Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur S. apríl 1964
*
SAMOVARINN
ÞJÓÐMINJASAFNI Islands
hafa undanfarið borizt noikkr-
ir góðir gripir að gjöf sunnan
frá Trinidad frá frú Ásu
N. Wrigiht.
Frú Ása er Guðmundsdóttir
Guðmundssonar, sem lengi
var læknir í Stykkishólmi og
Asa Guðrnundsdóttir Wright
iþar ólst frú Ása upp. Hún fór
utan til mennta þegar hún var
ung stúlka, til Englands og
var samskipa heim úr Eng-
landsförinni þeirn er síðar
varð maður hennar, Newcome
Wrjght.
Newcome Wright kom hing-
að til að kynna sér réttarsögu
þangað greiðfarinn, enda mal-
bikaður eins og allir vegir á
Trinidad, en ekki er dalurjnn
í alfaraleið. Þó sækja þangað
margir, því dýralíf er þar fjöl
skrúðugt og náttúrufegurð
mikil sem fyrr segir. Noikkru
neðar í dalnum hefur Museum
of Natural Historý í New
York rannsóknarstöð á öðrum
búgarði.
Frú Ása hefur tekizt á hend
ur að reka greiðasölu og veita
gjstingu þeim náttúruunnend-
um sem sækja suður í þessa
paradís en þeim fer fjölgandi
með hverju árinu sem líður.
Einkum eru það Norður-
Ameríbumenn, frá Banda-
ríkjunum og Kanada, sem
sækja suður til Trinidad í sól
og suðræna fegurð.
Af tómri' forvitni lagði blaða
maður leið sína upp í Þjóð-
minjasafn tjl þess að sjá með
eigin augum gripi þá er frú
Ása hafði sent safninu að gjöf
sunnan frá Trinidad.
Dr. Kristján Eldjárn sagði
að ekki hefðu munir þessjr
allir borizt í einu, heldur væri
nokkuð um liðið síðan sumir
þeirra hefðu komið hingað.
Síðast komu reykelsisker tvö,
kom sunnan frá
Islendinga og stjórnskipun.
Hann var lögfræðingur að
mennt og rak. skrifstofu í
London en annaðist einnig
búrekstur og umsijón mikilla
jarðeigna í Cornwall í Suður-
Englandi fyrir landa sjnn for-
ríkan, er sezt hafði að í Nýja-
Sjálandi.
Þau Ása giftust skömmu
eftir heimsstyrjöldina fyrri og
settust að í Cornwall. Á styrj-
aldarárunum síðari störfuðu
hjónin fyrir brezka ríkið í
London.
Árið 1945 komu Wright-
hjónjn í heimsókn til íslands
en fóru héðan til Bandaríkj-
anna og svo sunnar á bóginn,
allt til Trinidad. Þar keyptu
þau búgarð í Arima-dal,
langt uppi í f jöllum og þang-
að fór til vistar með þeim
faðir frú Asu, Guðmundur
læknir, sem þá var komjnn
yfir nirætt.
Arima-dalur er rómaður
fyrir náttúrufegurð. Vegur er
sem frú Ása kvað .vera úr
búj manns síns og samovar-
inn góði, sem eflaust hefur
komið í góðar þarfir á heim-
ili þeirra hjóna í Englandi.
Áður hafðj safninu bor-
izt kryddbaukasett, (þlat-de-
ménage), óvenjulega fjöl-
skrúðugt af slíkum grip að
vera, og eggjasjóðari, nokkuð
nýstárlegur, sem hvorttveggja
virtist af svipaðri gerð. Einnig
var þar allstór spegill i silfur-
slegnum ramma og laks af-
skaplega skemmtilegur nafn-
spjaldastokkur úr fílaheini,
útskorjnn í bak og fyrir, ein-
staklega fíngerð vinna og
vönduð. Grip þann segir frú
Ásta etatsráð Andersen hafa
gefið Þóru Magnússon, móður
systur sinni, konu Jóns Magn-
ússonar.
