Morgunblaðið - 25.03.1964, Qupperneq 6
MORCUNBLAÐIB
MiðvikudagUT 25. marz 1904
Njörður P, Njarðvlk:
Fáein orð til leik-
ara Þjóðleikhússins
MER HEFUR borizt til eyrna að
leikarar Þjóðleitehússins hafi
kosið að misskilja opið bréf mitt
til menntamálaráðherra sem
árás á sig. Ég verð að játa að
mér er lítt skiljanlegt hvernig
slíkt sé unnt. Hins vegar er í
sjálfu sér ekkert við því að segja
þar sem leikurum Þjóðleikhúss-
ins er að sjálfsögðu heimilt sem
öðrum mönnum að skilja eða
misskilja hluti að eigin geðþótta.
En það verð ég að segja að mér
finnst þessi misskilningur koma
úr hörðustu átt frá leikurum
Þj óðleikhússins því að ég var
satt að segja svo mikið barn að
álíta að greinin væri fremur
skrifuð fyrir þá en ekki gegn
þeim. Auk þess hef ég vetrar-
Nýtt skip hleypur af
stokkunum í Vestm.eyjum
1 DAG fór í reynsluf&rð Gull-
berg Ns 11, en skip þetta er
smíðað hér í Eyjum hjá skipa
smíðastöðinni Skipaviðgerðir h.f.
og er það þriðji báturinn, sem
stöðin skilar fullsmíðuðum, en
hún hóf starfsemi sína 1958.
Báturinn er 162 brúttólestir að
stærð og með 625 h.a. Kromhout-
aðalvél auk 52 h.a. Ijósavélar.
Skipið er úr eik, lestar eru km-
réttaðar með aluminium. Það er
búið 111 tonna togvindu 2Vz
tommu bómuvindu og skipið er
búið þreföldu lensikerfi. Lokaðir
þilfarsgangar eru og vatnsþéttar
burðir. Báturinn er með færan-
legu beitukerfi fyrir útilegu.
íbúðir eru fyrir 12 menn þar af
8 frammi í. Á þilfarshæð er
frysti- og kæliklefL Skipið er
búið ratsjá og fullkomnustu sigl-
ingar- og fiskleitartækjum. Tal-
kerfi er um allt skipið. Egill Þor-
finnsson í Keflavík teiknaði skip
ið. Yfirsmiður var Ólafur Jóns-
son. Eigandi er.hlutafélagið Gull
berg á Seyðisfirði og aðaleigend-
ur þess eru skipstjórinn Jón Páls-
son og Ólafur Ólafsson útgerðar
maður.
Báturinn fór í reynsluferð í
Skemmtanir á
Flateyri
FLATEYRI, 18. marz — Barna-
og unglingaskólinn hélt sína ár-
legu skemmtun um sl. helgi.
Skemmtun þessi var var mjög
fjölþætt að venju. Um 100 börn
komu þarna fram í leikþáttum
og skrautsýningum og söng.
Skemmtanir þessar voru mjög
vel sóttar og að þeim hin bezta
skemmtun.
Núna nýlega heimsóttu okkur
leikflokkur úr Dýrafirði, Ung-
mennafélag Mýrarhrepps og
hafði tvær sýningar hér á gaman
leiknum Grænu lyftunni undir
ieikstjóm Ingu Þórðardóttur.
Voru sýningar þessar vel sóttar
og leikurum og leikstjóra vel
fagnað í leikslok. — K.G.
dag og reyndist ganghraði rúmar
11 sjómílur og var þó ekki full-
keyrður. Með bátnum fóru 30—
40 manns og var m.a. siglt í
kringum Surtsey, Báturinn verð-
ur formlega afhentur á morgun
og mun þá hefja veiðar með
þorskanót en fer síðan á net.
Sigurgeir Jónsson tók meðfylgj
andi myndir af bátnum
langt skrifað um leiksýningar
Þjóðleikhússins, að vísu af veik-
um burðum, en þó nægilega til
þess að leikurum Þjóðleikhússins
ætti að vera fullkunnugt um
þann hug sem ég ber til'þeirra
og listrænnar getu þeirra.
Hins vegar sný ég ekkj aftur
með það sem ég sagði í áður-
nefndri grein og hef endurtekið
síðan að mér finnst það ein-
kennilegt að Þjóðleikhúsið stand
ist ekiki samkeppni við Leikfélag
Reykjavíkur eins og sakir standa
nú eftir fjórtán ára ójafnan leik.
En það er líka skýrt tekið fram
í fyrrgreindri grein að skýringin
sé fólgin í lélegri stjórn Þjóð-
leikhússins og óeðlilegum stjórn-
arháttum. Það er mergur þessa
máls og tilgangur minn með
skrifum mínum um Þjóðleikhús-
ið er sá einn að reyna að stuðla
að því að reglugerðin um Þjóð-
leikhúsið verði endurskoðuð og
upp teknir Skynsamlegri stjórnar
hættir sem leiði til meiri og
betri listrænna afreka.
Eg er þeirrar skoðunar að
þegar búið sé að reisa fullkomið
leikihús, setja yfir það 'hálaun-
aðan leikhússtjóra og fimm
mannaráð og ráða fjölmarga
ágæta listamenn á betri laun-
um en aðrir listamenn landsins
Skipshöfnin á Gullberg.
búa almennt við þá verði jafn-
framt að gera meira og strangari
listrænar kröfur til slíkrar stofn-
unar en fámenns áhugamanna-
hóps sem heldur uppi leikhúsi
við aldamótaaðstæður. Og ég
trúi því ekki að almenningi |
landinu finnist slíkt ósanngjörn
krafa. Allt hefur þetta verið
gert fyrir fé fólksins í landinu
og er því eign þess. Og það er
eins með leikJhús og aðrar stofn-
anir sem mikið fé er lagt til að
það verður að gefa af sér góðan
arð þótt sá arður verði ekki og
eigi ekki að vera talinn í krón-
um og aurum.
