Morgunblaðið - 02.02.1964, Síða 23
Sunnudagur’ febrúar 1964
MORCUNBLAOID
23
lít í kringum mig í þessu
gamla húsi — sem ég keypti
fyrir nærfellt 40 árum ......
og er orðið rándýrt í viðhaldi
.... og ég hugsa með mér, að
kominn sé tími til að loka því
og fara á flakk.“
„Ég hef verið á sífelldum
ferðalögum allt mitt líf. Og
það væri síður en svo slæmt
að deyja á leiðinni til þess eina
staðar, þar sem mér finnst feg
urðin enn ríkja og þar sem ég
hef notið meiri ánægju _en á
nokkrum öðrum stað. Ég á
hér við Angkor Wat í Cam-
bodiu. Ég á þá eina ósk eftir,
að komast til þessa frum-
skógaþorps. f>egar ég kom
þangað síðast fyrir ári eða svo
ætlaði ég aðeins að dveljast
þar í einn eða tvo daga, en
þeir urðu að þrem vikum.
Sennilega yrði það mér að
bana, að fara þangað nú, en
ég hef ekkert á móti því að
deyja í slíkri fegurð."
„Þetta hús heyrir fortíðinni
til alveg eins og ég. Ég hef
engar tilfinningar til þess né
annarra veraldlegra gæða. Ég
held ekki, að ég hafi þær taug
ar til eigna minna, að ég harmi
lengi missi þeirra. Bækur mín
ar hafa nú selzt í meira en 80
milljónum eintaka, en pening-
arnir, sem þær hafa gefið af
sér hafa verið eins konar
sjötta skilningarvit mitt. Án
þess hefði ég ekki getað notið
hinna fimm. Ég gleðst yfir því
að deyja ekki fátækur. Því
það er slæmt að vera gamall
og fátækur. Að vera háður
miskunn annarra til þess að
geta haft lífsviðurværi og þak
yfir höfuðið er eins og að
vera ekki fæddur.“
Somerset IVfaugSiam níræður:
Þ E G A R fréttamaður New
York Times spurði Somerset
Maugham að því skömmu fyr-
ir afmælisdaginn hans, 25.
jan. sl. hvar hann héldi, að
kynslóðir framtíðarinnar
myndu skipa honum sem rit-
höfundi, — svaraði hann
snöggt: „L.átum þær um það,
ég hef lokið lífsstarfi mínu.“
Sjálfur skrifaði Maugham
einhvern tíma, að í framtíð-
inni yrðu beztu rithöfundarn-
ir valdir úr hópi hinna mest
lesnu. Reynist það rétt, ætti
hann að hafa mikla möguleika
til að teljast til þeirra beztu,
því að bækur hans hafa selzt
í tugmilljónum eintaka.
í síðustu viku var gest-
kvæmt á heimili Somerset
Maugham, — á Cap Ferrat,
þar sem hann lifir kyrrlátu
og reglusömu lífi undir umsjá
að skrifa, — en hugsaði svo
með mér, að það gerði svo
sem ekkert til, hún yrði hvort
sem er gleymd eftir eitt eða
tvö ár. .. . “
„Það koma fyrir stundir,
sem þrá mín eftir dauðanum
er svo áköf, að ég gæti hlaup-
ið í faðm hans eins og kona
í faðm elskhuga síns. Hann
vekur með mér sömu ástríðu-
fullu eftirvæntinguna og lífið
gerði fyrir mörgum árum. Ég
er ölvaður af hugsuninni um
hann.. . . “
„Ég hef gért állt of margt á
þessum níutíu árum ævi minn
ar —allt of margt fyrir einn
mann. Og nú er ég leiður á
lifinií. Ég hef alltaf verið
þeirrar skoðunar, að ánægja
mannsins sé öllu meira virði
og nú verður svo fátt mér til
ánægju. Ég get ekki einu sinni
unnið mér til ánægju. Enn get
ég þó borðað góðan mat og
notið þess að fá mér vínglas;
drekk alltaf viskísjúss kl. 11
á morgnana. En heyrnarleysið
ágerist og stamið — það var
e.t.v. ékki sem verstur eigin-
leiki, ég þagði þá meðan aðrir
töluðu; og það, sem veldur
Dauðinn leiðir mig við hönd sér
og hönd hans er hlýrri en mín
i
'i
i
i
!