★
Etatsráð Andersen, sem á
er minnzt hér að ofan, mun
hafa verið eiganc.i Austur-
Asíufélagsins danska. Hann
*
.Á
Hugleiðingar um
Hallgrímskirkju
MIKIÐ hefur verið byggt í þessu
landi á liðnum áratugum og
rni'kil er þörfin enn. Er þetta sízt
að undra, því nærri öll mann-
virki, sem nú eru í notkun, hafa
verið gerð á þessari öld.
Sá háttur hefur mjög verið á
hafður, þegar gerðar eru bygg-
ingar fyrir almannafé, t. d.
sjúkrahús, að treina framkvæmd
ir við þær árum og jafnvel ára-
tugum saman. Þegar síðan á að
taka hús þessi til noktunar, er
margt í þeim orðið úrelt, eða
finnur ekki náð fyrir augum
þeirra, sem þar eiga húsum að
ráða. Hefur mér skilizt að ólítið
fé hafi gengið til að brjóta nið-
ur og breyta vistarverum ýmissa
stofnana.
Hvað sem þessu líður þykir
mér í fáfræði minni, sem hen-
tugra væri að hafa færra undir
og ljúka því á skemmri tíma.
Þá skoðun virðast stjórnendur
vel stýrðra einkafyrirtækja hafa.
Nú ætla yfirvöld vor að reka
af sér slyðruorðið og sýna rögg-
semi í framkvæmdum. Nú á að
byggja í hvelli mikið „ráðhús"
til veizluhalda og fleiri hluta,
gnæfandi í átta hæðum „yfir
tjörninni" eins og eitt gott blað
komst að orði. Og nú á að koma
upp þeirri miklu Hallgríms-
kirkju, sem byrjað var á fyrir
alllöngu.
Þegar ég leit fyrst augum lík-
anið Guðjóns Samúelssonar af
kirkju þessari fannst mér það
líkara finngálkni en guðshúsi.
Síðan las ég mjög vel rökstudda
grein í tímaritinu Helgafelli
eftir Sigurð Guðmundsson arki-
tekt.
Hefi ég síðan vonað, að þetta
fyrirtæki yrði kveðið niður.
Mér þykir eðlilegt að aðdáendur
og meðmælendur þessarar bygg-
ingar leggi mikla stund á að
safna fé til hennar, því mikils
mun með þurfa.
Hitt kemur mér spánskt fyrir
sjónir, ef ekki má ræða þetta
fyrirtæki frá öðrum sjónarmið-
um en þeirra, eða gagnrýna
þessa fyrirmynd, sem samþykkt
var í upphafi. Hingað til hefur
Samovarinn góði.
Trinidad
var kvæntur konu af íslenzk-
um ættum, kominni út af
Boga Benediktssyni af Staðar-
fellsætt. Etatsráð Andersen
kom hingað með Friðriki kon-
ungi VIII. og gisti hjá Jóni
Magnússyni, sem síðar varð
ráðherra. Það mun hafa verið
þá sem hann gaf Þóru, konu
Jóns, fílabeinsstokkinn sem
fyrr greinir.
En mestur fengur mun safn-
inu þó hafa verið í kassa ein-
um sem beið okkar uppi á
efstu hæð, þaðan sem sér víða
vegu út yfir borg og bý. Frú
Elsa Guðjónsson fletti þar
varlega utan af dýrjndis
knipplingum og blúndum, sem
frú Ása hefur haldið til haga
og sent heim til íslands.
Þarna eru írskir kragar, hekl-
aðir og ermablúndur við,
þarna eru forkunnar falleg
herðasjöl og svartar blúndur,/
kennt við Cluny flest af því,
þarna er kragj gerður í Indía-
landi um 1900, þarna
eru Valenciennes-blúndur og
þarna eru belgískir knippling-
ar, raktir til knipplingaborg-
arinnar Bruges og þar í safni
er blúnduhetta eins og konur
þarlendar bera við þjóðibún-
jnga' sina. Það elzta sem upp
úr kassanum kom meðan við
stóðum við var fiá árinu 1870,
fíngerður lítill kragi.
