Morgunblaðið - 13.02.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.1964, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLADIÐ rimmtudagur 13. febr. 1964 — Albingi Framhald af bls. 1. íslenzks sjónvarps væri stofnað, ^il þess að unnt sé að gera sér grein fyrir fjárhagsgrundvelli slíks rekstrar. Allar þær áætlanir, sem hing að til hafa verið gerðar, eru þó svo lauslegar og svo mörg atriði óvis í þessu sambandi, að ég hef ekki talið þær nægilega öruggan grundvöll undir tillögugerð um framkvæmdir í þessum efnum. Þess vegna fól menntamálaráðu neytið, með bréfi dags. 22. nóv. sl. útvarpsráði og útvarpsstjóra að gera nákvæmar og sundurlið aðar áætlanir um stofnkostnað og- rekstrarkostnað íslenzks sjón varps. Hafa þessir aðilar undan farna mánuði unnið að þessum málum af miklum dugnaði. Verk efnið er hins vegar vandasamt og flókið, og er starfinu ekki lok ið enn. Ég geri mér þó vonir um, að endanlegar niðurstöður liggi fyrir áður en langt um líður. Mun ríkisstjórnin þá taka þær ti, varanlegrar íhugunar og mynda sér skoðun um, fyrir hvaða ráð- stöfunum hún vill beita sér í þessum efnum. En ríkisstjórnin hefur enn að sjálfsögðu ekki tekið neinar á- kvarðanir í þessu máli, þar eð þær hljóta að byggjast á niður- stöðum þeirrar rannsóknar, sem nú fer fram í Ríkisútvarpinu með aðstoð sérfræðinga Lands- símans og annarra sérfróðra aðila. Stofnkostnaður. Ég skal þó gera grein fyrir lauslegum bráðabirgðaniðurstöð um um kostnað við stofnun sjón varpsstöðvar í Reykjavík, er nægt gæti borginni og Suður- nesjum og síðan lauslega áætl uðum kostnaði við dreifingu sjónvarpsefnis um landið allt. Ég verð þó að taka fram, að hér er um frumáætlanir að ræða og geta þær átt eftir að breytast við endanlega meðferð málsins. Talið er, að 500 Watta sendi- stöð, sem nægja myndi Reykja- víkurborg og Suðurnesjum, kosti um 3 millj. króna. Nauðsynlegar byggingar mundu kosta um 2 milljónir króna og nauðsynlegur Studiobúnaður um 5 milljónr kr. Stofnkostnaður sjónvarpsstöðvar sem nægja myndi Reykjavíkur- borg og Suðurnesjum mundi því verða um 10 millj. kr. Ætti sjón varpið að taka til mið-vestur- lands og suðurlands myndu nauð synlegar endurvarpsstöðvar og stöðvarhús kosta um 24 millj. kr. til viðbótar. Endurvarpsstöðvar og byggingar fyrir Vestfirði mundu kosta aðrar 24 millj. kr., endurvarpsstöðvar og byggingar fyrir Norðurland mundu kosta um 31 millj. kr., en endurvarps- stöðvar og stöðvarhús fyrir Aust firði og Suð-Austurland mundu kosta um 48 millj. kr. Mælingar og undirbúningsvinna er talin mundu kosta um 3 millj. kr. Heildarstofnkostnaður 'vegna dreifingar sjónvarpsefnis um állt ísland mundi því nema samtals um 140 millj. kr. Eru tollar af tækjum taldir í þessari tölu, en þeir munu nema um 50 millj. kr. Frá tæknilegu sjónarmiði gæti sjónvarpsstöð, sem tæki til Reykjavíkur og Suðurnesja, ver ið komin upp í ársbyrjun 1966, en byggingu endurvarpsstöðva og nauðsynlegra stöðvarhúsa fyr ir allt landið gæti verið lokið sumarið 1970, ef afráðið væri að verja til þessa nauðsynlegum BRIDGE STAÐAN í sveitakeppni Bridge- félags Reykjavíkur er nú þessi: 1. sv. Guðjóns Tómassonar 41 st. 2. — Þóris Sigurðssonar 37 — 3. — Einars Þorfinnssonar 36 — 4. — Ólafs Þorsteinssonar 34 — 5. — Eggrúnar Arnórsd. 