Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 15
MiSvikudagur 8. apríl 1964 MORGUNBLAÐIB 15 Helge Ingstad skýrir mál sitt meff aðstoff landabréfs (lengst t.v. Hinir eru frá. vintri: John W. Wylder, þinsmaður New York, John Hagen, formaffur „Sona Noregs“, Harry Borgersen, einn aí stjórnarmönnum félagsins og O.G. Landsverk, formaður Leifs Eiríkssonarfélags Kaliforniu. Skora á Bandaríkjaþing, að vi&urkenna Leif heppna Helge Ingstad og þingmenn af norrænu bergi á fundi þingnefndar í Washington —9. okt. sé „Dagur Leifs heppna“ haf. Smám saman héldu Norð mennirnir lengra vestur á bóg inn tiL Shetlandseyja, Orkn- eyja, Færeyja og íslands, en íslendingaráttu sérstakan þátt í uppgötvun Grænlands og Vínlands. Stórir leiðangrar manna héldu til Grænlands en eftir no'kkur ár litnaði sam band þeirra við Noreg og af- drif þeirra eru óviss. Öll spor hafa afmáðst. Frá Grænlandi eru aðeins 200 sjómílur til Norður-Ame- ríku og óhjákvæmilegt var að hinir norrænu íbúar Græn- lands uppgötvuðu þessa nýju heimsálfu. Sögulegar heimild- ir okkar um þessa fundi eru fyrst og fremst fjórar íslend- ingasögur. Þar er atburðum lýst nákvæmlega. M.a. segir frá stærsta leiðangrinum vest ur um haf, en í honum tóku þátt 160 menn á þremur skip- um, fæðingu fyrsta norræna barnsins vestra, húsbygging- um landnemanna o.fl. EINS og skýrt var frá í blaff- inu fyrir skömmu, bauff félag- iff „Synir Noregs“ í Bandaríkj unum norska fornleifafræff- ingnum, Helge Ingstad, til Washington. Affal tilgangur boðsins var, að Ingstad sæti fund undirnefndar fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, sem fjallar um tillögur þess efnis, að þingið viðurkenni að Leif- ur Eiríksson hafi fundiff Ame- ríku meff því aff lögskipa 9. október ár hvert „Dag Leifs Eiríkssonar.“ Ingstad flutti fyrirlestur á fundi þingnefndarinnar til skýringar óskinni um lögskip- affan dag Leifs Eirsikssonar. Frásögn sú, sem hér fer á eftir af fundinum og öðru viðkom- andi „Degi Leifs Eiríkssonar", byggist á fregnum blaðsins „Nordisk Tidende“, sem gefiff er út af Norffmönnum í Banda ríkjunum. Bandarí'kjamenn í heild hafa þrisvar viðurkennt, að Leifur Eiríksson, sé fyrsti mað urinn, sem fann Ameríku. • Fyrsta skiptið var 1925, en þá samiþykkti þingið há- tíðapening með mynd af vík- ingaskipi og ártalinu 1000 á bakhliðinni. Peningur þessi var gefinn út af Norðmönnum í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að Norðmenn hófu landnám-í Bandaríkjun- um í stórum stíl. • Annað skiptið var 1930, þegar þingið ákvað að gefa Islendingum höggmynd af Leifi Eiríkssyni í tilefni 1000 ára afmælis allþingsins. Á myndinni stendur, að Leifur hafi fundið Vínland. • Þriðja skiptið var 1935, er þáverandi forseti, Franklín Delano Roosevelt, lagði til að 9. okt. það ár yrði „Dagur Leifs Eiríkssonar“. Báðar þingdeildir samþykktu tillög- una. Frá 1935 hafa ríkisstjórar nokkurra ríkja haldið þeim sið að lýsa 9. okt. ár hvert „Dag Leifs Eiríkssonar“, en ákvæði um þetta hefur ekki verið í lögum. Á síðari árum hafa margir öldunga og fulltrúadeildar- menn lagt fram ályktunartil- lögur um að „Dagur Leifs Ei- ríkssonar" verði lögleiddur og þingið viðurkenni þar með, að hann hafi fyrstur fundið Ame ríku. Tillögunum hefur öllum verið vísað til sérstakrar nefndar þingsins. í>að var á fundi hennar, sem Helge Ing- stad ræddi landafundi Leifs Eiríkssonar og fornleifafund sinn í Lance aux Medows á Nýfundnalandi, sem sannaði vikingaferðir til Ameríku. Fund þennan sátu auk Ing- stad nokkrir bandarískir vís- indamenn og fulltrúadeildar- þingmenn, sem hlynntir eru lögum um „Dag Leifs Eiríks- sonar.