Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.1964, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 6. febr. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 17 — Alþingi Framh. af bls. 8 en þaS þýðir, að gjaldeyrissparn aður á mann mundi nema frá 750 þús. kr. fyrsta árið, er mundi smáihækka upp í tæpar 1.7 millj. kr. á ári, ef miðað er við fram- angreindar tölur. Auk beins hagnaðar og gjald- eyrissparnaðair, sem olíuhreins- unarstöð hefði í för með sér, er óhætt að fullyrða, að af henni yrði margvíslegur óbeinn hagn- aður fyrir íslenzkan þjóðarbú- Bkap, sem erfitt er að meta. — Olíuhreinsunarstöð mundi fram- leiða ýmis hliðarefni, sem mikla þýðingu gætu haft, svo sem as- falt til vegagerðar og vatnsefni, sem gæti orðið mikilvægt í sam bandi við' stækkun Áburðarverk smiðjunnar. Mikllvægasti óbeini hagnaðurinn af rekstri olíuhreins unarstöðvarinnar er þó að flestra dómi sá, að með henni mundi koma inn í landið margvísleg tæknikunnátta á sviði efnaiðn- aðar og ný tækifæri opnast á því sviði. Olía er nú orðið eitt helzta hráefni í margs konar efna iðnaði, svo að fullyrða má, að ©líuhreinsunarstöð og hliðstæð starfsemi er nauðsynleg forsenda fyrir því, að veruleg þróun geti látt sér stað hér á landi til upp- byggingu efnaiðnaðar. Hefur þessi reynsla komið víða fram, þar sem olíuhreirusunarstöðvar hafa verið byggðar. Mikilvægt mál. Hér er því á ferðinni mál, sem fyllsta ástæða er til að gefa gaum. Málið er hins vegar ekki komið á það stig, að tilefni hafi gefizt til ákvarðana í því af hálfu ríkisstjórnarinnar. Enn hafa eingöngu verið lagðar fram bráðabirgðaupplýsingar í mól- inu, en engar endanlegar áætl- •nir eða tilboð. Hitt er heldur ekki Ijóst enn- þá, að hve miklu leyti kemur til kasta ríkisstjórnarinnar um ékvarðanir í málinu. Gert er ráð fyrir því, að í fyrirtækinu verði íslenzkur meirihluti, svo að til vegna farið eftir gildandi lögum. Jafnframt mun hinn erlendi aðila fús til að selja sinn hluta innan tiltölulega fárra ára, ef þá er sýnt að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar um endurgreiðslu lána, og yrði féiagið þá aljstenzkt. Hafa hinir íslenzku aðilar, sem forgöngu hafa haft um málið, rætt um, að félagið yrði byggt upp með al- menningsþátttöku og hlutaféð yrði væntanlega nokkrir tugir milljóna króna. Ríkið þyrfti ekki sð taka á sig fjárhagsskuldbind ingar í sambahdi við stofnun •líks fyrirtækis. Enn er athugunum ekki svo langt koomið, að fullljóst sé, hvort einhverrar fyrirgreiðslu og þá hverrar aé þörf af hálfu ríkis- ▼aldsins. Með því, sem ég nú hetfi sagt, hefi ég leitast við að getfa tæm- •ndi svör við þeim fyrirspurn- um, sem háttv. 3. þingm. Reyk ▼íkinga beindi til ríkisetj órnar- innar á þskj. 200.“ Einar Olgeirsson þakkaði ráð herranum ítarlegar upplýsingar. Hann kvaðst telja að framtíð •tóriðju hér á landi mundi mjög þyggjast á ýmiss konar vinnslu úr olíu, enda væru nú marg- háttaðar efnivörur unnar úr olí- unni, svo sem plast og margt fleira, og stöðugar framfarir væru á þessu sviði. Hann spurð- ist fyrir um það, hvort ríkis •tjórnin hetfði athugað, hvort samdráttur í innflutningi á olíu frá sósíalistaríkjunum gæti haft slæmar afleiðingar fyrir fiskút- flutning okkar þangað. Þessu svaraði Jóhann Hafstein lðnaðarmálaráðherra á þann veg, að auðvitað hefðu íslenzk stjórn arvöld þetta í huga, en hann vonaði, að ekki kæmi til þess að nein vandkvæði mundu hljót ast fyrir þessa litlu þjóð af viðbrögðum hinna voldugu við- skiptavina