Morgunblaðið - 04.02.1964, Page 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. febr. 1964
fKttOguitMiifetfe
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri: Sigfús dóiisson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs,lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
1 lausasðlu kr. 4.00 emtakib.
HERKOSTNAÐ URINN
GREIDDUR
ITiðr eisnarst j ó
" VfcíiÍH" CCkT- -f’
omm
hefur
beitt sér fyrir verulegri
lækkun skatta og tolla. Var
þeim ráðstöfunum að sjálf-
sögðu fagnað af öllum al-
menningi. Þjóðin var orðin
þreytt á skattránsstefnu
þeirri, sem Framsóknarflokk-
xirinn hefur átt drýgstan þátt
í að marka og framkvæma.
Sú stefna hafði ekki aðeins
valdið einstaklingunum marg
víslegu óhagræði og erfið-
leikum. Hún hafði staðið í
vegi fyrir eðlilegri þróun og
uppbyggingu í landinu.
Réttlát og skynsamleg
skattalöggjöf er eitt af frum-
skilyrðum heilbrigðs efna-
hags- og atvinnulífs.
Á þessu brast leiðtoga
Framsóknarflokksins allan
skilning. Eysteinn Jónsson
hafði skattasvipuna alltaf á
lofti. Hann sá aldrei neitt úr-
ræði nema skattahækkanir
til lausnar hverjum vanda.
Það var þetta skattaæði
sem varð að lokum vinstri
stjórninni að falli. Hún hafði
lagt svo gífurlegar skattaálög
ur á þjóðina til þess að geta
haldið uppi uppbótakerfi
sínu, að dýrtíðin og verðbólg-
an var orðin gersamlega óvið
ráðanleg.
Þegar svo var komið lauk
hinu mikla vinstra ævintýri.
Hermann Jónasson lýsti því
yfir, að innan ríkisstjómar
hans væri ekki samstaða um
nein úrræði til þess að
slökkva þá verðbólguelda,
sem vinstri stjómin hafði
kveikt.
Andstæðingar Viðreisnar-
stjómarinnar hafa síður en
svo fagnað þeirri skatta- og
tollalækkun, sem framkvæmd
hefur verið. Kommúnistar og
Framsóknarmenn hafa þvert
á móti lagt höfuðkapp á það
að eyðileggja það jafnvægi
í íslenzkum efnahagsmálum
sem fylgdi skatta- og tolla-
lækkunarstefnu Viðreisnar-
stjómarinnar.
Það er nauðsynlegt að
þjóðin geri sér það ljóst nú,
að það er barátta kommún-
ista og Framsóknarmanna'
gegn jafnvægi í íslenzkum
efnahagsmálum, sem hefur
orðið þess valdandi að sölu-
skattur hefur nú verið hækk-
aður um 2Vz%. Sú hækkun
verðlags, sem leiðir af þess-
ari söluskattshækkun er þess
vegna bein afleiðing hinnar
ofstækisfullu og ábyrgðar-
lausu baráttu kommúnista og
Framsóknarmanna gegn jafn-
vægis- og viðreisnarstefn-
uimi. Hækkun söluskattsins
og verðlagsins er herkostnað-
ur Eysteins Jónssonar og
Hannibals Valdimarssonar.
Það er stríðsyfirlýsingin frá
Borgamesi sem þjóðin er nú
að borga fyrir. Hún er áð
greiða herkostnað þeirrar
„þjóðfylkingar,“ sem kom-
múnistar og Framsóknar-
menn hafa myndað gegn
heilbrigðu efnahagsástandi,
stöðugu gengi ísl. krónu og
þróun og uppbyggingu í
þjóðfélaginu.
ÓFRIÐLEGAR
AÐFARIR
CJtjórn Sovétríkjanna hefur
^ undanfarið lagt mikla
áherzlu á að sanna friðar-
vilja sinn og viðleitni til þess
að bæta sambúð milli austurs
og vesturs. Þegar á það er
litið hljóta aðfarir Rússa í
síðustu viku að vekja hina
mestu furðu. Óvopnuð banda
rísk æfingaflugvél villist inn
yfir Austur-Þýzkaland en er
tafarlaust skotin niður af
rússneskum orustuflugvél-
um. Þrír imgir menn em
drepnir gersamlega tilgangs-
laust. Hin óvopnaða banda-
ríska flugvél var hundmð
mílna frá landamærum Sovét
ríkjanna. Af henni stóð engin
hætta eða ógnun í garð Sovét
ríkjanna.
Það sætir vissulega engri
furðu þótt þessi framkoma
Rússa veki tortryggni og ugg
um það, að ekki liggi mikið
á bak við friðartal leiðtoga
þeirra.
