Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU NBLAÐIÐ SunnucJagur 20. apríl 1964. um verði svipuð, hvor flokkur- inn, sem með völdin fer. Borgarstjórnarkosningarnar í síðutu viku sýndu, að Verka- mannaílokkurinn hefur bætt við sig fylgi, og að það fylgi er svip- að og skoðanakannanir undan- farin tvö ár hafa bent til. Það verður að teljast mjög athyglis- Tollaráðstefna S.Þ. FYRIR um þremur vikum komu saman til ráðstefnu í Genf um 2.000 fulltrúar frá 120 ríkjum. Tilgangurinn er að finna leiðir til að bæta kjör í vanþróuðum löndum, brúa bilið milli þeirra og annarra ríkja, sem lengra eru á veg komin. Hugmyndin að þessari ráð- stefnu kom upphaflega írá So- vétríkjunum, en Vesturveldin íögðust gegn henni, er málið kom Harold Wilson og Beatles — gagnkvæm aðdáun? vert, að annar flokkurinn skuli þannig bæta við sig fylgi, nær stöðugt, í heil tvö ár. Margir segja því að það muni litlu máli skípta, hvað Sir Alec segi og geri til að binda enda á þessa þróun. Niðurstaðan yrði svipuð, hvenær sem kosið yrði á árinu. Með því að velja október er ljóst, að forsætisráðherrann ætl- ar að gera sitt bezta, og senni- legt er, að áherzlan verði eink- um lögð á tvennt. Þeim mun meira, sem Sir Alec ferðast um landið, pg þeim mun víðar, sem hann talar til fólks, þeim mun fleiri kunna að velja hann fyrir leiðtoga, er að kosn- ingum kemur. Þetta segja sér- fræðingar flokksins. Þeir, sem bent hafa á þessa tilgátu, benda á, &ð um hana megi deila. Sir Alec hefur nú verið við völd í sex mánuði, og óhætt mun að fullyrða, að eng- inn stjórnmálamaður í Bret- landi á síðari árum hafi gert meira til að vekja á sér athygli — eða, að ekki hafi verið gert meira til að vekja athygli á neinum stjórnmálamanni en hon um. Þrátt fyrir það sýna skoð- anakannanir, að Verkamanna- flokkurinn nýtur nú meira fylg is en í október, er Sir Alec tók við völdum. Síðara atriðið, sem skipuleggj- arar og baráttumenn íhalds- flokksins eru sagðir binda vonir sínar við, er, að almenningur snúist til þeirrar skoðunar, áður en að kosningum kemur, að sig- ur Verkamannaflokksins leiði tíl versnandi lífskjara. Margir íhaldsmenn spyrja því þessa dagana, að því er frétta- ritarar segja, hvers vegna flokk- inum verði ekki meira ágengt. Hver sem orsökin er, þá er víst, að langt, óslitið valdatímabil hans á sinn þátt í því. íhaldsflokkurinn hefur nú setið að völdum í 13 ár, og mörgum finnst tími til kominn, að breyt til umræðu hjá Sameinuðu þjóð- unum. 1961 lögðu mörg Afríku- og Asíu lönd, ásamt löndum S- Ameríku, málinu lið, til að leið athygli að eigin vandamál- um. Þá féllu Vesturveldin frá andstöðu sinni. Að baki fundarins býr sam- þykkt S.Þ. frá því í desember 1961, þar sem samþykkt var að vinna að því, að þjóðartekjur vanþróuðu landanna vaxi um 5% á þessum áratug, sem þá var gefið nafnið „Framfaratugur- inn“. Fundurinn í Genf, sem stendur í þrjá mánuði, hefur tak markað vald til samninga, og er almennt talinn illa til þess fall- inn að leysa þau vandamál, sem ræða þarf í smáatriðum. Þetta er ein af ástæðunum til þess, að Vesturveldin hafa ekki iitið ráð- stefnuna vonaraugum. Þó hefur orðið mikil breyting á, undan- farna mánuði, og margir von- ast nú til þess, að ráðstefnan geti fundið