Morgunblaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 22
22 MQRGUNBLAÐÍÐ T’östudagur 14. febr. 1964
Verða um aðra helgi
í íþróttahúsinu á
Keflavíkurvelli
ÍSLAND og Bandaríkin heyja tvo landsleiki í handknattleik
* íþróttaliúsinu á Keflavíkurflugvelli, laugardaginn 22. febr.
og sunnudaginn 23. febrúar. Samningar um leikina tókust í
gærmorgun, en bandaríska liðið kemur hér við á leið sinni
til Tékkóslóvakíu, þar sem það er ásamt íslandi meðal 16
liða, sem heyja lokabaráttu um heimsmeistaratitil í hand-
knattleik.
Það er mikið gleðiefni að
áf þessum leikum gat orðið.
Liston
hræddur
Sonny Listan heimsmeistari,
sem æfir í Miami Beach fyrir
leik ,sinn við Cassius Clay sem
fram' fer 25. feb. n.k- virðist
vera ■ „töluvert taugaóstyrkur“
eftir, því sem læknir segir er
skoðáð hefur hann.
Dri.Alexander Robbins sem er
læknir hnefaleikaráðsins i
Miami Beach hefur rannsakað
báða keppendurna. Hann segir
Clay’hafa ágætt þrek og hann
sé djarfhuga. Hjá Liston fann
læknirinn merki um taugaóstyrk
leik, fen hann bætti við að aldrei
hefði hann séð jafn þrekmikinn
mann.
íslenzka liðið þarfnast sem
beztrar æfingar fyrir átökin
í Tékkóslóvakíu og væntan-
lega verður hér um skemmti
Iega keppni að ræða. Enginn
veit hvað Bandaríkjamenn
raunverulega geta í þessari
grein, utan það að þeir unnu
Kanadamenn í undankeppni
um það hvort landanna skyldi
komast í 16 landa keppnina
í Tékkóslóvakíu. Sá sigur var
mjög naumur. Bandaríkja-
menn unnu fyrri leik land-
anna í Kanada með 17 gegn
15. En þann síðari unnu Kan
adamenn í New York með 17
gegn 16. Samanlögð marka-
tala er því 33:32 fyrir Banda-
ríkjamenn og á þessu eina
marki sigla þeir til Tékkó-
slóvakíu.
Sterkir einstaklingar.
í bandaríska liðinu eru nokkr
ir sterkir einstaklingar. Mark-
vörður liðsins er sá sami og varði
Framh. á bls. 23
Landsliðsvörnin er vel á verði en Kristján deynir að finna smugu
Framfarirnar augljésar
— og blaðaliðið gersigrað
ÍSLENZKA landsliðið í hand-
knattleik hafði sína síðustu alvar
legu æfingu fyrir landsleikina
við Bandaríkjamenn í íþróttahús
inu á Keflavíkurflugvelli á mið-
"■ ------
, ^í/ímc, " ':jiW-----& ' é
Hjalti ver laglegt skot — Mynd: Sv. Þorm.
Real Madrid liðið
fór allt í vörn
England vann Grikkland 2-1
REAL MADRID, sem unnið hef-
ur Evrópubikarinn í knattspyrnu
5 sinnum, er enn einu sinni
komið í undanúrslit í þessari
mikilsmetnu knattspyrnukeppni
milli þjóða. Liðið tapaði í gær-
kvöldi fyrir Milan í Mílanó 2
gegn 0, en þrátt fyrir þetta tap
bera Real Madridmenn sigurorð
af ítölsku meisturunum því í
fyrri leik landanna á heimavelli
Real Madrid unnu Real-menn
með 4 gegn 1. Þeir komast því í
undanúrslit m.;ð 4-3 markatölu
! samanlagt.
Lodetti skoraði fyrir Milan á
6. min. og á fyrstu mín. síðari
hálfleik skoraði Altafini annað
mark Milan. í liði Real Madrid
voru meðal annars di Stefano og
I Gento en þeir eru þeir einu í lið
inu sem voru með er liðið vann
Evrópubikarinn í fyrsta sinn
1956. Þeir hafa möguleika á að
komast í úrslit í 7. sinn.
Milan sóttj mjög fast undir
leikslok á Siro leikvanginum í
Mílanó, en því tókst ekki að
skora. Á stundum voru állir
leikmenn Real Madrid inni á
vítateig sínum, en þessi þétta
vörn brást ekki.
