Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 13
MCRCUNBLAÐIÐ 13 Sunnudagur 20. apríl 1964. —rnn > mr i n i —m—m~~~‘M*~~~"*^*M”'***M*MM*M*~^*~~**~MMa*~*M**rM>“-“^**"*1 Borg bronskatla Salómons konungs Merkur fomleifafundur LANDIÐ Gíleað, sem Biblían neínir, Iiggur á austurbakka árinnar Jórdan. f þessu landi er 46 metra hár haugur ílat- ur að ofan, sem nefnist Tell es-Saidiyeh, eða Hæð kvenna Said-ættbálksins. f hlíðum hans eru leirkeraleifar á við og dreif og æít auga getur greint merki um forna veggi. Fornfræðingar hafa lengi haft grun um að þessi staður eigi sér merka sögu, en hafa aðeins getað gizkað á hana, unz hinn frægi fornleifafræð jngur James B. Pritchard frá háskólanum í Pennsylvama byrjáði uppgröft fyrir tveim ur mánuðum. Hnífur Pritc- hard, komst svo fljótt í feitt, að hann hefur tæplegá haft tíma til að átta sig. Hann á- lítur nú að á tímum Biblíunn ar hafi Jórdandalurinn verið auðugasti og ménningarríkasti hluti Palestínu. Eizta borgin við Tell es-Saidiyeh hefur ef til vill verið orðin mörg þús- und ára gömul, þegar Abra- ham rak fyrst hjarðir sínar inn í Kanaansland. Dr. Pritchard réði til sín 130 verkamenn úr þorpunum í kring og gróf síðan 30 holur í norðvestur hluta haugsins. Yfirborðslagið, sem orðið er mjög illa farið af völdum höf uðskepnanna er sennilega leif ar síðustu borgarinnar, sem stóð á þessum stað og virðist hafa verið yfirgelin um það bil 700 f. Kr. Undir yfirborð- inu voru götur, húsastæði og gólf eldri borgar, sem hafði eyðilagzt í eldi. Alls staðar var grá viðaraska, stundum blönduð koluðum bitum og leðju af föllnum þökum. Eitt húsið hlýtur að hafa verið fullt af eldfimu efni. Eidurinn inni fyrir hafði orð- ið svo heitur, að leirveggir þess höfðu breytzt í rauð- leita keramik. 72 kljásteinar, sem lágu í einu horninu, voru dr. Pritchard visbending um, að þarna hefði verið ,um að ræða frumstæða klæðaverk- Dr. Pritchard með rýting. smiðju fulla af eldfimum dúk um. Þegar grafararnir skófu burt moldina í kring, fundu þeir regluleg stræti vel skipulagðrar borgar með stóru brauðgerðarhúsi. íbúðarhúsin höfðu verið reist með veggj- um úr óbrenndum múrstemi og súlur í miðjunni höfðu hald ið uppi þakbitum úr timbri, Innan um rústirnar var mikið um allskonar forn búsáhöld, skálar, flöskur, suðupotta, frumstæðar öryggisnælur, smástyttur og ílát undan fegr unarlyfjum. Dr. Pritchard álítur að þessi brennda borg sé senni lega Zereda, sem Biblían get- í Jdrdandal ur um, vegna þess að þar lét Salómon steypa hina miklu bronskatla fyrir hofið i Jerú- salem. (Og Húram gjörði katl ana; eldspaðana og fórnarskál árnar. Og lauk svo Húram við að vinna að starfi því, er hann leysti af hendi fyrir Saiómon konung í musteri Guðs: tvær súlur og tvær kúl ur á súlnahöfðunum, og fjög ur bundruð granateplin á bæði netin, tvær raðir af gran ateplum á hvort het, er hylja áttu báðar kúlurnar á súlna- höfðunum, enn fremur undir stöðupallana tíu og kerin tíu á undirstöðupöllunum, og hafið og tólf nautin undir haf inu, og katlana, eldspaðana, soðkrókana og öll tilheyrandi