Morgunblaðið - 25.03.1964, Qupperneq 1
24 siður
51 árjjangur
71. tbL— Miðvikudagur 25. marz 1964
Prentsnúðja Morgunblaðsins
Sendiherra Finna,
sáttasemjari á Kýpur
Hefur hlotið samþykki allra viðkom-
andi aðila -
Kanadískir hermenn draga fána Sameinuðu þjóðanna að húni á Kýpur.
Tilræði við sendiherra
Bandaríkjanna í Japan
24. marz (AP-NTB).
JAPANSKUK unglingur,
Norikazu Shiotani, réðist í dag
að Edwin Reischauer, sendiherra
Bandaríkjanna í Tókíó. Stakk
Shiotani sendiherrann með hníf
í lærið, og særði hann 10
sentímetra djúpu sári. Sendi-
herrann missti mikið blóð, en er
á batavegi. Forsætis- og utan-
ríkisráðherrar Japans hafa beðið
Bandaríkjastjórn afsökunar á
þessu tilræði við sendiherrann.
Reischauer hefur verið sendi-
herra Bandaríkjanna í Tókió síð-
an 1961, en áður var hann pró-
fessor við Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum, og kunnur fyrir
bækur sínar og ritgerðir um
málefni Austur-Asíu. Kona hans,
Haru Matsukata, er af þekktri
japanskri ætt og fædd í Tókíó.
Nánari tildrög eru þau að
Reiscihauer sendiiherra var á leið
út úr sendiráði Bandaríkjanna,
Og í fylgd með honum var verzl-
unarfulltrúi sendiráðsins, Fer-
chak að nafni. Ferohak ætlaði að
opna útidyrnar fyrir sendiherr-
anuim, en Reiohauer varð fyrri
til. Segir Ferohak að um leið og
sendiiherrann gekk út hafi Shiot-
ani undið sér að honum. Reisc-
hauer spurði þá hvaða maður
þetta væri, og um leið sá Fer-
Ohak að Japaninn hélt á hníf í
hendinni. Réðst Ferohaik strax á
Shiotani, og gat lagt hann til
jarðar áður en honum tækist að
leggja til sendiherrans ó ný.
Kynþáttaóeírðir
■ Bandaríkiunum
Jacksonville, Florida,\
24. marz. (AP).
ALLMIKLAR kynþáttaóeirðir
hafa verið í Jacksonville í Flor-
ida í gær og dag. 36 ára blökku-
kona, margra barna móðir, var
skotin til bana á götu í gær, og
fjórir menn særðust. Um 140
blökkumenn og 80 unglingar
voru handteknir. Voru blökku-
mennirnir flestir dæmdir til sjö
daga varðhalds eða í 25 dollara
Bekt fyrir óspektir.
Óspektirnar hófust eftir að
borgarstjórinn 1 Jaoksonville,
Haydon Burns, kom fram í sjón-
varpi og útvarpi og bannaði sam-
kömur til stuðnings jafnrétti kyn
þáttanna á opinberum stöóum.
Hafa talsmenn blökkumanna
kært þetta bann.
Konan, sem drepin var, frú
Johnnie Mae Ohappel, var á
gangi við vínkró í útjaðri borg-
arinnar, þegar bíl var ekið
framhjó. Farþegi í bílnum skaut
frúna, og var hún lótin þegar
komið var með hana í sjúkra-
hús. Hvítur maður, sem stóð við
vinikrána, særðist á höfði. Annar
hvítur maður var tekinn og bund
inn við tré, en síðan róðizt að
h o n u m með rakvélablöðum.
Hlaut hann allmörg sór. Þó særð-
ust einnig tveir sjóliðar, annar
þeirra hvítur, þegar skotið var ó
iþó úr híL
Þegar frekari hjólp barst fór
Ferchak að kanna sár sendiherr-
ans. Blæddi honum mjög, og
gekk erfiðlega að stöðva blóð-
rennslið. Var Reischauer þó þeg-
ar fluttur í sjúkrahús, þar sem
Framh. á bls. 23
Nicosia og Genf, 24. marz
(AP-NTB)
SAKARI S. Tuomioja, fyrr-
um forsætisráðherra Finn-
lands og núverandi sendi-
herra Finna í Stokkhólmi,
hefur tekið að sér að bera
sáttarorð milli Grikkja og
Tyrkja á Kýpur á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Hafa
ríkisstjórnir Brctlands, Grikk
lands og Tyrklands samþykkt
að hann verði skipaður sátta-
semjari, og fulltrúar heggja
aðila á Kýpur lýst sig fylgj-
andi valinu.
Var það U Thant, framkvæmda
stjóri SÞ, sem bar fram tillögu
um skipan Tuomioja í sáttasemj-
araembættið. Samkvæmt ákvörð-
un Öryggisráðsins frá 4. marz sl.
þurfti samþykki viðkomandi
ríkisstjórna óður en sáttasemj-
ari var skipaður. Enn er ekki
komið formlegt samþykki Kýp-
urstjórnar, en bæði Makarios for
seti, talsmaður grískra borgara,
og Kuchuk varaforseti, talsmað-
ur Tyrkja, hafa lýst ánægju yfir
valinu og sagt að koma hans til
eyjunnar muni draga úr spenn-
Andrei Gromyko
í Helsingfors
ítrekar kröfuna um kjarnorkulaust
svæði a Norðurlöndum
Helsingfors, 24. marz.
