Morgunblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 1
Guevara hvetur til
byltinga í S-Ameriku
Miami, Florida, 21. des. (AP)
CHE Guevara, þriðji valda-
mesti maður á Kúbu, hefur
hvatt þjóðir S-Ameríku til að
„aðstoða við að grafa gröf
heimsvaldasinna“, þ.e. Banda-
ríkjamanna.
Tilmæli þessi komu fram í
ræðu, sem Guevara hélt í
Havanaútvarpið í gærkvöldi.
Orðalagið er gamalkunnugt,
komið frá Krúsjeff, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna.
Að öðru leyti fjallaði ræða Gue
vara um nauðsyn þess, að efnt
yrði til byltinga um alla Suður-
Ameríku. Hann sagði m. a.: „I
hverju landi, þar sem baráttan
er hafin, er um leið tekin fyrsta
skóflustungan í gröf heimsvalda-
sinnanna“.
í lok ræðu sinnar vék Gue-
vara að S-Vietnam, og sagði, að
einingarhreyfing S-Vietnam, þ.e.
kommúnistar þar, yrðu að bera
fullan sigur úr býtum. Aðeins
allsherjarsigur dugar, sagði ræðu
maður.
Spánska Guiana
fær sjálfstjórn
frá og með 1. janúar nk.
Madrid, 21. desember (AP)
I B Ú A R Spænsku Guiana
hafa í nýafstaðinni allsherjar-
atkvæðagreiðslu samþykkt að
taka upp sjálfstjórn. Upplýs-
ingamálaráðherra spænsku
stjórnarinnar, Manuel Fraga
Ibribarne, hefur skýrt frá
þessu. Segir í tilkynningu ráð-
herrans, að atkvæðagreiðslan
hafi leitt í ljós, að 23.745
Erlendar
íréttir
i stuttu máli
Kennedyhöfða, í'lorida,
21. desember (AP)
í morgun var skotið á loft
frá Kennedyhöfða (áður Cana
veralhöfða) nýjum gervihnetti
til veðurathugana. Nefnist
hann Tyros VIII. Er hann bú-
inn sérstökum tækjum til að
taka myndir af skýjamyndun-
um, og koma myndunum til
jarðar. Líða aðeins um 3 mín-
útur frá því myndirnar eru
teknar, þar til þær hafa bor-
izt til athuganastöðva á jörðu
niðri. Mörg lönd munu fá
myndir frá hnettinum, þ.á.m.
Ástralía og Kanada.
•
Berlín, 21. desember (A)
Gífurlegur fjöldi V-Berlín-
arbúa fór í dag í heimsókn til
ættingja sinna í A-Berlín. Svo
mikil var eftirspurn eftir vega
bréfum, að tvöfalda varð tölu
þeirra embættismanna, aust-
ur-þýzkra, sem þau gefa út.
Urðu margir V-Berlínarbúar
frá að hverfa í dag. A-þýzk
yfirvöld hafa lofað að fjölga
starfsfólkinu á mánudag. A-
þýzkir landamæraverðir eru
sagðir hafa verið mjög hjálp-
legir gestunum, og opnað múr
hliðin fyrir tilsettan tíma í
morgun.
manna meirihluti hafi verið
sjálfstjórn fylgjandi.
Alls voru það 59.280, sem
greiddu atkvæði með nýja stjórn-
arforminu, en 35.535 lögðust gegn
því. Sjálf atkvæðagreiðslan fór
fram 15. desember í Fernando
Poo og Rio Mundi, svæðunum
tveimur í V-Afríku, sem saman
mynda Spænsku Guineu. í>essi
svæði hafa verið undir spænskri
stjórn frá árinu 1778. Alls búa þar
um 250.000 manns.
Sjálfstjórn verður tekin upp 1.
janúar, og frá þeim tíma tekur
við völdum ríkisstjórn, sem inn-
fæddir einir eiga sæti í. Fulltrúi
Spánar verður sérstakur embætt
ismaður, sem hjálpa mun til við
ýmis stjórnarstörf.
Barizt á götum á Kýpur
1 Menn vegnir og særðii í Nicosia; deilt er |
um nýtt stjórnarskrdrfrumvarp
Nicosia, Kýpur, 21. des. (AP)
TVEIR tyrkneskir Kýpurbú-
ar voru skotnir til bana, og
fimm aðrir, auk tveggja
grískra Kýpurbúa, særðir, er
skyndilega kom til óeirða í
Nicosia í morgun. Áttust þar
við menn af báðm þjóðernum,
unz lögregla skarst í leikinn.