DE GAULLE
OG HLUTLEYSIÐ
í ASÍU
F|e Gaulle forseti Frakk-
lands lýsti þeirri skoðun
sinni á blaðamannafundi í
síðustu viku, að hann teldi
að hlutleysi þjóðanna í Aust-
ur-Asíu væri líklegasta leið-
in til þess að tryggja þar frið
og öryggi. Mörgum mun
finnast þessi skoðun hins
reynda stjómmálamanns með
léttvægum rökum studd. —
Reynsla allra þjóða, hvar
sem þær em í heiminum,
sýnir að í hlutleysinu er
ekkert skjól. Það er ákaflega
ólíklegt að kínverska kom-
múnistastjómin hætti bylt-
ingaráróðri sínum í löndum
Austur-Asíu þó þjóðir þeirra
lýsi yfir hlutleysi sínu. De
Gaulle gerir því að vísu
Fegrunarsnillingur bílanna
FÆSTIR eru svo skyni
skroppnir. að þeir kannist
ekki við Ford eða Diesel og
aðra jötna bílna og hreyfla.
En þeir eru færri sem kannast
við nafn mannsins, sem kalla
mætti „bílaskraddarann“.
Manninn sem mestu hefur
ráðið um gerð yfirbyggingu
á bílum og mestu ráðið um
hvernig fólksbílar eigi að líta
út.
Hann er ítalskur og heitir
Battista Farina, og gengur
undir nafninu Parinfarina.
Fæddur 1895 í mestu fátækt
í sveitakoti, níu sysbkina bróð
ir, og það var hátíð í heimil-
inu hvenær sem þau fengu
egg, Hann var rekinn úr
barnaskólanum tíu ára, vegna
þess að hann grýtti blekbyttu
á kennarann og var svo
óheppinn ag hitta hann. En
strákurinn var námfús og
greindur. Þá var fátt um bíla
og slíka gripi áttu ekki aðrir
en ríkisbubbar. Farina var
hrifinn af þessum gandreið-
um og skar eftirlíkingu af
þeim í tré.
Hann fór að dútla við vél-
smíði eftir að hann rekinn úr
skólanum, og 14 ára komst
hann til eldri bróður síns,
sem hafði bílaverkstæði í
Torino. Það var þar, sem hann
hitti forstjóra Fiat-smiðjanna
tveim árum síðar. Hann sá
fljótt í hverju hæfni stráksins
lá, og sagði honum að teikna
nýja gerð yfirbygginga á bíla.
Nú eru 50 ár síðan þetta gerð-
ist, en árangurinn þykir enn
aðdáunarverður. Það er „Torp
edo-Fiat“, sem nú er á bíla-
safninu í Torino. — Þetta var
fyrsta spor Pininfarina á
frægðarbrautinni.
í fyrri heimsstyrjöldinni
smíðaði Fiat flugvélar. Far-
ina var svo hrifinn af þeim,
skóna að Pekingsstjómin
verði aðili að slíkum hlut-
leysissamningi. En hvaða
skjól var þjóðum Evrópum
í griðasamningum þeim, sem
Adolf Hitler gerði við þær á
sama tíma og hann var að
undirbúa sem vendilegast
árásimar á þær?
Það er furðulegt að jafn
reyndur stjómmálamaður og
de Gaulle skuli láta sér til
hugar koma að friðurinn í
suðaustur Asíu verði tryggð-
ur með hlutleysisyfirlýsing-
um. Það eru einmitt slíkar
yfirlýsingar, ásamt andvara-
leysi og vamarleysi þjóð-
anna, sem kommúnistar em
alltaf að biðja um. Þeir vilja
fá að gleypa fómardýr sín
fyrirhafnarlaust. Kínverska
kommúnistastjórnin er búin
að sanna það og sýna eins
áþreifanlega og á verður
kosið, hvað hún hyggst fyrir.
Hún sendi óvígan her gegn
Sameinuðu þjóðunum í Suð-
ur-Kóreu, hún réðist á Ind-
land og hún heldur uppi
sífeldri undirróðurs- og bylt-
ingarstarfsemi í flestum lönd
um suðaustur Asíu. Gegn
slíkum aðförum duga engar
hlutleysisyfirlýsingar., " >.
að hann gerði sér ferð til
Ameríku til þess að sjá hve
langt þeir væri komnir þar.
Hann var lengi í Detroit og
Henry Ford varð hrifinn af
honum og bauð honum góða
sfcöðu. En Pininfarina vildi
vera sinn eiginn herra. Og níu
árum síðar eignaðist hann
smiðju sjálfur í Torirvo. Og
nóttina eftir að hann opnaði
smiðjuna teiknaði hann sniðið
á I.ancia-bí'l.
Næstu árin rak hver nýj-
ungin aðra, í bílagerðinni
hjá Farina. Þegar hann tók
upp á þvií að láta framrúð-
una í bílnum hallast aftur,
sögðu vitrir menn að hann
væri vitlaus. En hann lét það
ekki á sig fá en hélt áfram að
breyta forminu, á sama hátt
og skraddarinn skapar ný af-
brigði til þess að láta ekki
tízkuna staðna. Og nú var sí-
felt farið að glápa á nýjustu
tiltektir hang á öllum meiri-
háttar bílasýningum.
