Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 16
16
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 19, aprU 1964
Útgefandi:
Framkvæmdas t j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22430.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LA USN KJARAMÁL-
ANNA
Tt/fiðstjórn Alþýðusambands
íslands hefur gert álykt-
un um kjaramálin, þar sem
m.a. segir, að Alþýðusam-
bandið skori á ríkisstjórnina
að hafa samstarf við Alþýðu-
sambandið um stöðvun verð-
bólgunnar.
í ályktuninni er áherzla
lögð á verðtryggingu kaups,
að reynt verði að ná samkomu
lagi um framkvæmd á stytt-
ingu vinnudagsins, án skerð-
ingar heildartekna og að sam-
komulag verði gert um ýmis
réttindi og hagsmunamál al-
þýðufólks, vinnuverndarmál,
orlofsréttindi o. fl. Þar að
auki er talað um „óhjákvæmi
legar launa- og kjarabætur“
og loks að „frjáls samnings-
réttur sé virtur“.
Enda þótt miðstjórn Alþýðu
sambands óski samstarfs við
ríkisvaldið bendir hún samt
samhliða á, að hún vilji
samninga og þá auðvitað við
vinnuveitendur en ekki ríkis-
stjórnina. Er það að sjálf-
sögðu æskilegast að slíkir
samningar takist.
Rétt er að fagna ályktun
miðstjórnar Alþýðusambands
ins, þó á henni séu nokkrir
annmarkar, sem vikið verður
að hér á eftir. Hinsvegar spá-
ir það ekki góðu, að ályktun
þessari skuli slegið upp í
„Þjóðviljanum“ sem áróðurs-
tillögu, án þess hún sé send
öðrum blöðum til birtingar,
a. m. k. hefur hún ekki borizt
Morgunblaðinu.
Vissulega er rétt að ræða
þá liði, sem miðstjórn Alþýðu
sambandsins sérstaklega til-
greinir, en þó er sá galli á
gjöf Njarðar, að einnig virð-
ist vera farið fram á kaup-
hækkanir nú.
Verðtrygging kaups getur
verið góð og réttlát, ef tekizt
hefur að stöðva verðbólgu-
þróun, en vísitölubætur á
launagreiðslur gera ekki ann-
að en að magna verðbólgu, ef
þær eru samþykktar samhliða
kauphækkunum. Af kaup-
hækkunum leiðir sjálfkrafa
verðhækkanir, þannig að vísi
töluskrúfan fer í gang og vef-
ur stöðugt upp á sig.
En ef samningar eru gerðir
til langs tíma án kauphækk-
ana, getur auðvitað mjög kom
ið til álita að verðtryggja
kaupið. Á sama hátt er sjálf-
sagt að hugleiða hvort unnt
reynist með vinnuhagræð-
ingu og betri vinnubrögðum
að stytta vinnutíma án skerð-
ingar kaups. Hin „sérstöku
réttinda- og hagsmunamál al-
þýðufólks“ eru auk þess mál,
sem allir eru meira og minna
sammála um, svo að unnt
ætti að reynast að ná sam-
komulagi, ef ekki verða gerð-
ar kröfur um beinar kaup-
hækkanir nú. Mbl. fagnar því
ályktun ASÍ, ef hugur fylgir
þá máli, sem menn vilja vona
í lengstu lög.
KRÍAN OG
TJARNAR-
HÓLMINN
að er vel farið, að gerðar
hafa verið ráðstafanir til
þess, að tryggja óðalsrétt krí-
unnar yfir Tjarnarhólmanum.
Hún hefur undanfarin ár orð-
ið fyrir miklu ónæði af völd-
um hettumávs og fleiri stærri
og aðgangsharðari fugla í
þessum litla hólma, sem um
langt skeið hefur verið höfuð-
varpstöð hennar í höfuðborg-
inni. Kríunni er jafnan fagn-
að þegar hún kemur hingað
norður langt sunnan úr lönd-
um, svo að segja alltaf á ná-
kvæmlega sama tíma. Þessi
litli fugl finnur það á sér, þeg-
ar hinu norræna myrkri tek-
ur að létta norður við yzta
haf. Þá yfirgefur hann hin
suðrænu sólarlönd og stefnir
í norðurátt, þar sem lítill
hreiðurbolli bíður hans í
Tjarnarhólmanum í Reykja-
vík eða í eyjum og hólmum
vestur við Breiðafjörð eða
norður á Langanesi þar sem
ríkir „nóttlaus voraldarver-
öld“. Krían er einn af skemmti
legustu fuglum hins íslenzka
fuglaríkis. Hún er sérstaklega
duglegur og harðfengur fugl,
og hefur í fullu tré við sér
miklu stærri og sterkari
fugla. Yeldur þar miklu um
samheldni hennar og félags-
legur þroski.
Fuglalífið við Tjörnina er
borgarbúum mikill yndisauki.
