Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 30
WCR CtS N BLA-OID Fimmtudagur 23. apríl 1964 KR og Þróttur Eeika fyrsta leikinn KNATTSPYRNUMÓT Reykja- víkur hefst í dag kl. 4,30 á Mela vellinum. Fyrsti leikur mótsins verður milli K. R. og Þróttar, ís- landsmeistaranna í 1. og 2. deild. í Reykjavíkúrmótinu taka þátt öll Reykjavíkurfélögin 5, KR, Valur, Víkingur og Þróttur. Næstu leikir verða Fram—Vík- ingur á sunnudag kl. 14.00 og KR—Valur á mánudag kl. 20.00. Mótinu lýkur 14. maí með leik Vals og Þróttar. Á vegum K.R.R. og K.S.Í. er komin út skrá yfir alla knatt- spyrnuleiki í Reykjavikur- og íslandsmótum sumarsins og fæst hún í veitingasölunni á Mela- velli og í bókabúð Lárusar Blöndals, Vesturveri. Knattspyrnan hefst í dag Fámennt víöavangs- hlaup ÍR í dag — Haldið nú i 49. slnn VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer fram í dag í 49. sinn. Þetta hlaup er elzta erfðavenja sem íslenzkar frjálsíþróttir geta státað af og ber það vissulega nokkurn vott um blómlegheit frjálsíþrótta í dag, að keppendur eru aðeins þrír í hlaupinu. Hlaupið hefst í Hljómskálagarðinum kl. 2 síð- degis og lýkur við Hljómskál- ann. í 49. ár óslitið hefur þetta hlaup farið fram, stundum við glæsibrag, stundum við minni reisn. En takmarkið hefur verið það er stofnendur settu, að hlaupið færi fram, hverju sem tautaði. Hin síðari ár hefur ÍR átt erfitt um framkvæmd hlaupsins. Kem- ur til tvennt, fyrst það að ýmis bæjarfélög í nágrenni Reykjavík ur hafa tekið upp víðavangshlaup á eigin spýtur. Er ekki nema gott eitt við því að segja, nema það eitt að þeir hafa engan dag íundið til að framkvæma hlaup sitt nema Sumardaginn fyrsta, sama dag og ÍR helgaði sér fyrir slíkt hlaup fyrst allra félaga fyr- ir 49 árum. Væri þó sízt ofaukið þó víðavangshlaupið með al- mennri þátttöku færu fram oftar á ári. En nú hafa Hafnfirðingar sitt hlaup, Selfyssingar sitt hlaup og hver veit hver — allir sama daginn. Lítil hugmynda- auðgi það að fara í sama farveg og reyndur hefur verið með mis- jöfnum árangri í 49 ár. Annar kapituii er svo það að okkar beztu langhlauparar taka ekki þátt í hlaupinu og er ekki að vita nema það sé af félagsríg runnið — nema annað komi á daginn. En hlaupið fer fram í dag að venju, hefst kl. 2 í Hljómskálan- um og lýkur við Hljómskálann. Áhorfendur eru hvattir til að koma að hylla hlauparanna. Gunnlaugur Hjalmarsson tekur her vitakast a norska liðið Fredensborg, en skot Gunu- laugs lenti í markstönginni. Hvort er sterkara Fram eia Fredensborg? tJr því fæst skorið í kvöld I KVÖLD er nanst síðasti leikur norska handknattleiksliðsins Fredensborg sem hér er í heim- sókn í boði Víkings. Mætir liðið í kvöld íslands- og Reykjavíkur- meisturum Fram og mjunu bæði lið hyggja á sigur og þykja hann sætur ef fæst. Fram hefur nú tilkynnt þátt- töku í Evrópubikarkeppni í hand knattleik og þarf að leika við erlent lið í haust. Álit um getu Fram verður á efa mjög dæmt eftir þessum síðasta leik við er- lent lið. Fram mun að sjálfsögðu leggja allt kapp á að vinna leik- inn með seom mestum mun og verða þannig hátt skrifað. Fredenborg mætti í Evrópu- bikarkeppninni sl. ár. Svo vildi til að Fram og Skovbakken (Dan mörku) voru dregin sa.man í Afmælismót TBR tjölmennasta badmintonmót á íslandi til þessa í TILEFNI af 25 ára afmæli Tennis -og