Morgunblaðið - 13.02.1964, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.02.1964, Qupperneq 13
Fimmtudagur 13. febr. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 13 í BANDARÍSKA stórblaðinu New York Times birtist fyrir nokkrum dögum grein eftir rit- höfundinn Robert Payne, sem meðal annars hefur skrifað mik- ið um sagnfræði. Er þar minnzt atburða, sem gerðust fyrir 75 ár- um í Austurríki og hafa ætíð síðan verið tilefni vangaveltna og deilna. Greinin fer hér á eftir í höfuðatriðum: Hinn 30. janúar árið 1889, fyrir 75 árum, fannst ríkisarfi austur- ríska og ungverska keisaradæm- isins, Rúdolf krónprins, látlinn í veiðihúsi við Mayerling, lítið þorp suðvestur af Vínarborg. Við hlið hans lá nakið lík 17 ára gamallar barónessu, Maríu Vetsera. Svo virtist sem krónprinsinn, sem var þrítugur að aldri, hefði skotið barónessuná snemma um morguninn og nokkrum stundum síðar beint byssuhlaupinu að sjálfum sér. Orsök þessara verka hefur engum tekizt að grafa upp til þessa dags. Dauði krónprinsins vakti ógn og skelfingu hvarvetna í keisara- dæminu. Því olli ekki einungis það, að ungur og glæsilegur prins var látinn. Bæði var það, að dauði hans virtist benda til þess, að upplausn keisaradæmis- ins nálgaðist, og auk þess voru öll konungsríki Evrópu flækt í málið. Skortur á skýringum Einhver hræðileg veila hlaut að vaida því, ef gáfaðasti prins Evrópu hafði svipt sig lífinu fyr- ir unga daðurdrós. Fljtjít á litið virtist sem hann hefði látið lífið í fórnarskyni fyrir ást sína. Það var einfaldasta skýringin, en hvorki sú eina né sú líklegasta. Sannleikurinn er sá, að við vöð um enn reyk í leit okkar að ástæðu fyrir dauða prinsins. Leyndardómur Mayerlings, efni- 'viður margra skáldsagna, kvik- mynda og leikrita, er enn óráðin gáta. Allt, sem við vitum með vissu, er það, að þessa nótt lét- ust prinsinn og barónessan, og þeir atburðir höfðu djúptæk áhrif á örlög keisaradæmisins. Rúdolf Franz Karl Jósef, krón- iprins af Habsburg-Lothringen, hafði allar ástæður til að halda áfram að lifa. Hann líktist í engu prinsum þeim, sem lýst er í gam- anleikjum eða óperum. Hann var stórhuga, skynsamur og al- varlega hugsandi maður, sem talaði 5 tungumál og skrifaði bækur, er menn hafa ánægju af að lesa enn þann dag í dag. Hann var glæsilegur og glaðvær, feiknarlegt kverinagull og naut mikilla vinsælda meðal her- manna þeirra, sem hann hafði yfir að ráða. Hnelgðist til frjálslyndra stjórnmálaskoðana Ólíklegt er að sú staðreynd, að lítill kærleikur ríkti milli hans og föður hans, hafi valdið hon- um tiltakanlegu hugarangri. Keisarinn, Franz Jósef, sem hafði til að bera vitsmuni á borð við miðlungs póstmeistara í sveit, var mjög hefðbundinn í fram- komu. Það var ekki vandi hans að vekja kærleika meðal sinna nánustu. Auk þess var hann of önnum kafinn við dagleg stjórn- arstörf til að skipta sér mikið af erfingja sínum. En Rúdolf skorti ekki ást né heldur vinsældir. Þeirra naut hann, hvar sem hann fór. Hann dó ekki vegna þess, að hann væri ekki elskaður. Vera má, að hann hafi dáið, vegna þess að hann hafi verið elskaður of mik- ið. Hann hafði mikinn skilning á hugarfari fólksins í ríkinu og það dáði hann. Hann var frjáls- lyndur í skoðunum á þeim tíma, þegar frjálslyndi þótti enn grun- samlegt í Austurríki. Hann hafði sumar skoðanir