Morgunblaðið - 13.02.1964, Qupperneq 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 13. febr. 1964
Si
Strákarnir á vagninum.
f GÆR mátti víða sjá karla
og konur spígspora um bæinn
með öskupoka dinglandi aft-
an í sér. Aðrir vegfarendur
áttu það til að kíma, en þreif-
uðu um leið laumulega aftur
fyrir sig — rétt si svona til
þess að athuga, hvort þeii
hefðu sjálfir fengið poka.
Blaðamaður og ljósmyndari
Mbl. brugðu sér í bæinn eftir
-hádegið til að smella af nokkr
um öskudags-myndum. Reynd
— Á hverja hafið þið helzt
hengt? spurðum við.
— Hina og þessa, svöruðu
þær og bættu við — við þekkt
um þá ekkert.
Á Laufásveginum stóðu
nokkrir krakkar í hnapp og
athuguðu öskupoka gaum-
gæfilega.
— Hvað er eiginlega í hon-
um? sagði einhver.
— Ætli það sé ekki steinn,
sagði lítil stúlka og sló pok-
anum í stéttina. — Nei, hann
hefur brotnað, þá er það ekki
steinn. Svo var gáð í pokann.
— Hvað vár í honum? spurð
um við.
— Brjóstsykur, nei — tveir
• brjóstsykurmolar.
— Engin aska?
— Nei, alls engin aska, bara
brjóstsykur.
— Hvar fenguð þið svona
skemmtilegan öskupoka?
— Maðurinn þarna í svarta
frakkanum hengdi hann aftan
í mig, sagði stúlkan.
— Ég á þrjá öskupoka,
sagði önnur minni hnáta.
— Ég á engan, sagði sú
þriðja, og bætti við: — En
kannski hengir einhver aftan
í mig líka.
Við komum þar að vestur í
bæ, sem stór hópur barna var
að leik. Við héldum auðvitað
fyrst þð þetta væru öskupoka-
krakkár, en í ljós kom, að
þau voru í bílaleik með stærð-
ar vagn á hjólum. Þau ýttu
vagninum upp bratta götuna
og settust svo upp á og létu
hann renna niður aftur.
— Hvar náðuð þið í þennan
vagn?
— Þeir eiga hann mennirnir,
sem eru að vinna þarna í skurð
inum, sagði einn drengjanna,
— dökkhærður, snaggaralegur
strákur á að gizka 10—11 ára.
— Leyfðu mennirnir ykkur
að hafa vagninn?
— Ja — nei, þeir eru marg-
búnir að taka hann af okkur.
— Verða þeir þá ekki reið-
ir, þegar þið takið hann aftur?
— Nei-nei, — ja, jú kannski,
sögðu þessir litlu prakkarar
og stukku burt.
í Kirkjustrætinu sáum við
hvar lítil stúlka stóð ein sér
uppi í tröppum og horfði á
umferðina fyrir neðan — og
litfagrir öskupokar hengu í
kápunni hennar. Hún sagðist
heita Björg Gunnsteinsdóttir
og vera að bíða eftir mömmu
sinni, sem væri að vinna.
— Hvar fékkstu svona fal-
lega öskupoka? spurðum við
Björgu.
— Þennan bláa saumaði ég
sjálf, þennan gaf stelpa mér
og einhver hengdi þennan
rauða aftan í mig.
— Hefur þú hengt aftan í
marga?
— Nei, engan — ég finn
engan.
— Lízt þér kannski ekkert
á fólkið á götunni?
•— Æ, ég veit það ekki, svar
aði Björg litla og smeygði sér
feimnislega inn í húsið, þar
sem mamma hennar var að
vinna.
Helga Ingibjörg og Anna Sigríð-
ur að verki
— Bruní
Framhald af 1. síðu.
liði skipasmíðastöövarinnar.
Sakaði þá ekki.
Við eldinn sprakk olíu-
geymir, og við þrýstinginn
þeyttust fjórir slökkviliðs-
menn burt. Komust þeir við
illan leik upp úr vélarrúm-
inu, föt þeirra gegndrepa af
olíu. Varð það þeim til bjarg-
ar, að eldurinn náði ekki til
þeirra. Mennirnir fengu tauga
áfall, en voru að öðru leyti
heilir.
Eftir sprenginguna var ekki
árætt að senda fleiri niður í
vélarrúmið, og gaf slökkvi-
liðsstjórinn skipun um að
rjúfa gat á hlið skipsins. Því
verki varð þó ekki lokið, því
að áður tókst að ráða niður-
lögum eldsins, með því að
dæla kvoðu niður í vélarrúm-
ið.
Víst er talið, að eldurinn
hafi kviknað, er neisti frá log-
suðutæki féll í olíubleytu. Svo
mikill var viðbúnaður slökkvi
liðsins í Kaupmannahöfn, að
út voru kvaddir 17 slökkviliðs
bílar. Er þeir héldu brott,
rakst einn þeirra á sporvagn,
og skemmdist, en enginn
meiddist þó við áreksturinn.
Washington, 12. febr. — NTB: —
Bandaríkin beindu í dag þeim
tilmælum til stjórna Eþíópíu og
Sómalílands, að gert yrði algert
hlé á bardögum, við landamæra-
héruð ríkjanna. — Franskar frétt
ir hermdu þó í kvöld, að bardag
ar hefðu brotizt út á hýjan leik.
