Morgunblaðið - 14.02.1964, Page 3

Morgunblaðið - 14.02.1964, Page 3
Föstudagur 14. febr. 1964 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkrum dögum komu til New York fjórir piltungar, sem nefna sig „The Beatles“, og frsegir eru orðn- ir fyrir vein sín og gól í London. Þegar þessir hávaða seggir lentu á Kennedy Int- ernational Airport í New York tók á móti þeim fimm þúsund æpandi aðdáendur. Á einu spjaldi stóð: „Ég elska þig, verið alltaf hér, Regína.“ Foringi þeirra, John Lenn- on, sagði: „Þetta eru beztu Fjórmenningarnir í New York móttökur, sem við höfum fengið.“ Einn þeirra 110 lögreglu- þjóna, sem sendur voru á vettvang vegna komu þeirra, sagðist ekki hafa séð neitt því um líkt síðan MacArthur hershöfðingi kom á sínum tíma. „The Beatles“ brostu og 'grettu sig á víxl framan í að- dáendur sína. Yfir 100 blaða- menn og ljósmyndarar biðu þeirra og spurðu þá, hver væri leyndardómur vinsælda þeirra. „Nýir umboSsmenn", anzaði Ringo Starr. Þeir sögðu allir að geðveikis köst eins og þeir fengju væri heilsusamleg, allir væru þeir sköllóttir og notuðu þar af leiðandi hárkollur, sem í senn minntu á rollur og hunda. Einn kvaðst vera bæði mál- laus og heyrnarlaus. Þeir héldu þrenna tónleika í röð í Carnegie Hall og var slegizt um miðana. Eitt laga þeirra, „I want to Hold Your Hand“, sem þeir léku inn á plötu, er komið í fyrsta sæt- ið á vinsældarlistanum þar vestra. Áhorfendur veinuðu og trylltust af hrifningu SfríÖsglœpa- mönnum fœkkar Tveir hafa hengt. sig, sá jbr/ð/7 féll til bana út um glugga á áttundu hæð i, 13. febrúar. — AP-NTB — F I M M Vestur-Þjóðverjar voru ákærðir fyrir fjölda- morð á stríðsárunum, og eiga réttarhöld í málum þeirra að hefjast á þriðjudag. — Einn hinna ákærðu, Ewald Peter, fyrrum lífvörður dr. Erhards, kanzlara, hengdi sig í fanga- klefa sínum 2. febrúar sl. Annar, dr. Friedrich Till- mann, féll út um glugga á átt- undu hæð í skrifstofuhúsi í Köln í gær, og beið sam- stundis bana. Þriðji maður- inn, dr. Werner Heyde, hengdi sig í fangaklefa sínum í Butz- bach-fangelsinu í morgun. — Fjórði, dr. Bernhard Bohne, hvarf frá heimili sínu í Dússel dorf í ágúst sl., og er talið að hann hafi flúið land. Eru því allar líkur fyrir því að aðeins einn hinna ákærðu mæti í réttarsalnum, þegar málið verður tekið fyrir í uæstu viltu. Er það dr. Hans Hefelman, fyrrum ríkisstarfs- maður. Dr. Werner Heyde var 61 árs. Hann var sérfræðingur í sálfræði og taugalækningum, gekk í naz- istaflokkinn 1933, árið sem Hitler komst til valda, og var tekinn í SS-sveitir Hitlers ári seinna. Skömmu fyrir stríð var ákveð- ið að hefja útrýmingu geðveikis- sjúklinga og þeirra, sém haldnir voru ólæknandi sjúkdómum. Var þetta afsakað með því að hér væri um „samúðardráp" að ræða. Dr. Heyde var skipaður yfirmaður stofnunarinnar, sem annaðist þessi fjöldamorð, og gegndi því embætti þar til stofn- unin var lögð niður 1941 vegna fjölda mótmæla. Eftir stríð var Heyde handtek- inn, en tókst að strjúka úr varð- haldi. Settist hann að í Flensborg undir fölsku nafni. Þar hafðist upp á honum 1959, en þegar átti að handtaka hann var hann flú- inn. Viku seinna, í nóvember 1959, gaf hann sig fram í Frank- furt, og hefur síðan setið í fang- elsi. í morgun kl. 9 heimsótti lækn- ir dr. Heyde í fangaklefann, og gaf honum einhver lyf, sem ekki er vitað hver voru. Tíu mínútum síðar var komið að Heyde. Hafði nann þá hengt sig í belti sínu, sem hann festi í hitaleiðslu í lofti fangaklefans. Hann var enn með lífsmarki, en lézt skömmu síðar þrátt fyrir lífgunartilraunir. Hef- ur líkrannsókn verið fyrirskipuð til að ganga úr skugga um hvort dr. Heyde hafi tekið inn eitur áð- ur en hann hengdi sig. Dr. Friedrich Tillman var skrif stofustjóri hjá dr. Heyde í Berlín. Hann var ekki hafður í haldi, en var kvaddur til að mæta við réttarhöldin á þriðjudag. í gær heimsótti hann dóttur sina, sem starfar í ríkisstjórnarskrifstofu í Köln. Ekki er vitað hvað kom fyrir, en á einhvern hátt féll dr. Tillmann, eða stökk út • um glugga á áttundu hæð skrifstofu- hússins, þar sem dóttirin vinnur. Mál stríðsglæpamannanna