Morgunblaðið - 14.02.1964, Page 6

Morgunblaðið - 14.02.1964, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 14. febr. 19S4 Ari Kristinsson IMinningarorð J sýslumaður ARI Kristinsson, sýslumaður Barðstrendinga, er í dag bor- inn til grafar hér í Reykjavík. Stór barnahópur, ástrík eigin- kona, fjölmennur hópur vina —og frænda harmar þennan unga drengskaparmann og glæsimenni, sem fallinn er langt fyrir aldur fram. Barð- strendingar kveðja vinsælt yfirvald og dugandi foringja, fjöldi fólks vítt og breitt um hyggðir Vestfjarða saknar vinar í stað. ★ !>eir deyja ungir sem guðirnir elska. í>að er gömul saga og ný. Ari Kristinsson var fæddur á Húsavík 6. nóvember 1921. Faðir hans var Kristinn Jónsson, kaup- maður þar, Jónssonar Arasonar, prests Joohumssonar frá Skógum í Þorskafirði. Kona séra Jóns Ara sonar (var Guðriður Ólafsdóttir Guðmundssonar í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi. Kona Kristins Jónssonar, móð- ir Ara sýsluimanns, var Guð- björg Óladóttir smiðs á Húsavík Kristjánssonar. Að Ara Kristinssyni stóðu þannig merkar ættir gáfu- og dugnaðarfólks. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri með hárri fyrstu einkunn árið 1941 og lög- fræðingur frá Háskóla íslands, einnig með hárrí fyrstu einkunn árið 1947. Sama ár var hann skipaður full trúi hjá sýslumanni Þingeyinga og gegndi þv>í starfi framt til árs- ins 1956 og var iðulega sýslumað ur á þessu tímabili. Árið 1956 var Ari Kristinsson skipaður sýslumaður Barðstrend inga og gegndi því embætti til dauðádags. Gat hann sér þegar mikið orð fyrir frábæran dugn- að og reglusemi í allri embættis- færslu. Öll afgreiðsla hans á mál- um einkenndist af skarpskyggni og Ijósri greind og þekikingu á hverju því máli, er hann fjalilaði um. Hinn ungi sýslumaður kynnt- ist fljótt fólkinu í héruðum sín- um. Hann fór sjálfur hinar ár- legu þingaferðir í alla hreppi sýslunnar, vestur um þorp, suð- ur og austur um sveitir og út í Breiðafjarðareyjar. Fólkið fagn aði heimsókn þessa unga ag karl- mannlega yfirvalds, sem jafnan kom fram af hispursleysi og myndarskap. ★ Ari Kristinsson var hár maður vexti, grannur og vel limaður, ljós yfirlitum, skarpleitur og svip hreinn, friður sínum og hinn vasklegasti í allri framgöngu. Höfuðeinkenni skapgerðar hans var festa, nokkurt skapríki og heiðríkja hugans. Það var ávallt bjart og hreint yfir framkomu Ara sýslumanns. Hann kom til dyranna eins og hann var klædd ur, traustur, djarfur og þróttmik- ill. Hann var glaður og reifur meðal vina og frænda, harð- skeyttur og stefnufastur í starfi og baráttu, alltaf heiðarlegur og sannur maður. Ari Kristinsson gegndi fjölda trúnaðarstarfa, auk embættis síns. Hann var hreppsnefndar- maður í Patrekshreppi, átti sæti á Fjórðungsþingi Vestfjarða og í stjórn Fjórðungssambands Vest- firðinga Hann tók mikinn þátt í félagsmálastarfi og baráttu fyrir mörgum hagsmunamálum Barðstrendinga og annarra Vest- firðinga. Sérstaklega lét hann sjúkrahúsmál og samgöngumál til sín taka. Hann var fyrsti vara þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum frá síðustu alþingis kosningum og tók virkan og lif- andi þátt í starfi og baráttu fyrir mörgum hagsmunamálum Vest- firðinga. Hvar sem hann lagðist á munaði hressilega um liðsemd hans. Hann var aldrei hálfur í neinu, alltaf heill og vaskur. ★ Ari Kristinsson kvæntist hinn 4. janúar árjð 1945 Þorbjörgu ÞórhalLsdóttur kaupfélagsstjóra á Húsavík Sigtryggssonar og konu hans Kristbjargar