Áður hafði verið talið, að vopna
hlé hefði verði tryggt.
ar þurfti ekki langt að leita
efnisins, því að á leiðinni nið-
ur stigann gekk einn af blaða-
mönnunum á undan okkur
með tvær litlar telpur á hæl-
unum — og fór ekki á milli
mála, hvað þær voru að bralla.
Þær söðust heita Helga
Ingibjörg og Anna Sigríður
og vera 9 og 8 ára. í gærmorg-
un höfðu þær farið að heim-
an með meira en tíu öskupoka
og áttu aðeins tvo eftir.
Björg litla Gunnsteinsdóttir
horfir á umferðina
Engin aska - bara brjóstsykur
150 - 200 Ijósn-
penu biotnoi
RAFVEITAN hefur kvart-
að við lögregluna undan því
að stofnunin hafi varla haft
við að setja nýjar perur á
ljósastaurana á svæðinu milli
Vesturgötu, Hringbrautar,
Bræðraborgarstígs og Garða-
strætis. Einkum hafi borið
á þessu síðan um mánaðamót.
Er í febrúar búið að setja í
150-200 nýjar perur og hver
pera kostar 30 kr. Þarna hafa
semsagt verið eyðilögð verð-
mæti fyrir 4500—6000 kr.
Sennilega hefur það verið
leikið að hrista staurana eða
lemja þá að utan þar til þræð
irnir í perunum hrökkva sund
ur. Hafa sumar götur verið
alveg ljóslausar af þessum
sökum.
Biður lögreglan þá sem
kynnu að vita um slíka söku-
dólga að tilkynna það raf-
veitunni eða rannsóknarlög-
reglunni. Svo furðulega af-
skiþtalausir eru vegfarendur
oft að þeir láta sem þeir sjái
ekki þessi afbrot, en gera þó
kröfur til að hafa göturnar
upplýstar.
Rafmagnsveitan hefur stund
um leitað til skólastjóra
barna- og unglingaskólanna
með að tala við börnin og
oft með góðum árangri.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
hefur nú fengið nýjan bíl,
útbúinn sérstakri vökvakörfu,
til afnota við viðgerðir götu
ljósa og að skipta um perur.
Með því að nota þennan
bíl geta viðgerðarmenn farið
upp í körfunni með áhöld
sín, haft hendurnar lausar til
viðgerða, því körfunni er
stjómað með hnjám og fót-
um, og auk þess er nær engin
slysahætta af að fara upp
í staurana.
Þessi viðgerðarbíll, sem er
sá eini hér á landi af þeirri
gerð, er notaður til viðgerða
í Mið og Vesturbæ, frá
Klapparstig og út á Seltjarnar
nes og er á ferðinni frá kl
7.20 á morgnana og fram á
kvöld-
Ásakar
Framh. af bls. 1.
skyldi beina skeytum sínum að
svissneskum yfirvöldum, ekki
bandarískum, vegna atburðar
þessa. Er það mál þessara full-
trúa, að Sovétríkin vilji ekki
gera neitt til að styggja Vestur-
veldin nú, er vel horfir með af-
vopnunarmálin. Er kvatt var til
síðdegisfundar í gær, þriðjudag,
forðaðist Tsdrapkin að minnast
á Nossenko. Enginn fundur var
í dag.
Fréttamenn velta því nú fyrir
sér, hverjar upplýsingar Nossen-
ko kunni að hafa fært bandarísk
um yfirvöldum. Er haft eftir á-
reiðanlegum heimildum, að yfir-
völd vestra séu ekki enn sann-
færð um einlægni Nossenkos. —
Enginn veit hvar hann er nú
staddur, né hvaða upplýsingar
hann hefur látið af hendi.
Talið er, að Nossenko sé með-
limur öryggisdeildar sovézka
ríkisins. Kann hann því aðeins
að hafa verið lögreglumaður, þ.e.
átt að hafa eftirlit með sovézk
um samningamönnum á ráðstefn-
unni. Sé svo, er ólíklegt, að hann
hafi í fórum sínum upplýsingar,
sem svipt geti hulunni af sov-
ézkri samningatækni.
Yfirlýsing bankaráðs
Verzlunarbanka Islands
í TILEFNI af skrifum í dag-
blaðinu Tíminn hinn 12. þ. m.
undir fyrirsögninni „Keypti
1.3 millj. króna veð vegna
Vallarmálsins“, þar, sem fram
koma mjög rætnar aðdrótt-
anir að Verzlunarbanka ís-
lands h. f. og stjórn hans
v/viðskipta við ísfélag Kefla-
víkur h.f. vill bankaráð Verzl-
unarbanka íslands h.f. taka
fram eftirfarandi:
Öll frásögnin í greininni,
af viðskiptum bankans við
ísfélag Keflavíkur h.f. allar
tölur nefndar í sambandi við
viðskipti þessi, allt tal um
ónýt eða léleg veð, eða við-
skipti milli Verzlunarbanka
íslands h.f. og Landbanka
íslands með veð í eignum ís-
félags Keflavíkur, eru hreinn
uppspuni frá rótum, og er
ekki fótur fyrir neinni af stað-
hæfingum þeim og fullyrð-
ingum, sem fram koma í
greininni.
Lýsir bankará.ð Verzlunar-
banka íslands h.f. furðu sinni
yfir þessum ósanninda skrif-
um, sem virðast hafa þann
tilgang einan að sverta Verzl-
unarbanka íslands h.f. og
stjórn hans í auguni við-
skiptamanna bankans og al-
mennings.
Bankaráð Verzlunarbanka
íslands h.f.