Morgunblaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 25
Sunnudagur 22. des. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
22
Valdimaría Heiqa
Jónsdóttir
Fædd: 3. marz 1882.
Dáin: 13. desember 1963.
J ARÐSETT var í gær frá Foss-
vogskirkju, Valdimaría Helga
Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja og
ekkja, búsett í Reykjavík, 81.
árs að aldri. Hún lézt að morgnl
hins 13. desember í Landsspítal-
anum.
María, eins og hún var ætíð
kölluð, var fædd 3. marz 1882
að Litla-Gerði í Grindavík og
voru foreldrar hennar Jón Jóns-
son frá Skrautási í Hrunamanna
hreppi og Gróa Rögnvaldsdótt-
ir frá Reykjadal í sama hreppi.
Ættir þeirra eru í Árnesþingi og
einkum í Hreppunum. í bókinni
„Nokkrar Ámesingaættir“ eftir
Sigurð E. Hlíðar, fyrrum yfir-
dýralækni, er forfeðra, mæðra
og skyldmenna víða getið, þó
einkum í Jötu- og Hörgsholts-
ætt. I>au hjónin áttu aðra dótt-
ur er Sigríður hét, f. 7. nóv. 1875
en hún var móðir þeirra Karls
Björnssonar, fyrrum bakara í
Vestmannaeyjum, og Elínu, sem
átti Markús E. Jensen kaup-
mann.
Á áttunda árinu fór María upp
í Borgarfjörð og ólst hún upp
hjá Elínu móðursystur sinni í
Hraunsási t Hálsasveit. Hún átti
þrjár móðursystur í Borgarfirð-
inum um þetta leyti: Þóru á
Fróðhúsum, sem var elzt þeirra
Reykjadalssystra, eljusöm og
dugmikil kona, sem María minnt
ist oft með hlýju, þótt hún hefði'
lítið af henni að segja; Vilborg
Ijósmóðir á Hofstöðum, en hún
átti Þorstein bónda Árnason.
Báðar dætur þeirra Vilborgar
urðu ljósamæður, en þær vom
Sigríður á Vatnshömrum og Þur-
iður, en hún átti Hans P. Mark-
ussen. Fóru þau utan til Dan-
merkur og síðan til Bandaríkj-
anna. Sigríður systir Maríu,
dvaldist einnig 1 Borgarfirðinum
um svipað leyti, en hún dó ung
að árum eða innan við þrítu-gt.
Ég minnist þess hvað Borgar-
fjörðurinn var Maríu hugstæð-
ur og hvað hún dáði fegurð
sveitarinnar, og beztu bernsku-
minningar hennar voru frá
Hraunsási. Seinna meir fór hún
víðar um í kaupavinnu eins og
þá var títt, og rifjast upp fyr-
ir mér staðir eins og Skriðukot
i Haukadal, þar sem húsmóðirin
lét með hana eins og dótfcur sína,
útbjó aldrei nesti til ferða öðru
- Minning
vísi en að María fengi að njóta
góðgætanna. Og þar var ætíð
bezti gæðingurinn settur undir
hana í útreiðar. Að Svangi í
Skorradal kom hún gangandi og
óráðin ásamt vinkonu sinni, og
í Efstadal við Laugarvatn var
hún tvö sumur. Ég minnist þess,
þegar hún rifjaði upp heyskap-
inn í mýrinni við Laugardals-
hóla, sem var svo fúin að ekki
var viðlit að láta skepnur út í
han-a, og voru þær kaupakonur
allan daginn blautar upp á brjóst
þar sem þær urðu að bera hey-
sátur, sem þær rökuðu upp úr
mýrinni. Sveitalífið var erfitt,
mikil vinna, en fólk var vinnu-
fúst og iðjusamt í þá daga Hún
var lítið fyrir að tala um sjálfa
sig og sína lífsleið, aðeins for-
vitni mín olli því að hún miðl-
aði mér svo litlu.
Nokkru fyrir aldamótin eða
1898 kom María til Reykjavíkur
og bjó þar síðan allan sinn bú-
skap. Árið 1906 giftist hún Gunn-
ari Jónssyni (f. 29. júlí 1872) frá
Uxahrygg 1 Vestur-Landeyjum.
Á Uxahrygg höfðu forfeður og
mæður Gunnars setið í nærri
hundrað ár og búnast vel, og var
ætíð mannmargt í heimili. For-
eldrar hans voru þau Jón bóndi
Guðmundsson á Uxahrygg (f. á
Uxahrygg 5. nóv. 1841) og Mar-
grét Einarsdóttir frá Akurey (f.
9. apríl 1842), en hún dó í hárri
elli og hafði verið blind um tutt-
ugu ár. Jón á Uxahrygg átti tvo
bræður og hefi ég heyrt margar
þrek- og hreystisögur af þeim
Uxahryggjabræðrum. Sérkenni-
legt að þeir bræður áttu allir
Margrétar fyrir konur. Jón dó
um aldur fram, aðeins 34. ára.