Skiptust menn á skotum úr
vélbyssum í rúma klukku-
stund, unz kyrrð komst á aft-
ur. —
• Deilan stendur um nýtt
stjórnarskrárfrumvarp, sem ýms-
ir telja brjóta í bága við almenn
mannréttindi. Hefur frumvarpið
helzta umræðu- og
á Kýpur undanfarnar
verið eitt
deiluefni
vikur.
Síðar í dag kom tilkynning frá
lögregluyfirvöldunum, þar sem
segir, að til óeirðanna hafi kom-
ið, er hópur manna af tyrknesku
bergi brotnir, hafi hafið skothríð
á lögregluna. Var þeim tilmælum
jafnframt beint til almennings,
að friðurinn yrði haldinn.
í kjölfar þessarar yfirlýsingar
kom önnur frá talsmönnum
tyrkneska þjóðarbrotsins. Þar
segir, að undirrót atburðanna í
morgun séu ofsóknir lögreglunn-
ar á hendur tyrkneskum borgur-
um. Segir þar enn fremur, að að-
gerðum lögreglunnar sé stjórnað
af grískum mönnum.
KL. 4 í gær var kveikt á j
1 norska jólatrénu á Austur-
) velli, gjöf Oslóborgar til
I Reykjavíkur. Það er 17 m.
j hátt og ákaflega fallegt.
Sendiherra Norðmanna,
Jjohan Cappelen afhenti tréð
)með stuttri ræðu, en dóttir
i hans, Ulla, kveikti. á því.
. Geir Hallgrímsson borgar-
‘ stjóri veitti trénu viðtöku og
) þakkaði gjöfina fyrir hönd
| Reykvíkinga. Dómkirkjukór-
I inn söng og Lúðrasveit
Reykjavíkur lék á Austurvelli.
IVeður var slæm.t, mikil úr-
| koma, meðan á athöfninni
Lstóð og lýstu ljósin á trénu
. fagurlega í skammdegis-
' myrkrinu, þegar kveikt var
)í því. Ljósm. Ól. K. Mag.
Fjárlög samþykkt í gær
Fundum Alþingis frestað til 16. janúar
) kemur út á morgun, þor-
I láksmessu. Tekið á móti j
auglýsingum kl. 10-12 f.h.|
í dag.
ALÞINGI lauk í gær afgreiðslu
fjárlaga fyrir árið 1964. KI. 1.30
síðdegis hófst fundur í samein-
uðu Alþingi og voru fjárlögin
eina dagskrármálið. Hafði 3. um-
ræðu um fjárlagafrumvarpið lok
ið kl. 2 í fyrrinótt. Var þá aðeins
atkvæðagreiðslan eftir. Fór hún
fram í gær og tók tæpa tvo tíma.
Samþykktar voru allar breyting-
artillögur frá fjárveitinganefnd
og fjármálaráðherra. Ennfremur
voru samþykktar þessar breyt-
ingartillögur frá e.insfökum þing-
mönnum:
Frá Sigurvini Einarssyni uim
15 þús. kr. fjárveitingu til minn-
ingartöiflu í Skor um Eggert Ól-
afsson, og frá Einari Olgeirssyni
nýr liður við 14. gr.: Til íslend-
ings er taki að sér skv. samningi
við menjytamálaráðuneytið að
læra tunigu Grænlendin.ga, 60
þús. kr. Þá var samþykkt breyt-
ingartillaga frá menntamálaráð-
herra um að af fé því, sem veitt
er til listaimanmalauna, sisuli þeir
Gunnar Gutnnarsson og Halldór
Kiljan Laxness njóta 75 þús. kr.
heiðurslauna hvor.
Heildarniðurstöðutöluir fjáx-
laga verða þessar á sjóðsyfirliti:
Tekjur 2696,2 millj, kr., árgjöld
2675,8 millj. kr. og greiðsluaf-
gangur 20,4 millj. kr.
Þegar fjórlagafrumvarpið hafði
verið samþykkt lýsti forseti Sam
einaðs Alþingis, Birgir Fimnsson,
því yfir, að samkomulag væri
um það milli forseta þingsins oig
ríkisstjórnarinnar, að fundum
Alþingis skyldi niú frestað til 16.
janúar næstkomandi. Hann árn-
aði síðan þij-jgmönnum og fjöl-
skyldum þeirra gleðilegra hátiða,
þaikkaði starfsliði þingsins gott
Framh. á bls. 2.