Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
MiðvikudagUr 8. apríl 1964
Rætt við Arna
Friðriksson,
sem verið hefur framkvæmdastjóri
Alþjóðahafrannsóknaráðsins í 10 ár
ÁRNI Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins, hefur
dvalizt hér undanfarna
daga, og setið ráðstefnu þá
um síldveiðar, sem hér var
boðað til.
Árni hefur gegnt em-
bætti framkvæmdastjóra
ráðsins frá því um áramót
1953—54, eða um 10 ára
skeið. Aðsetur hefur hann
haft í Kaupmannahöfn
þann tíma, en þar eru aðal-
stöðvar ráðsins, og hafa
verið í um 30 ár.
Jafnlangur tími er nú lið
inn frá því, að Árni var
skipaður annar af tveimur
fyrstu íslenzku fulltrúun-
um við ráðið, og hefur
hann fylgzt náið með störf-
um þess síðan.
Fréttamaður Mbl. hitti
Árna um stund að máli í
gærmorgun, og ræddi nokk
uð við hann um viðfangs-
efni ráðsins og störf.
— Hvenær gerðust Islend-
ingar aðilar að Alþjóðahaf-
rannsóknaráðinu?
„Það var árið 1938, að þeir
gerðust aðilar, og stóð það í
sambandi við svonefnt Faxa-
flóamál, sem þá tók mjög hugi
manna, þ.e. friðun Faxaflóa
fyrir dragnót og botnvörpu.
Fyrstu íslenzku fulltrúarn-
ir voru Sveinn Björnsson, þá-
verandi sendiherra í Kaup-
mannahöfn, og ég. Síðan eru
nú liðin um 30 ár.“
— Hvert hefur verið höfuð-
markmið ráðsins?
„Frá fyrstu byrjun hefur
meginviðfangsefnið verið að
fylgjast með því, hvernig fisk-
stofnunum í sjónum vegnar
undir þeim átökum, sem fiski-
mannshöndin leggur á þá.
Siðan veiðitækni tók að
fleygja svo mjög fram, þ. e.
síðustu áratugi, hefur okkur
skilizt betur og betur, hver
nauðsyn það er að ofveiða
ekki fiskistofnana.
1946 voru lögð drög að
myndun alþjóðastofnunar fyr-
ir Evrópu, sem nú ber nafnið
Norðaustur-Atlantshafsnefnd-
in, en þar hittast fulltrúar frá
Evrópulöndunum, til að koma
sér saman um reglur um
möskvastærð, lágmarksstærð
á fiski o. fl., til verndunar
fiskistofnunum.
Með þessari fastanefnd
vinnur ráðið mjög náið, þar
sem það leggur til allar vís-
indalegar upplýsingar, sem
friðunarráðstanir geta byggzt
á. Rétt eins og sakir standa,
þá eru síldveiðimálin NA-At-
lantshafsnefndinni mikið á-
hyggjuefni. Því var nýlega
haldinn fundur sérfræðinga á
vegum ráðsins í Frakklandi,
til þess að fá efnivið, er hún
geti byggt ráðstafanir á, þeg-
ar hún sezt á rökstóla næst,
að þessu sinni í Haag, snemma
í maí.“
— Hvað viljið þér segja um
fundinn, sem stendur nú í
Reykjavík?
„Raunverulega er fundur
Árni Friðriksson.
sá, sem hér er haldinn nú um
norsk-íslenzku síldina, svipaðs
eðlis og sá, sem haldinn var í
Frakklandi. Það er reynt að
draga saman allt, sem vitað er,
svo að hægt verði síðar að
byggja á því rökréttar álykt-
anir.“
— Hvað eru meðlimaríki A1
þjóðahafrannsóknaráðsins
mörg?
„Þau eru nú 17, en brátt
bætast tvö við. Þau eru Fíla-
beinsströndin og Kamerún. Að
eins 1 Afríkuríki á nú aðild
að ráðinu, Dahomey. Önnur
aðildarríki eru: Belgía, Dan-
mörk, Finnland, V-Þýzkaland,
Holland, ísland, írland, ftalía,
Ungverjaland, Pólland, Spánn,
Portúgal, Sviþjóð, Bretland,
Rússland og Frakkland.
Það má benda á í þessu sam
bandi, að ráðið hefur aldrei
hvílt á samningi milli þeirra
ríkisstjórna, sem að því
standa, Iieldur aðeins sam-
komulagi, byggðu á bréfavið-
skiptum. Þess vegna hefur oft
þótt skorta á, að ráðið hefði
um í viðskiptum við aðrar al-
þjóðastofnanir, og í saman-
burði við þær, eins og t. d.
FAO og UNESCO.
Nú er hins vegar verið að
gera breytingu. Utanríkisráðu
neyti Dana hefur boðið öllum
meðlimaríkjunum til ráð-
stefnu, er hefja skal í Kaup-
mannahöfn 7. september.
