Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 18
1« MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 20. apríl 1964. — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 17 þeim, sem þykjast bera hag hinna lægst launuðu fyrir brjósti, að snúast með fjandskap gegn þessari tilraun til að bæta þeirra hag. Sú varð þó raunin í kaup- gjaldssamningunum í vetur. Þá visuðu sömu aðilar alveg á bug tillögum ríkisstjórnarinnar, sem tryggt hefðu hinum lægst laun- uðu raunverulegar kjarabætur, án þess að hrinda af stað nýju dýrtíðarflóði og magna verð- bólguna. ! Svíþjóð samið um 8-9% kjarabætur sem nást eiga á tveimur árum Eðvarð Sigurðsson sagði nú í vikunni á Alþingi eitthvað á þá leið, að atvinnurekendur hefðu ekki áhuga fyrir hagræðingu vinnu, vegna gróða þeirra af sí- vaxandi verðbólgu. Ef hér fylg- ir hugur máli, láta Eðvarð og aðrir verkalýðsforingjar vonandi ekki á sér standa um að taka nú upp ný vinnubrögð til að hindra verðbólguna og knýja fram kjarabætur með vinnuhagræð- ingu og öðrum úrræðum, sem að haldi koma. Hin nýja samþykkt Alþýðusam bandsins sýnist við fljótlega at- hugun gefa til kynna, að svo kunni að vera. Að sjálfsögðu verða þessir möguleikar kannað- ir til hlítar, enda er vitað, að öll þessi mál hafa verið til rækilegr- ar íhugunar að undanförnu hjá ríkisstjórninni og af hennar hálfu farið fram viðtöl við ýmsa aðila. Eftir að Alþýðusambands- stjórnin hefur nú lýst skoðun sinni, er líklegt, að formlegar samningaviðræður hefjist sem allra fyrst. Allir vita, að Svíar kunna manna bezt fótum sínum for- ráð í efnahagsmálum. Þangað er auðvelt að sækja fyrirmyndir um nýgerða samninga. Á þá samninga var drepið í síðasta Reykjavíkurbréfi og hafði áður verið um þá rætt, bæði í frétta- dálkum og annars staðar í blað- inu. Þeim frásögnum snýr Þjóð- viljinn svo við að hann tvöfald- ar þær hækkanir, sem átt hafa sér stað, og segir, að samið hafi verið um 16—17% aukin útgjöld hjá atvinnurekendum á tveggja ára bili. Hin raunverulegu út- gjöld á tveggja ára tímanum verða hins vegar einungis 8—9% eftir að síðari hækkunin er fram komin. Fróðlegt verður að sjá, hvort Þjóðviljinn leiðréttir rangsnúning sinn, vegna þess að hann hafi verið byggður á mis- skilningi, ef til vill afsakanleg- um, eða heldur fast við hann. Þá er ekki um að efast i hvaða tilgangi rangfærslan hafi verið viðhöfð. ER EINA EINANGR- UNARGLERIÐ, SEM ER í RYÐFRÍUM ÖR- YGGISSTÁLRAMMA. POLYGLASS EINANGRUNARGLER ryður sér alls staðar til rúms. POLYGLASS er Belgísk framleiðsla. Tæknideild sími 1-16-20. ALGJÖR NÝJUNG FRÁ ROOTES VERKSMIÐJUN UM: EINSTÆÐUR f GERÐ MINNI BIFREIÐA. STANDARD HLUTIR í HILLMAN IMP. ERU M.A. MIÐSTÖÐ — THRU FLOW-LOFTRÆSTIKERFI RÚÐUSPRAUTUR — HURÐARLJÓS — TEPPI Á GÓLFUM — TVÆR SÓLHLÍFAR — AÐALLJÓSA- BLIKKARAR OG FESTINGAR FYRIR ÖRYGGIS- BELTI. FYRSTU BÍLARNIR VÆNTANLEGIR TIL LANDS- INS Á MORGUN. — GETUM AFGREITT NOKKUA BÍLA í MAÍ EF PANTAÐ ER STRAX. LEITIÐ UPPLÝSINGA OG SKOÐIÐ ÞESSA EINSTÆÐU BIFREIÐ ÁÐUR EN ÞIÐ FESTIÐ KAl l* aNNARSSTAÐAR. RAFTÆKNI HF. Langholtsvegi 113 — Leugavegi 168. Símar 20411 — 34402. Nú er hægt að fá rúmgóða, þægilega, sparneytna og vel- byggða, létta bifreið, sem hefur sömu kosti og útlit, sem stór fjölskyldubifreið. Þetta hefur áunnizt með tilkomu hins nýja HILLMANS IMP hinni einstæðu „compact“-bifreið, sem er aðeins 3.53 m. á lengd, drifin nýrri léttri aluminium „DIE-CAST“-vél aftan í, með mjög fullkomnum þar til gerð- um gírkassa. Hámarkshraði 120-kph. — Sparneytinn jafnvel á miklum hraða. IMP hefur alla kosti kraftmikils afturdrifs, fullkomið hlut- fall milli þyngdar og aíls og fjölda annarra nýjunga. HILLMAN IMP. HEFUR FENGIÐ FRÁBÆRA DÓMA UM ALLAN HEIM: í DAILY EXPRESS segir meðal annars: „Ég fæ ekki séð hvernig nokkur ökumaður getur stjórnað betri sameiningu, orku og nýtni, en í Hillman IMP., einn hugvitsamlegasti smábíll, sem framleiddur hefur verið af brezka bíla- iðnaðinum eða jafnvel í heiminum“. Dennis Holins. DAILY EXPRESS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.