okkar í Rússlandi, enda ykjust nú frjáls skipti austurs og vesturs. Hann benti • að engum hefði komið til hug- ar að hætí t við að byggja Sem- entsverksaniðjuna á sínum tíma, þótt við flyttum þá inn sement frá kommúnistaríkjunum, sem nam 76 þúsund tonnum, en heild arinnflutningurinn var um 77 þúsund tonn. Eysteinn Jónsson kvaddi sér hljóðs og taldi hér um að ræða eitt allra stærsta framtíða,rmál þjóðarinnar. Kvaðst hann álíta það svo þýðingarmikið, að nauðsynlegt væri að Alþingi fengi það til meðtferðar og ríkis- stjórn og Alþingi í sameiningu fylgdust með frekari framkvæmd um, enda væri nauðsynlegt að leita sem víðtækrastrar samstöðu í þessu stórmáli. Jóhann Hafstein tók undir það, að mikilvægt væri að sem bezt eining gæti ríkt um þessi mál, enda hefði ríkisstjórnin ekki — og hefði aldrei haft — í hyggju að leyna Alþingi neinu, heldur mundi fullt samstarf verða við það haft. Þá benti Eysteinn Jónsson á, að fcryggja þyrfti, að olíúhreins- unarstöðin yrði íslenzkt fyrir- tæki og hagsmunum neytenda yrði vel borgið. Af þvi tilefni upplýsti Jóhann Hafstein, að sá erlendi aðili, sem að þessu máli stæði væri fús til að selja hlut sinn í fyrirtækinu innan mjög skamms tíma og væri í því sam- bandi talað um t.d. 7 ár, og auð- vitað mundi þess gætt af hálfu ríkisvaldsins, að hagsmunir neyt enda yrðu tryggðir. Einig tóku til máls Gísli Guðmundsson, sem spurðist fyr- ir um það, hvort fyrirtmgað væri að auka áburðarframleiðslu hér á landi og Ingólfur Jónsson, land búnaðarráðherra, sem upplýsti að í athugun væri stækkun Áburðarverksmiðjunnar, og hefði stjórn verkscmiðjunnar unnið að þessu ásamt sérfræð- ingum að undanförnu. Væri tal- ið hagkvæmara að stækka verk- smiðjuna í Gufunesi þannig að hún gæti a.m.k. fullnægt innan- landsnotkun, heldur en að byggja nýja verksmiðju. — Kýpur Framhald af 1. síðu. skipulagðri herferð gegn bandarískum mönnum á Kýp- ur. Tilkynnti sendiherrann, að sendiráðið myndi aðstoða við brottflutning þeirra Bandaríkjamanna er þess ósk uðu og var í dag hafizt handa um að flytja burtu konur og börn. Bandaríkjamenn, bú- settir á Kýpur munu vera um 1200 talsins. Síðdegis í dag kom enn til átaka milli grískra og tyric- neskra eyjarskeggja. Segir í frétt frá Nicosia að a.m.k. einn grískur maður hafi beðið bana og allmargir særzt. U Thant til New York. • í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York var frá því skýrt, að U Thant, fram- kvæmdastjóri, hetfði ákveðið að fresta um sinn frekari heimsóknum til Aíríkuríkja — vegna átakanna á Kýpur, og halda rakleiðis til New York. Var U Thant staddur í Túnis, er hann tók þessa ákvörðun og ætlaði þaðan til Rómaborgar þegar í kvöld en áfram til New York í fyrra- málið. Hann hafði þegar heimsótt Alsír og Marokko, og verið rétta viku í ferðinni — en fyrirhugað var að hann tæki þrjár vikur til þess að heimsækja ýmis nýfrjáls Af- ríkuríki. • Þá var og tilkynnt í að- alstöðvunum í New York, að Öryggisráðið kæmi væntan- lega saman innan skamms til þess að ræða Kýpurmálið og þá ósk Makariosar, erkibisk- ups, forseta Kýpur, að alþjóð legt löggæzlulið — undir stjórn Sameinuðu þjóðanna taki að sér að halda uppi friði á eynni. Skýrði afstöðu Makariosar. • Utanríkisráðherra Kýpur Spyros Kyprianou, sem í gær afhenti svar Makaríosar við tillögum Breta og Bandaríkja manna um löggæzlulið frá NATO- ríkjunum, ræddi aft Ur í dag við Duncan Sandys samveldismálaráðíherra Bret- lands. Fundur þeirra stóð í a.m.k. tvær klukkustundir og er talið, að