Morgunblaðið - 04.02.1964, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.02.1964, Qupperneq 6
0 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 4. febr. 1964 Um meðferð netafisks — Nýja skreiðarhjalla með plastþaki veggi og gaflhlífar úr sama efni Vindur leikur gegn um hjallinn, en vatn kemst ekki á skreiðina — Þjóðin þolir ekki lengur hin stórskaðlegu vinnubrögð aðalatvinnuvegarins fluttur, niður9oðinn, eða á bvern annan hátt, sem þeir verka þorsk inn. ó. J. bætir við: „Persónu- lega er ég sannfærður um að sama sagan gæti gerst hér á íslandi.“ Og dæmið, sem ég nefndi hér að framan er óræk sönnun bess“. EFTIR blaðaskrifum að dæma um hag útgerðarinnar, sem og frystihúsa, sem sögð eru óstarf- hæf vegna kostnaðar, er nú upp- bótakerfið að halda innreið sína á 'ný, samanber forsíðugrein í Morguinblaðinu í dag 24. jan. 1964: „Söluskattur tii að létta byrðar útflutningsfraraleiðslunn- ar“. Þetta er næsta alvarleg — og ég vil segja, sorgleg saga, þar sem vitað er og viðurkennt að hvergi er betri fisk að fá en í hafinu umhverfis ísland. Árið 1957 skrifaði ég fyrst um þessi efni — og lagði áiherzlu á að fara bæri innan í fiskinn jafn óðum og fiskurinn er greiddur úr netunum og ísa í stíum lestar innar, (þegar búið væri að landa mæfti taka ísinn sem jafngóður væri, í land og þvo, og nota í íiskinn í vinnslustöðvum), en hirða að sjálfsögðu lifur og hrogn og setja í tunnur, sem bundnar væru á hagkvæmum stað á dekki. Til þessa starfs væri sjálfsagt að nota þá menn, sem annars vinna þetta verk í fiskmóttökuhúsum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir því að verja fiskinn skemmdum. Ég fullyrti að þetta atriði er mjög mikilvægt. Alloft er fiskur inn 2ja nátta þegar gefur á sjó til að draga netin og því 3ja nátta, þegar til vinnslu kemur. Aðgerðinni líkur oftast ekki á einum degi, þó að mjög rösklega sé unnið. Er flökun netafiskjar arðbær- asta verkun sem völ er á? Ég svara hiklaust neitandi. En neta- fiskur sem ekki er hæfur til flök unar, getur orðið góð Ítalíu- skreið, ef rétt er að farið. Skýrsla yfir kostnað við flökun þorsks Eftir athugun af mjög hæfum manni í einu stærsta fyrirtæki landsins, sem hefur að aðalstarfi að athuga hag allmargra frysti- húsa, gaf mér skýrslu um nýt- ingu á hausuðum þorski. Niður- stöður þessarar skýrslu er, að hausaður þorskur (innanífarinn) gefur aðeins 50% flök. Úrgangur við flökun, þ.e. beinagrind með þunnildi, ásamt hreinsun flak- anna, þ.e. morkur, roð og blóð, nemur 50%. Niðurstöður þessarar skýrslu sanna svo greinilega það, sem ég um árabil bef skrifað um, að skreiðarverkun er langsamlega arðbærust. Vinnulaun (þ.e. flök- un) pr. smálest kr. 1033,00, um- búðir fyrir sama magn í 7 lbs. pakk kr. 281,50 eða samtals kr. 1314,50. Kostnaður við skreiðina þ.e. að spyrða tvo fiska saman, sem nú er gjört með hring úr bindigarni, og snúa verður öðr- um fiskinum nokkrum sinnum, mætti spara með hagkvæmari að ferð, þ.e. að gera spennu með sterkum gorm, sem héldu tveim fiskum saman. Eftir er að finna hagkvæma aðferð til að hengja skreiðina upp í 3ja hæða hjall, eins og ég hefi hugsað hina nýju þurrkhjalla. En ef ég hefði farið til Þýzkalands eða annars tækni lands til að láta gjöra nýja hjalla, hefði ég leitað ráða tæknimanna um þetta atriðL Lýsing á hinum nýja skreiðahjalli. Stærð 18x12 m. með þrem þurrkhæðum. Greinargóður mað- ur taldi að slíkur hjallur mundi taka allt að 40 smálestir. Núver- andi skreiðarhjallar geta vart borið það heiti, þar sem þeir að gerð líkjast í engu fyrrverandi skreiðarhjölum. Á þeim er ekk- ert húslag, heldur eru þeir opið svæði, þar sem fiskurinn hrekst og verður dökkleitur, í bezta til- felli ljósgrár, oft mikið til aðeins svartifiskur. (Ó.J.). Vitnað í merka grein Hugsanlega getur það sannað álit mitt og reynslu að taka hér á ný upp nokkur atriði úr grein hr. fyrrverandi formanns skreið- arframleiðenda óskars Jónsson- ar, sem hann reit í Morgun- blaðið 6. desember 1960. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að eng- inn efast um sannleiksgildi orða þessa mæta manns. Óskar getur þess, að þetta ár (1960) hafi verið vætusamt. „ítalíuvaran hefur farið minnkandi ár frá ári og er illt til þess að vita og var s.l. ár um 124 lestir . . .. Ég skal t.d. taka ein framleiðanda hér sunn anlands, sem hafði 39 lestir 350 kg. af „Italíener". Hann fær bæði í fob-söluverði og með uppbótum (útgerðin stóð þá ekki á eigin stoðum) ca. kr. Tvö hundruð og tíu þúsund meira fyrir þessar tæpar 40 lestir, heldur en ef skreiðið hefði lent í Afríku- skeirð". Til viðbótar þessari sönnu sögu vil ég bæta við, að ég tel — og fullyrði — að enn þá hefur ekki verið flutt út skreið með hinum rétta roðlit. Ég verkaði skreið í Vestmannaeyjum í smáum stíl. Sú skreið var með upprunalegum roðlit, enda kom aldrei vatns- dropi á skreiðina. Ég vakti yfir Páll Oddgeirsson þessum litla skreiðarhjalla og varði hann með sama efni og not- aðar voru yfir fiskstakka, batt yfir verjurnar og setti á þær þunga staura að neðan. I»að eru hin réttu vinnubrögð, sem gefa góðan árangur við hvað sem unn ið er. „Óskar Jónsson segir enn frem ur í fyrrnefndri grein, og ég end urtek það hér, að á þessu þarf að vera breyting. Ég var nýlega að lesa í norsku blaði um nýtingu og sölu norska aflans, ög var þar rætt um þorskinn alveg sérstak- lega. Þar er fullyrt, að enginn verkunaraðferð skili meiri pen- ingum heim fyrir þorskframleið- endurna en það magn, sem íer á Ítalíumarkaðinn, hvorki salt- fiskur, freðfiskur, nýr fiskur út- Mér er sönn ánægja að birta þennan þátt úr hinni gagnmerku grein óskars Jónssonar, enda er hann einasti maðurinn á íslandi, auk mín, sem hefur skrifað um skreiðarverkun, og skilur nauð- syn þessa mikilvæga þjóðmáls, þótt hann hafi ekki minnzt á að bæta verkun á skreiðinni né fara að fordæmi fyrri kynslóða að verka skreiðina í hjöllum, þar sem vatnsdropi kemst ekki að skreiðinni og skilar verðmeiri og þyngri skreið. Lýsing á nýrri gerð skreiðar- hjalls. Stærð hjallsins 18x12 m. með þrem þurrkhæðum, þak úr plasti, þannig að sól hefur áhrif á skreið ina svipað og þaklaust væri. — Sama efni í hliðar og göflum. En hjallurinn verður þannig gerð- ur, að vindur leikur undir mæni, og fær skrciðin því vind- straum að ofan, sem og frá hlið- um og göflum. Eftir fróðs manns athugun tekur slíkur skreiðar- hjallur allt að 40 smálestir af blautfiski. Úr hinum svokölluðu hjöllum, sem enn þá eru illu heilli notaðir, fæst ca. skreið 6% af hráefnisþunga. Hæsta verð á Italíuskreið er nú & 365 cif eða kr. 43.800,00. En eftir því sem ég hef nú fengið upplýst, fæst að- eins 35 þús. kr. pr. smálest, sem seld hefur verið á ftalíu á sið- ustu og verstu tímum. É„ þykist vita að fyrir skrtiíi verkaða í fyrirhuguðum plasthjöllum feng- ist að minnsta kosti S, 25 meira. Því dreg ég mjög í efa að Ítalía hafi fengið skreið verkaða úr full gildum fiski, sem ekkert hefur hrakizt. Fyrir rétt verkaða skreið fengist £ 390,00 eða kr. 43.800,00. Fyrir Nígeríuskreið hefur feng- izt að sögn sama manns kr. Eitthvað fyrir okkur? f BREZKU dagblaði sá ég nú um helgina, að brezka heil- brigðismálaráðuneytið væri að láta gera litkvikmynd um reyk- ingar og krabbameinshættuna — og væri sú myrd ætluð börn- um á aldrinum 9—12 ára. Ráðu neytið er líka að dreifa auglýs- iragaspjöldum um allar Bret- landseyjar, spjöldum, sem vara við reykingahættunni á eftir- minnilegan hátt. Verða þau fest upp í skólum, sjúkrahúsum, skrifstofum — og víða annars staðar þar sem mikið er um mannaferðir. En væri ekki tilvalið fyrir ís lenzk heilbrigðisvöld að tryggja sér eintak af kvikmynd Bret- anna? Mætti ekki setja í hana íslenzk tal og sýna í skólum landsins? Vafalaust verða siík ar myndir gerðar í mörgum löndum — og ættu ekki að vera vandræði fyrir > kkur að fá nokkrar góðar. Fyrirmyndar göngu- garpar í sömu frétt sagði, að