sín ar frá Moritz Szeps, ntstjora frjálslynda blaðsins Tageblatt. Aðrar höfðu mótazt, er hann fór til Englands í opinbera heim- sók'n, árið 1887. Þar kom hann í neðri deild þingsins og kynnti sér með efgin augum ýmsar ensk ar stjórnarstofnanir. Hvenær sem honum tók að leiðast hið þvingaða líf við austurrísku hirð- ina, safnaði hann um sig lífsglöð- um vinum sínum og fór á veiðar. Hann var einnig áhugasamur um náttúrufræði, t.d. ágætur fugla- fræðingur. Rúdolf krónprins. Óhamingjusamt hjónaband. Brjálsemi í ættinni. Vitað er um tvennt, sem skyggði mjög á hamingju Rúd- olfs. Hann hafði kvænzt, árið 1881, Stefaníu, dóttur Leopolds II. Belgíukonungs. Hjónabandið var auðvitað aðeins samningur milli konungsættanna, en ekki til komið af ást. Stefanía var hvorki fríð né ófríð, en óvenju litlaus. Hún var lítt menntuð, en skapbráð og þrjózk. Þegar þau giftu sig, var hún aðeins 15 ára, gelgjuleg skólastelpa. Rúdolf tók á sig þennan kross, þar sem hann hafði fullan skilning á skyldum þeim, er hvíldu á herð- um konungborins fólks. Hann sýndi dóttur sinni, sem fæddist 2 árum eftir brúðkauþið, mikla ástúð og umhyggju. Rúdolf hélt við fjölda kvenna, einkum er í því sambandi nefnd fögur dansmær, Mizzi Kaspar að nafni, sem. var samtímis njósn- ari fyrir lögregluna og þýzkú stjórnina. Rúdolf játaði stundum fyrir vinum sínum, að hjónaband hans og Stefaníu væri sér mikil byrði. Hinn skugginn var alvarlegra eðlis. Rúdolf var í báðar ættir skyldur Wittelsbach-ættinni sem sat að völdum í Bayern. Geð- veiki var mjög algeng í Wittels- bach-ættinni. Franz Jósef var að vísu allra manna geðheilastur, en stundum hegðaði keisaraynjan, Elisabet, sér einkennilega. Enn furðulegri var hegðan frænda hennar, Lúðvíks II. af Bayern, vinar Wagners, sem hvarf frá raunveruleikanum inn í heim eig in hugaróra og dó á leyndar- dómsfullan hátt árið 1886. Aldrei varð þó annað séð, en að Rúdolf hefði fulla stjórn í. sjálfum sér. 17 ára lífsreynd ástmær Snemma í nóvember 1888, þremur mánuðum fyrir dauða Rúdolfs, hitti hann barónessuna ungu, Maríu Vetsera. Var það að undirlagi barónessunar^ að við- staddri Maríu Larisch; greifafrú, frænku Rúdolfs og vinkonu Vetesera fjölskyldunnar. Hún var einnig viðstödd, er Rúdolf og María hittust öðru sinni, nokkrum dögum síðar, í einka- íbúð hans í Keisarahöllinni. — María hafði strengt þess heit að sigra Rúdolf og hann hafði held- ur ekkert á móti því að láta þessa litlu, yndislegu blaður- skjóðu sigra sig. Hann mundi varla hvernær hann hafði ekki ýmist verið að sigra eða verða sigraður, — mismunurinn á því tvennu var löngu hættur að skipta máli. María Vetsera var ekkert sér- staklega ólik fjölda annarra ungra aðalsmeyja, sem Rúdolf hitti. Hún var engin fegurðar- dís, en hún var lagleg og óneit- anlega eggjandi. Hún hafði þrosk azt snemma og sýndist eldri en árin gefa til kynna. — Móðir hennar var dóttir ríks armensks bankaeiganda frá Miklagarði, en faðir hennar var af austurrísk- um lágaðli. Hún var blóðheit, grunnhygg- in stúlka, sem lét stjórnast af tilfinningunum eingöngu. Hún hafði daðrað feiknin öll við Miguel, hertoga af Braganza, sem var af portúgölsku konungs- ættinni. Virðast þau hafa haft milli sín samning, hálfgildis trú- lofun, sem heimilaði þeim að leita ævintýra annars staðar. Samband þeirra tók hina