I
Alan Searle, sem verið hefur
einkaritari hans og nánasti
vinur í áratugi. Afmælisdeg-
inum ætlaði hann að verja í
kyrrþey, en fréttamenn voru
tíðir gestir hans fyrri hluta
vikunnar. Þeir lýsa skáldinu
þannig á þessum tímamótum
ævi þess:
Lífsstarfi Somerset Maug-
ham er lokið og líkaminn
tekinn að hrörna — hann er
farinn að sjón og heyrn, á
óhægt um mál, er hrukkótt-
ur og samanbitinn í andliti,
hálsinn sver, hárið þunnt og
göngulagið hikandi.
En þeir segja einnig að í
rústum líkamans megi enn
greina leiftur hinnar vel
þekktu kaldhæðni, snarprar
og næmrar hugsunar og hug-
mynda heimsborgarans.
Haft er eftir nánum vinum
Maughams, að hann sætti sig
allvel við Elli kerlingu og
læknir hans segir heilsu hans
góða miðað við aldurinn. En
henni hefur hrakað hratt á
síðustu mánuðum, því að ekki
er meira en ár frá því hann
gat enn farið í klúbbinn sinn,
spjallað við kunningjana og
setið tímum saman við bridge.
Nú er hann hættur að spila
og segir: „Ég er orðinn gamall
maður, sem einskis getur
framar vænzt af lífinu."
— Hvað er ég orðinn gam-
all, Alan, spyr hann einkarit-
ann, — sem kallar í eyra hans:
„Þú verður níræður á laugar-
daginn, Willy“.
Þegar fréttamaður New
York Times spurði Maugham,
hvert ritverka sinna hann
teldi bezt, svaraði hann:
— „Cakes and Ale“, að sjálf
sögðu „Cakes and Ale“ og
hann bætti við, — en ég man
ekki um hvað sú saga fjallaði.
— Hún fjallaði um Whits-
table, Willy, kallaði Searle,
einkaritarinn, yfir stofuna.
Maugham kallar borgina
Blackstable í sögunni.
— Og um Hugh Walpole
og Thomas Hardy, hrópaði
gesturinn (fréttamaðurinn). í
bókinni er gert hið mesta gys
að Walpole, sem þar er nefnd-
ur Alroy Kear.
Greinilegu hæðnisbrosi
bregður skyndilega fyrir á
samanbitnu gömlu andliti
Maughams, — minnist hann
e.t.v. þess, sem hann hafði
skrifað um Hardy, sem í bók-
inni nefndist Edward Driffi-
eld, — að það athyglisverð-
asta við hann sem rithöfund,
hafi verið, hve langlífur hann
varð. Driffield — eða Hardy
— hafði áttræður verið „the
grand old man“ í enskum bók-
menntum. Og hér sat Maug-
ham, tíu árum eldri og beið
eftir því að fá viskísjússinn
sinn fyrir hádegismatinn.
— Já, mér féll sú bók vel,
ég hafði gaman af að skrifa
hana, tautaði hann. Og þá
stundina var sem hann væri
horfinn aftur í tímann. —
Væri staddur í London, ein-
hverntíma á árunum milli
heimsstyr j aldanna.
Somerset Maugham hætti
að mestu að skrifa fyrir 1950
og var þá liðin um það bil hálf
öld frá því fyrsta bók hans,
„Liza af Lambeth" * kom út.
Rithöfundarferill hans hófst
þó ekki með þeirri bók, því
að hann hafði þegar á stúd-
entsárum sínum í Heidelberg
skrifað leikrit, er hann fékk
sýnt í Berlín.
