Morgunblaðið - 04.02.1964, Page 3
Þriðjudagur 4. febr. 1 ð64
MORGUNBLAÐIÐ
3
' ' s "v \ fc víSSiÍ^v 5.'Í',U' wl™ <•.
Ekið á gagnbrautuvi báðuiu uiegin Hringbrautar og eftir „eyj unni“, sem skilur að akreinaruar.
Ófærð á götum Reykjavíkur
inn gat að líta menn vopnaða
skóflum, sem ýmist unnu að
því að grafa bíia sína úr fönn
eða setja á þá snjókeðjur.
í gærmorgun var búið að
ryðja helztu umferðaæðar
Reykjavíkur, og voru víða
háir snjóskafiar meðfram
þeim. í úthverfunum var ill-
fært á stöku stað. Margir festu
bíla sína, er þeir óku of djarf
lega út á vegarbrúnir, jafn-
vel í miðbænum.
S*
•*
- Iþrótiir
Framihald af bls. 26.
heimsmeistarakeppninni fyrir 10
árum, þá 15 ára gamall. En ég
er ekki hættur. Ég held áfram
skíðakeppni svo lengi sem ég
get eitthvað.
Norðurlandabúar sóttu ekki
gull í greipar Mið-Evrópumann-
anna.' Norðmaðurinn Överland
fór brautina mjög vel ofan til
og var þar aðeins 1.5 sek. lakari
en Bonlieu, en síðan gekk honum
illa. Beztur Norðurlandabúa var
Finninn Raimo Manninen, sem
varð 10. á 1.55.14. Bjuggmann,
Svíþjóð var 22. á 1.55.30, Över-
land 23. á 1.55.51, Holm, Noregi
24. 1.55.72, Sunfe, Noregi 26.,
Lindström, Svíþjóð 33., Grahn,
Svíþjóð 38. og Ekstam, Finnl. 40.
á 2.01.78.
tlRSLIT:
OL.-meistari
F. Bonlieu, Frakkl... 1.46.71
2. Karl Schranz, Austurr. 1.47.09
3. P. Stiegler, Austurr. . . 1.48.05
4. W. Fave, Sviss ...... 1.48.69
5. J. Huega, USA ....... 1.48.76
6. Jean Killy, Frakkl. .. 1.48.92
7. Nenning, Austurr.....1.49.68
8. B. Kidd, USA......... 1.49.97
9. L. Leitner, Þýzkal...1.50.04
10. J. Minsch, Sviss .... 1.50.6
STAKSIEINáR
ÞÓTT Vetur karlinn léti lengi
ekki á sér kræla í þetta sinn,
þá var hann stórbrotinn og
forn í skapi, þegar hann loks
ins hélt innreið sína. Það var
eins og hann vildi sýna Reyk-
víkingum, að hann væri ekki
dauður úr ölium æðum, held-
ur væri alltaf á næstu grös-
um á þessum tíma árs, og það
aðeins duttlungum hans háð,
hvort hann nennti að hrella
mannfólkið.
Um helgina gerði skafbyl
slíkan í Reykjavík, að margar
götur tepptust. Stóðu bifreið-
ar víða fastar í sköflum jafn-
vel á helztu umferðargötun-
um. Á sunnudag lokaðist t.d.
u.þb. 200 metra kafli syðri
akreinar Hringbrautar. svo að
aka varð uppi á „eyjunni“,
sem skilur að akreinarnar-
Keðjulausir bílar stöðvuðust
víða og vörnuðu öðrum
betur útbúnum farartækjum
vegarins. Hvarvetna um bæ-
Bifreiðalest föst á Reykjanesbraut. Fremsti bíllinn stöðvaðist og
komust hinir því ekki af stað aftur-
'X'X-X-íýX-Xv.'ýýlK
Strætisvagn fastur á Bústaðavegi. Gangandi fólk reynir að að stoða aðra bíla við að komast
fram hjá honum.
Hverjir viljr upp-
bótakerfi?