Samvistir þeirra Maríu og
Gunnaas urðu ekki ýkja langar,
því að hún missti mann sin-n eft-
ir 15 ára búskap eða 8. júlí 1921,
og var hann þá tæplega fimm-
tugur að aldri. Þeim varð 6 barna
auðið, tvo drengi misstu þa-u í
bernsku, en fjögur eru á lífi og
ÖU búsett í Reykjavík. Þau eru
Gunnar Marinó hjá Samvinnu-
tryggingum, kvæntur Guðlaugu
Elíasdóttur frá Hallbjarn-areyri,
Elín María húsfreyja, gift Jens
Guðjónssyni bifvélavirkja, Gróa
Dagmar húsfreyja, gift Hannesi
H. Agnarssyni bifreiðarstjóra,
Jón Tra-usti bifreiðarstjóri kvænt
ur Fjólu Guðmundsdóttur.
Árið 1927 varð María heit-
bundin Magnúsi Ma-g-nússyni,
Gripinn með hníf
á Ráðhústorginu
Kaupmannalhöfn 18. des.
i Einkaskeyti frá RytgaarcL
Það bar til tíðinda á Ráðhús-
torginu í Kaupmannahöfn að-
faranótt 9. desemiber, að 18 ára
gama-H íslenzkur piltur va-r
sleginn niður af æsbum mann-
fjölda.
Pilturinn hafði verið í veit-
ingahúsi og dansað þar við
danska stúl-ku, en nokikrir ungir
Danir höfðu ta-lsvert við það
að athuga. Varð hann hrædd-ur
við einn hinna dönsku keppi-
nauta sinna, hljóp inn í eldhús
veitingastaðarins og tók þar
stóran brauðhníf. Síðan yfirga-f
hann veitin-gahúsið, en fjö-ldi
ctanskra fylgdu á hæla honum.
Á Ráðhúst-orginu þótti piltinum
sér ógnað svo mjög, að hann
snerist til varnar með brugðna
hredduna. Réðust vegfarendur
Iþá að honuim, þar sem þeir héldu
að hér væri hættulegur maður
á ferð, og slógu hann niður, til
þess að gera hann óskaðlegan.
Lögreglan kom á vetbvang og
bvístraði mannfjöldanum, en
íslending-urinn var fluttur í
sjúkrabifreið. Hann hélt hins
vegar, að hann væri staddur í
lögreglubíl, og þegar sjú-kra-
vagninn kom í borgarsjúkrahús
Kaupmannahafna-r, tók hann til
fótanna og komst undan á
skyrtunni, með blæðandi andlit,
um borð í skip það, sem hann
vinnur á.
Daginn eftir kom stýrimaður-
inn með unga manninn til lög-
reglunnar. Var hann yfirheyrð-
ur og síðan látinn laus, þar sem
hann hafði ekiki á nokkurn hátt
gerzt brotlegur. Hann verður
ekki heldur kærður fyrir óspekt-
ir á almannafæri, sökum þessara
óvenjulegu aðstæðna. Ekki
munu áh-orfendurnir, sem réðu
niðurlögum hans, sæta ákæru,
þar sem eðlilegt þykir, að þeir
álitu hann hættulegan.
múrara í Reykjavík, en sambúð
þeirra varð skemmri en til stóð,
því að hann missti heilsuna og
dó árið 1931. Þau áttu eina dótt-
ur, sem andaðist við fæðingu.
Þegar sorgin sótti hana heim og
mótlætið mætti, þá tók hún því
með mikilli hugprýði, sem sýndi
óbilandi þrek hennar og kjark.
Þegar María hverfur yfir
landamæri lífs og dauða er
margs að minnast.
Ég man hana með hreina og
góðan svip, fríðleikskona, sem
klæddi si-g af mikill smekkvísi.
Ég man gamansemi og glaðværð
ar hennar. Ég gleymi aldrei
hversu gestrisin hún var, enda
naut ég þess ríkulega, sem dótt-
ursonur hennar. Það voru miklir
hátíðisdagar hjá mér, sem dreng
að fá að gista hjá öminu. Hún
kunni sannarlega »ð hafa ofan
af fyrir okkur börnunum. Hún
var iðjusöm með prjónana sína
og fengum við barnabörnin að
njóta þess í ríkum mæli. Börn-
in hennar voru góð við hana, við
vorum það öll, dáðum hana og
elskuðum. María átti líka sonar-
son sem var fyrirmynd, hjálp-
samur og góður við hana á all-
an hátt
Ég minnist síðustu æviára
hennar. Þegar heilsa hennar fór
að láta undan var María hjá
foreidrum mínum, og síðustu
tvö árin í sjúkrahúsum. Átti hún
við mikla vanheilsu að stríða,
en þær þrautir bar hún æðru-
laust.