badmintonfélags Reykjavíkur, var haldið afmæl- ismót í badminton '18. og 19. apríl sl. í íþróttahúsi Vals. 58 keppendur tóku þátt í keppninni og er þetta fjölmennasta bad- mintonmót sem haldið hefur ver ið hér á landi. Keppt var ein- göngu í tvíliðaleika, í meistara- flokki I. fl. og nýliðafl. URSLIT: í meistarafl. karla sigruðu Lárus Guðmundsson og Karl Maaok, þá Magnús Elíasson og Walter Hjaltested 15 : 6 og 15 : 6. I meistarafl. kvenna sigrauðu Halldóra Thoroddsen og Jónína Nieljóhníusardóttir þæir Rann- veigu Magnúsdóttur og Huldu Guðmundsdóttur 15:9 og 15:7. f I. flokki sigruðu Steinar Bændarúður Hver vill æfa róður? Brynjólfsson og Ingi Ingimund- arson þá Matthías Guðmundsson og Þorbjörn Pétursson 15:10 og 15:10. I nýliðafl. sigruðu Bergur Jóns son og Kristinn EyjÓlfsson þá Gunnlaug Lárusson og Páil Jóns- son 8:15 — 17:15 — 15:9. (Frá mótanefnd). fyrstu umferð keppninnar og vann Skovbakken með 1 marki eftir framiengdan leik. í næsta leik mætti Skovbakken Fredens bong og vann þann leik með 1 marki (án framlengingar). Nú fæst því úr því skorið hvort lið- anna sem Skovbakken vann nieð marksmun er ster.kara, Fram eða Fredensborg. Það verður án efa ekkert gamanmál leikurinn að Hálogalandi í kvöld. RÓÐRARFÉLAG Reykjavíkur hefur starfsemj sína með sum- arkomu og efnis til „bænda- róðurs“ í dag í Nauthólsvík. Þetta gerir félagið fyrir hádeg- ið, svo það er ágæt skemmtun þeim sem vilja taka sér bíl- eða gönguferð að morgni og horfa á knáar sveitir keppa í róðri. Róðrarfélagið hefur sumarstarf ið með því að efna til bænda- róðurs. Veirður skipt í tvö lið á staðnum kl. 10.30 árdegis og kappróðrarbátar lagðir á sjó og keppni hafin. Æfðir og óæfðir félagar geta tekið þátt — en að sjálfsögðu er takmarkað rúm í hverjum kappróðrarbát. Keppt verður á stuttri vegalengd. Róðrarfélagið vill sérstaklega vekja áhuga manna er viija létta létta og skemmtilega hreyfingu ! dag til að koma á æfingar og reyna sig í góðu veðri og við fagurt umhverfi. Fyrst um sinn verða æfingar róðrarfélagsins í Nauthólsvík á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8 síðd. í Nauthólsvík. Félagið á 3 kappróðrabáta, Hrafnaflóka og Ingólf, sem ætl- aðir eru til æfinga og svo Hjör- leif, sem ekki er farandi i nema fyrir fullþjálfað Hð. r" Jdn Þ. Ololsson keppir ytrn JÓN Þ. Ólafsson hefur tekið þátt í tveimur mótum vestur í Kaliforníu nú nýverið — reyndar sama daginn eða sl. laugardag. Fyrst keppti hann á móti í Oxygental. Úrslit í hástökki þar urðu þau að Rambo vann á 2 m sléttum. Annar varð Zuluisky með 2.00 og Jón Þ. varð 3. með 1.95. Síðar sama dag keppti Jón á móti í Coliseum í Los Ange- les. Sigurvegari varð Rambo 2.03, 2. Cm. Dumas 2.03, 3. Jón Þ. Ólafsson 1.98 og 4. Durby 1.98. — Karl Jóhannsson reiðir hér til skots — og skorar. (Myndir: Sveinn Þorm.) Víðavangshlaup Hafnarfjarðar VÍÐAVANGSHLAUP Hafnar- fjarðar hefst í dag kl. 4 við barnaskólahúsið. — Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur frá kl. 3.30 og skemmtir áhorfe-ndum. Yfir 30 þátttakendur eru skráð ir í hina ýmsu flokka hlaupsins, þar af 6 stúlkur. Keppendur eru beðnir að mæta við leikfimishús ið kl. 3.30. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar hefur átt vinsældum að fagna í bænum og vonndi verður svo enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.