„Það er afskaplega mikils
virði fyrir safnið að fá sVona
góð vefnaðarsýnishorn“, sagði
frú Elsa, „við höfum ekki tjl
þessa getað státað af miklu
hvað blúndur og knipplinga
áhrærir. Satt að segja bjóst
ég ekki við því, þegar ég var
að læra, að ég hefði miikil not
fyrir að læra um slíkt og
þvílíkt. Þetta eru mjög vand-
aðar blúndur og knippljng-
arnir sérlega fallegir. Ég
hlakka til að' atlhuga þetta
allt saman betur.“
Dr. Kristján Éldjárn gat
þess er við kvöddum, að gripir
þeir er safninu hefðu borizt
frá frú Ásu myndu innan
skamms verða til sýnis í Þjóð-
minjasafninu.
Bridge
SVEITAKEPPNI Reykjavíkur-
mótsins er nýlega lokið og sigr-
aði sveit Einars Þorfinnssonar.
Auk Einars eru í sveitinni Ás-
mundur Pálsson, Hjalti Elíasson,
Lárus Karlsson, Gunnar Guð-
mundsson og Kristinn Bergþórs-
son. —
Röð sveitanna varð þessi:
Sveit • Stig
1. Einars Þorfinnssonar 40
2. Þóris Sigurðssonar 34
3. Ólafs Þorsteinssonar 20
4. Ingibjargar Halldórsdóttur 20
5. Jóns Stefánssonar 18
6. Vigdísar Guðjónsdóttur 14
7. Ragnars Þorsteinssonar 14
8. Aðalsteins Snæbjörnssonar 10
Þar sem tvær neðstu sveitirn-
ar eiga að flytjast niður í I. fL
verða sveitir Vigdísar og Ragn-
ar að spila um sætið í meistara-
flokki. Munu sveitirnar spila 88
spila einvígi.
í I. flokki sigraði sveit Jóns
Ásbjörnssonar, hlaut 26 stig, en
í öðrö sæti varð sveit Reimars
Sigurðssonar með 20 stig. —
Sveitir þessar flytjast upp I
meistaraflokk.
Haaig, 3. apríl, AP:NTB.
• TILKYNNX hefur verið
af hálfu stjórna Hollands og
. Indónesíu að innan skamms
muni þær skiptast á sendiherr
um og efna til víðtækra
tengzla. Subandrio, utanríkis
ráðherra Indónesíu hefur dval
izt í Hollandi að undanförnu.
Hann sagði í dag við frétta-
menn að hugsanlega kæml
Súkarno, forseti til Hollands
i opinbera heimsókn áður en
mjög langt um liði og Júlíana
Ilollandsdrottning færi e.t.v.
einnig til lndónesíu.
kosið minningu sinni til handa á
350 ár'a afmæli sínu?
Á hars dögum átti þjóðin fá
minnbmerki, nema bækur, sög-
ur, ijóð.
Merkir biskupar og prestar
eftir siðskiptin höfðu lagt sig
alla fram til þess að gefa þjóð
sinni guðsorð og sálma á móður-
málinu í sem fegurstum búningi.
Að því býr tunga vor þann dag
í dag.
Hallgrímur gaf ' okkur sálma
sína hugsaða og orkta í samræmi
við trúarkerfi og guðsorðabæk-
ur sinnar aldar á þjálfaðri tungu
fornra kvæða og rökföstu al-
þýðumáli greindrar þjóðar, sem
hugsaði í örbrigð sinni.
Skaphiti hans magnaði efnið
og listfengi hans bjó það töfrum.
Seiðmagn sálmanna orkar á
barnið, sem þylur sitt fyrsta vers
og öldunginn, sem gerir karl-
mennskuorð meistarans að síni;
um hinztu. ■?
Hann gengur beint að lesend-
um með þeirri máttugu einurð,
sem greinir snilling frá öðrum
mönnum og talar eins og sá, sem
valdið hefur.
Minnumst Hallgríms nú með
því að gefa út sálma hans svo
vel og listilega að ekki geti feg-
urri bók íslenzka, skreytta mynd
um í samræmi við efnið, verk-
efni handa málurum og teiknur
um að spreyta sig á.
