Morgunblaðið - 14.02.1964, Side 2

Morgunblaðið - 14.02.1964, Side 2
MORGUNBLAÐID r ~ Fðstudagur 14. febr. 1964 Sír Alec Douglas Hoiue varar við styrjöld Washington, 13. febrúar (AP—NTB) SIR Alec Douglas-Home, forsætisráðherra, átti í kvöld fund með fréttamönnum í Washington, að loknum tveggja daga viðræðum við Johnson forseta. Ræddi for- sætisráðherrann m.a. um á- greining Bandaríkjamanna og Breta varðandi verzlun við kommúnistaríkin, og einn ig um ástandið á Kýpur. Douglas-Home viðurkenndi á fundinum að ágreiningur ríkti miUi þjóðanna um verzlun við Sovétríkiin, Kína og Kúbu. En „við Bretar verðum að reka verzlun ... við trúum ekki á viðskiptabönn." Um ástandið á Kýpur sagði sir Alec að ef þar brytist út borgarastyrjöld, gseti svo farið að Tyrkir og Grikkir yrðu aðilar að átökunum, og vaeri þá erfitt að hindra frekari útbreiðslu styrj aldarinnar. Sagði ráðherrann að Bretar vseru reiðubúnir til að senda aukið herlið til eyjunnar, ef Kýpurstjómin óskaði þess, og til að koma í veg fyrir styrjöld milli tveggja aðildarríkja NATO, Grikklands og Tyrklands. Allt yrði að gera, sem unnt væri, nú á næstu dögum til að koma á fót alþjóða eftirlitsher á Kýpur, sem komið gæti á friði á eyj- unni og haldið þar reglu meðan verið væri að finna varanlega lausn á deilum þjóðbrotanna þar. 9 matadorar á hendi Á miðvikudagskvöldið fékk Einar Magnússon, mennta- skólakennari 9 matadora á höndina í lomberspili. Einar hefur spilað við félaga sína einu sinni í viku í 29-30 ár og aldrei hefur neinn þeirra fengið þessi 9 hæstu spil á eina hönd. Þeir sem spiia við hann eru Karl Jónasson lækn ir, Valdemar Sveinbjömsson, leikfimiskennari, Jón Brynj- ólfsson, endurskoðandi og Fétur Jónasson hjá Kíkisskip. — Einstöku fínir menn spila ennþá lomber, en þeir eru orðnir fáir, sagði Einar er við hringdum til hans. Þetta er yfirstéttarspil, gömlu fyrirmennirnir spiluðu lom- ber og drukku púns, en al- þýðan og kvenfólkið spilar bridge. Lomber er gott spil. Það er svoiítið erfitt að læra það, en það er tilbreytingar- ríkt. Hvemig við héldum upp á þessa heppni? Þetta kom svo á óvart að við höfðum ekkert kampavín. Við vorum alveg dolfallnir. En þeir greiddu mér allir 10 kr., skv. gömlum lögum síðan 10 kr. voru pen- ingar. SérverzEun með mllningu tekur til starfa I Keflavík NÝLEGA tók til starfa algjör sérverzlun með málningu ásamt skiltagerð að Hafnargötu 58 í Keflavík. Málning hefur að vísu áður verið seld í smávöruverzlunum og byggingarvöruverzlunum. — Eigendur þessarar verzlunar, sem ber nafnið Björn & Einar, eru tveir ungir málarar, þeir Björn Helgason og Einar Erlends son og hyggjast þeir hafa á boð- stólum allar fáanlegar móln- ingarvörur og nýjungar á því i sviði og auk þess að laga og út- búa -málningu fyrir þá, sem óska að mála sjálfir og veita hvers- konar leiðbeiningar á því sviði. í sambandi við verzlunina, verður einnig skiltagerð, fyrst um sinn aðeins unnið með máln- ingu og lökkum, hvað sem síðar kann að verða og eru að því mikil þægindi fyrir Suðurnesin að þurfa ekki að leita lengra eftir þeirri þjónustu. Verzlunin virðist nú vera að færast meira í form sérverzlana á hinum ýmsu sviðu-m og er það til mikilla þæginda fyrir almenn ing að geta fengið fullkomið úrval ýmsra vöruflokka á ein- um stað. — hsj — Áætlað virkjanlegt vatnsafl á fslandi 35 þús. GWs á ári Beatles í Miami þrjótíu særðir Miami, Florida, 13. feb. <AP) MIKLAR óspektir urðu á flugvellinum í Miami í dag þegar þangað komu brezku fjórmenningamir The Beatles (sjá bls. 3). Um fjögur þús- und unglingar voru mættir á flugvellinum til að taka á móti gestunum, og réði lög- reglan ekkert við þennan fjölda. Ruddust unglingarnir gegnum fylkingar lögreglu- manna, brutu tvær glerhurð- ir og margar gluggarúður. Að minnsta kosti 30 unglingar skárust á handleggjum og and litum í óspektunum. f RITINU