venju legu stefnu. Þau sáust öðru hverju, en þess á milli hélt Rúd- olf áfram að hitta Mizzi Kaspar. Hann fór á veiðar, var viðstadd- ur viðburði hirðlífsins og heim- sótti oft konu sína. 19. nóvember datt hann af hestbaki og meidd- ist nokkuð. Kvartaði hann um tíða höfuðverki og óþægindi í maga í nokkra daga, en náði sér brátt. Rúdolf eyddi jólunum með fjöl skyldu sinni við hirðina og gaf móður sinni, sem var mjög hrif- in af kvæðum Heinrich Heine, nokkur bréf skrifuð af skáldinu. Keisaraynjan tók ekki eftir neinu undarlegu í fari hans. Nokkrum dögum síðar skrifaði hann Moritz Szeps, að undarleg deyfð væri yfir utanríkismálum Austurrikis, lík og „lognið fyrir ofviðri“. En þessi ummæli voru ekki viðhöfð af svartsýni, held- ur var hann aðeins að benda á staðreynd. 13. janúar tældi hann Maríu Vetsera til fylgilags við sig, — eða hún hann. Af því til- efni gaf hann henni járnhring, en í hann voru grafnir stafirnir I, L. v, b, i, d, T, sem táknuðu: In Liebe vereint bis in den Tod (tengd ástarböndum allt til dauða). Slikir hringar tíðkuðust mjög meðal elskenda í Vínar- borg á þessum tímum og fór því fjarri, að áritun þeirra væri allt af tekin bókstaflega. Enginn sjáanlegur kvíði né óstyrkur Hinn 20. janúar fór Rúdolf á veiðar ásamt tveimur góðum vin um sínum, Filippusi prins af Coburg og Jósef Hoyos greifa, í Vinarskógum. Hann . virtist ekki neitt kvíðinn né óstyrkur. 27. janúar eyddi hann nóttinni með Mizzi Kaspar. Næsta dag ók hann til Mayerling, þar sem Maria Vetsera kom til móts við hann. Viku áður hafði Rúdolf boðið Filippusi prins og Hoyos greifa að koma á veiðar þann 29. janú- ar. Komu þeir til Mayerling um kl. 8 um morguninn og var hann þá í ágætu skapi, en kvaðst hafa fengið kvef á leiðinni frá Vín, svo að þeir fóru á veiðar án hans. Hoyos greifi veiddi allan daginn, en Filippus prins, sem átti að sitja kvöldverðarboð keis arans sama dag, hætti veiðum kl. 1,30 og reið til Mayerling. Var Rúdolf enn í góðu skapi, en bað Filippus að flytja kveðju sína og afsökunarbeiðni til Franz Jósefs, þar sem hann treýsti sér ekki til Vinar, vegna kvefsins. Hoyos greifi snæddi kvöldverð með Rúdolf kl. 7. — Ráðgerðu þeir þá að fara á veið- ar næsta dag. Við kvöldverðarborðið var Rúdolf í sólskinsskapi, drakk talsvert af víni og sagði ekkert sem túlka mætti á þann veg, að hann þjáðist af þunglyndi eða María Vetsera. byggðist stytta sér aldur. Um kl. 9 reis hann úr sæti sínu, kvaðst ætla að gera tilraun til að losna Við kvefið með því að fara snemma í rúmið, en mundi hitta Hoyos og Filippus, sem þá yrði kominn aftur frá Vín, við morgunverðarborðið. Greifinn ekkert hissa. Þegar varðmaður nokkur kom um kl. 8 um morguninn og til- kynnti Hoyos, sem sofið hafði i öðru húsi skammt frá, að Lossc- hek, einkaþjóni Rúdolfs, hefði ekki tekizt að vekja húsbónda sinn, varð greifinn ekkert hissa. „Hann sefur áreiðanlega bara eins og steinn", sagði hann. En þegar hann kom í veiðihúsið, komst hann að því að Rúdolf hafði verið á fótum kl. 6,30 og sagt Losschek að hafa vagninn tilbúinn kl. 7,30. Hann hafði einnig sagt þjóninum, að hann ætlaði að leggja sig aftur en vildi verða vakinn eftir eina klukku- stund. Hoyos greifi barði utan her- bergishurðina, en fékk ekkert svar. Hann var um það bil að gefa skipun um, að hurðin skyldi brotin, þegar