leiðir, sem auðfarn- ari verði síðar. Ekki er gert ráð fyrir, að mesti ágreiningurinn verði milli kommúnistaríkjanna og Vestur- landa, heldur milli Breta og Bandaríkjamanna annars vegar. og Frakka hins vegar. Bretár og Bandaríkjamenn leggja mesta áherzlu á að ryðja úr vegi verzlunarhömlum, en Frakkar, sem njóta stuðnings nokkurra ianda í Efnahagsbandalagi Evrópu, berjast fyrir verðákvörð un á alþjóðamarkaði, þ. e. hærri greiðslum til þeirra, sem fram- leiða matvörur og hráefni. Frakkar hafa sýnt tillögum Engilsaxa mikla andúð ,og telja þá berjast fyrir endurvakningu frjálsræðisstefnu 19. aldar. Bret ar telja aftur á móti, að Frakkar vilji endurskipuleggja heims- verzlunina eftir eigin höfði, og koma þar á sömu reglum og þeir hafa barizt fyrir í landbúnaðar- Dr. Raoul Prebisch, hefur lagt mikla áherzlu á, að vanþróuð lönd fái að njóta ákveðinna for- féttinda í alþjóðaverzlun. Nái þessi tillaga fram að ganga, má gera ráð fyrir, að forréttindi brezku samveldislandanna í Bret landi hverfi. Bretar hafa lýst því yfir, að þeir séu reiðubún- ir að styðja þessa tillögu, fall- ist önnur samveldislönd á hana. Þá megi afieiðingin heldur ekki verða sú, að lagðir verði á nýir tollar. Einnig verði aðrar iðnað- 'arþjóðar að veita vanþróuðum löndum almenn forréttindi. — Sennilega verður hægt að koma til móts við tvö fyrri atriðin, en varla við það þriðja. • Ekki stendur eins mikill styr um þá hugmynd Dr. Prebisch, að lönd Afríku-, Asíu og S-Ameríku opni markaði sína, hvert fyrir öðru, svo að hvert þeirra landa um sig geti lagt áherzlu á þann iðnað, sem auðveldast á þar uppdráttar, þ. e. með öðrum orðum, að hag- nýtt verði til fullnustu verka- skifting milli landanna. • Mesta deilumálði á ráðstefn unni er, hvernig farið skuli með einstakar, þýðingarmiklar útflutningsvörur. Brezka stjórn- in vill ræða hverja vörutegund fyrir sig. Hún leggur áherzlu á, að ekki megi halda verði þess ara vara of háu, m. a. vegna þess, að hætta er talin á, að aukn ing verði þá á framleiðslu ódýr- ari gerviefna, sem hægt er að nota í staðinn. Þó hafa Bretar ekki neitað því, að hagsmunir þeirra eru að miklu leyti fólgnir í því, að verð einstakra vara hækki ekki um of, vegna þess, að þeir þurfa sjálfir að fiytja inn mikið af þeim. Mörg brezku samveldisland- anna hafa sýnt skilning á þessu máli. 0 Þá er eitt vandamálið, hvernig hægt sé að hjálpa vanþróuðum löndum, ef gjald- Brezku kosnlngarnar ÁKVÖRÐUN Sir Alec Douglas Home, forsætisráðherra Breta, að efna ekki til þingkosninga, fyrr en að hausti, hefur mikið verið rædd í Bretlandi, og víðar, að undanförnu. Stjórnmálafréttaritarar eru flestir þeirrar skoðunar, að við- brögðin við þessari ákvorðun hafi einkum verið tvenns kon- ar. Flestum framámönnum í íhaldsflokknum hafi létt, því að þeir þurfi ekki að horfast í augu við kosningar í júní, en þá hefðu þær að öðrum kosti orðið að fara fram. Hins vegar er almenning- ur ekki sagður mjög ánægður með biðina, sem þeir telja, að verði til að auka á óvissuna í brezkum stjórnmálum. Andrúmsloftið hefur verið lævi blandið, og ákvörðun Sir Alecs hefur lítið bætt úr skák. Aðeins eitt meiriháttar mál bíð- ur afgreiðslu þingsins, frum- varpið, sem binda á enda á óeðlileg samtök um