áhöld gjörði Húram-Abi fyrir Salómon konung til musteris DrottinS, úr skyggðum eiri. Lét konungur steypa þau á Jórdán-sléttlendinu í leirmót- um, milli Súkkót og Zereda. II. Kronikubók, 4, 11—17). Fornfræðingurinn Nelson Glueck hafði þegar fyrir tveim áratugum ályktað af leirkera- brotunum, sem fundizt höfðu á yfirborði haugsins, að Zereda hefði verið við Tell es-Saidiyeh. En aðrir sérfræð ingar töldu ólíklegt að þarna hefði verið sfeypt brons. Næstu koparnámur á þessum tímum voru sunnan Dauða- hafsins. Dr. Pritchard hefur stutt mál Gluecks með því að grafa upp talsvert af bronsi, þar á meðal stóran suðuketil, ásamt krukku.og síu. Verið getur að bronssteypuverkstæði hafi risið þarna upp sökum þess að eldiviður var nægur í fjöllun um í kring. Hafi þessi borg í rauninni verið Zereda er auð velt að skýra bruna hennar. Áletrun á stóra Ammonshof- inu í Karnak í Egyptalandi seg ir frá þvi, að Sheshonk I Faraó hafi herjað í þessum hluta Palestínu, nokkrum ár- um eftir dauða Salómons. Dr. Pritcþard álítur að Zereda hafi verið borg Kan- verja undir stjórn ísraels- manna í Jerúsalem, en hann er ennfremur sannfærður um að þarna hafi verið borg löngu áður en ísraelsmenn hernámu landið, því þarna var gnægð af vatni, en það er sjaldgæft í Jórdandalnum. Lindir fund ust sem ennþá renna við ræt- ur haugsins og dr. Pritchard vissi af reynslunni, hverju hann átti að leita að næst. Hann gróf upp 86 þrepa stein- rið, sem lá niður hlíð haugs- ins með veggjum á báðar hlið ar og í miðjunni. Áður en veðrunin eyðilagði efri hlut- ann var þarna leynigangur til að sækja vatn þegar setið var um borgina. Undir hinni auðugu borg frá tímum Salómons (961— 922 f. Kr.) liggja margar eldri borgir. Þegar dr. Pritchard gróf dýpra í hauginn til reynslu, gerði hann af tilvilj un eina helztu uppgötvun sina á staðnum. Grafhýsi, sem inni hélt beinagrind göfugrar konu sem ef til vill hefur verið drottning í borginni. Ennþá lá mikið haugfé með henni: fimm hundruð perlur úr karneól (hárautt afbrigði af glerhöllum, öðru nafni drauga steinar) og 75 úr gulli, silfur prjónar, silfurkeðja, 4 fíla- beinsöskjur, íílabeinsskeið með útskornu mannshöfði og margskonar hlutir úr brehnd um leir og bronsi Hún hlýtur að hafa dáið um það bil 1200 f. Kr., ekki löngu eftir að Jós úa hertók fyrirheitna landið. Þar eð sumar var i nánd i Jórdandalnum fór dr. Pritc- hard heim til Philadelphiu til að skipuleggja uppgröftinn á næsta misseri. Jórdandalur inn er nefnilega 250 metrum undir sjávarmáli og hitinn er hræðilegri e-n nokkurs staðar annars staðar á jörðunni. Hann er viss um að haugur Said-kvennanna er að öllu leyti mannaverk, og hann lang ar til að grafa til botns í hon- um. Þegar hann er búinn að grafa upp borg eftir borg, kemur hann kannski niður á þorp frá frumsteinöld, jafn- gamalt og Jerikó hinum meg in við Jórdan, sem nú er tal- in elzta borg jarðarinnar. Lind arstiginn. Beinagrind drottningarinnar í gröf sinni. MAX Sjó- og rcgnfatnoður Traustur og endingargóður Rafsoðinn soumur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.