Filippus prins bar að. Þeir ákváðu að taka í sam- einingu á sig ábyrgðina af hurð- arbrotinu, en Loschek skyidi einn ráðast til inngöngu í her- bergið. Var þetta gert og kom Loschek þá aftur með þær frétt- ir að krónprinsinn lægi fram á rúmstokknum og stór blóðpollur fyrir framan hann. Barónessan væri einnig látin. Af einhverjum ástæðum fóru hvorki Filippus né Hoyos inn í herbergið. ’Loschek skýrði svo frá, að hann héldi að Rúdolf hefði tekið inn blásýru. Hann getyr ekki hafa grandskoðað lík húsbónda síns, því að kúla, sem skotið hafið verið af stuttu færi, . hafði tætt burt helminginn af höfuðkúpunni. Ákveðið var, að Hoyos greifi skyldi aka strax til Vínar og flytja keisaranum, keisaraynj- unni og krónprinsessunni tíðind- in. Sagði hann í ruglingslegri sögu svo frá, að Rúdolf hefði dáið af völdum eiturs, sem bar- ónessan hefði gefið hónum inn. Þetta var mesta furðusaga, en fundin var upp önnur hentugri, að dánarorsökin væri hjarta- slag. Tveimur dögum síðar gaf hirð- læknirinn, dr. Hermann von Widerhofer, keisaranum þá skýrslu, að Rúdolf hafi látizt, samstundis af völdum kúlunnar og ekkert þjáðst. Keisarinn var þrumulostinn: „Hvað? Kúlu? Hvenær? Hvernig?“ Þegar hon- um var sagt, að Rúdolf hefði ber- sýnilega skotið Mariu Vetsera og síðan sjálfan sig, féll keisarinn í yfirlið. Að tilskipan keisarans var gripið til víðtækra ráðstafana til að leyna sönnunargögnunum. Skjöl, sem við komu málinu, voru gripin og sett í leynigeysml- ur. Flest kveðjubréfanna hurfu og þau, sem birt hafa verið, eru ekki mjög sannfærandi. Bréfin kannske fölsuð Kveðjubréf þau, sem birt hafa verið, gætu vel verið fölsuð. Þau eru alls ekki óyggjandi sönnun þess, að Rúdolf hafi skotið Maríu og síðan sjálfan sig. Á þessum tíma stóð bréfafölsunarlist í miklum blóma, einkum í leyni- þjónustum stórveldanna. Til voru þeir menn, sem losna vildu við Rúdolf, vegna frjálslyndra skoðana hans, og þeir hefðu ekki vílað fyrir sér að falsa nokkur bréf. Vitað er að opinber skjöl varð- andi málið voru ekki sannleik- anum samkvæm og að mikilvæg- ustu skjölin voru aldrei birt. Hoyos greifi skrifaði langa frá- sögn af atburðum þeim, sem skeðu rétt fyrir harmleikinn. Sumir kaflar frásagnarinnar líkj- ast óneitanlega uppspuna, sem saminn er í flýti og örvæntingu. E'nhver, kannski margir, hljóta að hafa logið. Bæði Hoyos, Los- chek og Filippus hegðuðu sér undarlega. Þeir virtust vita miklu meira um dauðsföllin í veiðihúsinu en þeir vildu vera láta. Mýgrútur sög^isagna Auðvitað komst mýgrautur sögusagna á kreik og ýmsar skýr ingar gefnar á dauða Rúdolfs. Sumir sögðu að afbrýðisamur eiginmaður hefði myrt hann, en aðrir að hann hefði skotið bar- ónessuna óviljandi og framið sjálfsmorð á eftir af harmi. Of langt yrði að rekja allar þær furðulegu tilgátur. sem hafðar hr:fa verið uppi um atburðina í Mayerling. Minnzt var einkenniiegra við- bragða forsætisráðherrans. Ed- ward Taaffe greifa, þegar hon- um var tilkynnt um andlát prins- ins. Hann hafði mestra hags- muna að gæta og var ekki sá maður, sem lætur tækifæri ganga sér úr greipum. Enginn var í befri aðstöðu til að láta ráða Rúdolf af dögum og skilja eftir slóð af bréfum. Engin sönnun. En þótt margt kunni að benda til sektar forsætisráðherrans, þá Framh- á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.