“ Flestir eru þeir, eins og þingmennirnir, sem flutt hafa tillögur um málið, af norrænu bergi brotnir. í nefndinni, ,sem um málið fjallar eiga sæti átta menn, en umræddan fund sóttu að- eins þrír. Hinir voru fjarver- andi vegna anna í öðrum nefndum. Formaður nefndar- innar E.L. Forrester frá Ge- orgíu, var meðal þeirra, sem sátu fundinn. ★ í upphafi gerðu fulltrúar „Sona Noregs" grein fyrir því, að þeir krefðust þess ekki að „Dagur Leifs Eiríkssonar" yrði almennur hátíðisdagur og kváðust á engan hátt vilja kasta rýrð á afrek Kristófers Kólumbusar, þótt sönnunar- gögn, sem nú væru fyrir hendi sýndu, að hann hefði ekki fyrstur fundið Ameríku. Meðal þeirra fyrstu, sem til máls tóku á fundinum var Joseph Krath, fulltrúadeildar maður frá Minnesota. Hann benti á fornleifafundi í heima ríki sínu, sem sýndu að þar hefðu víkihgar verið á ferð og innflytjendur, sem siglt hafi í kjölfar þeirra barizt við vandamál frumbyggjanna og sigrað. Krath skoraði á nefndina að gangast fyrir því, að 9. október yrði „Dagur Leifs Eiríkssonar." Hugh Carely, sem er full- trúi Brooklyn, tók einnig til máls. Kvað hann það minnsta sem unnt væri að gera Leifi Eiríkssyni til heiðurs væri að helga honum 24 klukkustund- ir á ári, því að hann og afrek hans væru gott dæmi um hug- myndaflug og dugnað víking- anna. Ræðumaður nefndi nokkra menn af norrænu bergi, sem getið hafa sér frægðar á vorum dögum t.d. Lauritz Norstad, hershöfð- ingja, Orville Freeman, land- búnaðarráðherra Bandaríkj- ánna og flugkappann Charles Lindbergh. Fleirri fulltrúadeildarmenn tóku til máls og voru á einu máli um, að helga bæri Leifi Eiríkssyni 9. okt. ár hvert og skoruðu á þingið að sam- þykkja það. John Kaare Hagen, formað- ur „Sona Noregs,“ þakkaði þingmönnum ræður þeirra og Skoraði á nefndarmenn að hraða álitsgerð sinni um tillög una, samþykkt hennar í vil. Að loknu máli Hagens bauð Forrester, formaður nefndar- innar, Helge Ingstad velkom- inn. Síðan hóf fornleifafræð- ingurinn ræðu sína. Ræddi hann um ferðir víkinga vest- ur um haf og sagði m.a.: „Það leikur enginn vafi á því að vikingar fóru vestur um haf. Bandarískir sagnfræðingar fjölluðu ekki um þessar ferð- ir fyrr en 1892 og var það Jóhn Fiske, sem reið á vaðið Sænsku víkingarnir héldu í austurveg, en þeir dönsku vestur til Englands. Norskir sjóræningjar heimsóttu einn- ig England, Skotland og ír- land, og auk þess Miðjarðar- Ingstad gerði síðan grein fyrir rannsóknum sínum í Ný fundnalandi og niðurstöðum þeirra. Hann sagðiirt að vísu ekki halda því fram að Leifur Eiríksson hefði búið í víkings bústöðunum, sem hann fann slíkt væri of mikil óskhyggja, en hann gæti hafa komið þar og staðreynd væri að þar hefðu víkingar átt aðsetur. Ingstad kvaðst að lokum vilja skora á Bandaríkjalþing að viðurkenna þá staðreynd, að Leifur Eiriksson hefði fundið Nýfundnaland og sam- þykkja lögin um Leifs Eiríks sonardaginn. ★ Einn fulltrúi nefndarinnar bað um skýringu á því hvers vegna 9. október skyldi vera „Dagur Leifs Eiríkssonar". Ingstad hefur látið í ljós þá skoðun, að Leifur Eiríksson hafi komið til Bandaríkjanna að hausti og Hagen benti á, að fyrstu innflytjendur nútím ans frá Noregi hefðu komið til Bandaríkjanna 9. okt. 1825. Að fundi nefndarinnar lokn um sagði Forrester fréttamönn um, að heimsókn Helge Ing- stads hefði verið mjög mikil- væg. Hann kvaðst hins vegar ekki geta skýrt frá því hve- nær nefndin skilaði áliti. Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til. Benti Forrester á að fyrir nefndinni lægju nú 200 önnur mál liks eðlis, þ.e.a.s. tillögur um að vissir dagar á árinu væru helgaðir mönnum eða málefnum. Austfirzk rödd um Hall- grímskirkju og fleira MÁNUDAGINN 17. febr. flutti Pétur Benediktsson, bankastjóri Landsbankans, þáttinn „Um dag- inn og veginn". Eins og öllum er kunnugt, er á hlýddu, fjallaði hann um tvö málefni, sem nú eru mjög umrædd — fjárglæfra- Starfsemi og byggingu Hallgríms- kirkju. Til að ná einnig til þeirra, sem misstu af útvarpserindinu, fær hann inni hjá Morgunblaðinu með erindi sitt og bætir þá við myndum, annarri af Hallgríms- kirkju en hinni af honum sjálf- um. Bankastjórinn fór að vonum ellhörðum orðum um þá menn, sem uppvísir hafa orðið að fjár- málaóreiðu og hvatti menn til að taka sér reku í hönd og moka flór okkar viðskiptalífs, sem hann telur vera orðinn allljótan ©g það er einmitt meiningin með þessum línum, að hjálpa