Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 3
r Mi,9vikudagyr ,8, aprfl 1984 ^ MORG UNBLADID 3 EINS og kunnugt er aí frétt- um kom stúdentakór Jfrá Tex- as til Reykjavíkur fyrir helg- ina og hélt söngskemmtun í Hásikólabíói við góðar undir- tektir sl. sunnudag. Á mónu- dagskvöldið sat kórfólkið skemmtifagnað með íslenzku aöngfólki í súlnasal Hótel Sögu, og við það taekifæri tóku lagið Karlakórinn í'óst- bræður, Liljukórinn og Karla- kór Reykjavíkur, auk NortJh Texas State University A Cap- ella Ohoir. Fóstbræður af- hentu stjórnanda stúdenta-. kórsins silfurnál til minning- Nokkrir meðlimir kórsins, ásamt stjórnanda sínum í Hótel Sögu, talið frá vinstri: Cody Garner frá Houston,-Sue Garner (Houston), Pat Dawkins (Perryton), Darrel GasU (Abilene), Ann AH- en, píanóleikari (Abiiene), -Mike Walker, trompetleikari (Denison), Frank McKinley (Denton). Viötalsglefsur úr söngfagnaði ar um komuna hingað, og Karlakór Reykjavíkur gaf kórnum „átján gular rósir frá Texas“. I>egar líða tók á kvöld ið var tekið til að dansa af miklu fjöri. íslendingarnir sýndu Texasbúunum hring- dans og sungu vi'ð raust, þeir svöruðu með hully-gully, og tókst að kenna þorra við- staddra þætta nýtízkulega dansspor. Að kórsöngnum loiknum / gafst blaðamanni Morgun- blaðsins tækifæri til að spjalla lítillega við nokkra meðlimi kórsins, pilta og stúlk ur. f>a i eru frá ýmsum stöð- um í Texas og hafa stundað nám mislangan tíma í háskól- anum í Denton. Öll sem við töluðum við voru fjarska ánægð með ferða lagið og kváðust ekkert vera farin að þreytast á flækingn- um. Við spurðum, hvört þau lærðu hljómlist með það fyrir augum að gerast kennarar. Sue .Garner, dökkhærð alto- söngkona, várð fyrir svörum og sagði, að flestir legðu út á kennarabrautina —1 en ýmsa dreymdi að sjálfsögðu um að verða viðurkennt tónlistarfólk síðar meir. Reykjavík kom á óvart David Clark, sem á söng- skemmtuninni söng aðalhlut- verkið í söngleiknum The Music Man, sagði að Reykja- vík hefði komið sér mjög á óvart, og væri það ólíkast Texas af öllum þeim löndum, sem þau hefðu gist £ þessari ferð. Clark er sannur Texas- búi, og lýsti því fyrir okkur mörgum fögrum orðum hve Texas væri gott 'land. Margir væru þeirrar skoðunar að _rík- ið væri flatt eins og eyðimörk, en það væri mesti misskiln- ingur. 1 Texas væri allt sem önnur lönd hefðu upp á að bjóða. — Við spurðum Clark, hvort hann hefði mestan áhuga á söngleikjatónlist. — Hann játti því, en að sjálf- sögðu yrði hann að ganga í gegnum öll stig fónlistarskól- ans eins og aðrir til að fá sín réttindi. í skólanum væru kenndar allar tegundir tón- listar, og það væri ekki ein- ungis stúdentakórinn sem skar aði fram úr. í skólanum væri fyrirtaks jazzhljómsveit, sú bezta í öllum Bandaríkjunum. Bætti því við hlæjandi, að það væri ekki eingöngu per- sónuleg skoðun sín, heldur al- menn skoðun. Árlegar breytingar á kórnum I einkaviðtali við Frank McKinley, stjórnanda stúd- entakórsins, kom fram að kórinn hefur þegar verið á stanzlausu ferðalagi í tvo mán .uðL Ferðalaginu lýkur þó ekki hér, heldur fer kórinn til Lúxemborgar, Belgíu og Sviss lands, og snýr heim 26. apríl. Fyrsta landið sem kórinn