Gerum sálmunum fíngerða,
yndislega bók.
íslenzkir bókaútgefendur og
bókasmiðir virðast oft haldnir
þeirri skoðun að í bókagerð só
mest undir stærð og þyngd kom-
ið. Gefum líka börnunum úrval
úr sálmum Hallgríms í fögrum
búningi, svo þau lokkist til að
kynnast þeim. Ef börnin eignast
ekki sálmana, eru þeir brátt
gleymdir þjóðinni.
Að endingu vil ég gerast svo
djörf að lýsa yfir þeirri sann-
færingu minni, að annaðhvort
beri drottni og andstæðingum
þessarar umræddu kirkjubygg-
ingar eitthvað meira á milli eða
iþetta mörsiðrið verði þeim ekiki
til sundurþýkkis.
Þórunn Guðmundsdóttir.
átt að heita skoðanafrelsi í þessu
landi.
Nú virðist að sumra áliti
hneyksli eða jafnvel glæpur að
setja út á þetta kirkjulíkan, sem
tekið var gilt af ríkjandi aðilum
á sínum tíma án þess að gengið
væri á neinn hátt frá fjáröfl-
unarhlið málsins. Ég veit ekki
til þess, að þeim aðilum verði
eignaður neinn óskeikulleiki,
eða að samþykkt þeirra geti
skoðast sem ráðsályktun guð-
legrar forsjónar, en þá væri auð
vitað guðleysi að andæfa henni.
En hvað er guði þóknanlegt?
Barátta gegn spillingu, bar-
átta fyrir því, að sem flestir lifi
heilbrigðu og starfsömu lífi, bar
átta fyrir mannúð og mann-
vernd, barátta fyrir öllu því, sem
Kristur taldi mönnum nauðsyn-
legt?
Heyrir hitt ekki fremur til
þeim veraldlegri hlutum, hvort
fleiri eða færri tonnum af grjóti
skuli hreykt yfir þá sali, þar
sem fátækum boðist fagnaðar-
boðskapurinn, eða á hvern hátt
þeim sé hrúgað upp.
Ég varpa aðeins fram spurn-
ingu!
Víst er mikil tign og fegurð
yfir mörgum kirkjum í framandi
löndum, ekki síður en Öskju og
Trölladyngju hér hjá oss.
Hrifnum áhorfanda getur raun
ar hrosið hugur við illverkum
þeim, blóði og tárum, sem sumar
hinna fyrrnefndu kostuðu, eins
og honum blöskrar kyngikraftur
sá úr iðrum jarðar, sem hlóð
upp hinar síðarnefndu.
Ég er ekki svo fróð um bygg-
ingalist, að ég viti, hvað stíll
Hallgrímskirkju heitir né hvað-
an hann er ættaður. Skötubörð-
in eru víst íslenzkt nýgervi.
Er ekki hægt að mynda ein-
faldan, léttan og látlausan, ekki
alltof kostnaðarsaman kirkju-
stíl, sem hentar í þessu landi.
Ég hugsa mér kirkju bjarta og
einfalda í sniðum, nóg af glugg-
um og gleri. Ekkert skuggalegt
steinbákn!
Mér dettur í hug gamla sagan
um Hallgrím sitjandi hjá stráka-
lýð og kveðandi kersknivísu um
einn helzta mann kirkjunnar,
ágætan mann, sem þótti nokkuð
steigurlátur og ráðríkur. Ég gæti
trúað að þessi fyrirhugaði stein-
drangur hefði ekki verið að
hans smekk. í salarkynnum hans
andagiftar er allt einfalt, auð-
Skilið, sviptigið og skýrt.
Mér þótti alltaf óviðfeldið að
nefna söfnuð Hallgrímssöfnuð.
Hallgrímur var alra íslendinga.
Hallgrímssöfnuður hefði þá
helzt átt að vera á Hvalfjarðar-
strönd.
Ég hugsa til Hallgríms Péturs-
sonar. Hvað hefði hann helzt