Pétri að moka. Bankastjórinn virðist vilja ckera upp herör gegn allri fjár- málaspllingu í landinu, en hætt er við að bæði bankastjó.rar Landsbankans og fleiri, sem hafa með að gera útlán á fé almenn- ings slyppu ekki alveg ósærðir undan þeirri ör. Hverjir eru það, sem opna svona vel leiðina fyrir braskarana, t.d. þann veitinga- mann og fyrrverandi lögreglu- þjón, sem bankastjóranum varð tíðrætt um? Þessi umtalaði mað- ur er aðeins eitt dæmi af hundr- uðum manna í okkar þjóðfélagi, sem allt í einu spretta upp eins og gorkúlur á haug og eru orðn- ir, áður en nokkur veit af, stór- keðju sjoppueigendur og annara álíka þjóðþrifafyrirtækja, sem engum tilgangi þjóna nema æra og soga peninga af æskunni. Hvaðan kemur bröskurunum fé til þessara fyrirtækja? En þið, góðir bankastjórar — eigið þið engan þátt í þessu? Þið hvetjið okkur landsmenn til að sýna ráðdeild og sparsemi og við trúum ykkkur fyrir því fé, er við kunnum að eiga, en þið eruð ekki þessa trausts verðir þar sem þið eruð sannir að því að afhenda það bröskurum til meðferðar, eða gætið þess svo illa, að braskaralýðurinn afgreið ir sig sjálfur í bönkunum með það fé, sem hann þarf á að halda til sinnar starfsemi. Lánastofn- anirnar afgreiða þessa brasakra eins og fjandinn Húsavíkur-Jón. Þær fá þeim fyrstu taðflöguna og síðan ávaxta þeir hana sjálfir á sinn smekklega hátt. Mér finnst það stangast illa á, að bankastjórinn vill betra þjóð- félagsþegnana, en svo horfir hann votum augum á eftir þeim krónum, sem koma til með að renna til byggingar, sem einmitt á að verða til að flytja okkur boðskap fagnaðarerindisins. — Hvað skyldi vera líklegra til manngöfgi, en einmitt sá boð- skapur. Veit ekki bankastjórinn, að ekkert er líklegra til að bæta hugarfar ógæfumanna, en ein- mitt sá boðskapur, sem við verð- um aðnjótandi í húsum andans og kærleikans — kirkjunum. Það er merkilegt til þess að vita, að fullorðnir og lífsreyndir menn skuli vera svo ruglaðir í rím- inu, að sjá ekki, að það er ein- mitt það, sem okkur vantar í dag — lifandi trú á það sem gott er, en ekki peninga. Hann sér ekkert við kirkjuna annað en kostnaðinn og „skötu- börð“ og vill ekkert til hennar leggja, en sem betur fer eigum við marga menn, sem vilja vinna að því að þetta musteri íslenzku þjóðkirkjunnar komist upp og það sem fyrst. Það þarf að moka flórinn, og það verður ekki gert með að lána fé til byggingarhalla yfir brask- ara og í sjoppur þeirra. Það verð- ur fyrst og fremst gert með því að efla hið góða í manninum sjálfum og að því verkefni mun einmitt kirkjan vinna bezt með þeim ágætu mönnum, sem hún hefur á að skipa — og með sem veglegustum guðshúsum. Það moldviðri, sem nokkrum efnishyggjumönnum hefur tekizt að þyrla upp um byggingu Hall- grímskirkju mun brátt hjá líða. Eftir það kemur logn og — Hall- grímskirkja. Herbert Jónsson Neskaupstað. Samvinna kvenfélaga og Krabbameinsfélagsins AÐ undanförnu hefur skapazt merk samvinna milli ýmissa kvenfélaga landsins og Krabba- meinsfél. viðvíkjandi fræðslu um heilbrigðismál. Hefur sá háttur verið hafð,ur á, að kven- félögin hafa boðað konur til fræðslufunda í samráði við við- komandi héraðslækni, sem venju lega flytur þá ávarp eða stutt erindi um heilsuvernd og skýrir efni fræðslukvikmynda, sem Krabbameinsfélagið leggur til og sýndar eru á fundunum. Ernnig leggur það félag til fræðslurit um viðkomandi efni og er þeim úbhlutað ókeypis til fundarfólks. í dag, kl. 10 e.h. býð- ur kvenfélag Keflavíkur kon- um þar til eins slíks fræðslufundar í félagsheimilinu að Tjarnarlundi. Þar mun héraðs læknirinn, Kjartan Óiafsson, mæta og Krabbameinsfélagið leggur til fundarefnið að öðru leyti. Saigon, 3. apríl AP-NTB. • STJÓRNIN í S-Víetnahm hefur fariff þess á leit viff stjórn Frakklands, aff hún geri nánari grein fyrir stefnu sinni I málum Asíu. Herma áreiff- anlegar heimildir i Saigon, að Nguyen Klian, forsætisráff- herra, hafi í huga aff slíta stjórn.niá'^samhandi 'úff Frakk land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.