Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 1
28 síður Vinnufriður tryggiur í Sví- þjóð í tvö ár Samkomulag um laun og kjör náðist eftir fjögurra og hálfs mánaða viðræður Stokkhólmi 7. apríl (NTB) SÆNSKA stjórnin og aðil- ar á vinnumarkaðinum létu í dag í ljós ánægju með að tekizt hefur að tryggja vinnu íriðinn í Svíþjóð á komandi ári. Viðræðumar og samning amir um launamálin voru, að þessu sinni, þeir erfiðustu um árabil, og það var ekki fyrr en eftir fjögurra og hálfs mánaðar viðræður, sem Ame Geijer, formaður Al- þýðusambandsins og Bertil Kugelberg, framkvæmda- stjóri atvinnurekenda undir- rituðu samkomulag. Það gerð ist í morgun og gildir sam- komulagið í tvö ár. Sam- því fá 800 þús. sænskra verkamanna 1,3% launahækkun á þessu ári og 3,4% á næsta ári. Einnig var samið um aukið atvinnuör- yggi- Tage Erlander, forsætisráð- herra, ræddi samkomulagið í dag. Sagði hann m.a., að það Asgeir Ásgeirsson í kjöri til forseta FORSETI Islands, Ásgeir Ás- geirsson, hefur ákveðið að vera í framboði við kjör forseta, sem fram á að fara hinn 28. júní nk. Þetta er í fjórða sinn, sem Ás- geir Ásgeirsson er í framboði til forsetakjörs. Hann var fyrst kjör inn forseti 1952. Meðmælendalistar liggja frammi hjá öllum sýslumönnum, bæjarfógetum og lögreglustjór- um en í Reykjavík hjá yfirborg- arfógeta. Frambjóðendur þurfa minnst 1500 meðmælendur á öllu land- inu, en mest 3000, og eru nánari reglur um hvernig hlutföllin skulu vera eftir landsfjóiðung- um. — Kjörtímabil forseta er fjögur ár, hefst hinn 1. ágúst að kosn- ingu lokinni. Peter Sellers - hættulega veikur Hollywood, 7. april. — AP-NTB — • HINN frægi brezki Ieik- ari, Peter Sellers, lá í kvöld milli heims og helju í sjúkrahúsi í Hollywood. — Hann þjáist af hjartasjúk- dómi, og er síðast fréttist var hjartslátturinn mjög óreglu- legur. Rafmagnstæki var not- að til þess að létta hjartslátt- inn og leikarinn fékk súrefnis- gjafir. Peter Sellers, sem er 38 ára, veiktist aðfaranótt mánudags- ins, en fór ekki í sjúkrahús fyrr en um hádegið, virtist læknum þá sem hann hefði fengið væga aðkenningu að slagi. Sellers var lagður í Framh. á bls. 21 gleddi áreiðanlega alla, að vinnufriður hefði verið tryggð- ur í landinu og kvaðst sannfærð- ur um að samkomulagið yrði grundvöllur áframhaldandi efna hagsframfara og jafnvægi í efna hagslífi þjóðarinnar. Launahækkunin, verður næstu tvö ár nær 5% og kostar hún fyrirtækin samtals um hálfan milljarð sænskra króna. Við þetta bætist kostnaður ' við lausn tryggingarvandamála og lengingu á sumarleyfi, en í sum ar fá Svíar 21 virkan dag frian, og næsta sumar heilan mánuð. Segja sérfræðingar atvinnurek- enda, að alls nemi þær ívilnanir, sem nú var samið um minnst 7% á þessu ári og 9% næsta ár. Bertil Kugleberg, fram- kvæmdastjóri atvinnurekenda, sagðist telja að eftir síðari heims styrjöldina hefði aldrei verið erfiðara að ná samkomulagi um launamálin en nú. Formaður al- þýðusambandsins, Arne Geijer, sagði, að nokkur verkalýðsfélög innan sambandsins myndu skipta hækkuninni þannig að hinir lægst launuðu fengju mest af henni, en önnur myndu skipta jafnt. Launasamningar sænska al- þýðusambandsins og atvinnurek enda verður lagt til grundvallar við samninga t.d. iðnaðarmanna, ríkisstarfsmanna og margra ann arra launþegafélaga Mótmælaganga gegn læknaverkfallinu í útborg Brússel. Á fyrsta borðanum stendur: „Læknar! Þið tókuð ykkur páskaleyfi á kostnað . hinna sjúku.