Morgunblaðið - 14.02.1964, Side 1

Morgunblaðið - 14.02.1964, Side 1
24 slðuc 51. árgangur 37. tbl. — Föstudagur 14. febrúar 1964 Prentsmiðja MorgunblaSsins Haröir bardagar á Kýpur Tyrkneskur þingmaður skorar á stjórn sína að skerast í leikinn Heimssýningin í New York verður opnuð í apríl nk., og er nú verið að ljúka við frágang sýningarsvæðisins. Var mynd þessi tekin af sýningarsvæðinu á þriðjudag. Á miðri mynd er tákn sýningarinnar, hnattlíkan, eða Unisp * .-e. Um 85% sýningar- hallanna eru nú undir þaki, og eru ýmsir þeirra, sem standa að stærri sýningunum, þegar farnir að koma fyrir vörum sinum. Nicosia, Kýpur, 13. febr. — AP-NTB — HARÐIR bardagar hafa verið háðir á Kýpur í dag, aðallega í borginni Limassol, og ber fregnum ekki saman um mannfall. Vitað er að 10 tyrk- neskir Kýpurbúar hafa fallið og 8 særzt, en óttast að marg- falt fleiri hafi látizt í átökun- um. Talsmenn brezka gæzlu- liðsins á Kýpur telja ástandið í Limassol enn mjög alvarlegt og að tyrkneskir íbúar borg- arinnar, sem eru í miklum minnihluta, séu í talsverðri hættu staddir. í morgun tókst yfirmanni brezka gæzluliðsins, Peter Young, hershöfðingja, að fá deiluaðila í Limassol til að fallast á vopna- hlé. Voru Tyrkir þá svo aðþrengd ir að þeir töldu sér ekki fært að verjast nema tvo tíma til viðbót- ar, án utanaðkomandi aðstoðar. Um hádegið var gefin út til- kynning þar sem sagt var að svo virtist sem vopnahléið væri hald ið, en skömmu seinna var sagt að bardagar hefðu brotizt út að nýju. Er þetta annar dagurinn í röð, sem barizt er í Limassol. I gær tókst að stilla til friðar eftir að Georgiadis, innanríkisráðherra, hafði rætt við leiðtoga deiluað- ila. Um sex þúsund brezkir borg- arar eru búsettir í Limassol, 'og er hafinn brottflutningur á kon- um og börnum. Voru 300 konur og börn flutt burt í kvöld, en ekki var unnt að hefja brottflutn inginn meðan á skothríðinni stóð fyrr um daginn. Meðan á bardögunum stóð í Limassol, ræddi Ismet Inönu, for sætisráðherra Tyrklands, við yfirmenn hers og flota, og einn þingmanna stjórnarandsöðunnar krafðist þess í þinginu að ríkis stjórnin tæki nú þegar ákvarðan ir varðamdi Kýpurvandamálið, á kvarðanir, sem væru sæmandi stoltri sögu þjóðarinnar. Sagði þingmaðurinn að tyrkneska þjóð in væri að missa þolinmæðina. Það væri tími til kominn að fara bræðrunum á Kýpur til aðstoð ar. George Ball, aðstoðar utanrík isráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Kýpur, og ræddi hann í dag við Makarios forseta. Að fundi þeirra loknum neitaði Ball að ræða við fréttamenn eða skýra frá gangi mála. Hinsvegar sagði útvarpið í Nicosía að Makarios hafi afhent Ball svar Kýpur- stjórnar við tillögum Breta og Bandaríkjamanna um eftirlitsher frá Atlantshafsbandalaginu á Kýpur. Ætlunin var að Ball héldi frá Kýpur í dag, en hann hefur ákveðið að vera þar áfram. Fulltrúi brezku stjórnarinnar, Cyril Pickard, er einnig staddur á Kýpur,- og hefur hann einnig átt viðræður við Makarios. Sjónarvottar að bardögunum í Limassol sögðu í kvöld að hundr uð manna hafi tekið þátt í þeim. Flestir voru ó-einkennisklæddir, en vel vopnum búnir. Báru marg ir hríðskotabyssur, og skotið var af vélbyssum að tyrkneska "ramh. á bls. 2. t'. Lyndon B. Johnson og sir Alec Ðouglas-Home: Draga verður úr spennunni og tryggja frið og öryggi Samningur um tilraunabann