í forystugrein í Tímanum sl.
sunnudag segir m.a.:
„Ef menn rifja það upp, sem
sungið var af stjórnarblöðunum
og frambjóðeudum stjórnarflokk
anna fyrir þingkosningarnar í
vor, mun mönnum ekki koma
annað fyrr í hug en loforð og
svardagar um, að ekki skyidi aft
ur horfið til hins fordæmda upp
bótakerfis, ef stjómarflokkarnir
héldu meirihluta sínum áfram.
Enginn, sem þá trúði stjómar-
flokkunum, gat látið sér detta í
hug, að það yrði aðalverk þeirra
á fyrsta þinginu eftir kosningar
að taka upp nýtt stórfelt uppbóta
kerfi. í öllum þingræðislöndum
þykir það hjálfsögð hefð, að rík
isstjóm segi af sér, þegar flokk
ar hennar telja sig ekki geta
framfylgt þeirri stefnu, sem þeir
lofuðu kjósendum".
Tíminn skýrir þannig rétti-
lega frá því, að báðir stjómar-
flokkarnir og stuðningsmenn
þeirra séu andvígir uppbótakerf
inu og hafi fordæmt hinar skað
vænlegu afleiðingar þess. Hitt
er einnig rétt, að nú hefur um
sinn verið vegið svo illilega að
viðreisninni, að sú heillavænlega
efnahagsstefna, sem mörkuð var
1960 og síðan hefur verið fylgt,
hefur orðið að þoka nokkuð, þótt
auðvitað séu þær ráðstafanir,
sem nýbúið er að gera, ekkert
í líkingu við uppbótafarganið,
eins og það var, þegar það var
í algleymingi.
Dómur kosninganna
Það er einnig rétt hjá Tím-
anum, að í kosningunum í sum-
ar var kosið um viðreisnarstefn-
una. Þjóðin vottaði henni fyllsta
traust sitt og kaus gegn uppbóta-
stefnunni eins og tíminn skýrir
frá. En sú röksemdarfærsla Tím
ans, að Viðreisnarstjórnin eigi að
segja af sér, vegna þess að hún
hefur um sinn ekki að fullu get-
að framkvæmt viðreisnarstefn-
una er hinsvegar alröng. Þjóð-
in kaus þá flokka, sem hún bezt
treysti til þess að forðast upp-
bætur og spillingu eins og frek-
ast væri unnt. Hún kaus gegn
þeim flokkum, sem það kerfi
vilja. Enn í dag eru það Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýðuflokkur-
inn, sem gera sér fulla grein
fyrir bölvun uppbótakerfisins og
kostum frjáls og heilbrigðs efna
hagskerfis, og enn í dag em það
Framsóknarmenn og kommún-
istar, sem hatrammlega deila á
heilbrigða efnahagsstefnu og
krefjast þess að uppbótafargan-
ið verði inieitt á ný eins og það
var þegar þeir hrökkluðust frá
völdum.
Stefnan í framtíðinni
Þótt stjórnarflokkarnir hafi
gert tiltölulega smávægilegar
ráðstafanir til að létta byrðum
af útflutningsframleiðslunni,
vegna þeirra hækkana, sem
urðu á launum í desember, gera
þeir sér fulla grein fyrir því að
framtíðarskipulagið getur ekki
verið annað en frjálst og heil-
brigt efnahagskerfi, ef þjóðinni á
vel að farnast. Þjóðin hefur falið
þessum flokkum að framkvæma
þá stefnu eins vel og þeim er
unnt. Þeir játa að vísu að þeir
hafi orðið að láta nokkuð undan
síga í bili, en þeir hljóta að berj-
ast áfram gegn því að uppbóta-
kerfið hef ji innreið sína í algleym
ingi. Þjóðin fól þeim það hlut-
verk í kosningunum eins og
Tíminn skýrir réttilega frá.
Kjósendur kusu gegn uppbóta-
stefnunni og þeim flokkum,
sem hana vilja. Þess vegna
væru það svik við
ef uppbótaflokkunum yrðu feng
in völdin og viðreisnarflokkarn-
ir gæfust upp við að tryggja þjóð
inni eins farsæla efnahagsstefnu
og kostur er á hverjnm tima