Fyrsta áratuginn eftir að
„Liza of Lamfoeth“ kom út
skrifaði Maugham nær ein-
göngu skáldsögur. En eftir að
hann snerí sér í meiri mæli
að leikritagerð, tók fjárhagur
hans mjö'g að vænkast og
telst hann nú auðugur maður.
Á síðustu árum má til dæmis
segja, að hið fræga málverka-
safn hans og fjármáladeilur
við dóttur hans, eða fóstur-
dóttur, hafi orðið tíðari til-
efni til blaðaskrifa en ritverk
hans.
Somerset Maugham hefur
kunnað vel að meta velgengni
sina og þau tækifæri, sem góð
fjárráð hafa veitt honum til
þess m.a. að eignast ógrynni
listaverka og ferðast víða u-m
heim.
Hann hefur verið umdeild-
ur rithöfundur, en kært sig
lítt um skoðanir gagnrýn-
enda. Og vinsæll hefur hann
verið og er. Það sýna meðal
annars bréfin, sem hann fær
vikulega í hundraðatali. Hon
um þykir vænt um þessi bréf,
ekki sízt þar sem mikilil meiri
hluti þeirra er frá ungu fólki.
Elli og hrumleiki hefur ekki
bugað Somerset Maugham
eða gert hann auðmjúkan í
lund. Hann heldur fast við
fyrri skoðanir sínar og dó'ma,
og hann á ennþá bágt með að
þola heimska menn í návist
sinni. En hann fellst þó á, að
honum kunni einhverntíma að
hafa orðið á mistök og hann
gerir sér grein fyrir því, að nú
hallar ört undan fæti.
Somerset Maugham verður
tíðrætt um dauðann.
Hann segir: „Dauðinn leiðir
mig við hönd sér og hönd hans
er hlýrri en mín. Á hverju
kvöldi, þegar ég býð Alan
góða nótt, bið ég hann að
biðja þess, að ég fái að sofa
áfram. Ég óska ekki eftir því
að lifa lengur. .. . “
„Líf mitt hefur verið inni-
haldsríkt og ég horfist í augu
við hið óhjákvæmilega. Ég
óttast ekki dauðann, lít ekki
til hans með kvíða og ég trúi
ekki á annað líf. Þó ég hafi
syndgað, að áliti heimsins —•
og ekki tekið út mína refs-
ingu, óttast ég ekki að refs-
ingin bíði mín, er ég fer héð-
an......“
„Dauðinn er óhjákvæmileg-
ur og það skiptir ekki miklu
máli, hvernig hann ber að
höndum....... En ég held
ekki, að hægt sé að áfellast
menn fyrir að óska þess, að
hann beri að höndum án mik-
ils sársauka. .. . “
„Nú fyrir skömmu var ég
mjög veikur — reyndar er ég
oft lasinn nú orðið — en einn
morguninn var ég svo veik-
burða, að mér fannst ég að-
eins þurfa að verða örlítið
meira veikburða til þess að
deyja. Og ég hugsaði með
sjálfum mér, að væri svona
auðvelt að deyja, væri ég þvi
síður en svo mótfallinn. Þó
fór dálítið í taugarnar á mér,
að mér myndi þá ekki takast
að ljúka við bók, sem ég var
mér mestum áhyggjum, —
sjónin er orðin svo slæm, að
ég á orðið erfitt með lest-
ur......“
„Ég hef stundum verið að
því spurður, hvort ég vildi
lifa lifi mínu að nýju. Yfir-
leitt hefur líf mitt verið nokk-
uð gott, e.t.v. betra en flestra,
— en ég sé engan tilgang í
að endurtaka það, það
væri álíka fánýtt og að lesa
leynilögreglusögu í ’ annað
sinn......“
„Ef við gerðum hins vegar
ráð fyrir að til væri það,
sem kallað er endurholdgun,
sem þrír fjórðu hlutar mann-
kynsins trúa á, — og við gæt-
um ráðið því sjálf, hvort við
hæfum nýtt líf á jörðinni, þá
hef ég stundum hugsað um,
að ég yrði fús að reyna slíkt.
