Morgunblaðið - 04.02.1964, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.02.1964, Qupperneq 2
2 MORGUNB l AÐIÐ T>rlðjiK?agtir 4. febr. 1964 Þoríékshafnarbúar ugg- andi um hafnargerðina SELFOSSI, 3. feb. — Sl. sunnu- dag var haldinn í Þorlákshöfn al mennur borgarafundur til þess að ræða hafnarmálin. Kom þar fram að megn óánægja ríkir í pálssinu vegna seinkunar þeirr- ar, sem orðin er á hafnargerð- inni. Urðu fjörugar umræður á fundinum um hafnargerðina. Vildu fundarmenn fá upplýst hjá réttum aðilum hve miklu fé hafi verið eytt í hafnargerðina og or- sakir hinnar óeðlilegu seinkunar á framkvæmdum miðað við þær Blnðamaðurinn snt sem fnst- nst í kon- ungsstúkunni áætlanir sem gerðar voru í upp- hafi. Ennfremur vítti fundurinn þær skemmdir sem unnar hafa verið á malarkambinum sín hvoru megin við lendingarnar og grynnkun þá, sem orðin er á leg- unni, eftir að bæjarhólnum var í upphafi framkvæmdanna ýtt ofan í bátalægið. í stjórn hafnarnefndar Þor- lákshafnar eru nú Páll Hall- grímson, sýslumaður, Björn Fr. Björnson, sýslumaður, Sigurður Tómasson, bóndi Benedikt Thor arensen, framkvæmdastjóri, Sig urðu Óli Ólafsson alþingismaður og Asgeir Eiríksson, kaupmaður. — Ól. J. Þar sem lifnaðarhættir breytast snöggt er samband milli krabba- meins og reykinga Ifósast Bondevig tekur ísland sem dæmi í norska þinginu KANADÍSKI blaðamaðurinn Michaei Sone var handtekinn í Innsbruck í gær, mánudag, er hann neitaði að fara úr sætum sem frátekin voru fyrir Júlíönu Hollandsdrottningu og mann hennar Berhard prins. Blaðamað urinn fékk ákæru fyrir að trufla frið og brjóta reglur. Atvik þetta skeðj er úrslita- keppni í listhlaupi kvenna á skautum fór fram og var hol- lenzka stúlkan Djikstra að vinna yfirburðarsigur. Blaðamaðurinn neitaði starfs- mönnum svæðisins að yfirgefa konungsstúkuna og þurfti lög- reglan að flytja hann brott. r Arekslm* á LAUST eftir kl. 11 í gærmorg- un varð allharður árekstur á mótum þjóðvegarins og Esju- brautar. Rákust þarna saman Skodabíll og Moskvits, og skemmdust báðir töluvert, eink- um Moskvitsbíllinn. Ekki urðu meiðsli á mönnum. Osló, 3. febrúar (NTB) í DAG fóru fram í norska þing- inu umræður um hin skaðlegu áhrif sigarettureykinga og að- gerðir af hálfu hins opinbera til þess að koma í veg fyrir þær. Það var Kjell Bondevik, formað ur þingflokks Kristilega þjóðar- flokksins, sem lagði fram tillögu þar sem skorað var á ríkisstjóm ina að grípa til aðgerða með það fyrir augum að draga úr síga- rettureykingum landsmanna. í ræðu sinni lagði Bondevik áherzlu á mikilvægi upplýsinga- starfsemi meðal unglinga og áróð ursherferð gegn sígarettureyk- ingum almennt, nú þegar vitað væri hve skaðleg áhrif þær gætu haft á mannslíkamann. — Hann sagði, að sambandið milli sígarettureykinga og krabba- meins væru augljósast í löndum þar sem lifnaðarhætir hefðu breytzt mikið á stuttum tíma og væri ísland eitt bezta daemið um slíkt. Fram til 1950 hefði lugnakrabbameins lítið sem ekk- ert orðið vart á íslandi, en eftir það hefði tíðni sjúkdómsins auk izt mjög. Sígarettureykingar Alan Ladd látinn - 50 ára gamall Lék í meira en 150 myndum um æfina hefðu einnig aukizt mjög ört t.d. hefðu íslendingar reykt 14 sígarettur á mann árlega 1914 en 1959 hefðu þeir reykt 1116 sígarettur á mann á ári. Bondevik sagði síðan, að upp- lýsingastarfsemi um sígarettu- reykingar og áhrif þeirra hefðu borið nokkurn árangur á íslandi, sérstaklega meðal fullorðinna, en svo virtist sem reykingar