var spor í áttina - halda ber áfram á þeirri leið Washington, 13. febrúar. — AP-NTB — LOKIÐ tveggja er í Washington daga viðræðum þeirrá Johnsons forseta ög Sir Alec Douglas-Home, forsætis- ráðherra Bretlands. — Utan- ríkisráðherrar landanna, þeir Dean Rusk og Richard A. Butler, tóku þátt í viðræðun- um. Að fundum loknum gáfu leiðtogarnir í dag út sameig- inlega yfirlýsingu þar sem þeir heita því að leita leiða til að draga úr spennunni og berjast fyrir því að tryggja frið og öryggi í heiminum. í yfirlýsingunni segir að Bret- ar styðji stefnu Bandaríkjanna í Suður-Vietnam, en Bandaríkja- menn heita hinsvegar stuðningi við stefnu Breta varðandi Mala- ysíu, þ.e. að tryggja þar frið og sjálfstæði rikjasambandsins. — Leiðtogarnir benda á að samn- ingurinn, sem gerður var á síð- asta ái'i um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorkuspreng- ingar hafi verið spor í áttina til friðsamlegrar lausnar þeirra vandamála, sem aðskilja austur og vestur. Halda beri áfram á þeirri braut og leita nýrra leiða til að draga úr spennunni. Johnson og Sir Alec láta í ljós þá von að Sovétríkin kynni sér „gaumgæfilega og af fullri alvöru“ efni tillagna þeirra, sem fulltrúar Breta og Bandaríkj- anna hafa lagt fram á 17 ríkja Framhald á bls. 2. Málverk eftir apa valda málaferlum Stokkihóúmi, 13. feb. (NTB) NÝTT listahneyksli er í upp- siglingu í Svíþjóð. Hafa Iands samtök sænskra málara (K. R. O.) kært eiganda sýn- ingarskála í Gautaborg fyrir að draga listunnendur á tálar og falsað höfundanöfn á mál- verk. Það er Galerie Ghristinae í Gautaborg, sem varð fyrir málsókn málaranna. Þar er málverkasýning um þessar mundir, meðal annars á verk- um eftjr „listmálarann Pierre Brassau“. Segir í .sýningar- skrá um þennan Brassau, að hann hafi stundað nám í Frakiklandi óg á Spáni, og eigi myndir á málverkasýning um víða um heim. En svo skýrði eitt Gautaborgarblað- anna nýlega frá því að Brass- au væri enginn annar en Pet- Lokið er tveggja daga viðræðum þeirra Johnsons forseta og sir / herra. Mynd þessi vax tekin við komu sir Alecs til Hvíta hússins á ♦ c Douglas-Home forsætisráð- miðvikudag. er, þrig.gja ára simpans-api í dýragarðin-um í Borás. Þá hafði eitt af málverikum ap- ans þegar verið seilt fyrir 400 krónur sænskar (kr. 3.320, — ). Hin málverkin. runnu svo út eins og heitar lummur fyrir hækkað verð. Listamannasamtökin halda því nú fram að ekki sé allt með felldu varðandi mynd- irnar. Se-gja listamennirnir að apinn hafi fengið aðstoð við að fullgera myndirnar. Lögfræðingur samtakanna hefur stefnt eiganda Galerie Ohristinae, og krefst þess að fá úr því skorið með dómi hvort hér sé ekki um lögbrot að ræða. Listunnendur eigi að geta snúið sér til sýningar- skála fullvissir u-m að ekki sé verið að draga þá á táilar. Tíu ára mamma Chicago, 13, feb- (NTB) Tíu ára gömul negratelpa Chicago eignaðist í dag fimr punda dóttur. Varð að tak barnið með keisaraskurði. Mjög er sjaldgæft að svo ung ar stúlkur eignist böm, en þ eignaðist jafnaldra hennar Mexíkóborg dóttxir fyrir tveim ur dögum. Fyrir fæðinguna sagði lækni einn við fæðingarheimilið Chicago að teipan virtist þjá« af taugaáfalli og gerði sér ekl ljósa grein fyrir því hvað væa að koma fyrir hana. Bezt væx að hún fengi alarei að sjá dótl Framn. a bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.