Smiðjan hans brann til
kaldra kola I síðari styrjöld-
inni. Það kom ekEki að sök,
enda var meira hugsað um
herbíla en lúxusbíla þau ár-
in. En í stríðslokin var Pinin-
farina aftur sá sem réð tízk-
unni. Nash-Kelvinatorfirmað
í Bandaríkjunum auglýsti,
að hann væri „Michelangelo
bílanna". Enginn komst í hálf
kvisti við hann og bílasmiðjur
um allan heim pvöntuðu hjá
honum nýjar gerðir af bíla-
yfirbyggingum. Hann fór til
Ameríku 1953 og var þá fagn-
ag eins og hann væri þjóð-
höfðingi.
Fyrir 5 árum tók hin nýja
smiðja hans til starfa, í út-
jaðrinum á Torino. Hún nær
yfir 80 þúsund fermetra, en
ekki starfa þar nema 1700
manns. Þarna eru aðallega
smíðaðar sérgerðir bíla,
Genf 3. febrúar (NTB)
SENDINEFND frá Austur-Þýzka
landi, sem kom til Genfar í gær,
sendi í dag formönnunr. afvopnun
arráðstefnunnar, William Forst-
er, aðalfulltrúa Bandaríkjanna,
og Semjon Zarapkin, aðalfull-
trúa Sovétríkjanna, samhljóða
tillögur. Tillögurnar voru afhent
ar fulltrúa Bandaríkjanna í um-
slagi þar sem ekki var getið um
sendanda, en strax og hann
komst að raun um hver sendandi
var, setti hann bréfið aftur í um
slagið og endursendi það. Banda-
ríkin viðurkenna ekki Austur-
Þýzkaland og hafa ekkert sam-
band við stjórn þess.
f tillögu Austur-Þjóðverja er
lögð áherzla á hve mikla þýð-
ingu afvopnun hafi fyrir Þjóð-
verja og lagt til, að Austur- og
Vestur-Þjóðverjar gefj út sam-
eiginlega yfirlýsingu þar sem
kjarnorkuivopn séu fordæmd.
Sikorað er á allar þjóðir, sem
hafa kjarnorkuvopn í Aust-
ur- og Vestur-Þýzkalandi að
handa kongum, sérvitru fólki
og ríkum listamönnum og
miljarðamæringum. Það geta
farið upp í 40.000 vinnutím-
ar í að yfirbyggja einn Cad-
illac, ef kaupandinn er nógu
montinn og sérvitur.
Bílaskraddarinn Pininfar-
ina er hvorki talinn umgengn
isgóður eða nærgætinn hús-
bóndi. Hann hefur sjálfur
tamið sér það um langan ald-
ur að vinna 18 tíma á sólar-
hring, og hefur engan skiln-
ing á, að undirmenn hans
hafi gaman af öðru en að púla
í smiðjunni. Hann er lygilega
minnugur. Man t. d. innihald
bréfa, sem hann hefur lesið
hraðritaranum sínum fyrir,
þó tíu ár séu siðan.
Fyrir fjórum árum settist
hann í helgan stein og lét son
sinn og tengdason taka við
smiðjunni. Þeir eru báðir
verkfræðingar. En sjálfur
lagði hann upp í flakk kring-
um hnöttinn, til þess að at-
huga bílasmíði annara landa,
og, vitanlega, láta hylla sig.
Hann var jafnvel boðinn til
Krustsjevs í þeirri ferð. Þeg-
ar hann kom heim til Torino
bölvaði hann sér uppá, að nú
ætlaði hann ekki að gera neitt
ærlegt handtak framar. En
sarnt hefur hann komið í
smiðjuna kl. 10 á hverjum
morgni síðan — ekiki til að
vinna, en til þess að „Játa
starfsmönnunum detta eitt-
hvað nýtt í hug“.
Hann getur litið ánægður
yfir liðna æfi, riikur, virtur
með margar orður og krossa.
Það hefur orðið honum sfcuðn-
ingur á marga lund, til þess
að draga úr vanmáttarkennd-
inni, sem lengi hefur þjáð
hann: að vera allra manna
væskiílslegastur og veimiltítu-
legastur!
Esská.
iflytja þau á brott og semja um
I að Þýzkaland verði kjarnorku-
vopnalaust svæðL
Slæmar »æftir
lijá Hornafjarð-
arbátum
HÖFN í Hornafirði, 1. febr. —.
Mjög slæmar gæftir hafa verið
hjá Hornafjarðarbátum og ill
sjóveður þó róið hafi verið. Alls
hafa 7 bátar farið 72 sjóferðir
í mánuðinum og er heildarafli
þeirra 505,6 lestir. Mestan afla
hafa Ólafur Tryggvason 94,8 lest
ir í 13 róðrum og Gissur hvíti 87
lestir í 12 róðrum. Trillan Sæ-
borg hefur komizt í 4 róðra og
aflað 9 lestir, svo heildaraflinn
er 514,6 lestir.
í fyrra reru í janúar 6 bátar
og höfðu 98 sjóferðir og vair
afli þá 7674 lestir. Yfirleitt má
segja að afli sé góður ef nokkum
tíma kæmi það sem kallað er
sjóveður. — Gunnar-
A-þjóðverjar leggja
fram tillögur í Genf
Bandarikin endursenda tillögurnar