Fyrir allar þær minningar og
samverustundir, sem ég og fjöl-
skylda mín áttum með henni,
viljum við þakka af heilum hug
og biðjum henni allrar blessun-
ar.
Blessuð sé minning hennar.
Gunnar V. Hannesson.
Beethoven — ævisaga
í máli og myndum
— / Jbýð/ngi/ Jóns Þórarinssonar
Beethoven — ævisaga í máli
og myndum er komin út hjá
Fróða. Þetta er afar vönduð bók
skreytt miklum fjölda mynda.
Textinn er eftir Erich Valentin
en Jón Þórarinsson tónskáld
þýddi.
A Myndum prýdd bók.
í bókinni er brugðið upp nýrri
mynd af frægasta tónsnillin-gi
allra aldra, samtíð hans og um-
hverfi. Er þar rakin æviferi-11
meistarans frá bernsku til hinztu
stundar. Lesandinn kynnist
vinu-m hans, er gestur í her-
bergjum hans, skyggnist í nótna-
-handritin og sa-mtalsbækurnar,
sem voru tengiliður Beethovens
við umheiminn, eftir að heyrnin
var að fullu biluð. Hálft ann-
að hundrað mynda prýða bók-
ina, fjársjóður jafnt fyrir þá
sem áður eru kunnugir ævi
Beethovens og starfi eins og
'hinna, sem ef til vill kynnas-t
honum nú í fyrsta sinn.
Þýzkalandi en textinn settur
inn í hér. Á þennan hátt hafa
Þjóðverjar kynnt marga sína
miklu meistara í tónlist og bæk-
urnar síðan verið þýddar á
mörg tun-gumál. Er það ætlun.
Fróða-útgáfunnar að ga-gni
þessi útgáfa vel, verði framhald
á næstu árum .
Með þessari bók er útgáfa
A 13. bók Fróða. Fróða lokið á árinu en alls
Myndirnar eru prentaðar í -hafa komið út 13 bækur.
,Hinn fulikomni eigin-
maður‘- ný bók Breinhtnst
MEÐAL jólabókanna er gaman-
söm og hnyttin bók eftir danska
háðfuglinn og grínistan Willy
Breinholst sem nefnist „Hinn
fullkomni eiginmaður". — Bók
þessi er í stíl við fyrri bók höf-
undarins, „Vandinn að vera
pabbi“, sem átti vinsældum að
fagna í fyrra.
Þessi frásögn Breinholst er ó-
svikin og leikandi gamansemi. En
öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Breinholst tekur fram að alfull-
kominn eiginmaður sé að sjálf-
sögðu ekki til, en skylda allra
eiginmanna sé að keppa að því
háleita marki. Breinholst biður
menn að minnast þess að hjóna-
bandið sé samskotabaukur, og í
hann leggi eiginkonan dyggð sína
ást og kökuuppskriftir, en karl-
maðurinn aðeins frelsi sitt, sem
sé að vísu miklu meira virði en
allt hitt. Síðan er rakið með
dæmum hvernig eiginmaðurinn
keppist við að fullkomnast.
Bókin er prýdd nokkrum
skemmtilegum teikningum.
Tre" síldveiði
Olafsvíkurbáta
Ólafsvík, 21. desember.
SÍLDVEIÐI hefur verið heldur
treg hjá heimabátum í haust, en
talsvert hefur verið landað hér
af öðrum bátum en heimabátum,
þó mest eftir að verkfall hófst 1
verstöðvum syðra.
Þessar landanir voru sv®
stöðvaðar af verkalýðsfélaginu
hér laugardaginn 14. desember.
Síldin hefur verið bæði fryst
og söltuð. Fryst hefur verið í 2
húsum hér, Kirkjusandi hf., 7 þÚ3.
tunnur, og Hraðfrystihúsi Ólafs-
víkur, 6 þúsund tunnur, og saltað
í 2.400 tunnur. — H. K.
SHEAFFERS
sjálfblekungur meb 14K gulloddi
er glæsileg jólagjöf
Það getur verið sérstök ánægja að velja hina réttu gjöf. Hún á
að vera persónuleg, en einnig fínleg og virðuleg. Aðrar gjafir
kynnu að uppfylla þessi skilyrði, en fáar að sama marki og
SHEAFFER’S penni. Veljið góða gjöf, gefið vinum yðar og ætt-
ingjum SHEAFFER’S penna og yður m-un minnst af ánægðum
eiganda. SHEAFFER’S pen-nar fást í miklu úrvali í ritfanga-
og bókaverzlunum og Gler-
augnaverzluninni, Skólavörðu
stíg 5. —
— Verð við allra hæfi.
SheafferS
SHEAFFER’S nafnið tryggir að þér gefið (eða eignist) það
bezta fáanlega í skriffærum.