(AP-NTB).
ANDREI Gromyko, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, er nú í
Finnlandi að lokinni heimsókn til
Svíþjóðar. Flutti ráðherrann
ræðu í Helsingfors í dag þar
sem hann hvatti til þess að bönn-
uð yrðu kjarnorkuvopn á vissum
landsvæðum, m. a. á Norður-
löndunum. Einnig aðvaraði ráð-
herrann Vestur-Þjóðverja og
sagði að ekki gæti verið um
neina friðsamlega endurskoðun á
landamærum í Evrópu að ræða,
sérhver tilraun til breytinga á
17 flóttamenn farast
aðeins einn komst af
Kingston, Jamaica, 24. marz
(NTB)
TUTTUGU og níu ára gamall
flóttamaður frá Kúbu kom til
Grand Cayman-eyjunnar á
Karabíska hafinu fyrir fjór-
um dögum á litlum. fiskibáti.
Ferðin frá Kúbu hafði þá
tekið 18 daga og kostað konu
flóttam.annsins og 16 föru-
nauta þeirra lífið.
Flóttamaðurinn liggur nú í
sjúkrahúsi. Sagði hann svo
frá í dag að lagt hefði verið
af stað frá Kúbu í fimm metra
löngu'm fiskibáti. Tíu stund-
um eftir að ferðin hófst, bil-
aði vélin í bátnum, og rak
hann um hafið í 18 daga áður
en lent var á Grand Cayman-
eyju. Þorsti, sultur og steikj-
andi hiti þjáði ferðalangana,
og létust allir nema þessi eini.
Þegar bótinn rak að landi,
var lík eiginkonunnar í hon-
um. Flóttamaðurinn hafði
ekki 'hiaft orku til að ‘varpa
því útbyrðis.
A næturnar sóu flóttamenn-
irnir stundum ljós frá skip-*
um, en höfðu engin tseki til
að gera vart við sig.
landamærum þýddi styrjöld.
Gromyko sagði að kjarnorku-
laus svæði væru trygging fyrir
friði. „Við verðum að kappkosta
að tryggja frið 1 heiiminum“,
sagði hann, og bætti því við að
Sovétríkin mundu berjast fyrir
þvi að gera Norðurlöndin að
kjarnorkulausu svæði. Þó ræddi
hann nokkuð þau orð Enhards,
kanzlara Vestur-Þýzkalands, að
Vestur-Þjóðverjar krefðust end-
urslkoðunar á landamærunum,
eins og þau. nú eru. Lagði
Gromyko áherzlu á að „það er
öllum Mfsnauðsyn að skUja að
ekki er unnt að breyta landa-
mærunum á friðsamlegan hótt,
eins og alltaf er verið að halda
fram í Þýzkalandi. Sérhver til-
raun til breytingar þýðir styrj-
öld.“
Þótt Gromyko væri ákveðinn
að því er varðaði landamæri
Vestur-Þýzkalands, lagði hann
áherzlu á að Sovétríkin ósikuðu
eftir bættri samibúð við Þjóð-
verja 'þrótt fyrir hönmungarnar
á síðustu styrjaldaiórum.
NÝR SKIPASKURÐUR
Washington, 24. marz (NTB)
Viðskiptanefnd Öldunga-
deildar Bandaríkjaþings sam-
þykkti í dag tillögu um skip-
un nýrrar sjö manna nefndar
til að athuga möguleika á að
grafa nýjan skipaskurð milli
Atlantshafs og Kyrrahafs. Á
sjö manna nefndin að skila
áliti fyrir 31. janúar 1966.
unni þar. Tuomioja er sem stend-
ur í Genf.
U Thant hefur í dag átt við-
ræður við Tuomioja, og hefur
indverski ljprshöfðinginn Prem
Singh Gyani, yfirmaður SÞ-sveit-
anna á Kýpur, og Pier Spinelil,
sérstakur fuRtrúi U Thants þar,
setið fundina. Neituðu þeir allir.
að ræða við fréttamenn um
ástandið á Kýpur.
Búizt er við að U Thant haldi
áleiðis til aðalstöðva SÞ í New
York á morgun, og ræði þar við.
Spyros Kyprianou, utanríkisráð-
herra Kýpur, áður en hann til-
Framhald á síðu 28
Douglas MacArthur .
IMacArthur
alvarlega
veikur
Washington, 24. marz (AP).
DOUGLAS MacArthur hers-
höfðingi, fyrrverandi yfir-
maður bandariska hersins,
liggur nú þungt haldinn i
sjúkrahúsi í Washington.
Hefur hershöfðinginn átt við
nokkra vanheilsu að striða að
undanförnu. og fyrr í þessum
mánuði var hann skorinn upp
og tekin úr honum gallblaðr-
an. 1 gærkvöldi var gerður á
MacArthur annar uppskurður
til að auðvelda honum öndun.
Talsmaður Walter Reed sjúkra
hússins, þar sem MacArthur
liggur, sagði í kvöld: „Hann
hefur vitneskju um það, sem
er í kring um hann. Hann
talar, en hann er alvarlega
veikur.“ Aðspurður hvort hers
höfðinginn væri að berjast við
dauðann svaraði talsmaður-
inn: „Ég vil ekki segja það.
En ástand hans er alvarlegt."
Douglas MacArthur varð 84
ára hinn 26. janúar sl.