Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 3
’ Surinudagúr 20. aprít 1964. MORGUNBLAÐIÐ , ... ■■%v.v\\syv • ^'V %%■%■.% v.v. V" , v<« Finnsku nuddararnir kenna Gunnari. Lengst til vinstri er Lenhard Nordberg, þá Gunnar Arn dal, síðan Eðvald Hinriksson og loks Manu Ahonen . Blindir og sjáandi nudda Litið inn í gufubaðstofuna Sauna í Hátúni 8 í SAMTALI við Eðvard Hin- riksson á förnum vegi, sagði hann okkur í fréttum, að ung- ur íslenzkur, blindur maður væri að læra nudd í gufubað- stofu hans, Sauna, Hátúni 8. Væri hér um eftirtektarvert nýmælj að~ ræða, ’sem yki starfssvið blindra manna hér- lendis. Kennarar hans væru tveir Finnar, sem störfuðu í gufubaðstofunni, og væri ann ar þeirra blindur en hinn lítt sjáandi. „Það er almenn skoð un,“ sagði Eðvald, „að blindir menn séu jafnvel betri nudd- arar en sjáandi. Ég man til dæmis eftir því, að í bænuim sem ég ólst upp, var einn blindur nuddari, sem var eftir séttastur allra í bænu.m. Hann gekk milli húsa og nuddaði fólk og hafði kappnóg að gera.“ Við spurðum Eðvald hvort við mættum koma og spjalla lítiilega við nuddara hans. En daginn sém heimsókn okikar bar upp á, vildi svo óheppi- lega til, að bvorki islenzki lærisveinninn né blindi nudd- arinn, Lenhard Nordberg frá Akvenamnau-eyjum, voru við staddir, en í stað þess hittum við Manu Ahonen frá Kuopio og nuddarana á kvennadeild- inni, Mörtu Mustonen frá Savonlenna, Sigríði Bjarna- dóttur og Barböru Thinat frá Þýzkalandi. Manu Ahonen er snaggaralegur náungi, enda kom í ljós að hann er mikill íþróttamaður og er kunnur fimleikamaður í heimalandi sinu. Hann missti sjónina að mestu leyti þegar hann var 15 ára. Ahonen býr, ásamt Len/hard Nordlberg í Blindra- heimilinu við Hamrahlíð. Þar kynntust þeir Gunnari Arn- dal, sem fékk strax mikinn áhuga á að læra nudd. Gunn- ar hefur verið alblindur í tvö ár, og iila sjáandi síðan hann var unglingur. Hann vinnur Mynd úr kvennadeildinni. Á ir.yndinni eru talið frá vinstri: Sigríður Bjarnadóttir, Barbara Thinat og Marta Mustonen. nú við að strauja á Fæðingar heimilinu við Eiríksgötu en gerist han nuddari 'hefur 'hann möguleika á að tvöfalda tekj- ur sinar frá því sem nú er. Eðvald Hinriksson sagði, að bæði í Finnlandi og á Norður löndunum, tæki þag um tvö ár fyrir blinda að læra nudd. Fái Gunnar hinsvegar undir- stöðuæfingu í nuddi hér heima og undirstöðukennslu, mundi það nægja honum að fara til Skandinavíu og ljúka námi sínu á 6 mánuðum. Úlf- ar Þórðarson, augnlæknir, hefði sýnt mikinn áhuga á þessu máli, ‘og boðizt til að kenna Gunnari þau bóklegu fræði, sem nauðsynleg væru. Væri því allt útlit fyrir, að Gunnar gæti fengið nauðsyn- lega fræðslu og æfingu hér heima. Eðvald Hinriksson bætti því við, að það háði mjög starfsemi gufubaðstofu sinnar sem og annarra hér í bæ, að hér væri enginn nuddskóli, og því yrði að sækja starfs- krafta út fyrir landssteinanna. Væri það mjög kostnaðarsamt eins og gefur að skilja, og væri brýn þörf að vísir að nuddskóla risi hér upp, áður en langt um liði. Þessu næst spjölluðum við