heimsótti var Portúgal, þaðan fóru þau til Spánar, síðan til Danmerkur, Finnlands og Sví- þjóðar. í>au dvöldu um pásk- ana í Gautaborg, og eftir fjórar söngskemmtanir þar fengu þau nokkurra daga hvíld. McKinley sagði, að kórinn hefði haft þrennskonar pró- gramm í söngferðalagi þessu. í fyrsta lagi blandaða músík, svo sem helgitónlist, þjóðlög, lög úr söngleikjum o. fl., í öðru lagi eingöngu bandarísk lög, og í þriðja lagi eingöngu helgitónlist. En í Brúgge var breytt um efnisskrá, og flytti kórinn þá „Requiem“ eftir Verdi, ásamt sinfóniuhljóm- sveit Belgíu. I>essu næst sagði McKinley okkur frá háskólanum, sem 'kórfélagarnir stunda ném í. Háskólinn er í Denton, 34 míl- ur norður af Dallas. Nemend- ur hans eru á 11. þúsund, sem leggja stund á ýms fræði, svo sem stærðfræði, efnafræði, læknisfræði, listfræði og þar fram eftir götunum. 1 tónlist- ardeildinni væru um 600 nem endur, sem lærðu bæði söng, hljóðfæraleik, tónfræði og i aðrar greinar söngmenntunar. Innan deildarinnar væru starf andi sinfóníuhljómsveit, dans- hljómsveit, strengjahljómsveit og fjórir kórar. Stærstur þeirra væri NTSU Grand Chorus, um 200 söngvarar, og væri A Cappella Choir úrval úr þeim kór. Eins og gefur að skilja yrðu stöðugar breyting- ar á kórnum, nemendur' lykju prófum og aðrir bættust í hópinn. Væri þrotlaust verk að þjálfa nýjar raddir; til að Stjórnendur kóranna, sem sungu í Hótel Sögu, taliS frá vinstri: Kagnar Björnsson, Jón S. Jóns- son, Frank A. McKinley og Jón Ásgeirsson. Segir Kmverja umsemja kenn- ingor Marx og Lenins Moskvu 7. apríl (NTB) Izvestija, málgagn Sovét- stjórnariniiar, sagði í dag, að leiðtogar Kínverska Alþýðu- lýðveldisins ynnu nú að því að umsemja kenningar Marx og Lenins og heimfæra þær við hugtaksfræði Maos. Blaðið segir Kínverja setja fram hroikafullair kröfur um, að allir braeðraflokkarnir samþykki hina kínversku útgáfu Marxism ans. Stefna Kínverja sé sam- bland smáborgaralegrar ævin- týramennsku og stórmennsku- brjálæðis og bræðraflokkar heimsins fordæani haina harð- lega. Árás blaðsins á Kínverja var endurvarpað frá Tass frétta- mynda útskrifuðust -um þriðj- ungur af núverandi kórfélög- um í vor. Þá gat McKinley þess, að með kórnum væri fyrirtaks píanóleikari og trompetleikari, og á cfnis- skránni væru þrjú verk með trompetleik. Við spurðum McKinley, hvort það tefði ekki fyrir nemendum að fara í slítka för The Music man, öðru nafni David Clark frá Dallas. sem þessa. Hann kvað töfina ekki svo tilfinnanlega, eink- um með tilliti til þess að þeir fengju kennslu á leiðinni, að visu ekki jafn mikla og vasru þeir í skólanum sjálfir, en nóg áil þess að þeir drægjust ekki aftur úr. McKinley sagði að lokum, að það hefði verið ápægjulegt að fá tækifæri til að heim- sækja ísland. Reykjavík væri .falleg borg og miklu nýtízku- legri en hann hefði gert sér í hugarlund. Kvaðst hann hlakka til að sjá meir.a af landinu. Kórinn héldi söng- skemmtanir á Isafirði, Akur- eyri og Akranesi og færi ekki af landi brott fyrr en á sunnu dag. stofunni, -sem einnig skýrði frá því, að sovézkur prófessor, Sergei Tikvinskij, hefði í dag lát ið í ljós þá skoðun, að kín- verskir sagnfræðingar væru