Morgunblaðið - 02.02.1964, Side 32
Aitgfýsingar á blfa
Lftanhuss-augtýsingar
aBskonar skilti ofl
27. tbl. — Sunnudagur 2. febrúar 1964
\7t
TVÖFALT
u. einangrunargler
^Oára reynsla hérlendlg ,
■3W»l3;i«a:lbiiOiT3bfcW?H«l»l!ia
FISKIÞING SETT
I GÆRMORGUN
Tveggja fyrrverandi fulltrúa þingsins minnzt
FISKIÞING hið 27 í röðinni var
sett kl. 10.30 í gær í húsi rann-
sóknarstofnunar sjávarútvegsins
að viðstöddum sjávarútvegsmála-
ráðherra, þingfulltrúum, gestum
og starfsmönnum félagsins.
Fiskimálastjóri Davíð Ólafsson,
setti þingið með stuttu ávarpi,
bauð ráðherra, fulltrúa og gesti
velkomna til þings. Kaflar úr
ávarpi fiskimálastjóra fara hér
á eftir:
„Frá því Fiskiþing sat síðast
hafa látizt tveir af fyrrverandi
fulltrúum á Fiskiþingi, þeir Arn-
grímur Fr. Bjarnason, frá fsa-
firði og Gísli Magnússon, frá
Vestmannaeyjum. Arngrímur
Bjarnason var nær 76 ára þegar
hann lézt og um 45 ára skeið
hafði hann tekið þátt í störfum
Fiskifélagsins, ýmist heima í hér-
aði eða á Fiskiþingum. Var hann
fyrst kjörinn á Fiskiþing árið
1917 og sat þá á þinginu til árs-
ins 1930 og síðan aftur á árun-
um 1942 til 1960, eða alls 18
þingum. Hann var einlægur á-
hugamaður um málefni Fiskifé-
lagsins og sjávarútvegsins og lét
jafnan til sín taka á Fiskiþing-
um um afgreiðslu mála.
Þegar Fiskiþing var sett síð-
ast, í byrjun febrúar 1962, skýrði
ég frá því, að þá um næstliðin
áramót hefði skrifstofustjóri fé-
lagsins Arnór Guðmundsson lát-
ið af störfum, eftir 37 ára starf
í þjónustu félagsins. Eftir að
hann lét af störfum skrifstofu-
stjóra starfaði hann áfram með
okkur að ýmsum þýðingarmikl-
um verkefnum og við höfðum
vonazt eftir, að honum mundi
auðnast að starfa með okkur enn
um hríð. En enginn þekkir sitt
skapadægur. Fyrir minna en ein-
um sólarhring vorum við Arnór
að ræða undirbúning þessa Fiski-
þings og ræddi hann það af þeim
áhuga, sem einkenndi hann svo
mjög. Minna en klukkustundu síð
ar var hann allur og nú minn-
umst við hans hér í dag.
Arnór Guðmundsson var fædd-
ur að Einfætingsgili í Stranda-
Framhald á bls. 2.
KVÖLDVAKA
Norræna félagsins
í kvöld
NORRÆNA félagið í Reykjavík
efnir til kvöldvöku í Þjóðleikhús
kjallaranum í kvöld, sunnudags-
kvöld, og hefst hún kl. 20.30. Þar
mun Lars Elmer, sendiikennari,
flytja erindi um sænska skáldið
Gustaf Fröding, Guðjón Ingi Sig
urðsson, leikari, lesa sænsk ljóð
í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson-
ar, sýnd verður litkvikmynd frá
Svíþjóð og rnargt annað verður
til skemrntunar. Aðgangur er
ókeypis fyrir félagsmenn og
I gesti þeirra.
Áfengi og tóbak
hækka vegna
söluskattsins
íþróttahreYÍingin og Slysavarnafélagið fá
nú 45 aura af hverium sígarettupakka
t GÆR hækkaði álfengi og tó-
bak hjá Áfengis- og tóbaksverzl
un ríkisins- Hækkar áfengi að
meðaltali um 5%- Er hækkun
þessi m. a. vegna hækkunar á
söluskatti. Varðandi tóbakið er
það að segja að það hækkar um
Landsleik-
Skota
TIL viðbótar þeim landsleikjum
í knattspyrnu, sem þegar eru
ákveðnir á komandi sumri og
blöðum og útvarpi hefur þegar
verið skýrt frá, hefur nú verið
staðfest, að háður verður lands-
leikur við áhugamannalið Skota
hér í Reykjavík hinn 27. júlí n.k.
og verður það fyrsti landsleik-
urinn í knattspyrnu milli Islend-
inga og Skota.
214% en sígarettur hækka hlut-
fallslega meira en annað tóbak.
Auk fyrrgreindra 214% bætist
við gjald á hvern pakka af síga-
rettum, sem rennur til íþrótta-
hreyfingarinnar og Slysavarna-
félags íslands, frá og með þess-
um mánaðamótum.
Mbl. fékk þær upplýsingar hjá
Áfengis og tóbaksverzluninni í
gær að sterk vín hafi hækkað
um 10 — 15 kr. á flösku eftir
tegundum. Viský hækkar þannig
úr 240 kr. í 255 kr., vodka og gin
hækkar um 10 kr. á flösku og
genever um 15 kr.
Létt vín hækka um 10 kr. á
heilflösku og 5 kr. á hálfflösku.