verðmyndun í smásölu. Þvi var þeirri'spurn- ingu varpað fram, er fréttist um kosningadaginn (fyrri hluti októ ber), hvað þingið skuli fjalla um meðan það stendur. Ákvörðunin gefur íhaldsflokkn um 4 mánaða frest til að skýra stefnumál sín, og leiða til lykta deilur við Verkamannaílokk- inn. Reyndar er afstaða flokk- anna, enn sem komið er, aðeins iskýr, að því er varðar utanríkis- og varnarmál, en almenningur virðíst ekki sýna nægan áhuga á þeim, svo að umræðurnar snú- ast sennilega um önnur mál, er baráttan fer að harðna. Afstöðu flokkanna til hvors annars hefur verið lýst þannig, að þeir séu hvor um sig að reyna að klæðast fötum hins. Þegar Verkamannaflokkurinn Begist ætla að láta reisa 300.000 íbúðarhús, komist hann til valda, þá segist íhaldsflokkur- inn ætla að reisa 400 þúsund, jafnvel 500.000. Verkamannaflokkurinn krefst áætlana, segir ómögulegt að koma á „nýsköpun" án þeirra. íbaldsflokkurinn hefur að mestu leyti íallizt á þessa röksemda- færslu, þótt einstaka raddir inn- an flokksins krefjist frelsis og frjáls framtaks á öllum sviðum. Það, sem á milli skilur í þessu máli, að sögn íhaldsmanna sjálfra, er, að þeir vilja hvetja til áætlanagerðar, en Verka- mannaflokkurinn vill grípa til áhrifameiri ráða. Sömu sögu er að segja um flest innanríkis- og velferðarmál, sem dregið hafa að sér athygli almennings. Flokk ana greinir ekki á um stefnu- mál, heldur, hve langt skuli ganga hverju sinni. Húsnæðismál, launamál, elli- styrkir og atvinnuleysi — það eru þau mál, sem leiða til flestra spurninga á fundum stjórnmála- manna með almenningi. Þeirri stefnuyfirlýsingu, að Bretar ætli sér framvegis að stefna að því að vera sjálfstætt kjarnorku- veldi, virðist fálega tekið af flest um. Um tíma virtist íhaldsflokk- urinn telja, að hann gæti hag- nýtt sér afstöðu stjórnarinnar til Kýpurmálsins, Malasíu og A-Af- ríku. Almenningur hefur sýnt þessum málum lítlnn áhuga. Almennir kjósendur virðast á þeirri skoðun nú, að Verka- mannaflokkurinn muni ekki taka öðrum og betri tökum á utan ríkismálum, stefnan í þeim mál- málum jnnan Efnahagsbanda- lagsins. Tillögur þær, sem lagðar verða fram á þessari þriggja mánaða ráðstefnu, verða í íimm megin- atriðum: 0 Ein gerir ráð fyrir, að lögð verði niður hvers konar verzlunarhöft, þ. e. kvótar, toll- ar og aðrar hömlur, á þann hátt, sem Engilsaxar hafa lagt til. GATT (Alþjóða tolla- og verzl- unarsamningurinn) hefur þegar lagt fram áætlun um, hvernig slíkt geti farið fram. Lögð hef- ur verið áherzla á, í þessu sam- bandi, að vanþróuðu löndin eigi í miklum erfiðleikum, vegna innflutningstolla þeirra landa, sem lengra eru á veg komin. Bitni þetta fyrst og fremst á mat vörum, sem vanþróuðu löndin framleiða, svo og þeim hálf- unnu vörum, er þau selja. 0 Aðalritari ráðstefnunnar, ing verði á. Skoðún ráðamanna flokksins í fyrra var sú, að um- skipti í valdastöðum myndu nægja til að auka fylgi flokks- ins á nýjan leik. Það reyndist ekki rétt. Hvort sem orsökin er sú, að rangir menn voru valdir í staðinn, eða að svo langt hafði verið gengið, að ekki varð aftur snúið, veit enginn. eyristekjur þeirra dragast skyndilega saman, t. d. vegna verðfalls á útflutningsvörum þeirra. Til greina kemur, að iðnaðarlöndin bæti upp slíkt tap með sérstökum greiðslum. Sam- komulag um slíkar greiðslur myndi í senn verða til þess að draga úr þenslu og samdrsetti, bæði í iðnaðarlöndunum og van- þróuðu löndunum. Þessi hug- mynd er talin sú athyglisverð- asta, sem fram hefur komið á ráðstefnunni. Sumir fulltrúar vilja þó fara sér varlega, og ótt- ast óhagstæðan greiðslujöfnuð. 