Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. apríl 1964
MORG *# w**» AOIÐ
5
Svona á EKKI að aka
FLESTUM, ef ekki öllum ökumönnum í Reykjavík ætti að vera um það kunnugt að til eru marg-
■r einstefnuakstursgötur í Reykjavík, og til að auðvelda bifreiðastjórum að gæta að sér, hefur
lögreglan sett upp svokölluð einstefnumerki, en það eru rauð merki með gulri þverrönd.
Fyrir nokkru varð einum bi>astjóranum það á hérna fyrir utan á Aðalstrætinu að koma akandi
Vesturgötuna. og í stað þess að beygja austur Hafnarstræti brá sá góði maður sér suður Aðai-
stræti, þrátt fyrir skýrt bannmerki og vafalausa þekkingu á þessari einstefnugötu í sambandi við
bilpróf sitt, með þeim afleiðingum, að hann ók á bíl, sem hentist upp á gangstétt.
Hérna sést lögregluþjónn benda manninum á bannmerkið og skýra út fyrir lionum hinar réttu
reglur. Sveinn Þormóðsson tók myndina.
MENN 06
= ML&Nlm
NÝLEGA hefir Tómas Árna-
son öðlast réttindi sem hæsta
réttarlögmaður. Hann er
fæddur 21. júli 1923 að Hánefs
stöðum í Seyðisfjarðarhreppi,
Nor'ður-Mú’asýslu. Lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1945 og em-
bættisprófi í lögfræði vorið
1949. Að loknu háskólanámi
settist hann að á Akureyri og
var þar búsettur næstu árin.
Hann stundaði framhaldsnám
í lögfræði við hinn fræga Har
vard háskóia í Bandaríkjun-
um um eins árs bil. Haustið
1953 var hann ráðinn til
starfa í Utanríkisþjónustunni.
Varð forstöðumaður nýrrar
stjórnardeildar, Varnarmála-
deildar frá stofnun hennar ár-
ið 1953. Skipa'ður deildar-
stjóri haustið 1954. Honum
var veitt lausn frá því starfi
í árslok 1959 að eigin ósk.
Nokkru síðar stofnsettu þeir
bræðurnir Vilhjálmur, hrl. og
Tómas lögfræðiskrifstofu hér
í borginni, sem þeir reka nú
í Iðnaðarbankabyggingunni
við Lækjargötu.
Kona hans er Þóra Kristín
Eiríksdóttir frá Dagsbrún i
Neskaupstað. Hafa þau verið
búsett í Kópavogi s.l. 10 ár
og eiga 4 syni.
Leiðrétting
Fréttaritari Mbl. á Hvolsvelli
heitir Otto Eyfjörð, en ekki Norð
fjörð, eins og misritaðist vmeð
myndum frá jarðarför Ólafs Tú-
bak í gær.
Fyrirspurn
Upplýsinga óskað. Sá, sem
kynni að geta gefið upplýsingar
um Eirík Thordarson, sem hefur
verið sjúklingur í Brandon Ho-
spital for Mental Diseases í Mani
toba síðan 1945, er vinsamlega
beðinn að hafa samband við Hag
stofuna (þjóðskrána), sími 24460
Eiríkur þessi er talinn fæddur í
Reykjavík 23. april 1896. For-
eldrar hans voru Jón Þórðarson
og Helga Eiríksdóttir. — Beðið
hefur verið um fæðingarvottorð
þessa manns í sambandi við um
sókn um ellilífeyri honum til
handa vestra, en Hagstofan get-
ur ekki gefið vottorðið út, nema
hún fái upplýsinigar um fæðingar
stað hans o.fl.
VÍSUKORN
Sálin fleyg og höndin hög.
hlýffa sama dómi.
Eilíf ráða listar lög
litum, svip og hijómi.
Jafnt í hnífs og meitils mynd,
máli, söng og kvæffi:
ívaf stíls og efnis grind
yfir hugar þræði.
Einar Benediktsson.
Minningarspjöld
Minningarspjöld orlofssjóðs hús-
mæðra fást á eftirtöLdum stöðum:
Verzl. Aðalstræti 4,
Verzl. Halli I»órarins, Vesturgötu 17.
Verzl. Rósa, Aðalstræti 18.
Verzl. Lundur, Sundlaugavegi 12.
. Búrið, Hjallavegi 15.
Miðstöðin, Njálsgötu 106.
Verzl. Fótý, Ásgarði 22—24.
Sólheimabúðinni. Sólheimum 33.
Hjá nefndarkonum:
Herdísi Ásgeirsdóttur, Hávalla-
götu 9. Sími 15846.
Halifríði Jónasdóttur, Ðrekkustíg
14. C. Sími 15938.
Steinunni Finnbogadóttur, Ljós-
heimum 4.
Kristín Sigurðardóttur, Bjarkargötu
14. Sími 13607.
Ólöfu Sigurðardóttur, Auðarstræti
11. Sími 11869.
Sólveigu Jóhannsdóttur, Bólstaða-
hlið 3. Sími 24919.