— Vita hvort ég gæti ekki
með þeim hætti notið ýmiss
konar reynslu, sem aðstæð-
urnar og minn eiginn hugs-
unarháttur og framkoma
komu í veg fyrir, að ég nyti
í þessu lífi — og um leið lært
ýmislegt, sem ég hafði ekki
tíma né tækifæri til þess að
læra......“
„En ég ætti að neita, því aS
ég hef fengið nóg. Það koma
vissulega fyrir dagar, sem mér
finnst ég hafa gert alla hluti of
oft, þekkt of margt fólk, lesið
of margar bækur, séð of marg-
ar kvikmyndir, höggmyndir,
kirkjur og falleg hús og hlust-
að of mikið á tónlist. Ég
hvorki trúi á ódauðleika né
óska eftir honum. Ég vildi
helzt deyja rólega og sársauka
laust. Og ég geri mig ánægðan
með að fá fulla vissu um, að
þegar ég gef upp andann muni
sál mín með öllum sínum þrám
og veikleika, verða að engu.“
„Ferðalög þreyta mig nú
orðið, en ég ætla þó ekki að
hætta að ferðast. Ég ætla að
fara til Marrakesh (Marokko).
— Sú borg er í þeim heims-
hluta, sem hreif föður minn
hvað mest. Þaðan er verndar-
merkið, sem er á garðshliðinu
mínu og á öllum kápum bóka
minna.“
„Þær stundir koma, að ég
„Ég hef alltaf kært mig koll-
óttan um það, hvort fólk er
mér sammála. Auðvitað held
ég, að ég hafi haft rétt fyrir
mér, ella myndi ég ekki hugsa
eins og ég geri...“
„Gagnvart sjálfum mér hef
ég alltaf verið mikilvægasta
manneskjan í heiminum.....
En frá sjónarhóli skynseminn-
ar hef ég ekki nokkra þýð-
ingu. Heimurinn væri lítið
öðru vísi, þótt ég hefði aldrei
verið til.“
„Nokkuð snemma — ég man
þó ekki hvenær — komst ég
að þeirri niðurstöðu-, að þar
sem ég hefði ekki nema eitt
líf, skyldi ég reyna að fá sem
mest út úr því. Ég vildi vefa
lífsvef minn þannig, að skáld-
skapurinn væri aðal uppistaða
hans, en ívaf hans hinir marg
vislegustu þættir mannsins.
Dauðinn myndi svo fylgja í
kjölfar fullkominnar lífssaðn-
ingar. Og ég er orðinn saddur
lífdaga. Ég hef átt vissan sess
í heiminum um langan aldur
og geri mig hæstánægðan með
að aðrir taki við. Þegar allt
kemur til alls, verður að ljúka
hverjum vef. Þegar engu er
hægt að bæta við án þess að
eyðileggja mynztur hans, fell-
ir listamaðurinn vefinn . . .“
„„Nýlega var stungið upp á
því við mig, að fara til Sviss
— til Dr. Niehans, sem ég hef
áður farið til. En ég sé enga
ástæðu til þess að reyna að
lengja líf mitt, úr því ég er
kominn á þennan aldur og hef
enga löngun til þess að lifa
lengur.....“
„Ég hef enga löngun til þess
að skrifa meira. Höfuð mitt
er tómt, snautt að hugsunum
og hugmyndum....... Ég er
löngu búinn að skrifa þau orð,
sem með mér bjuggu og hef
lagt frá mér pennann."
„Og að lokum, — þegar dán-
arfregnin min birtist loksins i
•„The Times“ og menn segja:
„Hvað, ég hélt hann hefði dá-
ið fyrir mörgum árum“ — ja,
þá mun vofa mín brosa í
kampinn."