Sveins- dóttur, greindri og vel gerðri konu. Hafa þau eignazt átta börn sem öll eru á lífi, sex syni og tvær dætur einkar myndarleg og efnileg. Eru tveir elztu synirnir, sem eru 16 og 17 ára, í 3. og 5. bekk Menntaskólans á Akureyri. Þriðji sonurinn er í héraðsskólan um á Núpi, en fimm barnanna eru innan við fermingaraldur, hið yngsta V-k. árs gamalt. Mikill harmur er kveðinn að eiginkonu og fjölmennum og •mannvænlegum barnahóp Ara sýslumanns. Hann var sérstak- lega ástríkur og edskulegur heim ilisfaðir, félagi og vinur barna sinna, sívakandj verndari og hjálparmaður heimiilis síns. Það er sárt að sjá á eftir slíkum manni í blóma lífsins aðeins 42 ára gömlum. Það er sárt og hörmulegt vegna liðins tíma, minninganna um starfs- og ham- ingjustundir, en dapurlegast þó vegna framtíðarinnar. Þeim svíður þó sárast sem mest hafa misst. — Eg flyt eiginkonu og börn- um Ara Kristinssonar, systkinum hans og öllu frændaliði innilegar samúðarkveðjur. Vinir þeirra munu standa með þeirn á stund þeirra miklu sorgar og mótlætis. En minningin um góðan dreng og glæsilegan mann mun lifa i þakiklátum huga þeirra, sem nutu hans og kynntust honum meðan sól skein í heiði. Far þú svo vel, vinur og félagi. Hollar vættir vaki yfir börnun- um þínum smáu og móður þeirra sem studdi þau fyrsta fetið, og nú mun leiða þau móti framtíð Og þroska. Sigurður Bjarnason, frá Vigur. Kveðja frá bekkjarsystkinum ARI Kristinsson, sýslumaður, var fæddur á Húsavík hinn 7. nóv. 1921, en hann varð bráð- kvaddur á Patreksfirði hinn 5. febrúar s.l., rösklega 42 ára að aldri. Foreldrar hans voru Krist- inn Jónsson, kaupmaður á Húsa- vík og kona hans Guðbjörg Ó’la- dóttir. Að honum stóðu traustar mannkostaættir. Föðurfaðir hans var sr. Jón Arason prestur á Húsavíik Jochumssonar frá Skóg- um í Þorskafirði. En Ari var bróðir þjóðskáldsins Matthíasar Jochumsson a r. Ari Kristinsson tók próf upp í 2. ,bekk Menntaskólans á Akur- eyri haustið 1936 og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1941 með hárri 1. einkunn. Hann hóf nám í lögfræði við Háskóla íslands haustið eftir og varð lögfræðing- ur þaðan vorið 1947, einnig með 1. einkunn. Þegar að prófi loknu var hann skipaður fulltrúi hjá sýslumanninum í Þingeyjarsýslu og gegndi þá einnig um skeið sýslumannsstörfum. Árið 1956 var hann skipaður sýslumaður Barðastrandarsýslu og gegndi því embættj síðan til dauðadags af miklum dugnaði og skörungs- skap, við almennar og sívaxandi vinsældir . Ari Kristinsson kvæntist hinn 4. jan. 1945 Þorbjörgu Þórhalls- dóttur kaupfélagsstjóra á Húsa- vík Sigtryggssonar. Þau eignuð- ust átta börn og eru þau öll á lífi, hið elzta 17 ára — nú nem- andi í Menntaskólanum á Akur- eyri — en hið yngsta 2ja ára. Þegar leiðir skiljast nú og við rennum huganum til baka, minn umst við Ara fyrst og fremst sem skemmtilegs félaga, er líf- gaði upp umhverfið og hristi doðann af muskulegum hvers- dagsleika. Hann var gagnhollur skólaþegn, drenglyndur félagi og farsæll og dugandi námsmaður. í skóla lauk hann öllum sínum prófum með sæmd, og það er al- mælt, að hann hafi einnig skiiað hlutverki sínu með eigi minni sæmd, þegar út í lífið var komið. Það var fölskvalaus gleði og heiðríkja í hugum stúdentanna, er kvöddu Menntaskólann á Ak- ureyri hinn’ 17. júní 1941 og gengu á vit vorsins, hurfu út í ómælanlega sumarblíðu í hinum fagra og friðsæla höfuðstað Norð urlands. Það var sannarlega vor í lofti og vor í hugum bekkjar- nautanna, er hófu göngu út í líf og starf komandi manndómsára. Þannig mun flestum eða öllum farið, þegar áfanga stúdentspróf j ins er náð, hinu þráða en stund- um torsótta marki. Þennan eftir- minnilega vordag mun engan hafa grunað, að Ari Kristinsson myndi hverfa fyrstur úr hópn- Framh. á bls. 17. i§ niiiiiÍr g: : ^ÍÍiiÍÍÍÍiÍ !