væru sífellt að aukast meðal unglinga og jafnvel börn reyktu. Slíka öfugþróun yrði aC stöðva með róttækum aðgerðum sagði Bonde vik og benti á, að Alþingi íslands hefði lagt ýmis aukagjöld á sígarettur. ALAN LADD, hetja ótal drengja á öllum aldri, lézt að heimili sínu í Palm Springs, Kaliforníu, 30. janúar, 50 ára gamall. Læknar segja, að banamein hans muni hafa ver ið hjarta bilun. Kvikmynda- leikarinn hafði nýverið geng- izt undir lítilsháttar læknis- aðgerð vegna meiðsla í hné og var að ná sér eftir hana. Kona Ladds, Sue Carol> var stödd að heimili þeirra hjóna í vestri Los Angeles, er hún frétti lát manns síns. Alan Ladd átti velgengni sína mjög að þakka Sue Car- ol, sem var leikkona á æsku- árum, en gerðist síðan um- boðsmaður kvikmyndaleikara. Þegar Ladd fyrst kom í kvik- myndaver í Hollywood var hann aðstoðarmaður við hljóð upptökur og fékk rúma fjöru tiu dali á viku. En á hátindi frægðar sinnar hafði hann um 25 þúsund dali í kaup á viku. Það var árið 1941 eða 42 að Sue Carol kom hinum nýja skjólstæðingi sínum á fram- færi í kvikmyndinni „This ..gun for hire“ (Byssa til leigu — Leigumorðingi). Aðalleik- ari í myndinni var Robert Preston. En það muna víst fáir. Aftur a móti muna það allir sem sáu „This Gun for Hire“ að Alan Ladd lék hinn kaldrifjaða leigumorðingja- Og Alan Ladd hélt áfram að leika kaldrifjaðan leigu- morðingja og >,kalda karla“ árum saman og fyrir æ meira fé og frama. Paramount-kvik- myndafélagið sagðist ekki hafa af neinum leikara sinna eins miklar tekjur og af Alan Ladd, kvikmynd sem hann léki i gæfi alltaf að minnsta kosti 3 milljónir dala í aðra hönd, hvað svo sem hún fjall- aði um og hvort heldur miklu eða litlu væri til hennar kost- að. Enda sagði Ladd sjálfur um Paramount — „Hvenær sem Paramount vantar pen- inga, byrja þeir á nýrri Alan Ladd mynd.“ Frægasta kvikmynd Ladds er ,,Shane“ og er leikur hans í þeirrí mynd talinn vera ein- hver bezti leikur, sem sézt hefur í kúreka-mynd nokkru sinni. Leikstjórinn. George Stevens, lét svo um mælt að enginn gæti hafa leikið „Shane“ betur en Alan Ladd og leikur hans í myndinni Alan Ladd væri sígilt fordæmi. Sjálfur hafði Alan Ladd einnig mest- ar mætur á þessu hlutverki. Alan Ladd fæddist í Hot Springs, Arkansas, en dvaldi mestan hluta æfinnar í eða nálægt Hollywood. Á yngri árum fékkst hann við ýmis- légt harla óskylt kvikmynda- leik, og hafði m-a. verið blaða maður, sölumaður fyrir pen- ingakassa, matreiðslumaður o.fl. en fór svo loks að vinna sem aðstoðarmaður í kvik- myndaveri einu og fór upp úr því að leika dáiítið. Sue Carol heyrði hann leika í útvarp og kom honum á framfæri eins og áður sagði. Þegar svo töku fyrstu kvikmyndarinnar. „This Gun for Hire' var lok- ið, lögðu þau upp í brúðkaups reisuna, Alan Ladd og Sue Carol. Þau höfðu verið gift í 22 ár er kvikmyndaleikarinn lézt. Hjómn áttu tvö börn saman og sit' hvort frá fyrra hjónaböndum, því bæði höfðu m verið gift áðui. 9 Síðasta mynd Alan Ladds 9 var „The Carpetbaggers" sem 1 tekin var síðastliðið sumar. I /■ NA /5 hnútar i / Sil 50 hr.