Mér er ljúft að geta þess, að
danska stjórnin hefur sýnt
þessu máli mikinn áhuga, og
vill allt gera til að leysa vanda
mál ráðsins, eins og bezt má
verða. Þess má geta til
skemmtunar, að póstmála-
stjórnin danska hefur ákveðið
að gefa út sérstök frímerki i
tilefni fundarins, og kemur
það á markaðinn þennan dag,
7. september.
Gert er ráð fyrir, að þessi
fundur, sem er mjög vel und-
irbúinn, muni aðeins standa
fáa daga, og að samningur um
Alþj óðahafrannsóknaráðið
verði undirritaður af fulltrú-
um allra landa, í fundarlok.
Þegar löndin hafa fuligilt
samning þennan, væntanlega
fáum mánuðum síðar, þá er
framtíð ráðsins komin í fastar
og öruggar skorður.“
— Hvernig er háttað skipt-
ingu kostnaðar, vegna ráðs-
ins?
„Öll meðlimaríkin bera
kostnað. 4 lönd, Bretland,
Sovétrikin, Frakkland og V-
Þýzkaland greiða helmingi
meira en flest Evrópulöndin.
Þrjú lönd, Portúgal, Finnland
og Irland greiða minna en
fjöldinn. Önnur lönd, 9 tals-
ins, greiða öll jafnt.“
— Hvernig er starfseminni
háttað í Kaupmananhöfn?
„Starfsfólk þar er ekki mjög
margt, en á þeim mun meiri
samvinnu við sérfræðinga í
meðlimaríkjunum. Starfsemin
þar skiptist þó í 4 deildir. Ein
sér um almennt skrifstofuhald,
fjármál o.þ.h. Önnur deild sér
um útgáfustarfsemi, gefur m.
a. út alþjóðafiskiskýrslur Ev-
rópu. Þá er deild, sem fjallar
sérstaklega um fiskiskýrslur,
og loks, í fjórða lagi, er starf-
andi sérstök sjófræðideild, og
er það umfangsmesta deild
stofnunarinnar.
A ársfundi stofnunarinnar
koma saman um 150 sérfræð-
ingar, frá þeim löndum, sem
aðild eiga. Þó koma þar einn-
ig sérfræðingar landa, sem á-
huga hafa fyrir einstökum
þáttum starfseminnar (t. d.
Bandaríkjanna, Kanada,
Astralíu og Japan).
Næsti ársfundur ráðsins
verður haldinn í Kaupmanna-
höfn í september-október, en
annað hvert ár er fundurinn
haldinn þar. Hitt árið fer
fundurinn fram utan Dan-
merkur, í einhverju meðlima-
ríkjanna. ítalir hafa boðið til
hans 1965 og Vestur-Þjóðverj-
ar 1967.“
— Hverjir eru aðrir helztu
þættir starfseminnar?
„Margar fastanefndir starfa
á vegum ráðsins, en þær sitja
á rökstólum og ráða sínum á
hverjum ársfundi. Má nefna
Norðurhafanefndina, Norður-
sjávarnefndina og Eystrasalts-
nefndina, en auk þess síldar-
nefnd, þorskfiskinefnd, sard-
ínunefnd, svifnefnd, sjónefnd
og veiðarfæranefnd, svo að
eitthvað sé talið.
Meðlimir þessara nefnda
koma frá þeim löndum, sem
áhuga hafa á starfi þeirra. Það
gefur td. að skilja, að íslending
ar eiga ekki sæti í túnfiska-
nefnd, og Spánverjar og Portú
galar ekki í síldarnefnd.
Störf nefndanna eru fólgin
í því að leggja fram og at-
huga skýrslur yfir rannsókn-
ir á liðnu ári, í öllum þeim
löndum, sem hlut eiga að máli,
og gera drög að samvinnu-
rannsóknum allra landanna, á
komandi ári. Auk þess eru
lögð fram mörg erindi.
Ég minnist þess þannig, að
eitt sinn voru lögð fram 30
erindi í síldarnefndinni.
Nú er liðið hálft þriðja ár,
frá því, að síldarnefndin taldi
þörf á því að efna til þess
fundar, sem nú stendur hér í
Reykjavik, en hann er raún-
verulega framhald af fundi
þeim, sem haldinn var í Berg-
en fyrir ári.“
— Hvað dveljist þér lengi
hér að þessu sinni, Árni?
„Ég fer héðan í laugardag
til Bergen, en þar hefur ver-
ið boðað til annars fundar.“
— Hvað verður rætt þar?
„Þar verður rætt um síldar-
rannsóknarstöð, sem talað er
um að reisa. Ýmsir staðir hafa
verið rannsakaðir í því sam-
bandi ,og það starf heldur á-
fram. Ýmsir þeirra, sem sitja
nú fundinn í Reykjavík, halda
til Bergen, enn ýmsir aðrir
koma þangað einnig.“
W.H. Auden
*
til Islands
HIÐ HEIMSFRÆGA brezka
skáld, W. H. Auden er væntan-
legt til Reykjavíkur í dag frá
Bandaríkjunum. Hér mun Aud-
en dveljast um vikutíma, m.a.
fara til Vestfjarða, og mun hann
lesa upp úr verkum sínum í há-
kólanum nk. mánudag.