Raforkumál er birt kort og tafla yfir áætlað tækni- lega virkjanlegt vatnsafl á ís- landi, gefið upp í Gigawatt- stundum á ári. Þar kemur fram að í meðalári er áætlað tækni- lega virkjanlegt afl á landinu, 35 þús. GWs (hver GWs er 1.000.000 Kws), en fer niður í 31 þús. GWs í þurru ári. Til saman- burðar er núverandi vinnslugeta 708 GWs á ári. E£ virkjanlega vatnsaiflinu er skipt niður eftir landshlutum þá er mest vatnsaflið á Suðurlandi eða 14.200 GWs á vesturhlutann þar af 10 þús. á vatnasvæði Þjórs ár og 4200 á vatnasvæði Hvítár. Og á Suðurlandi eystra eru á- ætlaðar 3.801 GWs. Á Norðurlandi er tæknilega virkjanlegt vatnsafl 5.816 GWs á ári á Norðurlandi eystra, þ.e. á JökuLársvæðinu, og 2.630 GWs á Norðurlandi vestra. Að auki koma svo 614 GW« á Noirða.ust- urlandi. Á Vesturlandi er talið virkjan legt vatnsafl á ári 1.205 GWs og á Vestfjörðum 1.107 GWs. Og á Austurlandi eru taldar 5.627 GWs. á ári. Allar tölurnair eru miðaðar við meðalár. Núverandi vinnslugeta er mest á Suðurlandi vestra eða 500 GWs. A norðurlandi eystra eru 105 GWs á ári og hinar 395 GWs á ári skiptast á aðra staði landsins. — Kýpur Framhald af 1. síðu. borgarhVerfinu. Á götunum mátti sjá brynvarðar jarðýtur og dráttarvélar, sem beitt var eins og skriðdrekum. Seint í kvöld tilkynnti Peter Yong, hershöfðingi, að deiluað- ilar hafi enn undirritað vopna- hléssamning, og friður ríki nú í Limassol, en brezkir her- menn væru á verði á götunum. Sagði hershöfðinginn að full á- stæða væri til að ætla að taia fallina væri mun hærri en upp hefur verið gefið. Árstíðirnar eru fax-nar að skipta um hlutverk á fslandi. Þessi mynd var tekin við Reykjavíkurhöfn í stafalogni og níu stiga hita, og hefði það einhvern tíma þótt gott veð- ur á Miðþorra. Ungur, reyk- vískur fiskimaður hefur dreg- ið fram veiðistöng sína, en afli er ókunnur. — Flutninga skipið fyrir miðri mynd er „Reykjafoss". (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). Almenningsdlit og ároður ÞRIÐJUDAGINN 18. feb. kl. 20.30 hefjast í Valhöll v/Suður- götu fyrirlestrar um þjóðfélags- mál á vegum Heimdallar FUS. Þessi fyrirlestur, sem er hinu fyi-sti í röð sex fyrirlestra um þessi efni, sem fluttir verða á vegum Heimdallar næstu vikur, mun fjalla um Almenningsálit og áróður. Er Magnús Óskars- son, lögfræðingur, fyrirlesari að þessu sinni. Er ekki að efa að þessi ný- breytni í starfi Heimdallar mun mælast vel fyrir og eru félags- menn, eldri sem yngri hvattir til þess að fjölmenna. —Draga verbur . . , Framhald af 1. síðu. afvopnunarráðstefnunni í Genf, svo orðið geti úr samningum um raunhæfa afvopnun með eftirliti. Ríkisstjórnir beggja landa munu halda áfram að veita Sam- einuðu þjóðunum fullan stuðn- ing, se'gir í yfirlýsingunni, og veita samtökunum alla aðstoð, svo þau geti innt af hendi skyld- ur sínar og uppfyllt óskir alls mannkyns. En stjórnir beggja ríkjanna eru þess vitandi að eng- ar framfarir geta orðið á þessu sviði án öflugrar einingar Vest- urveldanna. Þessi lönd verði jafn an að standa sem eitt, reiðubúin til að hrinda hverri árás. í yfirlýsingunni er hvorki minnzt á ástandið á Kýpur, né viðskiptabann við Kúbu. Um Kúbuverzlun ríkja skiptar skoð- anir, og virðist ekki hafa miðað í samkomulagsátt um það máL Hinsvegar er óbeint vikið að Kýpur þar sem segir í yfirlýsing- unni að leiðtogarnir tveir hafi rætt viðburði síðustu mánaða víða í heiminum, sem margir hverjir hafi krafizt afskipta Breta og Bandaríkjamanna. Þótt ekki sé frekar vikið að Kýpur er vitað að ástandið á eyjunni var eitt helzta umræðuefni leiðtog- anna. Þetta var fyrsti fundur þeirra Johnsons og Sir Alecs frá því báðir tóku við leiðtogaembætt- um sínum í vetur. Leggja þeir áherzlu á það í yfirlýsingunni að nauðsynlegt sé að náið persónu- legt samband haldist þeirra í milli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.