Gjöfum og áheitum einnig veitt
móttaka á sömu stöðum.
STORKURINN sagði!
að hann hefði verið a'ð fljúga
yfir nokkur sjónvarpsloftnet í
gær og sé'ð fullt af eigendum sjón
varpa vera að yfir fara hverja
leiðslu og hverja taug, jafnvel
kikt eftir netinu, hvort stefnan
væri nú örugglega beint á Kefla
vík.
Storkurinn sagðist líka hafa
heyrt einhvern m.ann segja frá
því, að umboðin, sem selja sjón-
vörp hefðu engan frið haft fyrir
beiðnum um viðgei'öarmenn til
að gera við sjónvörpin, það sæisf
ekkert í þeim nema snjór, og
munaði engu, að það snjóaði
inn á gólf!
Storkurinn sagðist eiginlega
ekki hafa getað leiðbeint mann-
inum, en honum hefði helzt dott-
ið í hug, að hinir „60“ hefðu lá«t-
ið blása sig upp með gasi, hald-
izt í hendur og myndað sameigin
legan sjónvarpsmúr milli Sel-
tjamarness og Reykjaness.
Skyldi það nu vera þess vegna,
að ekki sá til sólar fyrsf í gær-
morgun, sagði storkurinn og
flaug enn upp á eitt sjónvarps-
loftnetið til að hjálpa einum að
rétta stefnuna af!
sá NÆST bezti
f
Dag nokkurn rakst Bernhard Shaw á eintak af bók eftir sig,
sem var til sölu á mjög háu verði í fornbókaverzlun einni. Við at-
hugun á bókinni fann Shaw nafn eins vinar síns ritað á titilblað
hennar og þar við hliðina tileinkun ritaða með sinni eigin hendi:
„Með vinarkveðju, frá Bernhard Shaw.“ Skáldið keypti bókina
og sendi vini sínum han-i í pósti. Neðan undir fyrri tileinkunina
hafði hann ritað aðra: ,Með endurnýjuðum vinarkveðjum, frá
Bernhard Shaw.‘* ...
Til leigu
4 herb. íbúð frá 1. júní n.k.
Sími fylgir. Leigist í 1 ár,
sem greiðist fyrirfram. Til-
boð sendist Mbl. merkt:
„Reglusemi — 9474“, fyrir
12. apríl.
Húsdýraáburður
til sölu við hesthúsin á
skeiðvellinum. Mokað á
bíla til kl. 8 á kvöldin. —
Hestamannafél. Fákur.
Keflvíkingar
Myndatökur £ Aðalveri,
sunnudaginn 12. apríl og
mánudaginn 13. apríl. —
Donald Ingólfsson, ljós-
myndari.
Sumarbústaður
óskást til leigu í sumar eða
hluta úr sumrinu. Uppl. í
síma 18923 næstu daga.
Japönsk eik — Teak
HAWWK ÞORSmNSSOW
jT
Vörugeymsla v/Shellveg.
Sími: 2-44-59.
Afromosia: 2”
Birki: 1—2'’
Brenni: 1 — 114 — 1% —
2 — 2%”
Japönsk eik: 1%— 2 — 2%"
Mahogni: 1%” (17—18” br.)
Teak bútar: 1% x 6 og 2 x 5“
Teak: 6’ og lengra — 2x5”
—2 x 6” — 4 x 6”
Yang: x 5”
Verzltinarhúsnæði
Lítið verzlunarhúsnæði óskast til leigu við Lauga-
veg eða sem næst Miðbænum. Um kaup á sér-
verzlun gæti komið til greina. Tilboð óskast sent
Morgunbl. fyrir þann 15. þessa mánaðar, merkt:
„Verzlunarhúsnæði — 9229“.
Skrifstofustarf
Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða stúlku
til skrifstofustarfa (vélritun og bókhald) nú þegar
eða síðar. Vélritunarkunnátta og nokkur þekking
í bókhaldi, ensku og dönsku nauðsynleg. Um-
sóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt:
„Skrifstofustarf — 9516“.
3ja herb. íbúðarhœð
Til sölu er 3 herb. íbúð á 1. hæð við Þinghóls-
braut, selst tilbúin undir tréverk og málningu,
allt utanhúss fullfrágengið. Bílskúrsréttindi. Hóf-
leg útb. — Nánari uppl. gefur
Skipa- og fasteignasalan
(Jóhannes Lárusson, hrl.)
Kirkjuhvoli — Símar 14916 og 13842.
PIERPONT ÚR
IMÝ GERÐ
4 VATNSÞÉTT
4 HÖGGVARIN
4 SAFÍRSLÍPAÐ GLAS
4 ÓBROTLEG FJÖÐUR
GEFIÐ
FERMiNGARBARNINU PIERPONT
t R
GARÐAR ÖLAFSSON, úrsmiður
Lækjartorgi — Sími 10081