“ Öngþveiti í sjúkrahúsum í Belgíu Barn lézt vegna skorts á læknishjálp Tveir læknar handteknir Briissel 7. apríl (NTB) • Læknaverkfallið í Belgíu stóð enn í dag og ekkert benti til þess að viðræður myndu hefjast unt. heilbrigðislöggjöf- ina, sem veldur verkfallinu. • Tveir læknar hafa verið handteknir, sakaðir um að hafa ekki aðstoðað barn í lifs hættu. Hafa verkfallsmenn krafizt þess að læknarnir verði látnir lausir. Segjast þeir að öðrum kosti hætta að starfrækja neyðarþjónustu. — að á yfirmenn læknafél., Rog- Biskupar í landinu hafa skor- er Thone, og forsætisráðherr- ann, Theo Lerevre, að hefja viðræður á ný. Nítján af borgarstjórum Brússel hafa sent svipaða áskorun. • l'm 4 þús. verkamenn fóru í dag mótmælagöngu gegn læknaverkfallinu í Gilly í S.- Belgiu. Lndirbjuggu þrjú stærstu verkalýðsfélög lands- ins göngu þessa. Læknaverkfallið í Belgíu hefur nú staðið í viku, en alls eru 12 þús. læknar í verk- falli. í dag bættust í hópinn læknanemar við háskólann í Liege og er óttazt, að fleiri fylgi fordæmi þeirra. Mikið öngþveiti ríkir í sjúkrahúsum í Brússel og öðrum stórborg- um, en einkas j úkrahús og sjúkrahús í sveitum eru ekki fullskipuð. Neyðarþjónustan, sem sett var, er verkfallið hófst til þess að veita alvar- lega sjúkum og slösuðum 'hjúkrun og læknishjálp verð ur æ afkastaminni sökum þreytu starfsfólksins. Öll her- sjúkrahús hafa verið opnuð Framh. á bls. 21 Danir semja nýjar reglur um samninga ílaunadeilum Bjartsýni á að unnt verði að afstýra verkföllum og verkbönnum DANSKA blaðið Politiken hef ur skýrt frá því, að innan skamras megi vænta nýrra reglna um samninga milli al- þýðusambandsins danska (LO) og félags danskra atvinnurek- enda, en að undanförnu hefur nefnd fulltrúa frá báðum aðil- um unnið að uppkasti að samn- ingsreglunum. Ekki hefur verið skýrt frá innihaldi uppkastsins, en Politiken segir fullvíst, að það muni marka tímamót. Það feli í sér grundvallaratriði varð andi ákvörðun launa í nútíma- þjóðfélagi og því sé viðurkennt það undirstöðuatriði, að sameig- inleg stefna skuli ríkja um tekj ur alls þjóðfélagsins. Hér á eftir fer úrdráttur úr frétt Politiken: Nefndin, sem unnið hefur að uppkasti að samningsreg'lum hefur náð samkomulagi og upp- kastið verið lagt fyrir launamáia nefndir alþýðusambandsins og atvinnurekenda. Áherzla er lögð á, að uppkastið sé ekki fullgert, þvi að enn vanti skýringar á ýmsum smáatriðum þess og mun nefndin, sem skilaði upp- kastinu til launamálanefndanna halda áfram að reyna að ná sam komulagi um smáatriðin. Talið er að reglurnar um samningana Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.