við Mörtu Mustonen. Hún var ráðin hingað, eins og hinir Finnarnir, gegnum Nuddara- samband Finnlands. Marta hefur verið hér tvo mánuði og sagði, að það væri ekkert verra, þó hún gæti ekki talað við viðskiptavinina. Ef þeir óskuðu einhvers sérstaks, væru óskirnar túlkaðar jafn- harðan. Marta sagðist 'hafa lært í sama skóla og Manu A’honen í Lahti og væri það einn elzti nuddskóli'nn í Finn landi, 43 ára gamall. Tæki um eitt ár að læra venjulegt nudd í skólanum, en auk þess hefði hún lært að nudda eftir fyrir- mælum lækna, og væri það hálfs árs viðbótarnám. Marta sagði, að Finnar sæktu mikið nudd- og gufu- baðstofur. Væri t.d. í bænum Tampere, sem telur 160 þús- und íbúa 24 nuddstofur. En auk þess hafa öll sjúkrahún sína sérstöku nuddara. Það væri nú um ein öld síðan nudd varð almennt í Finn- Framh. á bls. 8. Sr. Eirlkur J. Eiriksson: Við getum staðið með þér Þriðji sunnudagur eftir páska. Guðspjallið Jóhannes 16—23 ÞAÐ er ’áhrifamikið að heyra grát nýfædds barns. Það er eins og þögnin sé gömul, en hljóð barnsins algjör nýjung. Þegar konan elur barn er hún hrygg í lund, þegar stund hennar er komin, en þegar hún hefur alið barnið minnist hún ekki framar þjáningarinnar af gleðinni yfir þvi, að maður er í heiminn bor- inn, segir í guðspjalli dagsins. Rómverjar hinir fórnu kenndu að allt væri gamalt, ekkert breyttist. Allt vax til áður en hver kynslóð kom til sögunnar og alt hélt áfram að vera til eftir hennar dag. Alltaf var verið að leika sama leikinn, það var aðeins skipt um leikendur. Menn viðurkenndu að hér væri um ömurleg örlög að ræða. Það var þreytandi að vera alltaf að gera hið sama, vitandi að lífið var aðeins sífelld endurtekning þekktra staðreynda. Það vaknar ef ekki hatur til lífsins, þá leiði á því, ritar Zeneka, kennari Nerós. Sérfróður maður telur, að fornþjóðir hafi líkzt manni sem gengur aftur á bak og horfir með eftirsjá á fortíðina. Inn í þennan heim kemur kristindómurinn sam algjör nýjung um svo margt, með nýja trú og nýjan vilja. Þar gildir ekki að taka við hinu gamla og því sem er, óbreyttu, heldur skal það umskapað. Grikkjum var til forna mjög í mun að sjá en kiistindómurinn lagði áherzlu á viljann og breytn ina. Orð Jesús varpa ijósi á þessa staðreynd: Ef þér skiljið þetta eruð þér sæli.r, ef þér breytið eftir því. (Jóhannes 13, 17). Hið nýja í kristindóminum er margþætt. Þessa tvenns gætir mjög: Guðs ríki er komið, krist- ur er upp risinn. Upprisan er ekki aðeins umliðinn atburður, bún er virkt afl líðandi stundar (Philipi 3, 10). Afturhvarf post- ulans Páls sannar það bezt. Líf einstaklinganna umbreyttist. — Kristin trú lítur þannig á Jesúm Krist að nýjung er. Samkvæmt skoðunum fornmanna var maður inn næsta óumbreytanlegur. Það gat því ekki verið um afurhvarf né endurfæðingu að ræða. í kristindóminum er ekki um að ræða að virða fyrir sér eilífar óumbreytanlegar hugmyndir, heldur hlýðni í verki við Guð sem gerir ailla hluti nýja. Bæn ■ Jesú, til komi þitt riki, var ný. í henni fólst: Verði þinn vilji. Mennirnir eiga að taka afleið-. ingurn