prófess- or einn í læknisfræði við há- skólann í Birmir.gham hafði á læknaþingi rætt mrkið um of- fituna og hreyfingarleysið, sem þjáði fólk. Sagði hann, að ágætt væri fyrir börn að ferðast milli hæða stórhýsann- í lyftum, en foreldrarnir ættu að ganga upp og niður alla stiga. Ég hef einmitt verið að velta þessu mikið fyrir mér að und- anförnu, af því að ég hef verið ráð til að neyða sjálfan mig til að reyna að finna upp eitthvert ráð að hreyfa mig örlítið meira en ég og mínir líkar gera. Það segir sig sjálft, at enginn hefur gott af að sitja inni allan dag- inn, ganga nokkra metra út í oil sinn eða strætisvagn — og sitja síðan heima allt kvöldið við lestur eða eitthvað annað. Kvöld efir kvöld ákveður maður að taka upp reglulegar gönguferðir, en svo gefur eng- inn sér tíma til • líks — neima Gunnar Böðvarsson og Jónas Haralz, sem fara gangandi úr Kópavogi fyrir allar aldir — og stika hressir og sprækir í gelj- andanum með Hafnarfjarðar- veginum á sama tíma og aðrir líða hálfsofandi í strætisvagni 25.000,00 sennilega cif eins og ævinlega er nóterað, og dregst því nokkuð af andvirði skreiðar- innar, því flutningsgjald er eðli lega mikið svo langa leið (un» skipun m.m.). Þegar ég fyrst sá skreiðarhjall. Það var aldamótaárið seinni- part maímánaðar, að faðir minn, sr. Oddgeir Guðmundsson, þáver andi sóknarprestuir Vestmánna- eyja, þurfti að hafa tal af svo- nefndum landsetum sínum : Land eyjum, en afgjald nokkurra jarða heyrði undir Ofanleitis-presta- kall, og var hluti af launum prestsins. Við lentum austarlega í Landeyjum og fengum hesta í sandinn. Brátt vorum við komn ir heim áð bæjunum. Allir bæirn ir voru með torfþaki nema lítið smáhýsi, sem allt var úr timbri, og ég spurði pabba livað menn- irnir gerðu við bessi hús. „Þeir þurrka þarna þorskinn, sem þeir fá á færi, þegar loðnan gengur upp að sandi. Þá er oft mikill fiskur, þeir nefna þetta skreið", Ég fór fljótt að skoða þessi , Jiús“, úr plægðum borðum, rimlar á hlið um og göflum. Ég lcit inn í hjall- ana, alls staðar var þorskur, gul- ur á lit, þótt farinn væri vel að þorna. Þetta eru fyrstu kynni mín af rétt gjörðum skreiðarhjalli. En þótt 63 ár séu nú liðin verður maður að segja að meiri þekking var þá á þessu sviði en nútíma menn sýna í verki. Alvarlegt viðhorf. Ég mun ekki dvelja lengi við þessa yfirskrift. Blöðin hafa skýrt frá því viðhorfi, sem nú blasir við. Uppbætur á aflann. Stuðningur við togaraútgerðina, Talað um 3% milljón á togara, Iíraðfrystihúsin óstarfhæf án hjálpar. Og ölum þessum kröfum er ríkisstjórninni ætlað að full- nægja eins og hún réð: yfir nýj- um „gullfossi", sem gysi gulli eða öðrum gjaldmiðli. Nei, það ev fólkið, sem landið byggir, það fær að greiða, útgerðarmenn, sjó menn og allir, sem starfshæfir eru. Ámælisverð framkoma banka- stjóra Framkvæmdabankans, hr. Benjamins Eiríkssonar Fyrir tveim árum kom ég að máli við ofangreindan banka- stjóra Benjamín Eiríksson. Ég hafði með mér teikningu af hinni Frh. á bls. 27 í bæinn — eða úrillir í upp- hituðum einkabíl. Eg er visa um að flestir vegfarendur öf- unda þá yfir dugnaðinum. Og tvímenningarni r gera sér sjálf- sagt enga grein fyrir hve um- talaðir þeir eru í Hafnarfjarð- ar og Kópavogsvögnunum á morgnana — og margur bíl- stjórinn segir seniáleiga við sjálf an sig um leið og hann ekur fram úr göngugörpunum: „Fjandans aumingi er maður að skilja ekki bílinr eftir heima — og ganga þennan spöl, fá sér hreint loft í lungu.i". Ég held. að hreyfingarleysið sé vandamál, sem veldur mörg- um áhyggjum. Ekki. hæfir út- varpsleikfimin öllum. Fæstir fullorðnir hafa tök á að stunda æfingar i íþróttahúsum. Hins vegar hljóta að vera til mörg einföld æfingakerfi fyrir fólk i heimahúsum — og býð ég öll- um, sem vilja gefa góð ráð, rúm fyrir nokkrar línur hér. Löng bréf eru leiðinleg — en stutt bréf yfirleitt skemmtileg. ÞURRHLÖDUR ERL ENDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.