Eins og fyrr getur nemur tó-
bakshækkun vegna söluskatts-
ins 214% en sígarettur hækka
nokkru meira. Fá íþróttahreyf-
ingin og Slysavarnafélagið 45
aura af hverjum pakka, sem
skiptast jafnt a milli þeirra. Hér
er átt við hækkun frá tóbaks-
verzluninni, en 10 aurar bætast
við í smásöluverzlunum, þannig
að raunveruleg hækkun er 55
aurar á pakka. Kostar pakki af
Camelsígarettum nú kr. 25-20. —
Söluskattshækkunin nær til alls
þess varnings. sem Áfengis- og
tóbaksverzlun rikisins verziar
með, og má þar telja ilmvötn,
sprittvörur (rakspíra) etc.
Loks um miðja síðustu viku gafst börnunum kostur á að draga fram sleða sína. — Myndin er
af þeim, Tjörninni og öndunum. Ljósm.: ÓI.K.M.
Hvítartes kemur
til Keflavíkur
HINN 2. októ'ber s.l. var Kaup-
skip h.f., afhent í Hamiborg flutn
ingaskip, sem félagið festi kaup
á með samningi undirrituðum
hinn 9. júlií s.l. Skip þetta hlaut
nafnig Hvítanes og er heimahöfn
þess Keflavík.
Skipið er 2574 D.W. tonn sem
lokað hlífðarþilfarsskip. Rúm-
mál lestanna er 110 til 120 þús.
kubikfet.
Skipið er búið fullkomnum
siglingartækjum og hið vandað-
asta að öliuim frágangi.
Skipshöfnin er 22 menn. Skip-
stjóri er Sigurður Þorsteinsson,
1. stýrimaður Harry Steinsson og
1. vélstjóri Reynir Jónsson.
Hlutafélagið Kaupskip var
stofnað seint á árinu 1962. Samn
inga í Þýzkalandi af hálfu félags
ins hefur Vigfús Friðjónsson út-
Valt ofan í skurð
RÉTT fyrir hádegi í gær varð
það óhapp í Fosisvogi, að bíll
valt á hiiðina ofan í þröngan
skurð. Gerðist þetta á mótum
Fossvogsvegar og Klifvegar, og
mun bíllinn hafa runnið í hálku.
Fjórir voru í bílnum, og kvart-
aði einn fairþeganna urn þrautir
í baki. Var h»r>- fluttur i silysa-
varðötofuna.
gerðarmaður Sigilufirði annast,
en auk hans eru í stjórn félags-
ins Árni Guðjónsson hrl. formað
ur, Steinþór Marteinsson, Reykja
vík, Jón G. Pálsson, Keflavík,
Haukur H. Magnússon, Keflavík
og Karl Sæmundsson, Reykjavíik.
Strax eftir afhendingu fór
skipið í leiguferð á vegum
franska Atlantshafsfélagsins til
hjálenda Frakka í Vestur-Indíum
og Suður-Ameríku. Eftir tæplega
4ra mánaða útivist kemur skipið
nú fullhlaðið tómtunnum og salti
til íslands. Héðan fer það með
saltsíld til Póllands.
Framkvæmdastjóri Kaupskips
h.f., er Úlfur Sigurmundsson.
Það er mikill viðburður að
hingað kemur nýtt og glæsilegt
flutningaskip, sem skiráð er frá
Keflavík, til sinnar heim-abafnar.
Að því máli hafa bæði Kefl-
víkingar og aðrir ekki slakari,
unnið ósleitilega, og nú hefur
starf þeirra og fjármunir borið
árangur, í glæsilegu skipi, sem
klýfur heimsins höf og stingur
við nöf í Keflavík, rétt til að
láta vita að „Hvítanes“ sé komið
heim.
Við göngu um skipið verðu/r
ekki séð að nokkru sé áfátt, all-
ur útbúnaður þess er hinn full-
komnasti, sem nú þekkist um
örygigi í sigJingum og varðandi
skipshöfn eins og best verðuir
ákosið. Þegar svo vel er útbúið
skiptir ekki máli hvort menn
eru á landi eða sjó, því alls er
vel gætt, sem til öryggis má
verða.
Það var mannmairgt um borð
í „Hvítanesi“ að kvöldi föstu*
dags í Keflavík, þar var bæjar-
stjórn og bæjarstjóri, svo og
aðrir fyrirmenn Keflavíkur, glað
ir og reifir yfir þessu nýja frairu
taki og færðu forustumönnum,
yfirmönum og áhöfn skipsins,
sínar innilegustu óskir um giftu-
ríka framtíð til heilla heilbrigð
um viðskiptum og vaxandi styrk
Keflvíkurbæjar.
— hsj —
Mikið urn árekstra
í gær
MIKIÐ bar á árekstrum í Rvík
í gær vegna mikillar umferðar
og hálku. Frá kl. 11:30—-13:30
urðu 8 árekstrar í borginni,
flestir vegna hálku. Skemmdir
urðu talsverðar í sumurn þess-
ara áirekstra en engin slys.
Gerðahreppur
STOFNFUNDUR Sjálfstæðis-
fél. í Gerðahreppi verður hald-
inn í samikomuhúsinu Gerðum í
dag og hefst kl. 4. e. h. Alþingis-
menn Reykjænesk.iördæmis mæta
á fundinam.