í Lundúnum fór fram 12. feb.
leikur milli Englendinga og
Grikkja i undanxeppm Oiympm-
leikanna í Tokíó. Englendingar
mættu, sem menn muna Isiend-
ingum í 1. umferð og unnu
samaniagt 10-0 i tveim leikjum.
Grikkir voru næstu mótnerjar
þeirra og það liðið er vmnur
tvo leiki samanlagt ier í ursiita
keppnina i Tokíó.
Englendingar unnu í gær með
2 morkum gegn 1. í hálfíeiik
stóð 2-0. Siðai'i leikurinn fer
fram i Grikxiandi 11. marz.
vikudagskvöldið. Mætti liðið þa
liði er íþróttafréttamenn völdu.
Landsliðið hafði algert vald á
leiknum og vann með 35 mörkum
gegn 19. í hálfleik var staðan
15-9.
*• GREINILEG FRAMFÖR
Það gleðilegasta við þessa
æfingu var, að í ljós kom að
landsliðið hefur tekið áber-
andi framförum nú síðustu
vikurnar. Gætir þess jafnt í
sókn sem í vörn. Liðsmenn
hafa náð góðum tökum á
samleik sín á milli og skilja
vel hver annan. Hraði í leik
er með ágætum hjá liðinu,
leiftursóknir hvenær sem færi
gefst og fékk liðið mörg mörk
á þann hátt. I vörn vinnur lið-
ið einnig vel saman og varnar-
veggurinn virðist þéttur vel.
★ ÁGALLAR
En lengi getur gott batnað. í
fyrri hálfleiknum átti landsliðið
39 upphlaup og skoraði 15 mörk.
Það er ekki nægilega gott hlut-
fall — mörkin of fá miðað við
tilraunirnar og það sem það get-
ur kostað að missa knöttinn. í
síðari hálfleiknum var þetta
betra. Þá átti liðið 33 upphlaup
og skoraði 20 mörk. Einnig þarf
liðið að athuga vel að „blaðalið-
ið“ skoraði 19 mörk í klukku-
stundarleik. Það sýnir að vörnin
er enn ekki nógu þétt, þó batnað
hafi.
M0LAR
Knattspyrnuliðið Lazio í Róm
sem er í 9. sæti í 1. deildinni
ítölsku, sigraði í gær danska lið-
ið Frem með 2-1 í „vinaleik" í
Róm. Lazio-menn skoruðu öll
mörkin, tvö bjá rönum og eitt
sjálfsmark.
Frímann Gunnlaugsson, for-
maður landsliðsnefndar, var mjög
ánægður með æfinguna og sagði
m.a., að þetta væri mesta mót-
spyrnan sem landsliðið hefði
fengið í æfingaleikum sínum.
Karl Benediktsson, þjálfari
landsliðsins, var einnig ánægður.
Sagði það greinilegt að liðið væri
í framför og kvað piltana vel
undirbúna undir ferðina.
* GOTT ÞREK
Til gamans má geta þess
að liðsmenn voru þrekmældir
nú nýlega hjá Benedikt Jak-
obssyni. Kom í ljós að meðal-
þrek Iiðsmanna var yfir 60
stig, en í þessari íþróttagreia
er talið gott þrek að ná 55 stig
um. Margir hafa langt þar yf-
ir og meðaltalið er sem sagt
betra en „gott þrek“.
Frægur
dómari
DÓMARINN í landsleikjum
Islendinga og Bandaríkj a-
manna um aðra helgi verður
Daninn Knud Knudsen. Hann
er kunnasti handknattleiks-
dómari sem Danir hafa átt
og verið trúað fyrir stórum
verkefnum. M.a. dæmdi hann
úrslitaleikinn í síðustu heims-
meistarakeppni er Rúmenar
unnu Tékka í framlengdum
leik með 9 gegn 8.
HSÍ notar tækifærið við
komu þessa kunna dómara að
efna til dómaranámskeiðs,
sem stendur frá fimmtudegi
til sunnudags 23. febrúar.
Dómaranefnd HSI undir
Íforystu Hannesar Þ. Sigurðs-
sonar sér um námskeiðið.
MMWHMinMHMHM