Kyprianou hafi skýrt viðhorf Kýpurstjórnar til málsins og ástæður þess að hún óskar fremur að SÞ. hafi yfirstjórn umrædds lög- gæzluliðis. Haft er eftir áreiðamlegum heimildum innan stjórnarbúða Breta og Bandaríkjanna, að í svari Makariosar hafi hann hvergi hafnað tillögum þeirra beinlínis — en ljóst sé af svar inu, að frekari viðræður séu nauðsynlegar, áður en þeim verði hrundið í framkvæmd, E-t.v. sé hugsanlégt að sam- eina með einhiverjum hætti tillögur Breta og Bandaríkja- manna og óskir Kýpurstjórn- ar. Frakkar senda ekki lið. Af hálfu frönsku stjórnar- innar var tilkynnt í dag, að hún gæti ekki fallizt á að senda hermenn til löggæzlu á Kýpur. Haldinn var ráðu- neytisfundur um málið í dag og tilkynnti upplýsingamála- ráðherrann, Alain Peyrefitte, að honum loknum, að Frakkar teldu sig ekki hafa neitt með Kýpurdeiluna að gera. „Berlingske Aftenavis" stað hæfir í kvöld, að stjórnir Dan merkur og Noregs séu reiðu- búnar að senda hermenn til Kýpur ,svo framarlega sem stjórnir Kýpur. Grikklands og Tyrklands séu þvi meðmæltar. Hins vegar sagði talsmaðiur danska utanríkisróðu.neytisins í kvöld, að málið yrði lagt fyrir þingið til endanlegrar ákvörðunar — og hennar væri vart að vænta fyrr en fyrir lægi ljós atfstaða Makariosar erkibiskups til tillagnanna. Að sögn NTB se^ir talsmað ur norska utanríkisráðuneytis ins, að engin ákvörðun hafi verið tekin enn þá um þetta mál. Gordon-Walker: Viðurkennum ekki stjórn Ulbrickts New York, 5. febrúar (NTB) PATRICK Gordon Walker, — sem vænta má að verði utanríkisráðherra í Bretlandi, sigri brezki verkamanna- flokkurinn í komandi kosn- ingum þar, — hefur sagt í viðtali við bandaríska blaðið „Reporter“, að komist verka- mannaflokkurinn til valda í Bretlandi, muni hann vinna að því að Kínverska Alþýðu- lýðveldið fái aðild að Sam- einuðu þjóðunum með marg- falt meiri hörku en íhalds- flokkurinn hefur gert. í viðtalinu segir Gordon Walker einnig, að verkamanna- flokksstjórn muni alls ekki við urkenna stjórn Ulbrichts í Aust- ur-Þýzkalandi, fremur en íhalds flokks-stjórn. Hins vegar muni hún e.t.v. verða viðræðuliprari um hugsanlega viðurkenningu á Oder-Nasser-línunni, sem austur iandamærum Þýzkalands. -JfaupiÓ JZait&a Kroí* frirtierkin r I HELGAR MATINN URVALS SVINAKJOT Smásöluverð Svínalæri .......................... Kr. Svínabógar, heilir ................ — Svínahryggir, heilir ................ — Lundir .............................. — Svínasteikur, vafin Iæri ............ — Svínasteikur, vafðir bógar .......... — Svínahnakkar, nýir .................. — Svínahnakkar, reyktir ............... — Hamborgarhryggir .................... — Reykt svínalæri ..................... — Reykt síðuflesk, heilt............... — Reykt síðuflesk, í sneiðum .......... — Saltaðar svínasíður ................. — Svinakjötshakk ...................... — Svínaskankar, nýir og saltaðir ...... — Svínasulta .......................... — Svínahaustar ........................ — Svínafeiti — Spekk Svínamör o. m. fl. MATARBÚÐIR SS Hafnarstræti Bræðraborgarstíg 43 Laugavegi 42 Skólavörðustíg 22 Grettisgötu 64 Brekkulæk 1 Réttarholtsvegi 1 Álfheúnum 4 pir. kg. 75,05 60,15 105,20 121.15 150,95 118,70 118.70 131,85 157,00 144,40 114.70 133.15 92,20 103,20. 32,80 66,60 21,50 Sími 11211 — 14870 — 13812 — 14685 — 12667 — 35525 — 33682 — 34020 HeÍldsölubirgbir SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Skúlagata 20 Sími 11249

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.