Morgunblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 18
18 j-#í- Sunnudagur 22. des. 1963 ^ »'4. io'-ui'iuii.mili a Mismunandi flibbalag Anglí-skyitan Remington rafmagnsrakvélar fyrirliggjandi. — Póstsendum. RAKARASTOFAN, Austurstræti 20. TILKYNNING Bankarnir í Reykjavík munu taka við fé til innleggs eða geymslu mánudagskvöld, 23. desember, kl. 0.30 — 2.00 e. miðnætti, á neðangreindum afgreiðslustöðum: LANDSBANKANUM Austurbæjarútibúi, Laugavegi 77 Vegamótaútibúi, Laugavegi 15 BÚNAÐARBANKANUM Austurbæjarútibúi, Laugavegi 115 Miðbæjarútibúi, Laugavegi 3. ÚTVEGSBANKANUM Aðalbankanum við Lækjartorg IÐNAÐARBANKANUM Lækjargötu 10 b VERZLUNARBANKANUM Aðalbankanum Bankastræti 5 SAMVINNUBANKANUM Bankastræti 7 H vaÖa jólagjöf er betri en marglitu ÍTÖLSKU ULLARTEPPIN sem nú fást. Hjá IVfarteini — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 17 Iðjusamniiigar og viðtöl Bjarna og Eðvarðs Á sunnudaginn boðaði sátta- semjari síðan aðila til fundar og gerðist þá það, að verkalýðsfé- lögin lækkuðu kröfur sínar of- an í 29%. Atvinnurekendur lýstu hins vegar yfir þvi, að þeir teldu slíkar kröfur engan samnings- grundvöll og slitnaði þá enn upp úr viðræðum. Þegar hér var komið höfðu Iðjumenn sannfærzt um, að mjög skorti á samningsvilja hjá komm únistum. Þeir lýstu því þess vegna yfir, að þeir mundu leita sérsamninga við viðsemjendur sína. Samningáumleitanir hófust á mánudag og náðust samningar aðfaranótt miðvikudags. Jafnframt gerðist það, að þeir Bjarni Benediktsson og Eðvarð Sigurðsson áttu samtal snemma á þriðjudagsmorgun og héldu því áfram síðari hluta sama dags. Þeir ræddu ítarlega þá mögu- leika, sem fyrir hendi voru. Auð- vitað er það alrangt, sem bæði Tíminn og Þjóðviljinn segja í laugardagsblöðum sínum, að Bjarni Benediktsson hafi þá gert tilboð um 15% kauphækkun. Ekkert slíkt tilboð var borið fram af Bjarna. Þarna fóru ein- ungis fram könnunarviðræður. Tveimur dögum áður hafði því i einkaviðræðum verið afdráttar- laust lýst yfir, af hálfu Alþýðu- sambandsins, að ekki yrði sam- ið um minna en 25% allsherjar kauphækkun. Frá því yrði alls ekki hvikað nema samtímis yrði samið um hin og þessi löggjafar- atriði, sem auðsjáanlega var ekki hægt að taka upp í þessu sam- bandi. Á þriðjudag sannaðist hins vegar að hugsanlegt myndi að ná samningum um 15%. Þar með var málið orðið umræðuhæft og gerlegt fyrir ríkisstjórnina að veita hraðfrystihúsunum þá fyr- irgreiðslu, sem nægja mundi. Þess vegna má segja, að grund- völlur samninganna hafi verið lagður í þessum viðræðum. Á- byrgðina á því, að slíkur grund- völlur fékkst ekki fyrr, bera þeir, sem í lengstu lög héldu fast við kröfur um 30—40% allsherjar hækkanir og síðast á sunnudag sögðu 25% vera algert lágmark. í upphafi skyldi endirinn skoða Samþykkt á 25% allsherjar kauphækkun, að ekki sé talað um 30—40% til viðbótar 13% fyrr á árinu, hefði jafngilt gengisfell- ingu þegar í stað. Allri íslenzku þjóðinni, þar með verkalýðs- hreyfingunni, atvinnurekenaum, Alþingi og ríkisstjórn var búirm ærinn vandi með þeim miklu hækkunum, sem nú hefur verið samið um. Afleiðingar þeirra verða ekki séðar fyrir á þessari stundu. Öllum þjóðhollum mönn- um ber að stuðla að því, að þær verði sem skaðminnstar. Höfuðgalli á þessari samnings- gerð eins og oftast áður er sá. að sumir aðilar fengust ekki til að gera sér grein fyrir afleið- ingum ákvarðanna sinna. í stað þess að einbeina sér nú að því verkefni, sem vissulega hefði verið viðráðanlegt og ríkisstjórn- in benti á leiðir til, að bæta kjör hinna verst launuðu, hafa verið knúnar fram meiri hækkanir en fært er að standa undir án gagnráðstafana. — Almennar verðhækkanir og nýjar skatta- álögur blasa nú við. Slíkt verð- ur ekki með neinu móti umflúið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.