að snúast frá sögukenningum marx- leninismans, en tækju í stað þeirra upp trotskisma. Prófess- orinn sagði þetta í ræðu í sagn- fræðideild sovésku vsíindaaka- demíunnar. STAKSTEIMAR Kjördæmablöðin í öllum kjördæmum landsins * gefa flokkarnir út blöð fyrir kosningar til að túlka málstað sinn og ræða innanhéraðsmálin á hverjum stað. Þetta er eðlilegt, því að blöðin eru eitt beittasta vopnið i landsmálabaráttunni, og sá flokkur væri fyrirfram dæmd ur, sem ekkert málgagn ætti. En fæst af þessum kjördæmablöðum lifa nema fram að kosningum hverju sinni. tá er hlutverki þeirra lokið og þar með tilvera þeirra a.m.k. í bili, unz þau risa upp aftur fyrir næstu kosningar. — Samt eru nokkur blöð utan Reykjavíkur, sem lengi hafa komið stöðugt út og gegna þá því tvíþætta hlutverki, að vera málgögn viðkomandi flokka og almenn fréttablöð á sínu lesenda svæði. Elztu málgögn Sjálfstæð- isflokksins utan Reykjavíkur nr.unu vera íslendingur á Akur- eyri, Vesturland á ísafirði, Fylk- ir í Vestmannaeyjum og Sigl- firðingur á Siglufirði .Þá ber hér einnig að nefna blað Sjálf- stæðismanna á Austurlandi, Þór. Af því er nú að koma tíundi ár- gangur. Það er gefið út í Nes- kaupstað. Ritstjóri þess er Jónas Pétursson, alþingismaður. Landhelgismálið Síðasta tölublað Þórs kom út á landhelgisdaginn 11. marz. Það blað var því eðlilega helgað þess um mikilsverða áfanga í þessu mikla lífshagsmunanr.ili íslend- inga. Davíð Ólafsson skrifaði í blaðið ágæta grein um landhelgis málið, sem hann nefndi: „Merk- um á.fanga náð.“ Grein sína end- ar fiskimálastjóri á þessa leið: Hrakspár og veruleiki „Þegar samkomulagið var gert, skorti ekki á hrakspár hjá stjórn arandstöðunni. Það hét, að búið væri að afsaia 12 mílna fiskveiði landhelginni, þó hið sanna væri, að með því væru 12 núlurnar tryggðar um alla framtíð. Það hét, að samkomulagið væri að- eins upphafið að frekari samning um um tilslakanir Bretum til handa innan 12 mílnanna. Bretar hafa lýst yfir þvi, að þeir muni ekki fara fram. á slikt. Það hét, að loku væri skotið fyrir alla frekari útfærslu á grundvelli landgrunnslaganna og ályktunar Alþingis. Eius og reynslan hefur fordæmt allar aðrar hrakspár þessara aðila, þá man framtíðin einnig leiða í ljós, að þessi síðast nefnda fullyrðing kommúnista og Framsóknarmanna hefur við engin rök að styðjast.“ Aurbrettin og útfærsla landhelginnar Það var auðséð sr blöðum stjórnarandstæðinga, að þeim féll það mjög þungt, að engin af hralfcspám þeirra skyldi ræt- ast. Þetta kom fram á mjög tákn rænan hátt í Tímanum 11. marz. Hann gat þess að vísu þennan dag, að nú væru að renna út undanþágurnar, sem Bretar hefðu fengið að njóta - siðustu þrjú árin. En það var samt ekki aðalfrétt blaðsins. Að dómi rit- stjóranna var annað merkilegra og blasti við augum lesendanna efst á forsíðu blaðsins 11. marz. Það var það, að nú mundi lík- lega verða horfið að því ráði að skylda alla bíleigendur að hafa aurbretti á farartækjum sínum! Það er táknrænt fyrir áhuga Tímamanna í landhelgismálinu, að þennan dag var þeim meira umhugað að skýra frá aurbrett- um á bílum heldur en útfærslu landheiginnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.