hinnar nýju. þekkingar sinnar með verkum. Það er eftirtektarvert, hve orðið nýr hefur terskan gleði- hljóm í Nýja testamentinu. Nýx sáttrnáli, nýr himinn og ný jörð, nýtt boðorð. Hið ga.mla er farið, allt er orðið nýtt. Sjá, ég geri alla hluti nýja. Postulinn segir einmitt: Ég gleymi því sean að baki er, en seilist eftir því sem fyrir framan er. (Philipi 3, 14). Kristindómurinn lítillækkar ekki okkur mennina, hann bendir ein- mitt á einstæðan hátt á hinu miklu möguleika okkar. Fyrir Guðs samfélag getum við öðlazt eilífa lífsfyllingu. En við skyldum gæta þess vel að þetta getur ekki orðið baráttu lau-st né án fyrirhafnar. Það er ekki auðveldast af öllu að vera kristinn. Þér munuð gráta o>g kveina, en heimurinn mun fagna, þér munuð verða hryggir. Þannig er komizt að orði í guðspjallinu. Einmitt vegna þe6is að kristin trú leggur svo mikla áherzlu á breytnina, viljann og hjartalag- ið, á hann svo mikið erindi til mannanna, til allra manna. Mörg kenningin einskorðast við rökviit- ið, en kristin trú miðax við mann inn allan. Nú kemur sumarið senn. Við þyrftum að leitast við a’ð taka okkur til fyrirmyndar hið nýja, sem hvert sumar kemur með. Við megum ekki stinga undir stól þrém okkar, vorleysingjum ' hjartans, að vilja bæta heiminn og sjálfa okkar. Til er líking, sem við ættum að geta skilið um sum armálin. Líklegt er talið af ýms- um, að Eysteimm erkibiskup Er- lendsson sé höfundur hennar. Rætt-er um dýrlingsdauða Óilafs konungs helga og kraítaverk 'hans. Hin nýja trú veldur mikilli umibreytingu. Tekin er líking úr náttúrunni, hiti trúarinnar bræð- ir ís vantrúarinnar. Þessa líkimgu hafa ýmsir notað í mismumamdi búningi. Hér kemur það vél fram, hvað það er að gerast kristinn. Við skyldum gefa því gaum, að sumarið sendir baráttusveitir vorsins á undan sér og oft er baráttam svó hörð, að ekki má á milli sjá hvor sigri. Okkar kostur er sá beztur, að gerast trúaðir menn, heyra guðs orð og varðveita það. Far þú og gjör þú slíkt hið sama. Það sem samitið oikkar skoirtir menn er baráttuviljann, þrekið, * sem til þess þarf að taka afstöðu ekki með flokkum fyrst og fremst eða ríkjasamsteypum, þótit þess þurfi við, en gagnvart þeim öill- um er skapa mannlífssumar og hinum, sem viðhalda vetrinum. Hvað gagnar góð vertíð, ef illa er farið með aflanu? Þegar Skúlamálið geisaði sem harðast vestra, brutust nokkrir bændiur » og sjómemn norður yfir Breiða- dalsheiði á fund Skúla Thorodd sen. — Þið getið ekkert gert, sagði Skúli í fyrstu frekar stutt- ur í spuna við komumemm. — Við getum staðið með þér svör- uðu gestirnir. Húsfreyja kom til og varð að fagnafumdur. Við getum heimfært þetta til stærri baráttu enn mikilvægari. Stöndum þar umfram allt réttu megin. Barnið mýkast grætur. Grátur þess vekur gleði og fljótt fer barnið líka að brosa. Móður gleðin er fögur sköpunargleðin hrósar sigri. Eins eruð þér nú hryggir í lund en ég mun sjá yður aftur og hjarta yðar mun fagna og enginn mun taka fögm- uð yðar frá yður. Amea rJ'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.