W. H. Auden er fæddur árið
1907, stundaði nám í Oxford og
fyrsta Ijóðabókin hans, Poems,
kom út 1928. Hann gat sér mik-
illar frægðar og varð mjög á-
hrifamikill í Bretlandi um og
upp úr 1930.
Sumarið 1936 kom Auden til
íslands og ferðaðist um landið
í fylgd með öðru skáldi, Louis
McNeice, og skrifuðu þeir í sam
einingu bók um ferðalagið, „Lett
ers from Iceland", sem vakti
mikla. athygli hérlendis.
Akranesbátar
með 136 tonn
Akranesi, 7. apríl.
Heildaraflinn hjá bátum hér í
gær var 156 tonn. Höfrungur
III landaði 30 tonnum, er hann
fékk í þorskanótina. Vélbátarn-
ir Anna og Reynir eru einu bát-
arnir sem eru á sjó í dag.
Landlega er hér í 'dag.
W. H. Auden.
Auden býr nú í New York og
er bandarískur borgari. Hann er
á leið til Skandinavíu til upp-
æstra og fyrirlestra.
Fulltrúar 27 íslenzkra
blaða I Englandsferð
í FYRRINÓTT komu til lands-
ins 27 menn er starfa á vegum
dagblaða og útvarps og ýmissa
blaða út um landsbyggðina. Þessi
stóri hópur fór utan i boði Flug-
félags Islands og er þetta stærsti
hópur blaðamanna er utan hef-
ur farið samtimis. Hópurinn skoð
aði í boði Flugfélagsins ýmis-
legt er varðar ferðalög um Suð-
ur-England og voru aliir á einu
máli um að þar væri hinn á-
kjósanlegasti dvalarstaður fyrir
ísl. ferðafólk, sem vill njóta dval
ar á þægilegum stöðum við
strönd eða í sveit.
★ GÓÐIR DVALARSTAÐIR.
Hópurinn dvaldi tvær nætur í
Lundúnaborg en hina þriðju í
Brighton á Suður-En.glandi sem
hefur upp á að bjóða einhverja
beztu baðstrandiengju Evrópu.
Þarna er hiti þægilegur yfir sum
Mývetn2ngar að
útrýma minknum
Mývatnssveit, 15. marz
IKILL silungsafli hefur verið
Mývatni, undanfarið, aðallega
net. Dorgarveiði hefur verið
til. Vegna þeirra óvenjulegu
[ýinda sem verið hafa, frá ára-
ótum má búast við að ísinn
vatninu verði fljótlega ófær.
árinu 1963, og fram á þennan
ig er búið að veiða bér 46
innka. Er það óvenjulega mik-
| il veiði, enda var útlit fyrir að
búið væri að veiða nær því alla
minnka í janúarlok, sem tekið
höfðu sér bólfestu við Mývatn.
í febrúarbyrjun gerði lítilsháttar
snjóföl og var þá athugað um
minnkaslóðir. Varð þá ekki vart
við slóðir nema eftir einn mink.
Seinna hafði minkur farið í boga
í Skóginum austan við Belgjar-
fjall, en hann hafði getað rifið
sig úr boganum, en við það hafði
hann misst eina tána og sat hún
eftir í boganum. Skömmu seinna
náðist minnkur við Laxá, sem
vantaði á eina tána og auðséð
var að nýlega hafði slitnð af.
Margt bendir til að nú séu
minkar aftur farnir að draga sig
að Mývatni, frá nærliggjandi hér
uðum, þar sem nóg er af þeim.
En það hvað vel hefur gengið að
vinna minkana við Mývatn, við
verstu aðstæður, gefur vonir um
að hægt væri að útrýma þeim
að mestu, ef ákveðið væri að því
að vinna þá með öllum tiltæk-
um ráðum, og það hvergi van-
rækt. — Jóhannes
artímann og allar aðstæður fvTr
feröafólk hinar beztu, góð hótei
skemmtistaðir við allra hæfi
ágætt fæði og margir sögufrægi.
staðir til að skoða og kynnast.
Hópurinn fór um Suður-Eng
land, ók gegnum mörg þorp oi
borgir þar sem segja má ai
hvert hús, hver hlutur eigi sín:
sérstæðu sögu. Hvarvetna var ai
finna þægilegt viðmót, ágæta
verzlanir og yfirleitt sérhvai
það sem íslendingar leita a'ð ,
ferðalögum sínum
Fararstjórar hópsins voru Sig
urður Matthíasson og Sveini
Sæmundsson blaðafulltrúi F.í. ei
ytra skipulögðu ferðina Jóhani
Sigurðsson yfirmaður skrifstofi
F.í. í London og starfsfólk skrif
stofunnar þar sem er sex tals
ins.
Einnig var komið við í Glas
gow og notið íyrirgreiðslu Ólaf
Jónssonar yfirmanns skrifstofi
FÍ þar í borg. Báðar skrifstof
urnar hafa reynzt ísl. feúðafólk
ómetanlegir máttarstólpar. •