hef- ur vakið mikla athygli í Vestur- Þýzkalandi. Eiga um 300 vitni að koma fram við réttarhöldin. — Fyrir nokkru átti dr. Heyde við- tal við fréttamann, og sagði þá að þegar hann hefði skýrt frá öllu losnuðú mörg prófessorsemb ætti í læknisfræði við þýzka há- skóla. Þrír af kunnustu knattspyrnu stjörnum Brasilíu hafa í huga að senda Brasilíuforseta persónu lega ósk úm skattalækkun. Þetta ei-u bræðurnir Nilton og Cos Santos og Mario Zagello. Þeir skulda samtals um 1.2 milj. kr. í skatta fyrir 7 s. 1. ár. Garrin eha- hefur og sagt að hann geti hreinlega ekki greitt skatta sína. Ef ekki verði fallið frá kröfunum verði hann að fara í skuldafangelsi. 1 /” NA /5 hnútar 1 a/ SV5ðhr.úhr X Snjikoma \7 Skúrir Z Þrumur 13 -X KutíaskH ^ HifsskSt H Hm» t í GÆR var hlýtt og gott veður um allt land, hiti víða 6-8 stig og úrkomulaust að mestu. Svipað veður var á Bretlandi og Frakk- i landi, en frost í Þýzkalandi. Alldjúp lægð skammt suðvestan að írlandi olli hvassviðri og rigningu á Biscayaflóa og ír- landshafi. Dagblaðið „Vísir“ segir m. a. í gær: „Það ætti að veita Tímanum orðu fyrir hugvit. í gær fann hann það út að það væri ríkisstjórnin, sem bæri ábyrgð á þeim fjársvikamálum, sem nú eru rannsökuð í land- inu! Mun margan góðan leSandami hafa rekið í rogastanz yfir þessum upplýsingum og jafnvel hörðustu Framsóknarmenn hrokkið við þegar þeir sá.a þessar merku upplýsingar. Tekur þetta langt fram hæsta- réttardómunum í olíumálinu, en nokkrir forkólfar Framsóknar voru dæmdir í háar sektir — því vitanlega er sönnunargildi dóma Tíir.ans engu minna en Hæsta- réttar. Það er fróðlegt að at- huga, hvernig Tíminn kemst að þessari skarpvitru niðurstöðu. Jú. Verðbólgan er orsök fjár- svikanrálanna. Og ríkisstjórnin ber ábyrgð á verðbólgunni. Ergo: Hún er höfuðpaurinn í fjársvika- málunum. Punktum og basta. Þetta kallar maður nú snjalla blaðamennsku. Roði Eysteins Einn er sá maður reykvískur, sem líklega hefir roðnað ofur- lítið á vangann, þegar hann las þennan leiðara Tímans í gær. Hann heitir Eysteinn. Eysteinn hefir nefnilega örugglega minnzt þess, að hann hefir verið fjár- málavitringur landsins i tuttugu ár — einmitt þau árin, sem verð- bólgan hefir grasserað og dillað sér sem mest í þjóðfélaginu". Við völd eða utan valda Forystugrein í „fslendingi“ 7. febrúar síðastliðLnn ber ofan- greint nafn. Þar segir: „Forystumenn Framsóknar- flokksins eiga í fórum sínum tvær stefnur í efnahagsmálum: sparistefnu, þegar þeir sitja í ríkisstjóm og hversdagsstefnu, þegar þeir eru í stjórnarand- stöðu. Hversdagsstefnuna hafa þeir haft á lofti nú undanfarið, þ.e. að unnt sé að hækka kaup- gjald um 30-40%, án þess að það þurfi nokkursstaðar að sjást í hækkuðu vöruverði eða hækkuð-. um álögum. Þó ættu þeir að skilja og skynja sambandið milli kaupgjalds og búvöruverðs af gamalli reynslu. Fyrir 9 árum var efnt til víð- tækra verkfalla, er enduðu með 16% launahækkun. Fjármálaráð- herra var Eysteinn Jónsson, og mælti hann þá svona á Alþingi um stefnu þá, er hann taldi eiga að gilda í kjarabaráttu: „f framkvæm.d verður stefnan þannig, að forráðamenn verka- lýðsins reyna að gera sér grein fyrir því, hvað hægt sé að hækka kaupið mikið, svo að hækkunin verði hreinn ávinningur en kast- ist ekki aftur í höfnð mönnum án tafar. Það gefur dálitla bend- ingu um, hvernig á þessum mál- um er haldið á Norðurlöndum t.d.,að síðastaalmenna kauphækk un í Noregi var um 4%, og síðast, þegar samið var í Svíþjóð, fengu flestir 3,6 %' hækkun“. Hér hafa orðið á árinu 1963 30% almennar kauphækkanir og hærri hjá opinberum starfsmönn um, og hefur flokkur Eysteins Jónssonar dyggilega að þeim „kjarabótum“ staðið. Þó heldur hann því fram, að ekkert af þeim hækkunum þurfi að neinum hluta að „kastast aftur í höfuð mönnum". Slíkt sé bara illvilji ríkisstjórnarinnar og hefndarað- gerðir, og þá líklega hækkunin á landbúnaðarafurðunum, sem ætíð hafa mest að segja, þegar kjarabótapostularnir ná beztum árangri. Er æskilegt að hleypa slikum tvíhyggjumönnuin í stjórn lands- ins?“ -----

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.