Með því að fylgjast gaumgæfi-
lega með leiksýningum Þjóð-
leikihússins nú um nokkurt skeið
hef ég sannfærzt um að óheppi-
legir stjórnarhættir og leikrita-
val þrengja að listamönnum
hússins og valda því að ágætir
'hæfileikar njóta sín ekki til
fulls. Ég er þeirrar skoðunar að
listamennirnir sjálfir eigi að
taka miklu virkari þátt í stjórn
leiikhússins. Nú eiga þeir aðeins
einn fulltrúa í þjóðleikhúsráði
en fjórir meðlimir rá.ðsins eru
„skipaðir samkvæmt tillögum
fjögurra fjölmennustu stjórn-
málaflokka á Alþingi.“ Auk þess
er hvergi á það ír.innzt að
nokkurn tíma eigi að skipta um
menn í þessu ráði. Getur nobkur
maður mælt slíku fyrirkomu-
lagi bót? Ég mundi vilj a leyfa
mér að stinga upp á öðru fyrir-
komulagi. Mér fyndist eðlilegt
að Félag íslenzlkra leikara réði
tveimur mönnum ráðsins, einn
yrði valin meðal fastráðinna
leikstjóra Þjóðleikhússins, einn
af samtökum rithöfunda og einn
skipaður af menntamálaráð-
herra, enda sé hann þá jafnframt
trúnaðarmaður hans. Og mér
finnst sjálfsagt að meðlimir ráðs-
ins séu valdir til 2-3 ára og alls
ekki megi endurkjósa þá oftar
en tvisvar sinnum.
Svipaða sögu er að segja um
þá grein reglugerðarinnar sem
fjallar um þjóðleikhiisstjóra. Það
er ekki einasta að hann hafi
verið ráðinn ævilangt sem mun
vera einsdæmi á byggðu bóli
baldur er hann auk þess nær
einvaldur um alla listræna starf-
semi hússins: „Þjóðleikhússtjóri
ákveður í samráði við bók-
menntaráðunaut hvaða leikrit
skuli sýnd. Þjóðleikhússtjóri
ræður, hver vera skuli leikstjóri
Framh. á bls. 10
Ættu að moka yfir
Nú, er borinn umdeildi loks-
ins kominn til Vestmannaeyja
og þeir eru farnir að bora í
gríð og erg. Vestmannaeying-
ar sætta sig ekki fyllilega við
það, sem hingað til hefur verið
drukkið á staðnum — og er
það ósköp eðlilegt. Fyrsta
flokks drykkjabvatn er í senn
heilsubætandi og hressandi.
En viti menn. Þeir voru ekki
komnir lengra en rétt niður
fyrir 200 metrana, þegar hitna
fór ískyggilega í holunni. Eftir
á að hyggja finnst manni það
ekkert óeðlilegt þótt heitt sé
undir fótum þeirra í Vest-
mannaeyjum — og með hlið-
sjón af því, sem Surtur að-
hefst í næsta nágrenni, þá legg
ég til að þeir flýti sér að moka
ofan í holuna aftur.
Hvað skal gera?
Laglega stóðu frönsku bíl-
arnir sig í sparnaðarkappakstr-
inum austur fyrir íjall. Ef við
eigum að uppfylla samningana
um benzínkaup af Rússum, þá
er ljóst, að banna verður inn-
flutning á þessum sparneytnu
bílum.
Hrós
Kona ein hringdi til blaðsins
í gær og bað fyrir sérstakar
kveðjur og þakkir til vagnstjór
anna, sem aka hjá SVR á leið-
inni að Þóroddsstöðum og í
Fossvog. Sagði hún, að kurt-
eisi þeirra, nærgætni og alúð
væri slík, að þeir ættu skilið
hrós í blöðunum. Skemmtilegt
að heyra allt í einu eitthvað
jákvætt frá þeim, sem skrifa
og hringja í Velvakanda.
Smjörið
Svo hringdi önnur og kvart-
aði yfir smjörinu. Sagðist hún
vera fyrrverandi bóndakona og
hefði búið til miklu betra
smjör í sínum búskap. — Sjálf
ur hef ég aldrei verið bónda-
kona og búið til smjör — svo
að ég hef ekkert til saman-
burðar. En sú, sem hringdi, er
ekki hin eina, sem finnst
smjörið okkar ekki nógu gott.
Fegursti hlynur
Svo kemur hér örstutt brél
frá lesanda blaðsins:
Fyrir helgina var sagt frá
því í blaði yðar að það ætti að
gera bílastæði á lóðinni við Suð
urgötu 5 eftir að búið væri að
rífa niður húsið og tré, sem
stæði á lóðinni yrði höggvið
niður.
Þetta tré, sem hér um ræðir
er einhver sá fegursti hlynur,
sem finnst hér í Reykjavík. Ég
hef oft gengið fram hjá þessu
tré og dáðst að blaðskrúði þess
á sumrin. Mjög fáir hlynir eru
til í Reykjavík af þessari stærð.
Væri ekki hægt að gera kring
um þetta tré og láta það standa
áfram á bílastæðinu. Vildi ég
beina þessu til garðyrkjuráðu-
nauts Reykjavíkurborgar.
&
ÞURRHIÖDOR
ERL ENDINGARBEZIAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Sími 11467.