26 — Síðasta umferð keppninnar verður spiluð í kvöld í Hafnar- búðum og mætast þá m.a. sveitir Guðjóns og Ólafs og Þóris og Einars. fjármunum. Ég geri hins vegar ráð fyrir, að margir muni telja, að hér sé um meiri fjárfestingu að ræða en svo, að talið verði unnt að efna til hennar allrar á næstu 5 til 6 árum. Ég fyrir mitt leyti er hins vegar þeirrar skoðunar, að ekki megin dragast lengur að Dr. Gylfi Gíslason, menntamálaráðherra. taka ákvörðun um, að efnt skuli til íslenzks sjónvarps. Ég tel jafn framt sjálfsagt, að stefnt verði að því, að sjónvarpið nái smám saman til allra landsmanna. Spurningin er um það, hversu ör ar framkvæmdirnar eiga að vera. þ.e.a.s. hversu langan tíma það FUNDUR var í gær í sameinuðu þingi. Þrír varaþingmenn tóku sæti, \»jgna farar aðalmanna á fund Norðurlandaráðs. Unnar Stefánsson tekur sæti Sigurðar Ingimundarsonar og Jón Kjart- ansson sæti ólafs Jóhannessonar. Þeir hafa háðir setið áður á þingi. Kristján Jónsson frá Hólmavík tekur nú sæti Sigurð- ar Bjarnasonar. Hann hefur ekki áður átt sæti á Alþingi. Nokkrum þingsái> ktunartillög- um var umræðulaust vísað til nefnda. Þá svaraði menntamála- ráðherra og er skýrt frá svörum hans og umræðum á öðrum stað í blaðinu í dag. Ragnar Arnalds mælti fyrir þingsályktunar- |gpp ^ Norðurlandi íOm■■■muT vestra. Jón Kjart t fii ansson ræddi i «•-» það mál og Ragn ar tók aftur til máls. Töldu þeir ||Kl brýna nauðsyn á Hh, úrbótum á hinu slæma atvinnu- ástandi, sem nú rikti í þessu kjördaemi. Benedikt Gröndal mælti fyrir þingsályktunarillögu um há- mark vinnuíma barna og unglinga og Birgir Finnsson mælti fyrir tillögu um athugun á því að taka upp hægri handar akstur. Ekki var hægt að afgreiða til- löguna um hámarksvinnutíma barna, þar eð næg þátttaka fékkst ekki í atkvæðagreiðslu vegna fjarveru þingmanna af fundi. , Þá tók forseti fyrir þings- ályktunartillögu um eigna- og á að taka að koma upp dreifing arkerfi fyrir allt landið. Verð- ur að meta það með hliðsjón af öðrum verkefnum, sem á döfinni eru og einnig eru nauðsynleg. Á þessu stigi treysti ég mér ekki til þess að mynda mér rökstudda skoðun á. þessu atriði. Það verð- ur ekki hægt fyrr en fullnaðar- áætlanir um stofnkostnað liggja fyrir. Þá verður að vega og meta niðurstöður þeirra, sem hugsan legan lið í heildarframkvæmdum þjóðarinnar á næstu árum. Hins vegar tel ég nú þegar orðið ljóst, að stofnkostnaður sjónvarpsstöðv ar, er tæki til Reykjavíkur og Suðurnesja og jafnvel Mið-Vest urlands og Suðurlands, er ekki meiri en svo, að sá kostnaður ætti að teljast vel viðráðanleg- ur og því ekki ástæða til þess að fresta ákvörðun um byrjunar- framkvæmdir af þeim sökum. Áætlanir um reksturskostnað. Áætlanir allar um rekstrar- kostnað sjónvarps hljóta að sjálf sögðu að vera miklum mun óviss ari, þar eð þær eru ekki einung is háðar því, við hversu langan sjónvarpstíma er miðað, heldur ekki síður hinu, hvers konar sjón varpsefni gert er ráð fyrir. Mið- að við tveggja til þriggja stunda sjónvarpstíma á dag mun þó varla hægt að gera ráð fyrir lægri rekstrarkostnaði en 10 millj. kr. á ári í byrjun. Er og eflaust ekki óvarlegt að gera ráð fyrir að hann tvöfaldist á ekki löngu árabili, með vaxandi kröf um til sjónvarpsefnis og lenging ar sjónvarpstímans. Tekna væri sjálfsagt að afla sumpart með af notagjöldum og sumpart með auglýsingum og tilkynningum, líkt og Ríkisútvarpið gerir nú. Yrði þó án efa að gera ráð fyrir verulegum rekstrarhalla fyrstu árin. Slíkt átti sér einnig stað um Ríkisútvarpið á sínum tíma. Sá halli var sumpart jafnaður með aðflutningsgjöldum af útvarps- tækjum. Til greina kæmi að að- flutningsgjöld