0 Loks er um að ræða alþjóða- viðskiptastofnanir. Annars vegar vilja Sovétríkin koma á fót nýrri alþjóðastofnun. Bretar og Bandaríkjamenn vilja hms vegar, að stofnanir, sem þégar eru fyrir hendi, t/ d. GATT (So- vétríkin eiga þar ekki aðild) beiti sér fyrir auknum viðskipt- um kommúnistaríkjanna og Vesturlanda. Sir Alec Douglas Home, forsætisráðherra Breta, hefur komið fram með þá hug- mynd, að Sovétríkin gerist aðil- ar að Alþjóðabankanum. Hann einn, vestrænna leiðtoga, er þó sagður hlynntur slíkri aðild. Stjórnmálafréttaritarar erú þeirrar skoðunar, að sennilega verði ráðstefnan, sem nú er hald in í Genf, kvödd saman oftar á komandi árum. Þeir telja einnig sennilegt, að sett verði á lagg- irnar sérstök nefnd, sem reyni að fylgja starfi ráðstefnunnar eftir, í samráði við ríkisstjórnir viðkomandi landa. Kennedy umræðurnar TOLLAMÁL eru ofarlega á baugi um þesSar mundír. 4. maí hefjast í Genf nýjar viðræður um tollamál, svokallaðar Kenne- dy-viðræður. Þær fjalla um gagnkvæmar tollalækkanir ríkj- anna beggja vegna Atlantshafs- sins, og eru kenndar við Kennedy, Bandaríkjaforseta, sem bar tollalækkanir mjög fyrir brjósti, og taldi þær þýðingar- mikinn þátt í samvinnu, og e.t.v. síðar bandalagi þessara ríkja. Viðræðurnar, sem hefjast í fyrstu viku í maí, eru ekki þær fyrstu, sem um þetta mál hafa verið haldnar. Það hefur áður verið reifað. Hver árangur næst á þessu ári, er erfitt að segja, því að margt hefur breytzt und- anfarin tvö ár. Horfa nú málin nokkuð öðru vísi við, en þegar hugmyndin að þessum tollalækk unum kom fram, sérstaklega frá bæjardyrum nokkurra ríkja Efnahagsbandalagsins séð. Verðbólgu hefur mjög gætt I flestum löndum Evrópu, og hef- ur hún sett svip á efnahagsráð- stafanir þar. Þannig lýsti efna- hagsmálaráðherra V-Þýzkalands, Karl Schmúker, því yfir fyrir um hálfum mánuði, að „Evrópu- löndin, sem eiga við verðblógú að stríða, muni varla verða 1 aðstöðu til að ræða frekari lækk un á tollum. (Hér er ekki átt við tolla Efnahagsbandalagsríkj- anna innbyrðis, því að lækkun þeirra hefur nú verið hraðað svo, að þeir falla þar niður fjór- um árum áður en upphaflega var gert ráð fyrir). Það dylst engum lengur, að ríki EBE líta á verðbólguþróun- ina alvarlegum augum, og undan farið hefur mikil áherzla verið lögð á samræmdar aðgerðir, Bandaríkjamenn hafa sýnt þess- ari hlið málsins mikinn áhuga, því að sú hætta er alltaf íyrir hendi, að aukin verðbólga i Evrópu segi einnig til sín vest- an hafs. Fjármálaráðherra Efnahags- bandalagsríkjanna eru sammála um, að rétt sé að grípa til sam- ræmdra varúðarráðstafana. Ekki eiga sömu aðgerðirnar við í öll- um löndunum, en af þeim ráð- stöfunum, sem taldar eru heppi- legar, má nefna eftirfarandi: 0 Samdráttur í jíkisútgjöld- um. 0 Varúð í launamálum; náin s»mvinna ríkisstjórna og Framhald a bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.