Í!!i:ÍÍ:Í Sjónvarpið Þá er sjónvarpsmálið komið á dagskrá fyrir alvöru. Skoð- anir manna eru sjálfsagt skipt- ar um ýmis framkvæmdaatriði málsins — og það er eitt atriði, mikilvægt atriði, sem ég hef heyrt mjög gagnrýnt. Nefni- lega, að sjónvarpið skuli sett undir stjórnendur útvarpsins — að sameina á þetta tvennt undir einni stjórn. Ég tek undir þessa gagnrýni, því eðlilegt væri og æskilegt, að samkeppni yrði milli sjón- varps og útvarps. Ef hvort tveggja er undir sömu stjórn er hætt við að kraftarnir dreifist og dagskráin verði helmingi lé legri en ella — bæði í útvarpi og sjónvarpi. Rekstur sjónvarps og út- varps hlýtur að vera það ólík- ur, að full þörf sé á að þjálfa allt starfslið sjónvarps frá grunni — frá þeim lægsta til hins hæsta. Senda sveit ungra áhugasamra manna utan til þjálfunar, byggja upp samhent an hóp, sem leyst getur verk sitt faglega af hendi strax á fyrsta degi sjónvarpsins. En svo að við minnumst aft- ur á yfirstjórn sjónvarpsins. Hví ekki að gefa Háskólanum, listamönnum, vísindamönnum og öðrum slíkum kost á að velja úr sínum hópi fulltrúa 1 sjónvarpsráð — og gera þá samábyrga fyrir rekstri sjón- varpsins. Gagnrýni á sjónvarps hugmyndina kemur oft úr þeirri átt — og væri ekki sjálf- sagt að menntamenn — þ.e.a.s. vísindamenn, skólamenn og aðrir slíkir yrðu hafðir með í ráðum um dagskrárefnið? Það getur heldur ekki verið tilgang urinn með sjónvarpi á Islandi — að það verði endalaust „skemmtiefni“ — og betra er að hafa gott sjónvarp tvo tíma á dag en lélegt sjónvarp fjóra tíma. Surtsey Gamansamur náungi sendir okkur bréf — og segir, að hlægi leg sé þrjózika Vestmannaey- inga í sambandi við nafngift Surtseyjar. Úr því að Vest- mannaeyingar haldi fast við að kalla Surtsey Vesturey, hvers vegna í ósköpunum kalla þeir þá ísland ekki Norðurey? — spyr hann. Fyrir Austfirðinga Svo skrifar húsmóðir á Siglu firði og spyr hvernig í ósköpun um standi á því, að útvarpið endurtaki heil leikrit nokkrum vikum eftir frumflutning. Ætli þeir geri það ekki vegna þeirra fyrir austan, sem ekki segjast heyra nema annað hvert orð i útvarpinu? „Gefðu mér krónu“ Öskudagurinn er orðinn hálf gerð „þjóðhátíð" á Akureyri, virðist mér, og er þetta vafa- laust mikil skemmtun fyrir unglingana. Annars staðar á landinu láta börn og unglingar sér nægja að hengja öskupoka í vegfarendur — og það er ekki nemá sjálfsögð greiðasemi við börnin að ganga nokkurn spöl með poka á bakinu, enda þótt maður verði var við allt pukr ið og heyri flissið í sökudólgun um eftir að tekizt hefur að koma pokanum á sinn stað. Samt fer ekki hjá því, að ýms ir virðulegir borgarar verði hálf spaugilegir þrammandi Austurstræti með röndótta öskupoka dinglandi á bakinu. Þessi hátíðlegi svipur og virðu legt fas hæfir ekki pokunum sem bezt. Sumir strákar brugðu á enn meiri leik á öskudaginn, not- uðu ekki poka, heldur spjöld með ýmsum áletrunum. Einn af efnaðri borgurum bæjarins stikaði t.d. yfir Lækjartorg með spjald á bakinu — og á því stóð: „Gefðu mér krónu“« kíuiJiJJlííaiUÆ ÞURRHLUÐUR ERli ENDINtíAKBEZXAR BRÆÐURNIR OKMSSON hf. vesturgötu 3. Jimi 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.