af sjónvarpstækj- um gengju að einhverju leyti til greiðslu á rekstrarhalla sjón- varpsins fyrstu árin auk stofn- kostnaðar. Einnig væri hugsan- legt, að Ríkisútvarpið léti hluta af tekjum sínum ganga til greiðslu á rekstrarhalla sjón- varpsins, meðan það ætti við byrjunarörðugleika að etja. Fleiri leiðir kæmu og til greina, þótt ekki sé ástæða til að ræða þær nánar að svo vöxnu máli. Keflavíkursjónvarpið. Þá er í þriðja lagi spurt, hvort ríkisstjórnin telji eðlilegt, „að leyfður verði í landinu rekstur erlends hermannasjónvarps, eft ir að starfsemi íslenzks sjón- varps væri hafinn“. Spurningin um það, hvort það hafi verið rétt á sfnum tíma, fyrir rúmum ára tug, að leyfa bandaríska varnar liðinu starfrækslu sjónvarps- stöðvar, er í sjálfu sér alveg ó- viðkomandi spurningunni um það, hvort íslendingar eigi eða hafi bolmagn til að koma á fót íslenzku sjónvarpi. Sjónvarp Bandaríkjamanna á Keflavíkur flugvelli var og er ætlað þeim Bandaríkjamönnum, sem hér dveljast, þótt margir fslending- ar horfi nú á það, eftir að sjón varpsstöðin var stækkuð. Hins vegar er íslenzka sjónvarpið auð vitað ætlað íslenzkum sjónvarps notendum og þeim einum. Hafi það verið eðlilegt fyrir rúmum áratug að leyfa varnarliðinu rekstur sjónvarpsstöðvar fyrir þá Bandaríkjamenn, sem hér dveljast, virðist það, að íslenzka ríkið efni til sjónvarps fyrir ís- lendinga, varla getað skoðazt rök fyrir því, að svipta varnar- liðið þeirri heimild, sem það hef-' ur haft í meira en áratug til þess að veita bandarískum mönnum, sem hér dveljast, kost á að sjá og heyra bandarískt sjónvarp. Að loknum svörum ráðherr- ans tók fyrirspyrjandi, Gils Gui$mundsson til máls og þakk aði greið svör. Hann fór nokkr um orðum um flugvallarsjón- varpið og taldi, að því bæri að loka, eigi síðar en við stofnun íslenzks sjónvarps, öðrum kosti mundi þjóðin „ameríkaniserast“. Þá sagði hann sögu af fjölskyldu hér í bæ, sem ætti sjónvarp og kornabarn. Fyrsta orð barnsina hefði verið, að það bað um „milk“ á pela sinn. Af þessu mætti draga mikinn lærdóm. Benedikt Gröndal tók næstur til máls. Sagði hann ánægjuleg- ann áhuga á íslenzku sjónvarpi kom fram hjá fyrirspyrjanda. Sjónvarp yrði í framtíðinni svo mikill liður í lífi þjóðanna, að við yrðum strax að hefja undir- búning. Byrja varlega en örugg lega. Hann sagði andstæðinga ut anríkisstefnu okkar nú reyna að nota stofnun íslenzks sjón- varps í áróðri sínum gegn varn arliðinu. Þá kvaðst hann ekki sjá hversvegna þeir væru á móti íslenzku sjónvarpi, sem mundi mjög samkeppnisfært við flug- vallarsjónvarpið. Eysteinn JónsSon fagnaði því, að sjónvarpið virtist ekki mundu verða fjárhagslega örðugt. Hann lagði áherzlu á að málinu yrði flýtt, og að sjónvarpið færi sem víðast. Ég er persónulega hlynt- ur sjónvarpi, sagði Eysteinn, sem fyrst og að það verði sam- eign landsmanna. Þetta mál er á kaflega viðráðanlegt fjárhags- lega. Þingsályktunartillögur í sameinuðu þingi — varamenn taka sæti á þingi — nýr þm. Sjálfstæðisflokks- ins — menntaskóii á ísafirði — nokkur ný mál. afnotarétt fasteigna, en ekiki varð frekar úr umræðum vegna fjarveru framsögumanns, Her- manns Jónassonar. Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og ræddi um væntanlega öskjugerð hrað- frystiihúsa. Taldi hann, að þar eð hér væri starfandi mjög full- komin kassagerð, þá væri ekki þörf á slíkri fjárfestingu. Ef ekki fengist samkomulag um verð á umbúðum utan um fisk, þá ætti að taka upp verðlagsgæzlu eða að ríkið keypti kassagerðina. Það væri óhæfa að styrkja hraðfrysti húsin til slíkrar óþarfa fjárfest- ingar. Menntaskóli á Isafirði Nokkur ný mál voru lögð fram á Alþingi í gær. Þing- menn Vestfjarða í neðri deild leggja fram frumvarp til laga um menntaskóla Vestfirð- inga á ísafirði. í greinargerð segir m. a.: „Æska Reykja- víkur á greiðan aðgang að menntastkólanámi. Sama er að segja um Norðlendinga og Sunnlendinga. — En vest- firskur æskulýður og aust- firskur er stórum verr settur í þessu tilliti. Á því fer tví- mælalaust verr en flestu öðru, að nokkur einokunarblær sé á menntunar og menningar- stöðu þegnanna. Þessvegna er það rétt stefna, að mennta- skólar rísi af grunni í öllum landsfjórðungum". Þá hefur Jón Árnason o. fl. lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um dragnótaveiði í landhelgi. Frumvarpið gerir ráð fynr því, að Faxaflói sé undan- þeginn dragnótaleyfum. f gær voru lögð fram nokkur ný mál Frumvarp ríkisstjórnarinnar nn breytingu á tollskránni. Þingsályktunartillaga Þorvalds Garðars Kristjánssonar um að ríkisstjórnin kanni möguleika á því, að íslend- ingar h a g n ý t i sér aðstoð frá viðreisnarsjóði Evrópuráðsins í þeim tilgangi að stuðla að jafn- vægi í byggð landsns. Þingsályktunartillaga frá Hall- dóri Sigurðssyni, Gunnari Gisla- syni, Magnúsi Jónssyni og Þór- arni Þórarinssyni um að fela ríkisstjórninni að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um tekjustofn handa þjóðkirkjunni og aðstoð ríkisins við kirkjubyggingar. Eysteinn Jónsson o. fl. flytja þingsályktunartillögu um stór- virkjunar- og stóriðjumál, þar I sem gert er ráð fyrir því að þing ið kjósi 7 manna nefnd til þess að kanna þau málefni. Þá var lagt fram lagafrum- varp um þingfararkaup alþingis- manna og er skýrt frá því máli á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Frumvarpið er flutt af þing- mönnum úr öllum flokkum. Ragnar Arnalds hefur lagt , fram fyrirspurn um herlið, her- flugvélar og hernaðamannviki á Keflavíkurflugvelli. Verður það mál væntanlega tekið fyrir í dag, hvort fyrirspurnin skuli leyfð og ef svo verður, mun utanríkis- ráðherra væntanlega svara fyrir- spurninni eftir því sem unnt er. Það sem spurt er um, hlýtur margt að vera mál, sem ekki er af öryggisástæðum hægt að skýra frá, og varpar þingfrétta- maður Mbl. fram þeirri spurn- ingu, hvort hér sé verið að létta - sendiráði Sovétríkjanna njósna- störf, sem svo illa hafa tekizt hér á landi undanfarið. Nýr þingmaður í.gær tók nýr þingmaður sæti á Alþingi. Er það Kristján Jóns- son, kennari, á Hólmavík við Steingrímsfjörð. Hann er nú 1. varamaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi og tekur sæti Sigurðar Bjarnasonar, sem nú situr fund Norðurlandaráðs. Kjörbréfanefnd kannaði kjör- bréf Kristjáns, sem síðan var samþykkt. Kristján undirritaði síðan eiðstaf að stjórnarskránni. Kristján hefur lengi búið á Hólmavík og er ættaður að vest- an. Þingmenn Strandasýslu hafa allt frá kjöri Tryggva Þórhalls- sonar 1924 verið úr Framsóknar- flokknum, en Hermann Jónasson var kjörinn þingmaður sýslunn- ar eftir Tryggva og hélt því þingsæti fram að kjördæma- breytingunni. Nú hafa Stranda- menn eignast fulltrúa á þingi úr röðum Sjálfstæðismanna eftir að hafa nú um tæplega fjörutíu ára skeið átt Framsóknanmann í fulltrúa sínum. Er ástæða til að óska Strandamönnum til ham- ingju með þessi tímamót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.