
ar þvert á móti. Þungur svipur
er yfir leik liðsins og vömin hast-
arlega gróf — þó leikmenn verði
ekki sakaðir um það, sém dómar-
inn leyfir af lögbrotum.
ÍR-liðið átti góða og létta kafla
en kæruleysið var yfirgengilegt á
milli. Það vantar enn festuna og
ákveðnina í leik liðsins. Án
þeirra kosta verður ÍR-liðið alltaf
lið, sem getur unnið hina bezta
en tapað fyrir hinum lökustu.
í öðrum leikjum um helgina
urðu úrslit þessí:
3. fl. Karla: Valur — Ármann,
11-6.
1. fl. karla: Þróttur — Valur,
10-8, Fram — KR, 9-6, Þróttur —
Víkingur, 11-6.
2. fl. karla: KR — Víkingur,
9-6, Fram — Ármann, .9-7, Valur
— ÍR, 10-9.
Hin nýkjöma stjórn FRl sem reyndar öll var endurkjörin: Sitj-
andi f.v. Sveinn Zoega, Björgvin Schram form. Guðmundur
Sveinbjörnsson. Standandi f.v. Ragnar Lárusson, Jngvar N. Fál*
son, Jón Magnússon og Axel Ein arsson.