Af hálfu forráðamanna borg-
arinnar hefur einnig mikið
verið gert til þess að hlúa þar
að fuglunum. Þess vegna una
þeir sér líka sérstaklega vel í
suðurenda Tjarnarinnar, þar
sem mikið andavarp er á
hverju vori. Börnin í borg-
inni hafa yndi og gleði af því
að skoða fuglalífið, og þeim
tíma er vissulega vel varið,
sem foreldrar eyða með börn-
um sínum við að kynna þeim
hina vængjuðu samborgara
sína. Tjörnin er perla Reykja-
víkur og fuglalífið þar á rík-
an þátt í að skapa tengsl milli
barnanna í borginni og hinn-
ar lifandi náttúru. Þess vegna
verður að varðveita fegurð
hennar og 'gefa fólkinu sem
bezt tækifæri til þess að njóta
hennar.
Bróðir Fabiolu, Jaime Mora
de Aragon, píanóleikari (og
kvikmyndaleikari íseinni tíð)
er kvæntur saenskri konu, Birg-
it Olsen, sem nú er stödd í Kali-
forníu hjá vinkonu sinrti Maj-
Britt, sem þekktust er sem eigin-
kona Sammy Davies jr.
Ingela hefur til þessa verið
orðuð við Rex Gildo, og munu
þau innan skamms leika saman
i þýzkri kvikmynd.
Bróðir Fabiolu Belgadrottn-
ingar hefur lag á því að komast
í blöðin, eins og sagt er. Hann
skrifar nú brennheit ástarbréf
til danskrar söngkonu, Ingela
Branders, sem um þessar mund-
ir heldur söngskemmtanir í Mal
aga. Spönsk blöð herma að hann
sé ástfanginn upp fyrir höfuð af
hinum danska söngfugli, og belg
ísk og þýzk blöð eru á sömu
skoðun.
Um fáa leikara hefur verið
jafn mikið ritað og rætt og Eliza
beth Taylor og Richard Burton
í fréttunum
Leslie Caron og eiginmaður
hennar, Peter Hall, forstjóri
,,The Royal Shakespeare Theatre
Company“ í London, hafa nú slit
ið samvistum. Þau hafa verið
gift í sjö ár og eiga tvö börn,
sex ára son og fjögurra ára dótt-
ur.
síðustu mánuðina. Nú eru þau
loksins gengin x það heilaga. Þar
sem margir, einkum konur,
munu hafa áhuga á því, hvernig
Liz Taylor var klædd, þegar hún
gekk upp að altarinu, birtum við
meðfylgjandi mynd, sem tekin
var af athöfninni. Brúðarskart
Liz er all nýstárlegt. Hárfléttur
hennar (sem voru keyptar frá
Ítalíu) voru ívafðar hyasintum
og maíklukkum, neðst var hnýtt
gul slaufa. Kjóll hennar var
gulur úr dhiffonefni, og 1 „Em*
pire“-stíL
lengur fyrir okkur að vera gift.
Við erurn bæði mjög leið vegna
þessarar óhjákvæmilegu ákvörð-
unar.“
★
31. marz sl. lýsti kvikmyndaeft
irlitið í Bretlandi því yfir, að
kvikmyndin um Kristínu Keeler
yrði ekki leyfð til sýningar þar
í landi. Kvikmyndin er eins og
kunnugt er tekin í Danmörku,
pieð Yvonne Buckingham og
John Barrymore jr. 1 aðalhlut-
verunum. Hún var sýnd fyrir
skömmu hér á landi.
Hver vill kaupa brúðkaups-
tertuna mína? spyr 19 ára göm-
ul brezk stúlka, Greta White.
Ég vil gjarnan selja hana. Kak-
an er hjartalaga.
Unnusti hennar hafði nýlega
riftað trúlofun við hana, í annað
sinn, daginn áður en halda átti
brúðkaupið. Að vonum er Greta
mædd yfir þessum ósköpum. Unn
ustinn flaug samdægurs til
Bandaríkjanna til móður sinnar
og stjúpföðurs. Foreldrar hans
skildu þegar hann var 5 ára gam
all, og'hann segist ekki þora að
giftast af ótta við að hjónabarxd
hans fari einnig út um þúfur,
og valda óbornum börnum sín-
um óhamingju.
Meðfylgjandi mynd er af
Gretú og brúðkaúpstertunni..
Sænska óperusöngkonan Birgit
Nilsson aflýsti fyrir skömmu
söngskemmtun, sem hún hugðist
halda í Jackson, Missisippi. Á»
stæðan fyrir þessari breytni
söngkonunnar var sú, að hún
óskaði ekki eftir að koma fram
á þeim stöðum, þar sem kynþátt-
araðskilnaður ríkir.
Söngkonunni var nefnilega
sagt daginn fyrir söngskemmtun
ina, að hún mætti búast við að
verða fyrir truflunum af yö!d-
um kynþáttaóláta.
Hún hafði ákveðið að laiun
hennar, sem hún hafði átt að fá
fyrir söngskemmtunina í Jaok-
son, rynni tii barnaheimi ia í borg
inni.
í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu um skilnaðinn segir svo: —
Við höfum komizt að þeirri niður
stöðu, að þar sem mismunandi
listabrautir okkar hjóna liggja
ekki saman, og við oft aðskilin
vegna starfa okkar, sé ómögulegt