úter H Snjóimt • /)*( » ' vtf/ \7 Skúrir E Þrumur y///RrgrA^s^j KuUatkil H Hal ri,,/tva%\ Hifsskif L LstS Kl. 5 í morgun var komin norðanátt á Hornbjargsvita, en annars var vestan átt um land allt, frost um 5 stig og éljagangur vestan lands. Sjö tímum seinna snerist vindur til norðurs í Reykjavík og kl- 14 mátti segja að vindur væri orðinn norðanstæður um allt larid. Gera má ráð fyrir að kólnað hafi að jafnaði um 5 stig við áttarbreytinguna. Samvinnufélag útgerðarmanna á ISIorðfirði: taka upp ákvæðisvinnu NESKAUPSTAÐ, 3. feb. — Þeir tveir bátar, Gullfaxi og Hafþór, sem róið hafa héðan, hafa aflað um 110 tonn frá áramótum. Mjög hefur verið erfitt með sjósókn, þar sem sífelldir stormar hafa verið og varla hægt að segja að komið hafi góður dagur hjá bát- um. Samvinnufélag útgerðarmanna er nú að breyta um vinnutilhög- un í frystihúsi sínu og koma þar á ákvæðisvinnu við alla flökun. Þar er einnig verið að koma fyrir nýjum frystitækjum, sem einkum mun ætlað að frysta síld og mun verða hægt að frysta í þeim um 400 tunnur á sólar- hring. Þá verður einnig tekmn í notkun nýr frystiklefi, sem get ur geymt um 350 tonn. Enn er ófarið mikið af saltsíld frá því í sumar, en þrjú skip voru hér í dag. Tvö þeirra tóku slatta af saltsíld, en það þriðja lestar hér um 700 tonn af síldar- mjöli. — A. Kommúnistar tapa fylgi ■ „Jötni“ í Eyjum STJÓRNARKJÖR fór fram í Sjó- mannafélaginu Jötni í Vest- mannaeyjum um sl. helgi. Tveir listar voru í kjöri: A-listi, er skipaður var kommúnistum og studdur af fráfarandi stjórn og B-listi lýðræðissinna. Úrslit urðu þau, að A-listinn hlaut 80 atkvæði, en B-Iistinn 63 atkvæði. Kommúnistar hafa verið sjálf- kjörnir í stjórn félagsins hátt á annan áratug og ráðið öllu í fé- laginu. Lýðræðissinnar hafa aftur á móti nokkrum sinnum boðið fram gegn þeim til fulltrúakjörs á þing ASÍ og gerðu það síðast 1962. Þá urðu úrslit þau, að komm únistar hlutu 96 atkvæði, en lýð- ræðissinnar 50 atkvæði. Þá var atkvæðamunurinn 46 atkvæði, en nú aðeins 17 atkvæði. Þessi sigur lýðræðissinna er þeim mun athyglisverðari fyrir þá sök, að kommúnistar 1 stjórn félagsins beittu hvers kyns bola- brögðum í kosningunum, sem þeim er títt. Tóku m.a. fylgis- menn sína inn á kjörskrá eftir að kosning hófst, en settu andstæð- inga sína út af skrá. Það skal tekið fram að for- maður Jötuns, Sigurður Stefáns- son, er eitt af þægustu verkfær- um kommúnistaflokksins í verka lýðshreyfingunni. Sjómenn í Vestmannaeyjum eru staðráðnir í þvi, að halda baráttunni áfram og frelsa félag' sitt úr höndum þeirra pólitísku ævintýramanna, er stjórnað hafa samtökunum í áratugi með litl- um sóma. Gagnfræðaskólanemendur ó Akranesi kynnast Bach og skaðsemi reykinga AKRANESI, 3. febr. — Á slag- inu kl. 8 á laugardagsmoirgun voru nemendur Gagnfræðasikól- ans hér látnir ganga í prosessiu ofan í kirkju. Þegar allir voru búnir að taka sér sæti og kyrrð komin á, hófst kynning á verk- um hins heimsfræga tónskálds Johanns Sebastian Bachs. Org- anleikari var Haukur Guðlaugs- son, skólastjóri Tónlistarskólans. Að loknum tæpum tveim klst. sem tónleikarnir stóðu yfir gengu nemendurnir í skipulögðum röð- um aftur upp í skóla. I skólann kom nokkru síðar Bragi Nielsson, læknir Oig flutti gott erindi fyrir nemendur um j skaðeemi reykinga oig notkun tóbaks. En þessi dagur var ein- mitt dagur Bindindisiél. í sk.ou.um Þorrablót Þorrablót mikið var haldið s.L sunnudagskvöid í félagsheimilinu Fannahlíð í Skilmannahreppi á vegum Fólksbílastöðvarinnar h.f. hér i bæ. Þar var vel veitt og matur borinn fram í trogum, eins og á Egils dögum. Það var í frásögur fært er einn þorrablótsmanna fór heim á lang ferðabílnum kl. 5 um nóttina. Þá skeði það óhapp að spánýtt 19,000 kr. viðtæki, tilheyrandi farartæk inu, eyðilagðist. Ein farþeganria hafið slegið í það. — Oddur,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.